Alþýðublaðið - 31.05.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 31.05.1939, Qupperneq 1
RITSTröRI: P. R. VALDEMARSSON ÚTGKFANÐI: ALÞÝHUFLOIQKIISWN XX. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAG 31. MAÍ 1939 132. TÖLUBLAÐ Brððabirgðalðg nm brejtingar ð Aðeins hluttækir félagar hafa atkvæðisrétt og stjórnir félaganna verða skipaðar 5 mðnnum. Borgars^óri og f ulltrúar ríklsstjórn arlnnar og Landsbankans fara fll aó semja við Hðjgaard & Sehultz. ---*--- Bæjarstjórn tók ákvörðun um hitaveit- una fyrir sitt leyti á fundi í gær. D RÁÐABIRGÐALÖG um breytingar á lögunum um * U verkamannabústaði eru birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Breytingarnar á lögunum eru tvær, hin fyrri er sú, að eftirleiðis hafa aðeins þeir félagsmenn byggingarfélags, sem hafa keypt íbúðir, eða hafa rétt til að kaupa íbúðir, atkvæð- isrétt um málefni félagsins og þeir einir eru kjörgengir í trúnaðarstöður hjá félaginu. Hin breytingin er að fram- vegis skal stjórn byggingarfélags skipuð 5 mönnum, for- manni, sem skipaður er af félagsmálaráðherra og 4 með- stjórnendum, sem kosnir skulu hlutbundinni kosningu af þeim félagsmönnum, sem eru hluttækir félagar, þ. e. þeim, sem eiga eða hafa rétt til að íslandsgliman í kvöld. A eftír glimimnl keppa K. R. og fram 1. fl. . ___ ISLANDSGLfMAN fer fram í kvöld á íþróttavellinum og hefst kl. 8,15. Að lokinni kapp- glímunni fer fram kappleikur milli 1. fl. K. R. og Fram. Þátttakendur verða 10 snjallir glímumenn frá Vestmannaeyjum og Reykjavík. Má fullyrða, að aldrei hefir verið jafn óvíst um úrslit eins og núna, par sem að minsta kosti fjórir keppendurnir eru nærri pví jafn líklegir til pess að vinna, peir Sigurður Guðjónsson frá Vestmannaeyjum, Skúli Þorleifsson, Ingimundur Guðmundsson og Kjartan Berg- mann Guðjónsson. Að lokinni kappglímunni verð- ur kappleikur milli 1. fl. K. R. og Fram, og verður Akselsson dóm- ari. Sömu miðar gilda fyrir glimuna og kappleikinn, og er sjaldgæft, að menn fái jafnmikið ,og í kvöld fyrir inngangseyrinn. Sóðin fór í gærkveldi i hringferð austur um til Seyðisfjarðar. eignast íbúðir. * Samkvæmt þessum breyting- um á lögunum um verkamanna. bústaði verða byggingarfélög þau, sem starfandi eru í land- inu, að breyta samþyktmn sín- um, til þess að öðlast rétt sam kvæmt lögunum, Ástæðan fyrir þessum breyt- ingum er sú, að ríkissjóður og bæjarsjóðir, sem að lögum eru skyldaðir til að leggja fram stórar f járhæðir árlega til bygg- ingarfélaganna og eru auk þess í ábyrgðum fyrir þeim lánum, sem byggingarfélögin taka, hafa engan rétt haft til íhlutunar um stjórn félaganna, og er það í fullkomnu ósamræmi við það, sem á sér stað á öðrum þeim sviðum, þar sem ríkissjóður og bæjarsjóður leggja fé til, Hér éftir verður því stjórn hvers byggingarfélags þannig skipuð, að formaður er skipað- ur af félagsmálaráðherra, en 4 meðstjórnendur kosnir af hlut- tækum félögum. Hafa félags- mennirnir sjálfir því % hluta stjórnarinnar og geta því ráðið málefnum féiagsins eftir sinni vild. Hins vegar er með skipuii formannsins trygt, að ríkis- stjórnin geti fylgst með málum félaganna og haft eftirlit með öllum rekstri þeirra. Lögin öðiast gildi þegar í stað. Stefna á hendur stjérn* ar Hlifar i HafnarfirOi. Krafa um ónýtingu samþykta félagsins um brottvikningu verkamanna. DAG var gefin