Alþýðublaðið - 27.05.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.05.1939, Blaðsíða 4
LAUGARDAG 27. MAÍ 1939 GAMLA BIÖPS Engin sýning fyp en á annais í ISvítasnnnu. AMÁTORDEILD KEMEDIAttFj , flwí+uri5tr 7 ^'VaÆaWÍÍp) J4 Sumarbústaður til leigu eða sölu. Upplýsingar á Spítalastíg 1 A. I. O. G. T. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fund- ur n.k. mánudagskvöld. Inn- taka. Mælt með umboðsmanni Stórtemplars. Hagnefndarat- riði: Ágúst Jóhannesson og Þórdís Aðalbjörnsdóttir. At- hugið: Akranesförinni verður frestað. HAFNARFJÖRÐUR Frh. af 1. síðu. mannafélag'i Hafnarijarðar. Á þeim fundi mættu allir hinir brottreknu úr Hlíf og aðrir fé- lagsmenn þar og var sá fundur setinn af um 130 mönnum, en á fundi Hlífar mættu 102. Ræddu verkamenn í Verka- mannafélagi Hafnarfjarðar um það, að ef brottvikning þeirra úr Hlíf yrði skilyrðislaust aft- urkölluð, að láta Verkamanna- félag Hafnarfjarðar starfa sem málfundafélag fram til næsta aðalfundar í Hlíf, enda yrði stjórn Hlífar þá sett undir eft- irlit svo slíkir atburðir endur- tækju sig ekki, og að Hlíf hætti þátttöku í hinu svonefnda ,,vamarbandalagi“. Biðu þeir því þess er verða vildi á Hlífar- fundinum. Ekki einn einasti af meðlim- um Verkamannafélags Hafnar- fjarðar hefir sagt sig úr því fé- lagi og sýnir það alveg dæma- fáan þroska þessara manna, sem þrátt fyrir hrottrekstur, at- vinnusviftingu og réttinda- skerðingu með Félagsdómi í vetur hafa barist og berjast enn sem einn maður til að bjarga samtökum síns bygðarlags úr eyðileggingargreipum kommún- ista. Þegar kunnugt varð um af- greiðslu tillagna Sjálfstæðis- manna í Hlíf samþykti fundur- inn í einu hljóði að áfrýja máli sínu til Félagsdóms, til ógild- ingar á brottrekstrinum. Engin vinna hefir enn verið stöðvuð í Hafnarfirði út af þessum samþyktum Hlífar og allir menn vinna þar enn úr Verkamannafélagi Hafnarfjarð. ar, sem vinnu hafa haft. Enginn tekur samþvktir Hlífar al- varlega, sem heldur er ekki að vænta. Frásögn Þjóðviljans. Það, hvernig Þjóðviljinn skýrir frá þessum atburðum í morgun, sýnir vel þá hræðslu, sem gripið hefir um sig í þeirra herbúðum. Blaðið segir ekki með einu einasta orði frá tillög- um Þórs -manna, þeim, að setja stjórnina í félaginu und- ir eftirlit og að ganga úr „varnarbandalagi" kommún- ista. Hinsvegar segir blaðið frá tillögum, sem stjórnin lét semja í gær, eftir að hún hafði komist á snoðir um tillögur „Þórs“ og segir flutningsmenn að þeim m.a. 2 úr ,,Þór“, þá ís- leif Guðmundsson og Hermann Guðmundsson, sem hvorttveggja mun vera ósatt. Hinsvegar er nú upplýst, að einn kommún- isti er í stjórn „Þórs“ — Krist- inn Helgason — og er það und- arlegt, að hann skuli hafa getað talið Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði trú um að hann væri í þeirra flokki. Má mikið vera, ef augu Sjálfstæðismanna bæði í Hafn- arfirði og hér í Reykjavík opnast nú ekki fyrir þeirri ó- heillastarfsemi, sem þeir hafa tekið þátt í með því að styðja kommúnista. Úrslitin um tillögur komm- únista. Ágætt dæmi um það, hversu verkalýðssamtökin eru veikt með því að reka alla þá menn úr verkalýðsfélögunum, sem vanir eru að staría þar, þó þeir séu hættir að