Alþýðublaðið - 27.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.05.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 27. MAÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ------♦----— Og bankamir að sjá þeim fyrir nægum gjaldeyri. UT af umræðum þeim í blöðum og manna á milli, sem orðið hafa undanfarið í sambandi við samninga þá, er fram fóru síðastliðinn mánuð milli olíufélaganna og síldar- bræðslustjómarinnar eða ríkis- stjórnarinnar, og kröfum þeim, sem fram hafa komið um fyrir- komulag framvegis til umbóta á þessum viðskiftum, þá vildi ég mega gera litla athugasemd við málið í heild, sem virðist vera orðið ærið hjálcátlegt. Það er nú orðið þjóðkunnugt, að umræddir samningar við Sigluf j ar ðarverksmið j urnar hafa á engan hátt bætt olíu- verðið til útgerðarinnar í heild, heldur hækkað það. Útgerðar- menn hafa tapað á þessum samningum, en með því að það mál er alment vitað og viður- kent, þá fjölyrði ég ekki um það, eða sakast um orðinn hlut, held- ur sný mér að því, sem fram undan er og hægt er að gjöra og á að gjöra til varanlegra og gagnlegra umbóta á þessum þýðingarmikla viðskiptalið þjóð- arinnar. Ég treysti mér ekki til í stuttri blaðagrein að gjöra þessu máli full skil, til þess er það alltof umfangsmikið, en ég vildi aðeins mega drepa á aðal- atriðin, sem frá mínu sjónar- miði eru staðreyndir. En þótt ég ekki í stuttu máli geti rök- stutt það svo, að þeir sem lítt til málsinsj þekki, |getj. sann- prófað staðhæfingar mínar, þá er ég svo heppinn að geta bent á verk, sem tala máli sínu til stuðnings. Það mætti virðast óþarfi að þurfa að hafa hátt um þessi mál. Það mætti virðast svo sjálf- sagður hlutur, að kaupa olíu til útvegsins, þar sem hún fengist óidýrust, að annað gæti ekki komið til mála. En svo furðu- legt sem það er, þá er þessu nú samt svo farið, að það eru settar slíkar skorður, og þær takmarkanir, að þrátt fyrir auðveldan aðgang útgerðar- manna til mjög hagstæðra olíu- kaupa, verða þeir að sæta afar- kjörum á kaupum á þessari vöru, fyrir skilningsleysi (svo ekki sé verra sagt) bankastjóra og yfirvaldanna í landinu. Fyrir atbeina einstakra manna, eru ný viðskiptasam- bönd fyrir olíunotendur opnuð. Olíunotendur geta nú og hafa um nokkur ár keypt olíu beint frá heimsfélögunum utanlands, á mikið lægra verði en þeir áttu við að búa áður, og samtímis verið því valdandi, að olíu- verðið í landinu yfirleitt lækk- aði stórkostlega til þeirra er enn héldu viðskiftum áfram við gömlu félögin. Má til dæmis nefna, þegar þau viðskiftasam- bönd voru opnuð, þá kostaði ol- ían á tunnum út um land um og yfir 20 aura kg. og frá geymum 19 aura, sem svarar til — eftir gengi nú — 24—25 aura pr. kg. og hefir þó heimsmarkaðs- verðið sama og ekkert breyzt síðan. Sjá allir að hér hefir stór kostlega áunnist til lagfæringar á olíuverðinu, í landinu. Það hefir sparað þjóðinni hundruð þúsunda króna árlega síðastlið- in fjögur ár. Það var með full- um skilningi á málunum byrjað á byrjuninni og grundvöllur lagður að heilbrigðu fyrirkomu- lagi á þessu sviði, í stað þess óheppilega og óviðunandi fyrir- komulags sem áður var. Út- gerðarmenn leituðu nú við- skifta beint, fyrst eingöngu um kaup á olíu á tunnum, sem var stórkostlega