út stefna á hendur stjórnar Verka- mannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði út af brottvikningu rneðlima Verkamannafélags Hafnarfjarðar, sem þýðir það, að þessir verkamenn eru svift ir réttinum til að stunda verkamannavinnu í Hafnar- firði. Stefnandi er Verkamannafé- lag Hafnarfjarðar og hefst það á eftirfarandi: að samþ. Verkamannafélageins Hlíf, þann 26, fobrúar og 19. maí 1939 um að þeir einir geti verið löglegir meðlimir Verkamannafélagsins Hlíf, — sem ekki eru jafnframt með- limir annars stéttarfélags verkamanna í Hafnarfirði, í sömu starfsgrein, verði ó- merktar. Frh. á 4. aiða. Þegar hinn nýi hernaðarsáttmáli Þýzkalands og Ítalíu var undirritaður í Berlín: I miðjunni við borðið: Hitler. Til vinstri Ciano greifi, til hægri Ribbentrop. Á bak við stól Hitlers stendur Göring. Jagntefli Fram og Valss Þijú mðrk vorn sett ð 6-7 min. og aðeins 1 á 83 min. 'O’ INIR mögru áhorfendur j á íþróttavellinum í gærkveldi urðu alveg forviða þegar Fram skoraði tvö mörk á fyrstu 4—5 mínút- um leiksins — og þó voru þeir ekki vissir um úrslitin, þar sem Valur er svo sterk- ur. Það liðu heldur ekki nema 2 mínútur þar til Valur skoraði mark og voru þannig 3 mörk skoruð á 7 mínútum, eða svo að segja 1 mark aðra hverja mínútu. Þetta voru líka næstum einu viðburðirnir í leiknum, á hinum 83 mínútum leiksins var aðeins eitt mark sett, og lauk leiknum því með jafntefli með 2:2. Valur gat ekki teflt fram Her- manni. Hann er veikur. Sigur- páll Jónsson var í marki og þó að hann sýni ágæt tilþrif, þegar hann leikur úti á vellinum, þá var hann mjög reikull í mark- inu — og það sem breytti öll- um leik Vals og gerði hann reikulan og linan var einmitt þetta, að Valsmenn liðu önn fyrir að skotið væri á markið, það var það eina sem þeir óttuðust og þvældust því hver um annan þveran fyrir marki sínu. Hefði K. R. kept í gær- kveldi gegn Val, þá hefði K. R. unnið með 4 gegn 2 — eða svo hefði leikurinn líkast til farið. Fram var' ekki í essinu sínu. Það vr bersýnilegt, að Framar- ar voru hræddir. Þeir ætla að sigla og vilja heldur tapa leik en eiga á hættu að verða fyrir meiðslum, einmitt þetta gerði Jón Magnússon lítt virkan, en hann lék nú á ,,kanti“. Jón Sigurðsson var nú mjög linur og náði sjaldan góðu upphlaupi. Sigurður Halldórsson var bezti maður liðsins, að undanskild- um markmanninum Gunnlaugi, sem stóð sig ágætlega. Fyrra markið, sem Fram skoraði, varð með þeim hætti, að um leið og Sigurpáll greip knöttinn, stökk Framari á hann, en Sigurpáll snéri sér við með knöttinn inn fyrir mark- línu. Síðara markið skoraði Jón Magnússon, óverjandi. Fyrra mark Vals skoraði Gísli Kærnested, en hið síðara Egiil Kristbjörnsson. í fyrri hálfleik voru bæði mörkin oft í hættu og þó mark Vals oftar, en í síðari hálfleik var mark Framara oftar í hættu. Leikurinn var ekki kraftmik- ill og ekki neitt sérstaklega skemtilegur. Bæði liðin voru Frh. 4 4. sÍSu. O ORGARSTJÓRI, ásamt fulltrúa ríkisstjómarinnar og fulltrúa frá bankaráði Landsbankans munu fara með fyrstu ferð til Kaupmannahafnar til að semja að fullu við firmað Höjgaard & Schultz um framkvæmd hitaveitunnar, er talið líklegt, að Jakob Möller fjármálaráðherra verði full- írúi ríkisstjórnarinnar og Magnús Sigurðsson bankastjóri fulltrúi Landsbankans, en hann dvelur nú erlendis. En borgarstjóri einn mun