Alþýðublaðið - 30.05.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.05.1939, Blaðsíða 1
Málfnnðaflokkur Wnflokksfél. hefir fund annað kvöld kl. 8%. Fé- lögum er heimilt að hafa með sér gesti. — Nánar á morgun. gMÉHBÉ! -. , 5! BHSTJÓBI: F. B. VALÐEMARSSON tÍTGBFANDI: M&t&WlM: XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAG 30. MAÍ 1939 laðiir rændnr ífprtaótt. Pýfiö fanst um borð í vélbáti, nema tiu krón- arf sem vantati. IFYRRI NÓTT yar maður, sem var aðkomandi hér í bænum, rændur í prívathúsi sem hann var í staddur. Sat hann þar við skál ásamt öðrum manni, sjómanni. Þegar utanbæjarmaðurinn var farinn, tók hann eftir því, að veski hans var horfið, en í því átti að vera á 2. hundrað krónur og viðtökuskírteini fyrir um 1000 krónum. Lögreglunni var gert aðvart og rannsakaði hún bátinn, sem sjómaðurinn var á. Fannst veskið þar í skrankoju í ,,lúgarnum," og 40 krónur, — sinn tíu-króna seðillinn á hverj- um stað í „lúgarnum." En tíu krónur fundust ekki og kvaðst ræninginn hafa gefið þær. Hefir hann^ekki játað ennþá, en full- komnar sannanir eru fram komnar. Nýtízkn togara- íloti í Hnll. Tilboð Höjgaard og Schultz í hitaveituna er óhagstætt. Borgarstjóri svarar fyrirspurnum Haralds Guðmundssonar. T Uadir sameiginlegri stjórn félags fiskikaupmanna. ¥ LUNDONAFRÉTT til norska B blaðsins „Norges Handels og Sjöfartstidende" er fyrir skömmu síðan frá því skýrt, að fisk- kaupmenn í Hull hafi ákveðið að koma sér upp sérstökum togara- ÍJota. Hinir nýju togarar eiga að ganga fyrir dieselvélum. Bæðl rekstur togaranna og sölu fiskj- arins annast hið sameiginlega fé- lag fiskkaupmannanna, sem heitir á ensku „Hull Fish Merchants Trawlers Ltd.". Sú ástæða er fyrir því gefin, að kaupmennirnir hafi ákveðið að stofna togarafélag þetta, að fiskmagn þaÖ, sem aðflutt hefjr verið, hafi ekki reynst fullnaagj- andi síðain í janúar 1938, og aúk þess hafi aðflutningar þessir ver- ið.of ójafnir. F.O. ALIÐ er líklegt, að bæj ar stj órnarfundur verði haldinn í dag og verði þá lokið 2. umræðu um íiita- veitumálið. Á fundi bæjarstjórnar á laugardag var málið til 2. umræðu, en samkvæmt bendingu frá ríkisstjórn og bankaráði Landsbankans var ekki greitt atkvæði um málið — en atkvæðigreiðslu frest- að og talað um að halda fund í dag um málið, ef ekkert ó- vænt kæmi fyrir. Ríkisstjórn og bankaráði Landsbankans mun, að því sem fram hefir komið, — þykja tilboð Höjgaard & Shultz miklu óhagstæðara en borgarstjóra, og jafnvel svo óhagstætt, að því sé ekki hægt að taka, ef ekki fást á því verulegar bætur. Engin samkeppni virðist og hafa verið um framboð í verkið, enda lýsti borgarstjóri því yf- ir. að ekki hefði verið leitað til- boðs frá Svíþjóð. Haraldur Guðmundsson og Jónas Jónsson víttu slæman undirbúning málsins og töldu að hin slæmu kjör, sem okkur eru nú boðin, stafi af undirbún- ingsleysinu — og pukri borgar- stjóra með málið. Virðist hætta á því að bankaráð Landsbank- ans telji ekki mögulegt undir neinum kringumstæðum að samþykkja tilboðið óbreytt. J. J. lagði til, að tilnefnd yrði þriggja manna nefnd, frá rÖris- stjórninni, bankaráði Lands- bankans og bæjarstjórn til að athuga tilboðið að nýju og gera tilrauriir til að fá því breytt. Virðist þetta vera sjálfsagt, en þó rétt að tveir menn í nefnd- ina yrðu valdir af meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar og þriðji maðurinn af bankaráðinu og ríkisstjórninni í sameiningu. Á fundi bæjarstjórnar 26. þ. m. gerði Haraldur Guðmunds- son ýmsar fyrirspurnir til borg- arstjóra, sem hann svaraði nú: Kvaðst hann verða að átelja undirbúning málsins: — Van- rækslu á rannsókn á öllum öðr- um hitasvæðum en Reykjum og flokkspukur borgarstjóra og fullyrðingar í sambandi við fyrri lánaumleitanir, og harma Við hðf um ininið á flá~ breytninni í Mew York" —,----------------<,----------------,— Viðtal við Jón