mikið ódýrari, — þrátt fyrir mjög dýran flutn- ingskostnað, en geymaolía hér, eða aðeins 12,8 aura kg. að við- bættum kostnaði, nál. 1 eyri á kg. í stað 19 og 20 aura verðs- ins, sem áður var. Síðan byggðu útgerðarmenn sér olíugeymi í Vestmannaeyjum, og nú síðast- liðinn vetur hafa Keílvíkingar byggt sér annan slíkan geymi. Báðar þessar verstöðvar hafa keypt olíu nú síðastliðinn vetur fyrir aðeins 87 og 90 shillings smálestina komna á höfn. Sjá allir hve stórkostlegur verðs- mismunur hér er, samanborið við verðlag það, sem fyrir var, enda þótt núgildandi verð hafi náðst fyrir margendurteknar lækkanir áður en slíkir geymar voru byggðir, vegna tunnuvið- skiftanna og væntanlegra geymabygginga. En til þess að ná þessum áfanga í olíumálun- um, þurfti tveggja ára látlaus- an áróður í gjaldeyrisnefnd og í bönkunum fyrir innflutningi og gjaldeyri fyrir þessi viðskifti, svo tregir voru þessir menn til þess að skilja gildi þessara við- skifta. En eftir svo góðan árang- ur, mætti vænta að valdhöfun- um og bönkunum væri nú orðið mál þetta svo ljóst, að þeir teldu hömlur á þessum við- skiftum svo varhugaverðar, að allt yrði að gjöra til þess, að þau ekki trufluðust, en allt bæri að gjöra til þess, að svona viðskifti mættu blómgvast til enn stærri sigurs og hagsbóta fyrir stærsta atvinnuveg landsmanna, og það þarf engum að blandast hugur um það, að það þarf ekki meiri gjaldeyri fyrir olíu, þótt olíu- notendur flytji hana inn sjálfir ,í stað olíufélganna, olíueyðslan er sú sama. En því miður er þessu ekki þann veg farið. Sag- an endurtekur sig. Það er ein- mitt sérstaklega örðugt nú að fá gjaldeyri hjá bönkunum fyr- ir innflutningi útgerðarmanna á olíu beint, og það er leitt að þurfa að segja það, að síðan þjóðstjórnin settist að völdum — sem sérstaklega hefir lýst yfir því, að hún alveg sérstak- | lega beri hag útgerðarinnar fyr- ‘ ir brjósti — hefir ástandið í þessum málum versnað, og af- skifti hennar af samningunum um olíuverðið á Siglufirði, urðu alveg neikvæð. Mér hefir aldrei fundist óá- nægja meðal manna út af olíu- verðinu jafn mikil eins og síðan verðhækkun olíufélaganna eftir gengisfallið og samningarnir við Siglufjörð áttu sér stað. Mér finnst þetta að sumu leyti eðlilegt, en að sumu leyti ekki. Verðhækkun vegna geng- isfallsins var sjálfsögð, en verð- breytingin sem varð vegna samninganna við Siglufjörð var óeðlileg. Menn ræða um að þetta eða hitt þurfi að gera og heimta hámarksverð á ol- íuna (til þess að fé- "3 Snæ- drottningin. — En geturðu ekki gefið Gerðu einhvern töfradrykk, svo að hún fái vald yfir Snædrottningunni? — Ég get 'ekki gefið henni meira vald en hún þegar hefir. Sérðu ekki, hvað hún hefir mikið vald? Sérðu ekki, að menn og dýr verða að þjóna henni. En hún má ekki vita af þessu valdi, því að það býr í hjarta hennar og stafar af því, að hún er saklaust @Ép|i barn. Ef hún kemst ekki af eigin ramleik inn til Snæ- drottningarinnar og nær glér- brotinu úr hjartanu á Óla, þá getum við ekki hjálpað henni. í tveggja mílna fjarlægð er garður Snædrottningarinnar, þangað geturðu borið Gerðu. Settu hana niður við stóra runnann, sem rauðu berin eru á, og flýttu þér til baka. Svo lyfti Finnakerlingin Gerðu litlu á bak á hreindýrið, sem