Alþýðublaðið - 30.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.05.1939, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Snæ- drottningin. Hún hljóp beint af augum svo hratt sem hún gat. En þá kom hríðarbylur á móti henni. Og snækornin voru lifandi, það voru varðmenn Snædrottningarinnar. Þeir voru ákaflega skrítnir í laginu og sumir voru ljótir. Sumir voru eins og slöngur, aðrir eins og birnir. Þá las Gerða litla faðirvorið sitt og kuldinn var svo bitur, að andardráttur hennar hél- aði. Og þegar andardáttur hennar fraus, varð hann að ótalmörgum englum með hjálma og brynjur og þeir höfðu sverð og skjöld. Og þeir mynduðu lífvörð Gerðu litlu. Og engl- arnir blésu á hendur og fætur Gerðu, svo að henni hlýnaði. Svo gengu þau í áttina til hallar Snædrottningarinnar. — En nú skulum við athuga, hvernig fór um Óla litla. Hann mundi ekki eftir Gerðu litlu og datt síst í hug, að hún væri fyrir utan höllina. ÞRIÐJUDAG 30. MAÍ 1939 Bifreiðastæðin við Lækjar- torg. Bréf frá þektum borg- ara. Hvenær verður bót ráð- in? Aðsóknin á íþróttavell- inum. Bréf um ýmislegt, sem ábótavant er. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. BIFREIÐASTÆÐIN við Lækj- artorg eru lengi búin að vera þyrnir í augum bæjarbúa og mik- ið hefir verið um þau rætt. ÞEKTUR BORGARI skrifar mér tim þetta mál á þessa leið: i „Hve lengi á fótgangandi al- menningur að búa við það ófremd- árástand, sem nú ríkir, og undan- farið hefir verið vegna bílaþvargs- ins, sem er við Lækjartorg? Þann- ig spyrja þeir, sem um Lækjar- t'org þurfa að ganga — og þeir eru ihargir daglega.11 ; „VIÐ ALLAR GANGSTÉTTIR að torginu er raðað bifreiðum, með aftur- eða framendann upp á gang- stéttunum — eftir því sem bifreið- árstjórunum er þægilegast í það og það skiftið. Upp á gangstéttirn- ar kemst oft enginn gangandi mað- ur — svo þétt er kösin stundum. Ef menn ætla að fara akbrautina til að komast leiðar sinnar, koma bifreiðarnar eins og skollinn úr sauðarlegg úr öllum áttum, aftur' á bak eða áfram og sá, sem er nógu frár á fæti, kemst undan. Það er von að almenningur spyrji hve lengi þetta á að líðast.“ „FORRÁÐAMENN þessara mála samþyktu að fyrir 15. júní 1938 skyldu öll bifreiðastæði við Lækj- artorg afnumin og bifreiðastöðv- arnar, sem liggja þar, að sjá sér fyrir stæðum annars staðar, auð- vitað eftir tilvísun þessara for- ráðamanna.“ „NÚ ER BRÁÐUM ár síðan. Hvað hefir verið gert til að fram- fylgja þessari samþykt? Að því er dagleg reynsla sýnir — ekki neitt. Sjálfsagt hefir bifreiðastöðvunum verið tilkynt þetta með kurt og pí — en hvað svo? Hafa þessar stöðvar bifreiðarnar þarna í ó- leyfi — eða hvað?“ „ÞETTA ER ORÐIÐ það aðkall- andi og alvarlegt mál. að á því verður að fást inhver lausn — og það strax. Það er ekki vansalaust fyrir forráðamenn þessara mála — ef satt er •— að bifreiðastöðvarnar, sem að torginu liggja. hafi vagna sína standandi þar í óleyfi — og gjaldi ekkert fyrir — jafnvel er um það talað, að sumar stöðvarnar ætli að fjölga við sig bifreiðum.“ „HEYRST HEFIR að lögreglan hafi gert um þetta mál tillögur til bæjarráðs. Það er vel farið ef svo er, og ef samkvæmt þeim fæst lausn á þessu, sem allir mega vel DAGSINS. við una, en hvernig eru þær til- lögur — og verður þeim framfylgt? Það er orðið alveg bráðnauðsyn- legt að þessu bílaþvargi við Lækj- artorg verði létt af, og það hlýtur að vera hægt. ef þeir menn, sem þessum málum eiga að sinna. leggja sig í líma við það.