Alþýðublaðið - 22.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1939, Blaðsíða 4
MANUDAGINN 22. MAÍ 1939. H GAMLA BfÓ @! Mexífeanskar 1 nætur Brábskemtileg amerísk söng- mynd,er gerist meðal hinna lífsglöðu og danzandi íbúa Mexicoríkis. — A'ðalhlut- verkin leika hin fagra DOROTHY LAMOUR, „Hot“-söngstjarnan, MARTHA RAYE og RAY MILLAND. Skinnhanskar. Káputölur, kragar, silki og ís- garnssokkar, bamasokkar, man- chettskyrtur, bindi, kvennærfatn- aður, barnabolir, barnasvuntur, slæður, treflar, krullupinnar, hár- kambar, hárnet o. fl. Freyjugötu 26. sími 1698. | Útbreiðið Alþýðublaðið! — Tiskusýning ■■ Verzl. Gullfoss vepðnr að Hétel Bop| næstkomandi þpiðjudag. Þeir viðskiftavinir saumastofunnar, er vegna breytinga á heimilisfangi, eða af ððrum ástæðum, ekki bafa fengið kort, eru vinsamlegast beðnir að vitja að" göngumiða hið f yrsta IVERZL. GULLFOSS Steindór. Landsins bezta bifreiðastöð. Símar: 1580 — 1581 — 15»2 — 1583 — 1584. EINSDÆMI f SÖGU VERKA- LÝÐSHREYFINGARINNAR. (Frh, af 1. síðu.) fram. Ég vil endurtaka það, að það er með öllu gersamlega ó- verjandi af núverandi ríkis- stjórn að fá þeim mönnum, sem nú stjórna Byggingarfélagi al- þýðu hér í bæ, nokkurt fé í hendur til þessara mála. Hún á að taka af þeim öll völd, og þá mun það sýna sig, að skriður kemst á byggingarmálin hér í bænum, en fyr ekki. * Og E. O. rekur upp angistar- óp. „Ef verkamenn fylgja ekki Breiðfylkingunni, þá eiga þeir ekki að fá atvinnu, ekki að fá að byggja yfir sig hús, ekki að fá mannréttindi í neinu félagi, ekki að þolast í þjóðfélaginu — þá eiga þeir að vera útskúfaðir eins og Gyðingar í Þýzkalandi“. Þannig hljóðar angistaróp loddarans, sem lagði á ráðin um það, að svíkjast aftan að þeim mönnum — Sjálfstæðis-verka- mönnum 1 Hlíf í Hafnarfirði —, sem höfðu komið hyski hans þar í stjórn, og lét samþykkja að svelta um 200 fjölskyldur í Hafnarfirði, ef verkamennirnir þar legðu ekki félag sitt niður og’ gengju undir ok kommúnista þar. Enginn þeirra manna, sem nú stjórna byggingarfélaginu, er sviftur lífsviðurværi, þótt breytt yrði um stjórn þess fé- lags, en samþykt kommúnista er bein hungurárás á fjölda heimila. Alt skraf E. O. um mig og Finnboga Rút Valdemarsson læt ég afskiftalaust. Það er sama bullið og alla tíma áður frá þessum mönnum. Ég veit ekki betur en við höfum verið kallaðir „fasistar", „nazistar“, „sósíal-fasistar“, „höfuðstoð borgarastéttarinnar", „verka- lýðssvikarar“ og alt annað milli himins og jarðar, sem skamm- aryrði ná yfir, í blöðum komm- únista nú í 10 ár samfleytt, svo okkur er alveg nákvæmlega sama þó einhverju sé bætt við. Á einum stað segir E. O. að við Alþýðuflokksmenn „þykj- umst ekki skilja hvernig menn, sem einu sinni ÞÓTTUST vera sósíalistar, geti orðið fasistar og böðlar á verkalýðinn". Jú, þetta skiljum við mætavel. Og hér er dæmi. E. O. „þykist vera sós- íalisti“ og sama þykjast allir samherjar hans vera, en eins og sést af aðgerðum þeirra nú í Hafnarfirði hafa sjaldan verið til meiri „böðlar á verkalýðinn“ en einmitt