undirrita samninga við firmað fyrir bæjarins hönd. Hitaveitumálið var hins- vegar afgreitt frá bæjar- stjórn á fundi hennar í gær- kveldi. Bæjarstjórnarfundurinn hafði verið boðaður kl. 5, en hann var ekki settur fyr en kl. að ganga 7. Bæjarfulltrúarnir sátu um- hverfis borð og ræddu um hita- veitumálið fram og aftur. Að þessu samtali loknu fór borgar- stjóri og Jakob Möller á fund ríkisstjórnarinnar; um leið var fundur settur og tekin fyrir fundargerð bæjarráðs og út- svarsmál. Síðan kom borgarstjóri aftur og voru þá samþykktar eftirfar- andi tillögur: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að gera hitaveituna frá jarðhitasvæðum Reykja og Reykjahvols í Mosfellssveit til Reykjavíkur og um bæinn, sam- kvæmt áætlunum í tilboði A.S. Höjgaard & Schultz, Köben- havn, dags. 28. apríi 1939 og öðrum áætlunum verkfræðinga bæjarins." „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að taka lán til Iiita- veitunnar að upphæð allt að 9 milijónum íslenzkra króna eða tilsvarandi upphæð í öðrum gjaldeyri. Bæjarfélagið ábyrgist lánsupphæðina með eignum sínum og tekjum og sem sér- stakar tryggingar fyrir láninu verði ábyrgð íslenzku ríkis- stjórnarinnar f. h. ríkisjsóðs og veð í hitaveitunni.“ „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að veita borgar- stjóranum í Reykjavik, Pétri Halldórssyni, fullt og ótakmark- að, framseljanlegt, umboð t!I ■ þess, fyrir hönd bæjarfélagsins að semja við A.S. Höjgaard & Schultz um framkvæmd verks- ins á grundvelli framangreinds tilboðs og undirrita samningti við firmað, að semja um lán til framkvæmdanna og undir rita lánssamninga, skuldabréf, hvort heldur er aðalskuldabréf eða . sérskuldabréf .eða .hvort- tveggja og að veðsetja hitaveit- una til tryggingar slíku láni eða lánum eða gefa bindandi lof- orð um veðsetningu til trjgg- ingar lánsupphæðinni.“ Voru þessar tillögur sam- þyktar með 14 samhljóða at- kvæðum — og er það einsdæmi í sögu bæjarstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ræddi þetta mál nákvæmlega á ráðuneytisfundi í gær — og eins bankaróð Landsbankans. í dag tekur ríkisstjórnin fulln- aðarákvörðun. Það má gera ráð fyrir því, að samningar við Höjgaard & Schultz takist ekki, ef ekki fást breytingar á því tilboði, sem nú liggur fyrir. Sir Stafford Gripps sæk- ir uöi npptöku á ný! -------«------ Lofar að halda sampyktir flokksinsog hætta öllu makki við kommúnista. Frá fréttaritara Alþýðuhlaðsins KHÖFN í morgun. G!IR Stafford Cripps, sem ^ vikið var úr enska Al- þýðuflokknum í fyrra dag af þingi flokksins með yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæða, sótti í gær um upp- töku í flokkinn á ný. Sendi hann flokksþinginu jafnframt yfirlýsingu þess efnis, að hann væri reiðubú- inn til að hlíta öllum sam- þyktum þess og slíta öllu sambandi við kommúnista. Skref þetta vakti mikla furðu á flokksþinginu. En engin á- kvörðun hefir enn verið tekin um umsókn Sir Staffords. Nelotof flftir yíír- lýsingn nn afstððn Mssa í dag. LONDON í morgun. FO. MOLOTOV, utanríkismála- ráðherra Sovét-Rússlands, flytur útvarpsræðu í dag, sem hlustað verður á um allan heim af mikilli athygli. Útlendir fréttaritarar í Moskva búazt við, að Molotov mimi í ræðu sinni gera ítarlega grein fyrir stefnu Sovét-Rúss- Frh. á 4. slðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.