hljóp af stað. — Ó, ég gleymdi vettlingunum mínum. og að runnanum með rauðu berin og setti stígvélunum, hrópaði Gerða litla. En hrein- Gerðu þar niður. Svo hljóp það alt hvað af dýrið þorði ekki að nema staðar, heldur hljóp tók til baka. Og þar stóð veslings Gerða litla alt hvað af tók berhent og skólaus í ískuldanum. lögin selji hana sem næst sanngjörnu verði) o. s. frv. Það er talað eins og enginn olíu- dropi sé í jörðu eða á nema hjá þessum félögum. Allt þetta er misskilningur. Sannleikurinn er sá, að það þarf enga raunveru- lega byltingu að gera á þessu sviði, eða fara inn á enn nýjar brautir, aðferðin er fundin. — Olíuviðskifti útgerðarmanna eru þegar komin í það horf, að ef haldið er áfram í sömu átt, dálítinn tíma enn, þá verður þeim bezta árangri náð, sem hægt er að vænta í þessu máli. Olíunotendur þurfa aðeins að byggja fleiri olíugeyma, en þar sem því verður ekki komið við, verður að kaupa olíuna á tunn- um beint erlendis frá. Verðið er þegar orðið, til þeirra er hafa aðstöðu til 'að kaupa á geyma, mjög svo viðunanlegt, eða að- eins 11 til 12 aurar. Á tunnum beint 15.5 aura frítt á hafnir. Lægra verði verður með engu móti náð að óbreyttu heims- markaðsverði og gengi íslenzku krónunnar nú. Svarar þetta til aðeins 9—10 aura og 12,8 aura verðs áður en krónan féll. Það breytir engu, hvort það heitir að útgerðarmenn standi allir saman um innkaupin, eða hver verstöð kaupi fyrir sig, það þarf alltaf að kaupa einn og einn farm á hverja verstöð og miðast verðið á hverjum tíma við lægstu tilboðin. Það þarf engin lög um þessi mál frá því opinbera — önnur en þau, að banna bönkunum að halda gjaldeyrinum fyrir út- gerðarmönnum, svo þeir geti ekki keypt olíuna, þar sem hún fæst ódýrust, en miðli honum Frh. á 3. síðu. MAÐURINN SEM HVARF 45. heimili sitt fyrir, og var að hjálpa til að ryðja sér braut. — Hvert sem Blake snéri sér mætti honum ótryggð, svik og óhreinlyndi. — Það, að Blake þoldi þegjandi alla þá smán, sem honum var gerð og umbar falsið og svikin, stafaði aðeins af því, að hann hafði rótgróna andúð á því að opna einkalíf sitt fyrir umheiminu,m og vekja opinbert hneyksli. Iiann reyndi meira að segja til að láta sem hann sæi ekki og vissi ekki hversu svívirðilega konan sem hann hafði einu sinni elskað, hagaði sér. — Ó, — það var hræðilegur sorgarleikur.11 Charlotta fól andlitið í höndum sér til að reyna að dylja hinn brennandi roða, sem þessar játningar höfðu kveikt í vöngum hennar. Markham virti hana fyrir sér með innilegri samúð. „Þér voruð að tala eitthvað um grunsemdir, ungfrú Hope,“ sagði hann rólega. CCharlotta hikði ennþá nokkra stund. En svo leit hún upp og sagði fastmælt: „Ég veit það er ljótur grunur, — hræðileg tilhugsun — en ég er nærri fullviss, að þessi kona, konan hans, hefir á einhvern dularfullan hátt með einhverjum klækjum komist yfir auðæfi hans og svo, — svo fundið einhver ráð til að fyrirbyggja að hann gæti nokkurntíma mótmælt því gjörræði eða náð rétti sínum aftur.“ — Þrek Charlottu brast loksins — og tárin byrjuðu að seytla niður föla vangana og rödd hennar skalf, þegar hún hélt áfram: „Ég segi yður þetta sökum þess, að mér finst það vera skylda mín gagnvart manninum, sem ég elskaði.