Alþýðublaðið - 23.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGINN 23. MAl 1939. ■gamla Bfówa Mexikanskar 1 nætnr Bráðskemtileg amerísk söng- mynd.er gerist meðal hinna lifsglööu og danzandi íbúa Mexiooríkis. — Aðalhlut- verkin leika hin fagra DOROTHY LAMOUR, „Hot“'Söngstjarnan, MARTHA RAYE og RAY MILLAND. I. O. G. T. MÍNERVA nr. 172. Fundur ann- að kvöld. Til umræÖu sumar- starfið o. fl. Mjög áríðandi að allir mæti. — Æ.t. IÞAKA. Fundur í kvöld. Kosning fulltrúa á stórstúkuþing. SJÁLFBOÐAVINNA ungtemplara Félagar barnastúknanna i Rvík 12 ára og eldri sem vilja vinna að skóggræðslu í landnámi Templara á annan hvitasunnu- dag og sunnud. 4. júní gefi sig fram í Templarahúsinu fimtudag 28. og föstudag 29. p. m. kl. 2—4 e. h. og fá þar allar nánari upplýsingar. Umdæmisgæslumaður. Vinna: Höfuna úrval af vist- um í bænum, bæði hálf- og heildags vistir, gott kaup. — Kaupavinna í vor og sumar víða úti á landi. Opið fyrir karla frá 10—12 og 1—3, fyrir konur frá 2—5 e. h. Vinnumiðl- unarskrifstofan, sími 1327. Sundmót Ármanns og úrslit í sundknattleiksmeist- aramóti íslands fer fram 1 Sund- höllinni á morgun kl. 8V2 síðd. Aðgöngumiðar eru seldir í Sundhöllinni í dag og á morgun. Ténlistarfélagið Nemendatónleikar Tónlistar skólans í Iðnó í kvöld kl. 8,30 Aðgöngumiðar á kr. 1.00 eru seldir í Iðnó í dag frá kl. 1 síðd. ÓSANNINDI REKIN OFAN 1 KOMMÚNISTA. Frh. af 1. síðu. kvæðum náðu kommúnistar að- eins 14 atkv. í viðbót við þau 27 flokksatkvæði, sem allir vita að þeir hafa. Og þessi 14 at- kvæði fengu þeir áreiðanlega flest á þann hátt að telja mönn- um trú um að Alþýðusamband- ið hefði ekkert við það að at- huga, hvort menn væru innan sambandsfélags eða ekki!! Annars er það gleðilegur vottur um stéttvísi verkamanna á Stokkseyri, að þeir skyldu fella þessa tillögu kommúnista, og ekki síður hitt, að fella þeg- ar í fæðingu tillögu þeirra um að ganga í hið svonefnda ,,varn- arbandalag11, sem kommúnistar ætluðu að troða félginu inn í um leið og það færi úr Alþýðu- sambandinu. Óskar Sæmundsson. Nýja Bíó sýnir 2 myndir saman núna. Heita þær Ljónahöfðinginn, sam- kvæmt bók eftir Burroughs, höf- und Tarzansagna, og Útlaginn, kúrekamynd með Ken Maynard í aðalhlutverkinu. HVER VERÐA VERKEFNI VERKALÝÐSFÉLAGANNA. Frh. af 3 .síðu. er menningar og fræðslustarf- semi bæði verkleg og andleg, og ber verkalýðsfélögunum skylda til, að beita sér ötul- lega fyrir því, að hún megi sem mest verða. Hér hefi ég nú bent á nokkur verkefni fyrir félögin að vinna að, og mætti fleiri telja þó ég láti þetta nægja að þessu sinni, en um leið er skylt að geta þess, að sum félög hafa talsvert að þessu unnið og vil ég geta nokk. urra dæma, sem hin önnur fé- lög geta sér þá til fyrirmyndar tekið. 1. ! Þegar verkalýður BúðaL kauptúns í Fáskrúðsfirði hafði fengið meirihluta aðstöðu í hreppsnefnd, var til þess gengið að rækta stórt landflæmi, sem fyrir innan kauptúnið var, og varð þessi ræktun til stórra hagsbóta og bættra lífsskilyrða fyrir þorpsbúa alla. 2. Fyrir atbeina verkamanna og sjómanna á Akranesi var byggð þar síldarverksmiðja, sem • til stórrar atvinnuaukn- ingar hefir orðið þar. T. d. má geta þess, að á s.l. hausti og fram á vetur, var þar síldar- söltun í tiltölulega stórum stíl, sem illmögulegt hefði verið, ef verksmiðja hefði ekki verið til á staðnum til Ivinslu þeirrar síldar, sem ekki var söltunar hæf. 3. Verkalýðsfélag Akureyrar hefir síðastliðið ár haft bæði fiskverkun og síldarsöltun, til stórrar atvinnuaukningar fyrir meðlimi sína, og þar með einnig sannað, að þessi atvinnurekstur gat greitt það kaupgjald, sem félagið gerði kröfu til hjá öðr- um atvinnurekendum. 