Þorleifsson, nýkominn frá New York ¥ SLANDSSÝNINGIN í -*¦ New York hefir unnið á því, hve einföld hún er. — Allar þjóðir fengu jafn stórt rúm til sýningar sinnar og þær fyltu þetta rúm allar nema íslendingar — og af skiljanlegum ástæðum. Það var því mátulega mikið að sjá. Sýningar annara þjóða voru auðvitað miklu stærri, en þær voru svo mislitar." Þstta sagöi Jón Þprleifsspn málari í viðtali við Alþýðublað- ið í morgun. Hann kom í nótt með Lyra, eftir að hafa dvalið síðan rétt eftir áramótin í New York og unnið við íslands- deild sýningarinnar. Og hann hélt áfram: ..Yfirleitt hefir heimssýning- in í heild verið minna sótt, en búizt var við, það sem af er. — Framkvæmdanefndin bjóst við að fyrsta daginn myndu gestirn- Frb. a á. »íðu. það mjög, að þetta mál hefði eigi verið upp tekið á sama hátt og Sogsmálið af Jóni Þorláks- syni, sém leitaði um það sam- vinnu bæði við ríkisstjórn og minnihluta bæjarstjórnar. Þá benti hann á, að hér væri alls ekki um fast tilboð að ræða, heldur aðeins um að fram kvæma; verkið og útvega fé til þess. En kostnaðurinn væri að- eins lauslega áætlaður og ætti að breytast, ef verðlag, flutn- ingsgjöld, eða vinnulaun breytt- ust, eða áætlanir um efnisnotk- un stæðust eigi. Samkvæmt þessum lauslegu áætlunum virt ist svo sem hitaveitan ætti að kosta um 10 millj. króna, en eins og hann hefði bent á, væri það aðeins áætlunarupphæð. — Hinsvegar kvaðst H. G. vilja taka það fram, að ef byggja mætti á þeim áætlunum, sem fyrir lægju um kostnað og kolanotkun bæjarbúa, þannig, að hægt yrði að fá hitann fyrir sem svaraði 54 kr. kolaverði pr. tonn og með því greiða upp 6.8 millj. kr. d. af kostnaðinum á 8—10 árum, þá teldi hann sér- staklega með tilliti til hins ó- rólega ástands og þeirrar hættu, sem landinu gæti stafað af styrjöld og flutningateppu ekki gerlegt að hafna tilboðinu, ef á því fengjust nokkrar lagfær- ingar og sýnt þætti, að ekki væri hægt nú svo fljótlega, að ekki tefði framkvæmdir, að fá fé til þessara framkvæmda annarsstaðar. í þessu sambandi beindi H. G. eftirfarandi fyrirspurnum til borgarstjóra: 1. Hefir borgarstjóri leitað eftir láni annarsstaðar, t. d. í Svíþjóð, samtímis eftirleitunum í Danmörku, og telur hann von- laust, að lán fáist þar? Svör borgarstjóra við þessu voru rnjög loðin. Hann kvaðst telja litla eða nær engar líkur til að opinbert lánstilboð í Sví- þjóð myndi nú bera tilætlaðan árangur, en vildi ekkert segja um, hvort leitað hefði verið til eins eða fleiri banka um það, hvort þeir vildu taka lánið að sér, án útboðs nú. 2. Er fengin fullkomin reynsla á þeirri tegund leiðslu- röra, sem á að nota í aðalleiðsl- urnar og víll bæjarráð, ef svo er, ekki krefjast ábyrgða fyrir endingu röranna um visst árabil? Þessu svaraði borgarstjóri nú þannig, að firmað héfði nú Frh. á 4. síðu. Jafntefli Vtkings og K. R. Of harður lelkur, en isijSa hraður og skemmtllegur. ---------------«—;— Valur og Fram keppa í kvöld. --------------«-------------- L EIKNUM í gærkveldi var slitið af dómaran- um 4V2—5 mínútum áður en rétt var. Slys varð á vell- inum í fyrrihluta síðari hálf- leiks. Markmaður K. R. Ant- on Sigurðsson var borinn út af vellinum meðvitundar- laus. Hann hafði gripið knöttinn frá hörðu „skoti", hlaupið fram, en fallið í þvögu — og þar sparkað í andlit honum. Dómarinn virtist ekki draga þann tíma, sem í þetta fór, frá. Var þetta slæmt, því að K.R. hafði fleiri möguleika í leiknum — og raunverulega aðeins heppni Víkings að úrslitin urðu jafntefli 1:1. Leikurinn, sérstaklega síðari hálfleikur, var allt of harður, harðasti leikur, sem á vellinum hefir leikinn verið það sem af er þessu ári. Þá er leiðinlegt að sjá ein- staka leikmenn tefja leikinn, en það gerði markmaður Vík- ings á áberandi hátt hvað eftir annað. Annars stóð hann sig vel. Lið Víkings sýndi allt annan leik en á móti Val. Nú var kraftur í