þeir. Það er að minsta kosti alveg óþekt fyr í sögu þessa lands, að stjórnend- ur verkalýðsfélags reyni að svelta í hel hartnær helming allra félagsmanna í félaginu. Er hægt að hugsa sér meiri „böðla verkalýðsins“? E. O. hefir aldrei verið sósíalisti, en hann hefir bara „þózt“ vera það. Hann hefir alla tíð verið og er enn kommúnisti og meiri böðlar verkalýðsins en komm- únistar eru ekki til. í því eina landi veraldar, sem þeir ráða — Rússlandi — er verkalýður- inn sviftur málfrelsi, prent- frelsi, félagsfrelsi, pólitísku frelsi og allir þeir menn ofsótt- ir og drepnir, sem eru andvígir .,stjórninni“, þ. e. kommúnista- flokknum eða foringjum hans. f öðrum löndum þar sem nokkur hluti verkalýðsins hefir glæpst til fylgis við þessa böðla verkalýðsins, hafa þeir orðið orsökin til þess að verkalýður þeirra landa glataði öllu sínu frelsi og merst nú und- ir járnhæli fasismans. ALDREI ÆTTU VERKAMENN AÐ GLEYMA IIVER NÍÐINGS- VERK KOMMÚNISTAR HAFA UNNIÐ, sagði Stauning í ræðu, sem hann flutti í Kaup- mannahöfn 1. maí s.l., og undir þau orð munu allir geta tekið, sem einhverja reynslu hafa af starfsemi kommúnista Engir hafa leitt meiri ógæfu, meira ó- frelsi og meiri bölvun yfir verkalýð veraldarinnar en kom- múnistarnir. Það er hlutverk E. O. að leiða bölvun og ófrelsi yfír íslenzkan verkalýð. Við Alþýðu- flokksmenn höfum getað af- stýrt því að svo yrði hingað til og við munum halda þeirri bar- áttu okkar áfram. Ef stjórn Byggingarfélagsins verður breytt, verða verka- mannabústaðirnir bygðir, en annars koma þeir ekki í ár. Ef kommúnistum verður útrýmt úr stjórnum og trúnaðarstöðum verkalýðsfélaganna, verða sam- tök verkamanna þeim styrkur og stoð, annars verða þau notuð UÞTBURUDIB f DA6. Braðferðir til Aknr- eyrar nm Ahranes i snmar. ISUMAR verða hraðferðir þrisvar í viku frá Reykja- vík til Akureyrar og til baka. Er það Bifreiðastöð Steindórs —sem sér um þessar ferðir. Farið verður frá Reykjavík á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, en frá Akureyri verður farið mánudaga, fimtu- daga og föstudaga. Verður farið um Akranes og bílarnir fluttir á Fagranesinu til Akraness. í tilefni þessa hefir Fagranesið verið stækkað og endurbætt. Það hefir verið lengt um 12 fet, sett í það ný diesel- vél 19—28 ha. Getur það tekið tvo fólksbíla á þilfar og lestar- rúm og farþegarúm hefir verið stækkað. HÆSTARÉTTARDÓMUR. (Frh. af 1. síðu.) Segir skipstjórinn, að til þessa hafi hraði bv. Hann- es ráðherra verið óbreyttur og stefnan hin sama, en um leið og lv. Ólafur Bjarnason hafi gefið merkið, hafi hann gefið skipun um að stöðva vélina. — Kveðst skipstjórinn hafa búizt við, að ferð línuveiðarans yrði hagað samkvæmt gefnu merki, eða að hann myndi beygja á. stjórnborða í tæka tíð, til að forða árekstri, en þar sem hvor- ugt hafi verið gert, hafi l.v. Ólafur Bjarnason rekist með allmikilli ferð með stefnið á miðja bakborðssíðu togarans og gert talsvert tjón á skipinu, enda orðið vart við leka, sem þó hafi verið stöðvaður strax. Togarinn hélt