“ „Þér álítið, með öðrum orðum að frú Blake hafi myrt mann sinn,“ svaraði Markham jafnrólegur og áður. Charlotta spratt á fætur. Hún dró andann þungt og ótt, „Já, — ég get ekki losað mig við þá hugsun. — Sú kona er full af klækjum og algerlega tilfinningarlaus. Hún ástfangin af öðrum manni og kvaldi Jim ljóst og leynt með ótryggð sinni. Hjartalausari konu hefi ég aldrei kynst og veit ekki hvað samviska er.“ , „Ég skil það vel, að þér eruð í mikilli geðshræringu,“ sagði Markham vingjarnlega. „En eruð þér nú vissar um, að það séu ekki eingöngu tilfinningarnar hjá yður, sem tala? — Vitið þér um nokkuð sérstakt, sem styrkir grun yðar?“ „Já,“ svaraði Charlotta, og leit djarflega í augu hans. „Ég veit að hún geymir ávalt hlaðna skammbyssu í svefnher- berginu sínu. Ég veit það af því, að Blake var hræddur við það og sagði mér frá því. Síðustu vikurnar áður en hann hvarf, var hann áberandi órólegur, og það leyndi sé ekki að hann óttaðist eitthvað. Mér kom þá þegar til hugar, að hann hefði einhvern grun um að kona hans og elskhugi hennar sætu um líf sitt. Um þetta leyti sagði líka frú Blake mér að hún og Jim ætluðu innan skamms að leggja af stað í langferð, einskonar nýja brúðkaups- ferð. Seinna komst ég að því að þetta var tilhæfulaus skrök- saga. Þáð hafði aldrei komið til tals, Skömmu síðar hvarf svo Blake og nokkru seinna fór hún einnig burt. Hún var ekki hér í borginni nóttina sem slysið skeði. Það er einnig athyglisvert í þessu sambandi, að Blake ók aldrei hart né ógætilega. Það er því nærri óhugsandi að slíkt komi fyrir hann á vegi, sem eng- in umferð var.--------Og svo,--------og segið mér svo, hvað er orðið af öllum auðæfunum hans. — Ó, þér hljótið að sjá, að hér er ekki allt með feldu, að eitthvað verður að gerast!“ ÐEINS fáum mínútum eftir að Charlotta Hope var farin, gerði Markham boð fyrir Ernst Heath, einn duglegasta leynilegreglumanninn, sem hann þekti 1 morðmálum. — Hann skýrði málið fyrir honum í fáum orðum. „En ég neita því ekki,“ sagði hann að lokum, „að þetta er ærið lítið til að byggja á, og ekkert líklegra en að við séum hér á villigötum. En þrátt fyrir það finst mér það skylda mín að rannsaka þetta til hlýtar. Fyrst og fremst verður að grafa upp lík Blakes og ég ætla að biðja yður að sjá um það og allar nánari rannsóknir á því. Við verðum að muna, að líkskoðunin fór fram í afskektusmáþorpi og enginn af sérfræðingum okkar var viðstaddur.“ , Heath kinkaði ákafur kolli til samþykkis og tugði í gríð og ergi. langan svartan vindil. „Svo vil ég biðja yður að senda tvo menn til Pamted post,“ hélt Markham áfram eftir fárra mínútna þögn. „Þeir eiga, í kyrþey og án þess að nokkuð kvisist um tilgang þeirra, að grafa upp allt, sem þar er hægt að fá að vita. — Fyrst og fremst verð ég að fá að vita, hvort Blake dvaldi þar í nágreninu, einhvern- tíma áður en slysið vildi til.“ Heath gaf til kynna að hann var á sama máli. Næsta dag fyrir hádegi lét lögreglulæknirinn doktor Dore- mus, kynna komu sína hjá Markham. Það var lítill maður og grannur með eldsnör augu. Hann var í sýnilegri geðshræringu. „Ég skoðaði lík Blakes í gærkvöldi, — hér er ekki allt með feldu. — Það er uppistand og gauragangur í uppsigllngu ««

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.