Alþýðublaðið - 30.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAG 30. MAÍ 1938 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON, í fjárveru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFQREIÐSLA: ALÞÝIUHÚSINU (Ittíígangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4988: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4962: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '"96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALí*Ý®UPRENTSMI©JAN *--------1-----------------♦ Yér brosnm. AUMARA yfirklór yfir jesú- ítaskap og svik kommún- ista við „sameiningarmennina" svonefndu úr Alþýðuflokknum en það, sem Þjóðviljinn kom með núna á hvítasunnudaginn til þess að fóðra hinar kommún- istísku játningar Einars Ol- geirssonar í útvarpsumræðun- um á dögunum og Brynjólfs Bjarnasonar 1 Nýju landi hefir víst sjaldan sést á prenti hér á landi. Til þess að friða „samein- ingarmennina" býður Þjóðvilj- inn þeim upp á eftirfarandi vís- dóm: ,,í (sameiningar)flokkinum eru kommúnistar og aðrir frjálshuga(!) alþýðumenn og al- þýðusinnar með .ýmislegar sósí- alistískar skoðanir jöfnum hönd um“(!!) Hver getur varizt því að brosa, þegar hann les þetta vandræðalega bull blaðsins? — Um þessa lýsingu á samsetningu hins dulklædda kommúnista flokks má með sanni segja, að „allt rekur sig á annars horn eins og graðpening hendir vorn“. Það er ekki hægt að tala um „kommúnista og aðra frjáls- huga alþýðumenn,“ því að enginn eiginleiki stendur kom- múnistum fjarr en sá, að vera frjálshuga. Það þarf ekki nema að líta á frelsið, sem andstæð- ingár kommúnista hafa á Rúss- landi, þar sem kommúnistar eru við völd. Þar þurfa kommún istar ekkert á því að halda að vera að gera gælur við þá menn, sem þeir úti um heim kalla ,,sameiningarmenn“ og þykjast viljá vinna með. Á Rússlandi eiga þeir engan aðgang að kom- múnistaflokknum, en þeim mun greiðari að fangelsunum og af- tökustöðunum. Og vissulega myndi Brynjólfur þrátt fyrir það, þó hann sé „brynjaður vísindum marxismans,“ ekki heldur vera að gera sér það ó- mak, að færa „sameiningar- raönnunum" hér hjá okkur sín- ar ,,vísindalegu“ sannanir fyrir því, að þeir eigi að kalla sig kommúnista, ef hann hefði, eins og fyrirmynd hans í Moskva, ráð á því að færa þeim heim sanninn um það með 'hinum miklu áhrifameiri og fljótvirk- ari aðferðum G. P. U. En svo maður snúi sér aftur að yíirklóri Þjóðviljans: Hvað skyldu nú þessir „frjálshuga al- þýðumenn og alþýðusinnar“ í ,,sameiningarflokkinum,“ „með ýmislegar sósíalistískar skoðan- ir jöfnum höndum,“ segja um það, að þingmenn þeirra og flokksforingjar auglýsi þá opin- berlega sem kommúnista, þegar þeir tala í nafni flokksins? Var því ekki lýst yfir, þegar hann var stofnaður, að hann væri ekki kommúnistaflokkur, held- ur „sósíalistískur lýðræðis- flokkur,“ „á svipuðum grund- velli og norski Alþýðuflokkur- inn“? Hvernig víkur því þá við, að opinberir trúnaðarmenn hans koma fram fyrir hönd hans sem yfirlýstir kommúnist- ar? Var það „sameining" á þess- um grundvelli, sem fyrir „sam- einingarmönnunum" svonefndu í Alþýðuflokknum vakti og þeir vildu að Alþýðuflokkurinn gengi að? Eða eru þeir nú loks- ins farnir að sjá, hvernig þeir voru ginntir milli „þáttaskifta“ í skrípaleik kommúnista? Það er víst sjaldgæft, að ekki ratist kjöftugum eitthvað satt á munn. Og í einu atriði hefir Þjóðviljanum í yfirklóri sínu á hvítasunnudag orðið það á, að vísu bersýnilega óafvitandi, að segja sannleikann. Það er þegar hann viðurkennir, að „of mikið hafi verið til þess slægst að segja, sem mest um flokkinn (þ. e. hinn endurskírða komm únistaflokk) með nafni hans“. í þessu atriði er Alþýðublaðið al- veg á sama máli og Þjóðviljinn. Það er áreiðanlega til of mikils slægst að kalla flokk hans „sam- einingarflokk alþýðu.