áfram veiðum síldarvertíðina á enda, en síðan fór fram aðgerð á skemmdum hér í Reykjavík. Skipstjórinn á l.v. Ólafur Bjarnason segir, að er hann hafi séð, að hætta var á ásiglingu, hafi hann gefið skipun um að láta vélina vinna aftur á bak, og jafnframt merki um það með eimpípunni, en þá hafi hann séð, að önnur framfesti nótabátanna var komin 1 skrúfuna og hafi hann þá ekki þorað annað en að láta stöðva vélina og síðan snúið skipinu hart á stjórnborða, en um sama leyti hafi línuveiðarinn rekist á b.v. Hannes ráðherra og hafi stefni l.v. Ólafur Bjarnason lagst út af við áreksturinn, plötur beyglast og sprungið og nokkur leki komið að skipinu, sem þó varð bráðlega stöðvaður. í undirrétti var eigandi l.v. Ólafur Bjarnason dæmdur til að greiða Alliance í skaðabætur kr. 16,909,31, og staðfesti hæsti réttur dóm undirréttar. til þess að glata frelsi þeirra og réttindum. Allir eiga að snúa baki við kommúnistum, „böðlum verka- lýðsins“, sem nú eru að gera tilraun til að svelta um 200 fjölskyldur í Hafnarfirði og ekkert gera annað en sá lygum og rógi alls staðar þar sem þeir fara. Allir eiga að sameinast til á- taka um endurreisn og eflingu atvinnulífsins, sameiginlegra á- taka í öllum viðreisnar- og menningarmálum þjóðarinnar. Þá hverfur hin kommúnistiska pest héðan af íslandi og þær fáu kommúnistisku pestarkindur, eins og E. O. og hans nánustu samherjar, verða þá sjálfdauð- ar. Jónas Guðmundsson. Útbreiðið Alþýðublaðið! Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, simi 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. V erkalýðsf élagið Bjarmi á Stokkseyri feldi við allsherjaratkvæða- greiðslu í gær að segja sig úr Alþýðusambandi Islands. JÓNÍNA JÓNATANSDÓTTIR. (Frh. af 3. síðu.) gerðarinnar, en afskifti hennar af því máli voru mikil og góð. - Hér skal ekki rakið æfistarf frú Jónínu, svo margþætt og þýð- ingarmikið sem það hefir verið. Hún á vonandi eftir að lifa og starfa meðal okkar nokkur árin enn. En að síðustu vil ég láta í ljós þá skoðun mína, að Alþýðu- flokkurinn hefir fáar konur eignast, sem hafa reynst jafn- trúar hugsjón sinni og frú Jón- ína. Flokkurinn hefir verið henni annað heimili, sem henni hefir þótt jafnvænt um og sitt vistlega og jskemtilega einka- heimili. Að síðustu vil ég óska afi læl- isbarninu gleði og blessunar á þeim árum, sem hún lifir með- al okkar, og að hún fái að sjá hugsjónir sínar rætast í sem fyllstum mæli. S. Á. Ó. KAPPLEIKIRNIR. (Frh. af 1. síðu.) mörg lög og gekk hergöngu við mikil fagnaðarlæti hinna fjölda- mörgu áhorfenda. Knattspyrnuráðið hafði neit- að Val um þennan leik, en Í.S.Í. úrskurðaði í gær, að Val skyldi heimilt að keppa. Valur hafði áð ur en skipið kom fengið leyfi til að keppa við skipverja áviss- um dögum, en ekki var hægt að keppa þá daga. K.R.R. bygði neitun sína á því, að Valur neit- aði að keppa með öðru félagi þennan leik, en Í.S.