“ ÞÁ ER ALLTAF mikið rætt um íþróttavöllinn. Um það mál skrif- ar G. á þessa leið: „SÚ MIKLA aðsókn, sem hefir verið að öllum knattspyrnukápp- leikjum í vor er ótvíræð sönnúm um þann almenna áhuga fyrir þessari ágætu íþrótt. — En hvern- ig er svo aðbúnaður þessa fólks- fjölda, þegar suður á völl er komið. Það mætti náttúrlega segja, að að- búnaður áhorfenda væri svona í nokkurnveginn samræmi við það sem íþróttamennirnir eiga sjálfir við að búa, en það er ekki afsök- un. Við skulum nú hugsa okliur að að við séum að fara suður á völl til að horfa á úrslitaleik milli K.R. og Vals, eða einhvern annan leik, sem má búazt við mikilli aðsókn á, leið okkar liggur um Suðurgötu og við • erum komin að syðra horni kirkjugarðsins, og þá byrja ógöngurnar. því nú ætti að vera sérstaklega greiðfært eftir þeim skilyrðum, sem eru þarna fyrir hendi, en því er nú ekki alveg að heilsa.“ „ÞAÐ ER ANNARS leiðinlegur vottur um framtaksleysi íþrótta- manna að hafa ekki komið því í framkvæmd, að slétta svæðið þarna fyrir framan inngang vall- arins og svo eru allir bílarnir. — Þeir ættu helzt að standa á pláss- inu fyrir ofan Stúdentagarðinn — fram með götunni, en ef sléttað væri svæðið fyrir framan inngang vallarins, þá kæmi þar stórt og gott torg, sem mætti þá nota sem bílastæði að nokkru leyti. Nú er eftir að ná sér í aðgöngumiðann og það verður nú ekki hlaupið að því. Hingað og þangað, oftast á 2— 3 stöðum hafa safnast stór hópar, en í miðjum hópnum stendur lít- ill snáði með smá kassa í hönd- unum, í þessum kassa drengsins ægir öllu saman: aðgöngumiðum fyrir börn, stæði, pallstæði, pen- ingaseðlar og smápeningar, svo það getur hver maður sagt sér, að afgreiðslan er ekki sérlega fljót, sem heldur ekki er von til, fyrir lítinn dreng að vera um- kringdur af tugum manns og allir kalla.“ „ÞÁ ER AÐ REYNA að snúa sér að lúgunum, það var þó gott að maður þarf ekki að leggjast flatur til að hafa tal af afgreiðslu- manninum þar, þegar maður er loksins kominn þar að. Og nú er eftir að ryðjast inn, ég segi ryðjast, því það er satt, maður kemst tæplega hjá því að ryðjast gegn um þánn hóp, sem leyft er að standa fyrir framan inngöngu- dyrnar. Ég er einn af þeim, sem fer oft á völlinn og vildi helzt fylgjast með öllum íþróttamótum a. m. k. knattspyrnumótum, ég hef haft þá reglu, að kaupa í hvert sinn stæði á 1 kr. og fimtíu aura og eru það of mikil útgjöld, þegar farið er oft, en hvað á maður að gera. Að kaupa sig inn fyrir 1 kr. og hafa ekki hálft not af leikn- um eða hætta að fara á völlinn — nema endrum og eins, mér finnst hvort tveggja of slæmt.“ „ANNARS ER ÞAÐ svo með þessi krónu stæði, að þau eru til stór skammar, hvernig stendur á því, að ekki eru sett upp pall- stæði þarna. Á einu knattspyrnu- móti fá félögin oft fleiri þús. kr. í hlut, þau hafa ráð á því að fara utan hvert eftir annað, fá hingað útlenda menn til að keppa við, og þau hafa ráð á að taka útlenda menn til að kenna innan félaganna, um þetta er náttúrlega ekki nema gott eitt að segja, — en vildu nú ekki íormenn íþróttafélaganna eða þeir, sem hafa aðallega með í- þróttavöllinn að gera, athuga hvort félögin hefðu nú ekki ráð á að láta taka saman palla á austan verðu áhorfendasvæði íþróttavall- arins. því þeir verða þó að taka dálítið tillit til þess að við áhorf- endur borgum bróðurpartinn af uppihaldi félaganna." „NÚ ÞEGAR Reykjavíkurmótið og heimsókn erlendra manna stendur fyrir - dyrum og búazt má við margmenni á vellinum, þá vil ég leyfa mér að koma með eftir- farandi áskoranir til íþróttamanna: 1. Að slétta svæðið fyrir framan inngöngudyr vallarins, svo að þar sé greiðfært og bílastæði ákveð- ið í hæfilegri fjarlægð frá inn- göngudyrum. 