“ Stjóm Emst Carlsens sjóðsins í Kaupmannahöfn hefir ákveð- ið, að á þessu ári skuli íslenzka lækninum Birni Sigurðssyni enn veittar 4000 krónur til þess að ljúka við rannsóknir sínar á sviði krabbalækninga. Björn Sigurðs- son vann um skeið á rannsóknar- stofu háskólans og fékk í fyrra 4000 krónur úr sama sjóði til rannsókna á krabbalækningum. Bjöm Sigurðsson er sonur Sig- urðar bónda á Veðramóti í Skaga firði. F.U. Kvöldblað „Berlingske Tidende“ flytur langt viðtal við Árna Friðriks- son fiskifræðing um fiskveiðar og fiskirannsóknir við ísland og starfsemi atvinnudeildar Háskól- ans |í sambandi við þau mál. Sama blað flytur einnig viðtal við Stefano Islandi, sem segir, að ráðning sín að Konunglega leikhúsinu sé ekki afráðin, enda séu möguleikar á, að hann verði ráðinn til ítalíu. F.U. Nóttin i rikiskanzlarahöllinni í Eeriin, þegar Hacha var neyddur til að skrifa undir vilja Hitlers 4* Hacha við síðustu hersýninguua í Prag, eftir heimkomuna frá Berlín, áður en tékknesku hermennirnir voru afvopnaðir. FYRIR nokkru síðan flutti enska stórblaðið „Daily Telegraph“, samkvæmt „heim- ildum, sem enginn vafi leikur á, að eru fullkomlega áreiðanleg- ar,“ eins og blaðið kemst að orði, eftirfarandi lýsingu á hinni ör- lagaríku nótt í ríkiskanzlara- höllinni í ’Berlín um miðjan marz í vetur, þegar Emil Hacha, forseti Tékkóslóvakíu, var þar með hótuninni um loftárás á Prag kúgaður til þess að skrifa undir skjal það, sem gerði enda á sjálfstæði Tékkóslóvakíu og lagði örlög hennar í hendur Hitlers. Eftir að Hacha og utanríkis- ráðherra hans, Chvalkovsky voru komnir til Berlín frá Prag seint að kvöldi þess 14. marz, þar sem tekið var á móti þeim á járnbrautarstöðinni með allri þeirri virðingu, sem venjulegt er að sýna erlendum þjóðhöfð- ingjum og stjórnmálamönnum, var ekið með þá til ríkiskanzl- arahallarinnar, þar sem Hitler, Göring og Ribbentrop biðu þeirra. Fundur var strax settur af Hítler, sem um leið hélt stutta ræðu fyrir gestunum, þess efnis, að hér væri hvorki staður né stund fyrir langar umræð- ur. Þær ákvarðanir, sem þýzka stjórnin hefði tekið um framtíð Tékkóslóvakíu, væru óaftur- kallanlegar, og fyrir forsetann og utanríkisráðherra hans væri ekkert annað að gera, en að fallast á þær með undirskrift sinni. Að svo mæltu sýndi Hitl- er þeim ávarp það, sem ákveðið hefði verið að hann og Hacha skrifuðu sameiginlega undir, svohljóðandi, að Hacha legði framtíð tékknesku þjóðarinnar í hendur Hitlers. Ávarpið lá á borðinu, sem þeir sátu við, og við hliðina á því annað skjal, sem hafði inni að halda yfirlýs- ingu um framtíðarstöðu tékkn- esku héraðanna, Böhmen og Mahren, í þýzka ríkinu. Hitler skýrði því næst Hacha og Chvalkovsky frá því, að þýzkur her væri þegar farinn yfir landamæri Tékkóslóvakíu, Prag myndi verða tekin kl. 9 næsta morgun, og að sérhver tilraun til varnar myndi misk- unnarlaust verða barin niður. Síðan skrifaði hann sjálfur nafn sitt undir ávarp það, sem áður var um getið, án þess að Hacha og Chvalkovsky hefðu fengið tækifæri til að segja eitt einasta orð, stóð svo á fætur, gekk beina leið út úr herberg- inu og skildi Tékkana orðlausa af undrun eftir hjá Göring og Ribbentrop. Það var hálfri stundu eftir miðnætti. Þegar þeir Hacha og Chval- kovsky höfðu náð sér ofurlítið eftir þessar óvæntu viðtökur, fóru þeir að malda í móinn við Þjóðverjana og neituðu alger- lega að skrifa undir ávarpið með þeim ummælum, að það myndi líka vera þýðingarlaust; tékkneska þjóðin myndi ekki fallast á slíkar gjörðir þeirra. Þeir bentu ennfremur á það, að engin hvít þjóð hefði nokkru sinni afsalað sér þannig frelsi sínu, eins og gert væri ráð fyrir 1 yfirlýsingunni um framtíðar- stöðu Tékka í þýzka ríkinu. En þeir Göring og Ribbentrop létu slík orð engin áhrif hafa á sig. Þeir eltu