Í. gat ekki tekið þá ástæðu K.R.R. til greina. Valur hefir boðist til að keppa annan leik við Englend- inga með öðru eða öðrum félög- um. En úr þeim kappleik mun ekki verða, þar sem Reykjavík- urmótið hefst á fimtudags- kvöld. — Að leiknum í gær- kveldi loknum var samsæti að Hótel Skjaldbreið. Voru þar ræður fluttar, sungið og skifzt á smágjöfum. K. R. vann 3. flokks móíið. í gærmorgun fór fram úr- slitakappleikur á þriðja flokks mótinu og vann K. R. Val. Vann K. R. þar með 3. flokks mótið með 7 stigum, Valur hafði 3, Fram 2 og Víkingur 0, þar sem allir leikir hans voru dæmdir ólöglegir. Úrslit 2. flokks mótsins í kvöld. í kvöld fara fram úrslita- kappleikir í 2. flokks mótinu. Kl. 7 Vz hefst kappleikur milli Vals og Víkings og kl. 8V2 milli K. R. og Fram. Ef Fram vinnur, þá hefir það félag unnið mótið, en ef K. R. vinnur leikinn, eru þrjú félög, K. R., Fram og Val- ur, jöfn að stigatölu, og verður þá að þreyta 3 kappleiki aftur. Dómarar verða í kvöld Björg- vin Schram og Sighvatur Jóns- son. Reykjavíkurmótið hefst svo á fimtudagskvöld og 1. flokks mótið á 2. í hvítasunnu. Má því segja að knattspyrnu- mennirnir hafi nóg að gera þessi kvöld. Matrésföt, blússufðt eða jakka- fot, auðvitað úr Fatabúðliml. Vinna: Höfum úrval af vist- um í bænum, bæði hálf- og heildags vistir, gott kaup. — Kaupavinna í vor og sumar víða úti á landi. Opið fyrir karla frá 10—12 og 1—3, fyrir konur frá 2—5 e. h. Vinnumiðl- unarskrifstofan, sími 1327. Súðin var á Húnaflóa í gær. MH NYJA Blð m Vesalíngarnir Amerísk stórmynd frá Uni- 1 ted Artists. GerÖ eftir hinni | heimsfrægu sögu franska | stórskáldsins Victor Hugo. | Aðalhlutverkin leika: FREDERIC MARCH og CHARLES LAUGTHON Geri við saumavélar, allskon- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11. sími 2635. Útbreiðið Alþýðublaðið! Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við fráfall og jarðarför konu minnar og móður okkar, Helgu S. Kristjánsdóttur frá Súgandafirði. Finnborg L. Jónsdóttir. Steinþór E. Jónsson. Jón S. Steinþórsson. TIIkynHlng um béstaDaskifti. Þeir, sem hafa flutt buferlum og hafa innanstokksmuni sína brunatrygða, eða eru líftrygðir hjá oss, eru hér með ámintir um að tilkynna oss bústaðaskifti sín nú þegar. Sjóvátryqq Eimskip, 2. hæð. Sími 1700. Til tækifærisgjafa Schramberger heimsfræga kuast KEMAMIK. iiandunnlnn KMSTALL. K. Einarsson & BJörnsson. Bankastræti 11. Búin að opna Veitlngaskála ilnn víð Hvítúrbrú. Tfeeodóra Svelnsdéttir. Anglýsing um umdæmlstðlumerki bifreiða. Eigendur og umráðamenn þeirra bifreiða hér í Reykjavík, sem enn eru einkendar með merkinu RE, eru hér með samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 72, 24. júní 1937, ámintir um að afla sér nú þegar merkja þeirrar gerðar. sem fyrirskipuð er í nefndri reglugerð. Merkin fást í skrifstofu bifreiðaeftirlitsins, og ber mönnum jafnframt að skila hinum eldri merkjum þangað. Jafnframt eru hlutaðeigendur ámintir um það, að nota ekki skemd eða ólæsileg umdæmistölumerki á bifreiðum sínum. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 20. maí 1939. Jénatan Hallvaréssan settur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.