2. Að fjölgað verði aðgöngu- miðasölulúgunum og þær hafðar svona ca. í brjósthæð á meðal manni. 3. Að lögregluþjónar verði fengn- ir til að passa upp á að þyrping sé ekki við inngöngudyr. w jÉPiffl ’r,m' ' 4. Að þar sem krónu stæði eru nú verði komið fyrir pallstæðum og plássið þar fyrir framan við grindverkið verði aðallega fyrir börn. ■■ ;■ rf- 'WíPtWÍj ! 5. Öll pallstæði verði seld á 1 krónu og börn fái frían aðgang eða borgi ekki meira en 25 aura.“ G. Hannes á horninu. Dvöl 2. hefti 7. árg. er nýkomið út flytur að vanda nokkrar úrvals- sögur, þar á meðal eina eftir Nobelsverðlaunaskáldkonuna Pe- arl S. Buch. Fræði- og skemti- greinar eru eftir Guðm. Daníels- son, Þorstein Jósefsson, Pétur- Sigurðsson, G. E. Eyford og Hólmstein Helgason. Auk þessa eru nokkur kvæði, kímnisögur, ritdómar og fl. Dvöl efnir nú tii verðlaunasamkepni fyrir beztu frumsamda skáldsögu, beztu grein um íslenzka sveitastúlku og um söguúrval. Aðaldómendur eru þeir prófessor Sigurður Nordal og doktor Þorkell Jóhannesson. Er varla að efa að ýmsa fýsi til að reyna hamingjuna. Þó að peningarnir, sem í boði eru séu góðir munu þó flestir telja sér meiri ávinning að eignast verð- launasögu eða verðlaunagrein í Dvöl, sem er nú tímarita þektust hér á landi að góðu efnisvali. Hraðferðirnar nórður. Út af skrifum um hraðferðir bifreiða milli Reykjavíkur og Ak- yreyrar í sumar skal þetta enn- fremur tekið fram: í ráði er, að hraðferðin milli Akureyrar og Reykjavíkur í sumar verði alla daga frá júníbyrjun til septem- berloka. Bifreiðastöð Akureyrar á að hafa sex ferðir á viku (alla daga nema mánudaga); fjórar þeirra eiga að verða um Borgar- nes, en tvær um Akranes. Það hefir ekki náðst samkomulag um betra skipulag en þetta á þess- ari norðurleið, þótt flestir, sem hafa fjaflað um þessi skipulags- mál, hafi í raun og veru óskað eftir að skipulagið yrði nokkru fullkomnara. Kaupum tuskur og strigapoka. iBr Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! MAÐURINN SEM HVARF 46. hreinasta hneyksli .— Til hvers fjandans eru líka þessir sveita- læknar! — Já, til hvers, — ég bara spyr! — Eintómt kák, — fljótfærni og þekkingarleysi. — Nú fáið þér nóg að gera á næst- unni, Markham!“ „Hversvegna —Hvað er það sem þér hafið uppgötvað?“ — spurði rannsóknardómarinn dálítið ergilegur yfir vaðli læknis- ins. „Hvað það er, sem ég hefi uppgötvað! Ég fann hvorki meira né minna en gat eftir skammbyssukúlu á höfði líksins. Því segi ég aftur til hvers fjandans eru þessir sveitalæknar!! Ég fann raunar kúluna líka. — Hún var í hnakkanum.“ „Hvaða kúlutegund var þetta? spurði Markham. „Ég er læknir en sérfræðingur í skotvopnum er ég ekki,“ urraði litli læknirinn. „En ég er búinn að afhenda Hagedorn kúluna til rannsóknar og sagði honum að til yðar og gefa yður skýrslu strax og hann hefði lokið því. Hann sendir yður líka sjálfsagt ljósmyndir af henni og .“ Áður een hann gat lokið við setninguna, hringdi síminn. — Markham tók heeyrnartólið og hlustaði dálitla stund, ■— Svo muldraði hann eitthvert svar og lét svo heyrnartólið á aftur. „Þetta var Hagedorn,“ sagði hann svo og snéri sér að lækn- inum. Kúlan er „Smith og Wesson Nr. 22“, — rend á sérstakan hátt.“ — Svo bætti hann við eftir litla þögn: „Þér verðið að mæta í réttinum sem vitni, herra læknir.“ Læknirinn gretti sig. „Jú, jú, — þökk fyrir, — ég held éb viti það. — En reynið þér nú í þetta eina skifti að láta réttarhöldin fara fram milli máltíða.