bókstaflega Tékkana í kring um borðið og ætluðu að neyða þá til þess að taka við pennunum og skrifa undir. Þegar það virtist engan árang- ur ætla að bera, sögðu þeir við Tékkana, að þýzka stjórnin væri ráðin í því að fyrirskipa loftárás á Prag, ef þeir skrifuðu ekki undir tafarlaust. — 800 IBKK-.06 rHfUNINGBR- VEIiKSMiajRN' H F sprengjuflugvélar biðu bara skipunarinnar um að varpa sprengikúlnaforða sínum yfir höfuðborg Tékkóslóvakíu, og sú skipun myndi verða gefin, eí þeir Hacha og Chvalkovsky yrðu ekki búnir að skrifa undir iávarpið fyrir klukkan sex um morguninn. Hacha, sem er orðinn gamall maður, varð svo mikið um þessa hótun, að það leið yfir hann. Það varð að ná í lækni. En það tók ekki langan tíma. Það kom í Ijós, að læknir hafði verið hafður við hendina í hliðarherbergi. Þegar Hacha var kominn til sjálfs sín, reyndi hann að tefja tímann með því, að hann gæti ekki skrifað undir fyrr en hann hefði ráðfært sig við stjórnina í Prag. En það var eins og Þjóðverjarnir hefðu einnig bú- izt við þessu, því forsetinn hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en þeir skýrðu honum frá því, að það væri honum velkomið. Hér í herberginu stæði honum til boða beint símasamband við Prag, sem þýzka stjórnin hefði þegar í kyrþey látið leggja. Klukkan hálf sex um morg- uninn fékk Hacha aðsvif á ný og náði sér ekki aftur fyrr en læknirinn 'hafð(i gefiðj honum sprautu til þess að hressa hann við. Þannig á sig kominn skrif- aði forsetinn undir ávarp það, sem Hitler hafði lagt fyrir hann, aðeins nokkrum mínútum áður en fresturinn var útrunninn, sem honum hafði verið gefinn, að viðlagðri 800 sprengjuflug- véla árás á Prag. Nú er Englandl alvara. I eftirfarandi grein gerir danski rithöfundurinn Sven Tilge Rasmussen tilraun 1il að skýra aðdragandann og aðstæðurnar, sem knúðu Breta til að breyta um stefnu í utanríkispólitík sinni. EINHVERN TIMA í janúar, áður en Chamberlain hafði orðið það Ijóst, hve barnalegur hégómi þær vonir væru, sem hann hafði gert sér um árangurinn af Munchen-ráðstefnunni, — þá líkti hann sér við William Pitt, stjórn- málaskörunginn, sem var forsæt- isráðherra Bretlands á þeirn dög- um, er Napóleon ögraði Bret- landi mest og bauð því byrgin. Petta má til sanns vegar færa. Viðhorf Chamberlains í dag er t. d. mikið líkara viðhorfum þeirra tíma en aðstöðu Asquith (eða Edvards Grey) 1914. Eða með öðrum orðum: Það er kom- in alvara í leikinn frá Englands hálfu. Fyrir núlifandi kynslóð, sem í siðustu 20 ár hefir verið sjónar- vottur að hinni einkennilega reik- . andi stefnu í stjórnmálum Breta, virðist óumflýjahlegt að álykta að sagan muni á sínum tíma eiga örðugt með áð skilgreina og dæma afstöðu þeirra í alþjóðamálum. Þó að brezkir stjófnmálamenn hafi á þessum árum oft tekið und ir ásakanir almenningsálitsins í garð Bandaríkjanna, þegar þau, er mest átti á að herða, brugð- ust, og drógu sig í hlé frá Þjóða- bandalaginu, þá hefir máðúr haft á tilfinningunni, að þessir sömu brezku stjórnmálamenn hafi inst inni öfundað Ameríku af þessari ákvörðun sinni. Stjórnmálastefna Frakka, sem í þeirra eigin augum að minsta kosti hefir verið ákveðin og markvís, var í augum flestra Breta fram að viðburðum síðustu mánaða blátt áfrarn andstyggileg. Þessi sífeldi franski ótti var hreinasta plága í þeirra augum og Versalafriðurinn vonlaust kák. Þó verður ekki fram hjá því gengið, að brezkir stjórnmála- menn höfðu átt þarna hlut að máli: Það var Lloyd George, sem krafðist þess að fá Vilhjálm keis- ara framseldan og Mac Donald dreymdi blátt áfram æfintýralegar upphæðir, þegar hann var að á- ætla hvað Þýzkaland gæti greitt í stríðsskaðabætur. — En þessir menn tilheyrðu liðna tímanum og þeim viðhorfum, sem þá voru uppi. Og hvað sem sagt hefir verið og verður, þá er það nú einu sinni svo, að