gegna algengri verkamannavinnu, er afgreiðsl- an á tillögum kommúnista. Á fundi „Þórs“ hafði verið sam- þykt að flytja ákveðnar tillögur og standa fast með þeim, en á fundi Hlífar ganga sömu menn frá þessari samþykkt sinni og ganga inn á tillögur kommún- ista, sem alveg er íyrirfram vitað, að Verkamannafélag Hafnarfjarðar getur ekki undir neinum kringumstæðum geng- ið að. Eru þeir því blektir bein- línis til fylgis við tillögur kom- múnista vegna þess, að ekki eru nægilega öflugir málsvarar fyr- ir málstað Þórs á fundinum. Kommúnistar vita þetta og þessvegna er ein aðalráðstöfun þeirra sú, að reka úr íélögunum alla slíka menn. Hvaða afleiðingar þessar að- gerðir hafa er enn ekki unnt að sjá fyrir. Hinsvegar ættu þær að verða bæði Alþýðu- flokksmönnum og Sjálfstæðis- mönnum í verkalýðsfélögunum hvatning' til að taka höndum saman gegn ofbeldi kommúnist- anna og reka þá til fulls af höndum sér. Fyr kemst enginn friður á í verkalýðsmálum hér á landi, en áhrif kommúnista eru þar að fullu og öllu kveðin niður. KAPPLEIKURINN Frh. af 1. síðu. Þrátt fyrir mörg ágæt tæki- færi tókst K. R. þó ekki að setja fleiri mörk. Næsti kappleikur meistara- flokksins er milli K. R. og Vík- ings á annan hvítasunnudag kl. 8V2, en fyrsta flokks mótið byrj_ ar á 2. í hvítasunnu kl. 2 e. h. Gunnar Akselsson um kapp- leikinn. Ég varð fyrir geysilegum vonbrigðum um Fram. Því að eftir leik hans við Val snemma í þessum mánuði hafði ég búist við miklu meira af Fram. Fjórir II. flokks menn í meist- araflokki í sama leik er fullmik- ið, og eru bæði Karl og Þór- hallur langt frá því að vera nógu þroskaðir til þess að leika í þessum flokki, enda þótt þeir séu báðir mjög efnilegir. Bezti maðurinn á vellinum 1 gær var Guðjón Einarsson dóm- ari. Þeir næstbeztu voru 10 K. R.-ingar og Sigurður Halldórs- son (Fram). Sigurður varð að leika fyrir marga og þess vegna varð leik- ur hans dálítið ruglingslegur, en þó góður. Vonandi er þessi slæma byrj- un hjá Fram ekki rétt mynd af styrkleika meistaraliðsins, en skifta verður um nokkra menn. Eftir leiknum í gær hefði K. R. átt að sigra með 3—4 mörk- um. Gunnar Akselsson. Umsagnir keppenda. ÞORST. EINARSSON: „Mér finst alt af, þegar ég spila á móti Fram, að ég sé kominn á móti gömlu Frömur- unum. Svo drengilega og skemtilega spila þessir ungu piltar og alveg án skamma og slíks. Annars er ég ánægður með leikinn. Mér finst hann drengilegur. Ég bjóst við því, að Framararnir yrðu sterkari.“ BJÖRGVIN SCIÍRAM: „Við reyndum nú nýja „tak- tik“, sem fólst í því, að mið- framkvörður spilar sem þriðji bakvörður, og þykir takast vel. Vörn Framaranna er ekki góð, Varamaður danska íhaldsflokksins teknr er til brððabirsða. VARAFORMAÐUR danska í- haldsflokksins, Fibiger óð- alsböndi, hefir tekið að sér að vera forseti flokksins til bráða- birgða, en Christmas Möller hefir, eins og áður er skýrt frá, sagt af sér forsetastarfinu vegna úr- slitanna í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um stjórnarskrána. (Sendiherrafrétt), 11 keppendur verða í tslanðsfliimmni. ISLANDSGLIMAN fer fram næstkomandi miðvikudag, 31. maí. Að þessu sinni verða 11 kepp- endur, þar á meðal 3 Vestmanna- eyingar, þeir