4. í Dalvík og Hrísey hefir Kaupfélag Eyfirðinga starfandi útibú, en það félag hefir orð á sér fyrir góðar vörur og lágt verð. Þrátt fyrir það hafa verka. menn á þessum stöðum pöntun- arstarfsemi og fá á þann hátt margar af nauðsynjum sínum með mun lægra verði, en þeir geta fengið hjá Kaupfélaginu. 5. Verkalýðsfélag Akraness hefir nú vetur eftir vetur stofn- að til og haldið sjómanna- og húsmæðranámskeið og gert þar með þátttakendur þeirra færari um að vinna þau verk, — sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Að tilhlutan Sjó- mannafélagsins Jötunn í Vest- mannaeyjum hafa þar einnig verið haldin sjómannanám- skeið. Þessi dæmi læt ég nægja — og væri vel, að sem flest fé- lög tækju upp slíka starfsemi. Að síðiastu vil ég beina því til forystumanna verkalýðsfélag- anna, að þeir leiði starfsemi fé- laganna inn á svið þeirra verk- efna, sem ég hér að framan hefi lýst, og' er vel og til mikilla hagsbóta landi og lýð, ef fram- kvæmt yrði. Hugfast verða menn að hafa það, að nú sem fyrr, er það skilyrði þess, að árangur fáist, að samstilltir séu hugir til starfs — en til þess svo megi verða, verður sundrung að víkja, og eining að ríkja. Siglufirði, 28. apríl 1939. Jón Sigurðsson. Hjónabönd. Síðastliöinn laugardag voru gef in saman í hjónaband frk. Gunn- þórunn Einarsdóttir og hr. Matt- hías Guðmundsson, heimili þeirra er á Bergþórugötu 53. Ennfremur sama dag frk. Halldóra Sigurðardóttir og hr. Þorgeir Quðnason, heimili þeirra verður á Barónsstíg 14. Suodknattleiksmeist aramöt Isiands. Skemtlleo kepjni mllli Bnndoarganna. SUNDKNATTLEIKSMEIST- ARAMÓT ÍSLANDS hófst síðastliðinn föstudag í Sund- höll Reykjavíkur, og keptu þá A-lið Ægis og B-lið Ægis. Leik- ar fóru svo, að A-liðið vann með 4 mörkum gegn 2. í gær- kveldi hélt mótið áfram og keptu þá lið Ármanns og B-lið Ægis og gerðu jafntefli, 2 : 2. Á morgun, miðvikudag kl. 8V2 síðd. heldur mótið áfram í Sundhöllinni og keppa þá til úrslita lið Ármanns og A-lið Ægis, og getur lið Ægis unnið á jafntefli. Auk þess fer þá fram sundkeppni á þessum vegalengdum: 4X50 m. boð- sundi fyrir drengi innan 16 ára, nýtt sund, mjög spennndi. 550 m. bringusund karla, meðal keppenda er Ingi Sveinsson, sem hefir mikla möguleika til að setja nýtt met í því sundi. 100 m. bringusund fyrir konur, og eru þar í sama riðli þrjár okkar beztu sundkonur, Jó- hanna Erlingsd., Þorbjörg Guð- jónsd. og Hulda Jóhannesd. 