liðinu, hraði og festa, en K. R. var ákaflega óheppið, eins og sýnir sig, þegar þess er gætt. að K. R. fekk 7 hornspyrn- ur á Víking, en Víkingar ekki nema 2 á K. R. og að K. R. fekk 10 ágæt tækifæri, en Vík ingar 4. Lið K. R. var ekki eins samstætt og á móti Fram. í kvöld keppa Fram og Valur. Akselsson um leikinn. Frá tæknisjónarmiði var þetta ekki góður leikur. Það voru alt of margir háir og ónákvæmir boltar. En þó var leikurinn hrað- ur og fjörugur. Pað vom tveir menn, sem skör- uðu fram úr og báru \ leikinn uppi. Brandur Brynjólfsson í Víking og Björgvin Schram í K. R. Peir léku báðir „þriðja bak- <vörð" og léku ágætlega, en Brandur þó betur. Víkingur má algerlega þakka honum það, að útkoman varð l:í. Hann hefir sennilega aldrei leikið betur en í gærkveldi. Haukur Öskars sem hægri bakvörður styrkti vörnina. Bakverðirnir báðir eru mjög veikir. Þorsteinn Ólafsson er dug- legur og fljótur, og Einar gerði margt vel. Björgvin Bjarnason fer oft of seint af stað. í K. R. Voru báðir bakverðirnir góöir og Sigurjón betri. Fram- verðimir Skúli og Ólafur Skúla- son voru veikir, en Björgvin Schram ágætur, eins og áður er sagt. Framherjar! Ég sakna skot- manna bæði hjá K. R. og Víkingi, og reyndar hjá ollum félögunum í Reykjavík. Frh. á A, s. Maisky, sendiherra Rússa í London, og kona hans, við burt- förina frá London til Genf, þar sem tillögur Breta og Frakka l\l i voru undirbúnar í samráði við hann. Hliðrar RAssland sér enn hjá samnlngnm? —.—,—» Búizt við, að það svari tillðgum Breta og Frakka með nýjum gagntiiiðgum. LONDON í gærkv. FÚ. "PREGN frá Moskva í *"• gærkveldi hermir, að sovétstjórnin og sérfræðingar hennar hafi nú til athugunar hinar sameiginlegu tillögur Breta og Frakka um þrí- veldabandalag. Eftir að þeir Sir Will. Seeds sendiherra Breta í Moskva, og fulltrúi Frakklands þar höfðu afhent Molotov forsætis. og ut- anríkismálaráðherra tillögurn- ar, átti Seeds langt viðtal við Molotov. Nokkrar líkur eru til. að gagntillagna sé að vænta frá sovétstjórninni. 1 fjárlögum Sovét-Rússla.nds, sem rædd hafa verið í Kreml undanfarna daga, er gert ráð fyr- ir aukningu á vígbúnaðarútgjöld- um, sem nemur 77»/o, miðað yið fyrri fjárlög. Vígbúnaðarútgjöld Sovét-Rúss- lands nema þá sem svarar 28620 milljónum króna, eða rúmlega 78 milljónum króna á dag. Farizt yfir m\w~ strðed Enolands efttr ai hafi flofiíi yflr Atlantshaf? FIupéMngásíilIrWaii og Skotlanði síððegis í gær. LONDON í morgun. FO. IyNGUR amerískur flugmaður, ' Thomas A. Smlth, lag»l af stao I Atlantehafsílug í fynadagi í lítUli flugvél frá Malnefylki á austurströnd Bandarikjanna, m er ekki enn kominn fram. Mikill fjöldi Lundúnabúa beið í gærkveldi I nánd við flugyelli teorgarinnar komu hans, en ekk- ert hafði spurzt til hans frá því Frh. á i. §fða. okkstiBi teka Alpýðn- flokksins stalestir brott- rekstur Sir Stafford Gripps -------;,,, »-------_— Með yfirgnæfandi meirihluta aíkvæöa. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KHÖFN í morgun. A RSÞING brezka Alþýðu- "*^ flokksins, sem hófst í gær í Southport, staðfesti strax á fyrsta degi brottvikn- ingu Sir Stafford Cripps úr flokknum með yfirgnæfandi meirihluta, eða fimm sjöttu hlutum, atkvæða. Sir Stafford Cripps var fyrir nokkrum mánuðum vikið úr flokknum eftir endurteknar að- varanir fyrir samvinnu bæði við kommúnista og frjálslynda flokkinn og bnráttu fyrir því innan Alþýðuflokksins aS mynda eins konar samfylkingu við þá, svipaða þeirri, sem reynd hefir verið með raunaleg- um árangri bæði á Frakkí. og Spáni. Fyrir nokkrum árum barðist Sir Stafford Cripps fyrir ein- hliða samfylkingu við kommún- ista, en fékk engan byr í Al- þýðuflokknum fyrir henni þá, frekar en nú. Sir Stafford Cripps hafði skotið máli sínu til flokksþings- ins og yartmættur þar í gser til 9tk, í i, »C«k. v ;'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.