Sigurður Guðjóns- son, Haraldur Sigurðsson og Eng ilbert Jónsson. Héðan keppa ýmsir helztu glimukapparnir. Barnadagur Hafnarfjarðar verður á 2. í hvítasunnu og verða ýms hátíðahöld. Hefjast þau með skrúgöngu frá Barna- skóla Hafnarfjarðar kl. 2 að Dag- heimilinu, en Lúðrasveitin Svanur leikur. Síeingrimur Arason flytur ræðu og söngfélagið Harpa syng- ur. Kl. 5 hefst mjög fjölbreytt skemtun í Góðtemplarahúsinu >og hátíðahöldunum lýkur með danz- íeik sem fer fram í Góðtempl- arahúsinu og hefst kl. 9ty2- Ádam Rutherford flytur erindi í fríkirkjunni á fannan í hvítasunnu kl. 8,30. Efni erindisins verður svipað og í er- indi er hann flutti í Iðnó. Erind- ið verður túlkað. Síðan mun hann flytja erindi um „Pýramídan mikla“, eins og síðar verður aug- lýst. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband hjá lögmanni ungfrú Þuríður Guðmundsdóttir, Grettis- götu 23 og Ölafur Sigurðsson vél- stjóri á Ægi. Heimili þeirra verð- ur á Vesturgötu 26. LOFTÁRÁSIR OG LQFTVARNIR Frh. af 3. síðu. sjálfboðavinnu. Hér í Danmörku er stór hópur atvinnuleysingja. Væri það ósanngjarnt, þó að þeir væru skyldaðir til að hjálpa til við þessi störf, sem endurgjald íyrir atvinnuleysisstyrkinn, er þá mætti hækka hlutfallslega? Má minna á í þessu sambandi, að loftvarnabyrgin eru líka gerð fyrir þá; því það er fyrst og fremst alþýðunni í bæjunum, — verkafólki og miliistétt, sem ógn- að er með loftárásunum, þar sem hún getur ekki vegna atvinnu sinnar flutt úr bæjunum. Betur megandi borgararnir eiga margir villur og sumarhús utan við bæina, þar sem þeir geta ver- ið óhultir. Það er á margan hátt unt að leysa úr því máli, hvernig skuli vinna þetta verk, en allar fram- kvæmdir kosta fé. Dýrasta lausnin á þessu vanda- máli getur þó vel orðið sú — því miður einkennandi danskt að- gerðaleysi — að bíða þar til alt er orðið um seinan. Fritz Schröder. f DA6. Næturlæknir er Kristín Ól- afsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfs apóteki. ÚTVARPIÐ: 20,20 Erindi: Útvarpið sem menningartæki (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 20,50 Útvarpskór- inn syngur. 21,10 Útvarpstríóið leikur. 21,30 Hljómplötur: Kirkjukórar. 22,05 Fréttaágrip. 22,15 Dagskrárlok. Á MORGUN: Næturlæknir er Flalldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2344. Næturvörður er í Reykjavík- ur og Iðunnar apóteki. ÚTVARPIÐ:: 10,45 Morguntónleikar (plöt- ur): Mendelssohn: a) Fiðlukon- sert; b) Forleikurinn að Jóns- messudraumnum. 11,40 Veður- fregnir. 11,50 Hádegisútvarp. 17 Messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson). 18,40 Útvarp til útlanda (24,52 m.). 19,30 Hljómplötur: Lög leikin á fiðlu. 19,45 Fréttir. 20,10 Veð- urfregnir. 20,20 Sálmar (María Markan, plötur). 20,30 Ávarp (herra Sigurgeir biskup Sig- urðsson). Sálmur. 20,45 Hljóm- plötur: a) Svíta í h-moll, eftir Bach; b) Symfónía nr. 6, eftir Beethoven. 22 Dagskrárlok. ^ HVÍTASUNNUMESSUR: í Dómkirkjunni: Hvítasunnu- dag kl. 9 í kapellu kirkjugarðs- ins (cand. theol. S. Á. Gíslason). Hvítasunnudag í Dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson; kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. 