50 m. bringusund fyrir telpur inn- an 14 ára, þar keppir Steinþóra Þórisdóttir frá Reykholti, og er jafnvel búist við að hún beri sigur af hólmi í því sundi, enn fremur keppa drengir innan 14 ára 50 m. bringusund, og er þar einnig utanbæjarmaður líkleg- astur til sigurs, Birgir Þorgils- son frá Reykholti. Að síðustu er 50 m. baksund fyrir drengi innan 16 ára. Aðgöngumiðar að þessu móti eru til sölu í Sund- hÖllinni. fiommtinistar drap saman seglin. Nýtt land minkað um helming. ANNAÐ af blöðum komm- únistaflokksins, „Nýtt land“, hefir verið minkað um alt að því helmingi. í grein í hinu minkaða blaði segir, að af fjárhagsvandræðum hafi orðið að grípa til þessa. og' valdi geng- islækkunin þessum fjárhags- vandræðum. Þetta er auðvitað ekki annað en fyrirsláttur, því að allir vita að hinar rússnesku rúblur hafa ekki minna gildi í íslenzkum krónum en fyrir gengislækkun- ina, heldur um 20% meira. Pappír hefir ef til vill hækkað ofurlítið í verði, en prentunar- kostnaður alls ekki. Ástæðan fyrir því að kommúnistaflokk- urinn lækkar seglin er aðeins sú, að gengi flokksins fer sífelt minkandi, þó að hátt sé öskrað og mikið æpt. Kommúnistafor- sprakkar Nýs lands hafa og kunnað ráð við minkun blaðs- ins, þeir hafa skorið niður þann litla fróðleik, sem áður birtist stundum í blaðinu — en sví- virðingarnar og rógurinn halda sér. Úr því má ekki draga. Austurbæjarskólinn. Bömum úr 12 og 13 ára bekkj- um Austurbæjarskólans er boðið jað sjá kvikmynd í kvikmyndasal skólans annað kvöld. Eiga 12 ára börn að mæta kl. 5, miðvikud., en 13 ára bömin kl. 6. f DAfi. Næturlæknir er Jón G. Nikulás- son, Báragötu 17, sími 3003. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,15 Hljómplötur: Sönglög úr ó- perettum. 19,30 Fréttir. 20,05 Stjórnmálaumræður. Útvarpsumræður fara fram í kvöld og hefj- ast kl. 8,05. Fyrir Alþýðu- flokkinn tala Stefán Jóhann Stefánsson og Haraldur Guðmundsson. ( Nemendatónleikar Tónlistarskólans verða í Iðnó í kvöld kl. 8V2. Póstierðir miðvikudaginn 24. maí: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjal- arness-, Álftaness-, Reykjaness-, Ölfus- og Flóapóstar. Garðsauki og Vík. Hafnarfjörður. Seltjarn- arnes. Laugarvatn. Þingvellir. Fagranes til Akraness. Til Reykja víkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Álftaness-, Reykjaness-, Ölf ús- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnarness. Laugarvatn. Þing- vellir. Húnavatnssýslu-, Skaga- fjarðar-, Eyjafjarðar-, Þingeyjar-, Stranda- og Dalapóstar. Meðal- lands- og Kirkjubæjarklausturs- póstar. Stykkishólmspóstur. Fagraness frá Akranesi. Súðin vestan um úr hringferð. Tengdapabbi, sænski gamanleikurinn eftir Gustav Gejerstam verður sýndur annað kvöld í síðasta sinn. Eimskip: Gullfoss kemur frá útlöndum í dag, Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg, Brúarfoss fór frá Leith í gær til Kaupmanna- hafnar, Dettifoss er á Akureyri, Lagarfoss er í Leith, Selfoss er á leið til Rotterdam, Bro er hér, kom í gærkvöldi. Frú Jónina Jónatansdóttir var hylt í gær á heimili henn- ar af miklum fjölda gesta. Var gesta straumur allan daginnheim til hennar og barst henni mjög mikið af skeytum og blómum og auk þess ýmsar gjafir frá félagssystram hennar og flokks- systkinum. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Valborg Sigurð- ardóttir frá Seyðisfirði og Guð- mundur Finnbogason verkstjóri í ísbirninum. Fullur skipstjóri (eða var maðurinn vitlaus?) vakti í gærkvöldi milli hálf 12 og 12 upp þúsund bæjarbúa, sem sofnaÖir, með margendurteknum eimpípublæstri, og stóðu þessi læti víst um stundarfjórðung. Það er ekkert vit að einstaka skip- stjóra skuli líðast, þó þá vanti einhverja skipsmenn, þegarhalda á úr höfn, að eyða svefni og hvíld fyrir hundruðum eða ef til vill þúsundum bæjarbúa. Séu ekki lög og reglur, um þetta þarf að setja þær tafarlaust. R. ÍTALÍA OG ÞVZKALAND. Frh. af 1. síÖu. lögðu ráðherrarnir áherzlu á, að engin vandamál væru þess eðlis, að ekki mætti leiða þau til lykta á friðsamlegan hátt, ef skilningur og sanngirni væru ríkjandi. Ráðherrarnir neituðu því, að á bak við samninginn væri nokkuð annað en það, sem fram kæmi 1 honum. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. TENGDA- PABBI“ gamanleikur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijerstam. Sfsiisig á morgirn (mlð- vikudag) kl. 8. Siðasta sinii. NB. Nokkrir aðgöngumiðar seldir á 1,50. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Ljóna- höfðmginn Æfintýrarík og spennandi kvikmynd, er gerist 1 Af- ríku, gerð eftir Edgar Rice Burroughs, höfund hinna heimsfrægu Tarzan-sagna. ÚTLAGINN. Fjörug og spennandi arner- ísk cowboy-mynd leikfn af konungi allra ! cowboy- kappa Ken Maynard og undrahestinum Tarzan. — Börn fá ekki aðgang. Útbreiðið Alþýðubl aðið! Maðurinn minn Ari Einarsson andaðist 22. þ. m. að heimili sínu, Fossagötu 6, L afirði. Guðbjörg Guðmundsa r. NÝ MéMs AÐVEWTJkeitir .Æmmw w MdaJLw m, jzm, Guimar Guisiiarssoii9 kom út í dag, í íslenzkri þýðingu eftir Magnús Ásgeirsson. Bókin er gefin út í tileíni af fimtugsafmæli skáldsins. Aðventa lysir vetrarferðalagi manns, sem enn er á lífi, og margir kannast við., — Erlendis fékk þessi bók svo góðar viðtökur, að í Dan- mörku einni hefir hún verið prentuð í mörg þúsund eintökum, og auk þess verið þýdd á fjöldamörg tungumál. — Verð kr. 4,00 heft og kr. 6,00 í bandi. — Fæst hjá öllum bóksölum. BÓKAVER8L. ElEIMgKRmOLU &sJ. Laugavegi 38. Sími 5055. Stelndór. Landsins bezta bifreiðastöð. Símar: 1580 — 1581 — 1582 — 1583 — 1581. ¥egfiia rýsnkuiiaF insBifliBtuiisgfs á aaokkrum kornvðruteguueiuiii ssjáuna við okkur fsert að lækka verð á eftirtiiMum vörums Hieiti, Haframloli, Hrfspionnm. Spyrpð im% vei*!l i Iséíiími ekkar« Félag aiatvonÉaiiMia í leykjavlk. ENGLAND OG RÚSSLAND. Frh. af 1. síðu. fyr en þá, en eftir fregnum blaðanna að dæma sveigjast samkomulagsumleitanirnar til þríveldabandalags. Við samkomulagsumleitanir þær, er nú fara fram í Genf munu verða teknar til greina hinar upprunalegu tillögur bæði Breta og Rússa, það er að segja, að Rússar takist á hendur samskonar skuldbindingar gagn vart Póllandi og Rúmeníu og Frakkar hafa gert. Þetta höfðu Bretar farið fram á. Ennfremur að Bretar og Frakkar komi Sov- ét-Rússlandi til aðstoðar, ef ráðist yrði á það vegna þessara skuldbindinga þess, en fram á það höfðu Rússar upprunalega farið. Miðlunartillaga Bonnets er sögð ganga út á það meðal ann- ars, að um sjálfkrafa gagn- kvæma aðstoð skuli að ræða, ef árás sé gerð á nokkurt þríveld- anna, Bretland, Frakkland eða Sovét-Rússland. Hinsvegar mun að svo stöddu ekki gert ráð fyr- ir ábyrgð á sjálfstæði og landa- mærum Eystrasaltsríkjanna. Drottningin var *á Isafirði í morgun. . . ■ i ~ "> ' ] Súðín fór frá Ingólfsfirði í gærmorg- un. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.