engir eru jafn fljótir að gleyma gær- deginum og brezkir stjórnmála- merin. Þeir virðast liraint og beint eiga undraverða hæfileika til að loka augunum fyrir því liðna. Einn af hornsteinunum, sem Hitler bygði á, þegar hann tók völdin, var brezka andúðin gegn röksemdum hins franska ótta. — Nú var þessi Hitler kominn á sjónarsviðið, og þá hlaut að vera hægt að gera eitthvað gott úr því líka. Þessi síðasta röksemdafærsla, sem er svo auðkennandi fyrir brezka pólitík, hlaut óhjákvæmi- léga að Iyfta einhverjum Neville Chamberlain til valda. I fljótu bragði virðist það því vera fullkomin mótsögn gegn þessu, að Bretar hafa nú tekið að sér forustuna fyrir því að reyna að skapa samstarf og varnarbandalag gegn ofbeldinu í Evrópu, en það er í raun og veru ekki annað en það, sem ætíð hefir skeð í hvert sinn er einhver maður á meginlandinu gekk svo langt út fyrir sín land- fræðislegu takmörk að brezka heimsveldinu fanst gengið á rétt sinn. Landamæri mátti flytja um set, en hinni brezku heimsmynd mátti ekki hagga. Hvað sem sagt verður, þá hefði það verið ómögulegt fyrir Breta að ógna Þýzkalandi með stríði s .1. sumar ,ef þeir snertu Tékkóslóvakíu. ÞaÖ var jafn ó- mögulegt fyrir þá eins og að fara í stríð til að vernda sjálf- stasði Austurríkis. Og þaÖ var ómögulegt þó engin önnur á- stæða hefði verið fyrir hendi en sú ,að brezka þjóðin hefði aldrei viðurkent nokkurt ófriðartilefni, sem ekki beinlínis snerti Bretland og brezka heimsveldið sjálít. Það er eðli hinnar brezku skapgeröar, að rísa ekki gegn hættunni fyr en hún er skollin yfir. Sumum hefir því hætt við að telja þetta hreinan og beinan fá- vítahátt og spurt undrandi, hvort þessir menn, sem réðu brezkri pólitík, sæju ekki hvert stefndi. Hvort þeir lokuðu augunum fyrir öllum staðreyndum. En þetta er ekki svo. Það er enginn vafi á því, að brezkum stjórnmálamönn- um hefir verið það alveg eins ljóst og öðrum frá upphafi, hver Hitlersstefnan er. Hitt er annaö mál ,að það er ekki hægt að knýja brezku þjóðina út í ófrið með eintómum fullyrðingum. Með þetta fyrir augum verða menn að dæma Miinchensátt- málann og jafnframt hafa það hugfast, að þá voru Bretar enn algerlega óundirbúnir styrjöld. Mikill hluti þjóðarinnar ber- skjaldaður fyrir loftárásum. Varnandrki þeirra óviðbúin. — 1 Gibraltar voru þá t. d. aÖ eins tvær loftvarnarbyssur o. s. frv. En fundur þessi markar jafn- framt alger tímamót í brezkri pólitík. I nafní brezku þjóðarinnar samþykti Chamberlain þar yfir- lýsingar Hitlers um að Þjóðverj- ar hefðu engar fyrirætlanir um og mundu aldrei leggja undir: sig þjóðir af öðrum kynþáttum. Mussolini hafði einnig skömmu <áður, í hinu opna bréfi sínu til Runcimans lávarðar, sagt, að hann skyldi ábyrgjast það, að þó Hitler yrði boðin öll Tékkó- slóvakía orustulaust, mundi hann segja nei. Hann vildi enga Tékka innan vébanda hins þýzka ríkis- Og Hitler sjálfur gaf Chamber- lain sams konar yfirlýsingu. Maður getur nú sagt: Slík lof orð og slíkar yfirlýsingar eru einskis virði. En hefði stríðiö tskollið á í september s. 1., mundi þeirri hugsun óumflýjanlega hafa skotið upp aftur og aftur, hvort ekki hefði verið rétt að taka orð Hitlers trúanleg, meðan timi var til. Bretar hefðu þá ekki getað haft það á tilfinningimni, sem þeir hafa í dag, að þeir stæðu á traustum siðferðilegum grundvelli, — en án þess er aldrei hægt að yfirstíga brezkan friðarvilja. En eftir atburðina í marzmán- í vetur þurfa Bretar ekki að ótt- ast neina innri gagnrýni þó þeir hér eftir taki ekki orð Hitlers og Mussolini trúanleg. Þegar Tékkóslóvakía var her- tekin og með því vikið frá hinni upprunalegu meginreglu í kyn- þáttakenningu nazismans bjugg- ust menn alment við því, að gengið yrði milli bols og höfuðs Frh. á é. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.