2. hvítasunnudag kl. 11 séra Frið- rik Hallgrímsson; kl. 5 séra Garðar Svavarsson. í fríkirkjunni: JÍvítasunnu- dag kl. 2 sr. Árni Sigurðsson. Annan dag hvítasunnu kl. 5, Ragnar Benediktsson cand. theol. predikar. í fríkirkjunni í Hafnaríirði á hvítasunnudag kl. 2 séra Jón Auðuns. í Laugarnesskóla á hvíta- sunnudag kl. 2 e. h. séra Garðar Svavarsson. í Ilafnarfjarðarkirkju á morgun kl. 11 séra Garðar Þor- steinsson. Á Kálfatjörn á morg- un kl. 2 (ferming), séra Garðar Þorsteinsson. Á Bessastöðum annan hvítasunnudag kl. 2 (ferming) sr. Garðar Þorsteins- son. Mosfellsprestakall. Messað í Brautarholti á hvítasunnudag kl. 1 (ferming). Messað á Lága- felli 2. hvítasunnudag kl. 12,45 (altarisganga). Séra Hálfdán Helgason. í Útskálakirkju á hvítasunnu- dag kl. 1 ((ferming) og í Kefla- vík á annan í hvítasunnu kl. 2 e. h. Samkomur verða haldnar, ef guð lofar, í Varðarhúsinu báða hvítasunnudagana kl. 4 og 8,30 e. h. Allir velkomnir. Sæmundur G. Jóbannesson. Félagar söngfélagsins Harpa eru beðnir að muna eftir Hafnarfjarðarförinni á ann- an í hvítasunnu. Mætið við Þjóðleikhúsið kl. IV2 stund- víslega. Súðin er hér, fer á þriðjudag austur um til Siglufjarðar. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Af alveg sérstökum ástæðum verður „TENGDA- PABBI“ sýndur á annan i hvitasunnu kl. 8. Seinasta tækif ærið til að sjá pemstan hráð* skemtilega leik. — Lægstaverð! Aðgöngumiðar á 1,50, 2,50 og 3,00 verða seldir frá kl. 3 til 6 í dag og eftir kl. 1 á annan í hvítasunnu. en sóknin aftur á móti hættu- leg.“ mm nyja bio mi Engin sýning fyr en á annan i Efvítasnnnu. m Geri við saumavélar, allskon- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11. sími 2635. Útsvars- og skatta-kæmr skrifar Pétur Jakobsson, Kárastíg 12. Útsvars- og skattakærur skrifar Jón Björnsson, Klapp- arstíg 5 A. Kaupum tuskur og strigapoka. Húsgagnavinnustofan ■’SSs) Baldursgöíu 30. Sími 4166. Aðvoran til sjóma Samkvæmt ákvæðum 9. og 12. greinar í samningum milli Sjómannafélags Reykjavíkur og útgerðarmanna mótorbáta og línugufubáta, ber skipstjóra eða útgerð- armanni að ráða félagsmenn úr Sjómannafélagi Reykjavíkur eða öðrum verkalýðsfélögum innan Al- þýðusambands íslands, er veita sömu réttindi. Við lög- skráningu á síldveiðiskipin hér í Reykjavík verður þess því krafist að menn sýni trúnaðarmanni félags- ins skírteini fyrir því að þeir séu félagsbundnir í verkalýðsfélagi og njóti þar fullra félagsréttinda. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Útsvarskœrur — Shattakærar fást skráðar og vélritaðar í Fornbókasölunni á Laugavegi 18. Alla hvíldardaga er fornbókasalinn til viðtals á Frakkast. 12. Sýning á hasanyrðnm og uppdrátfum harna Landakotsskólans verð ur haldln 29. og 30. mai frá 1 — 7 siðdegis. Adam Rutherford flytur erindi í Frikirkjunni á annan í hvitasunnu kl. 8,30 s.d. Erindið verður tálkað. ðllum heimill aðgangur. RIDER HAGGARD: KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaland, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík. I. S. í. er g n Jtik® Mm® Æs® c. Knattspymnmðt Reykjavikur (Meistaraflokkur). K. R. og Vikingnr keppa á annan f hvííasunnn kL SJO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.