“ Síðar þennan sama dag fékk Markham fyrstu skýrslurnar frá leynilögreglumönnum þeim, sem Heath hafði sent til Pain- ted Post. — Þeir höfðu komist að því að Ilka hafði búið á veit- ingakrá 1 nágrenninu nokkurn tíma áður en slysið vildi til. Einnig hafði þeim tekizt að komast á snoðir um að hún hafði samið um það við umsjónarmann bifreiðageymslunnar að láta sig vita samstundis og vagn Jim Blakes yrði sóttur. Svo hefði hún ekið á eftir honum eins og leið lá í áttina til Alpina-brú- arinnar og síðan hafði hún ekki sést 1 þorpinu. T\ZT ARKHAM sat á skrifstofu sinni til miðnættis og vann úr þeim gögnum, sem honum höfðu þegar borist. Og áður en hann gekk til hvílu hafði hann einnig tekið fasta ákvörðun. Snemma næsta morgun sendi hann svo Heath eftir Ilku, sem kom samstundis og án þess að spyrja nokkurs. — Hún hélt að Markham væri ef til vill kominn á slóð hinna horfnu milljóna. En henni brá í brún, þegar hún í stað þess að fá fregnir þær, sem hún vonaðist eftir, var tekin til harðvítugrar yfirheyrslu. „Hvar voruð þér stödd þá nótt, sem maður yðar lét líf sitt?“ spurði rannsóknardómarinn. Ilka hrökk við og leit undrandi upp. „Ég var heima. — Ég var ekki vel frísk.“ „Eruð þér nú vissar um það, að yður misminni ekki. — Getur það ekki átt sér stað, að þér hafið verið nálægt Painted Post þessa nótt.“ Hún spratt á fætur. „Nei, — því í ósköpunum hefði ég átt að vera þar? Ég skil ekki hvert þér eruð að fara.“ „ÞÞér munuð eiga skammbyssu í fórum yðar,“ hélt Mark- ham áfram jafnrólega og lét sem hann hefði ekki heyrt upp- hrópun hennar. „Skammbyssu, sem þér hafið varialega geymda í svefnherbergi yðar?“ Kvíðafullur geigur greip Ilku við orð hans. Eitt augnablik kom henni til hugar að þræta og fullyrða að hún hefði aldrei átt neina skammbyssu. En hún las eitthvað í svip þessa grá- hærða hörkulega manns, sem aðvaraði hana ög lét hana renna grun í ð hann mundi vita meira, en hún átti von á. Ef til vill var því hyggilegast að játa þessu. Hún ypti því öxlum ofurlítið og sagði ofurkæruleysislega: „Jú, mér fanst ég vera öruggari heima, með því að háfa hana við hendina. Jim kom svo oft seint heim frá skrifstof- unni.“ „Ég geri ráð fyrir því, að þér haíið ekkert á móti því að sýna okkur þessa skammbyssu?" „Nei, — en, —- en því miður á ég hana ekki lengur. Hugur hennar fór hamförum, „Það er töluvert langt síðan ég losaði mig við hana. Mig hrylti svo mikið við að horfa á hana í borð- skúffunni. Það gerði mig taugaóstyrka bara að horfa á hana. Ég tók hana því með mér einn dag, þegar ég fór út á Long Island og fleygði henni þar í sjóinn.“ „Var skammbyssan „Smith Wesson nr. 22.“ Ilka hikaði við með svarið. Hún óttaðist að verða staðin að ósannindum, því þessi maður bygði ekki á tómum getgátum, hann vissi eitthvað. Og fyrst hún var saklaus, áleit hún að það mundi verða sér fyrir beztu að segja satt. Eftir að hafa hugsað sig um nokkra stund, svaraði hún hálf-hikandi: „Já, ég held það, — mig minnir að það væri „Smith Wesson nr. 22.“ Markham hniklaði brýrnar og beit á vörina. „Það var sannai’lega óheppilegt að þér köstuðuð skammbyss- unni í sjóinn, frú mín góð,“ sagði hann svo. „Sannleikurinn er sá, að maður yðar fórst ekki af bifreiðarslysinu. Við höfum látið grafa líkið upp og rannsakað það, og þá kom það í ljós, að skammbyssuskot heefir gert eenda á lífi hans. Kúlan hefir farið gegn um höfuðið, og það hefir verið skotið úr Smith og Wess- ons skammbyssu. En kúlan, sem hefir orðið honum að bana og sem tekin var úr heila hans er rend á sérstæðan hátt. Það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.