Alþýðublaðið - 31.05.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1939, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAG 31. MAÍ 1939 ALÞÝÐUBLAÐ8Ð drottmnfflll. veggir hallarinnar voru úr ís. Þar voru yfir hundraS salir ” og sá stærsti náði yfir margra súlna svæði. Þeir voru lýstir af norðurljósum, — en þeir voru tómir og jökulkaldir. í miðjum stóra salnum var frosið vatn, en ísinn var brotinn í ótal mola, en þeir voru allir jafnstórir. Og á miðju vatninu sat Snædrottningin. — Óli litli var blár af kulda, en hann fann ekki.til kuldans, því að Snædrottningin hafði kyst úr honum kuldahrollinn og hjarta hans var nærri því orðið að ísmola. Hann ýtti á undan sér nokkrum ísmolum og reyndi að búa sér til ýmsar myndir úr molunum. Morræim æskulýður að Laugarvatni i sumar. Á skíðum um hátíðina. AÐ er orðinn fastur liður í starfsemi Ferðafélagsins að efna til skemtiferðar til Snæ- fellsness um hvítasunnuna. Að þessu sinni tóku 75 manns þátt í förinni þangað, sem var sú sjö- unda í röðinni. Veðurspáin s.l. laugardag var alt annað en lokkandi til sjó- ferðar og jökulgöngu, og hefir veðurspáin eflaust átt sinn þátt í því, að ekki tóku fleiri þátt í Snæfellsnesför Ferðafélagsins. Þrátt fyrir rok, rigningu og veðurspá var þó lagt af stað, því aldrei er vonlaust um að úr rætist þó illu sé spáð. Til Stapa var komið í slag- veðursrigningu og roki. Óð ferðafólkið aurinn og bleytuna til samkomuhúss staðarins. Komu menn sér þar fyrir á gólfinu og yfirleitt þar sem eitt- hvert gólfrými var, því alt var betra en að tjalda á rennvota jörðina og eiga að sofa þar. Á hvítasunnudag var gengið á Snæfellsjökul. Tóku þátt í þeirri göngu rúmlega 30 manns og gengu allir, að tveim und- anteknum, jökulinn á skíðum. Segir fararstjórinn, Kristján Skagfjörð, að færið hafi aldrei verið jafnslæmt og að þessu sinni, en hann hefir alt af tekið þátt í þessum hvítasunnujökul- ferðum Ferðafélagsins. Hafði á laugardagskvöldið rignt á jök- ulinn og frosið á eftir. Reyndist mjög erfitt að stjórna skíðunum á svellinu, en þó gekk alt slysa- laust. Á annan í hvtíasunnu var gengið vestur að Lóndröngum í ágætasta gönguveðri, glaða sólskini og golu. Um kvöldið var svo Snæfells. nesið kvatt og siglt til Reykja- víkur. Til bæjarins var komið um miðnætti og varð mörgum Reykvíkingnum starsýnt á þessa útiteknu ferðalanga, þar sem þeir þrömmuðu frá skips- fjöl með skíðin sín á öxlinni. Hvað gera Reykvík- iisgar fjrrir skátana? —o— Allir Reykvíkingar þekkja skátana og bera til þeirra hið fyllsta traust, og um það verður ekki deilt, að skátastarfið hefir hin blessunarríkustu uppeldis- áhrif á börnin og unglingana. Ef vanda ber að höndum, eru \ allir tryggir undir vernd skát- anna. Tapist einhver eða eitt- hvað, er skátanna leitað, hvort sem um er að ræða smávægilega hluti, eða ef menn fara villir um heiðar og háfjöll. Þetta veit hvert mannsbarn í Reykjavík, og margir hafa notið aðstoðar skátanna og umhyggju þeirra er veikindi hafa að steðjað eða vanda að höndum borið. Félög og góðgerðastofnanir og kirkjusöfnuðir Reykjavíkur hafa ávalt beitt skátunum fyrir sig, þegar mikið hefir þótt við li'ggja. En hverjir muna nú skáta- hreyfinguna og afrek hennar? Skátana vantar húsnæði og þeim er það höfuðnauðsyn. Hús- næðisvandræðin eru farin að standa skátastarfi bæjarins fyr- ir þrifum. Nú eru góð ráð dýr. Skát- inn venst sjálfsafneitun og fórnum. Reykjavíkurskátarnir áttu góðan og stóran skála ná- lægt Lögbergi, sem þeir hafa gist í og dvalið í að sumrinu. Skálinn er hið myndarlegasta hús. Nú hafa þeir fórnað skála þessum í happdrætti íyrir hús- byggingarsjóð sinn. í nokkra mánuði hafa skátarnir gengið um og boðið. happdrættismiða sína, en þeim hefir orðið lítið ágengt. Ennþá hafa ekki selst happdrættismiðar fyrir þeirri upphæð, sem húsið er metið á. Reykvíkingar, þér, sem á einn eða annan hátt hafið notið hjálparstarfs skátanna og þér hinir, sem trúið á störf þeirra og nauðsyn þessa ágæta félags- skapar, miðasalan heldur áfram í dág og fram á síðari hluta dags á morgun (1. júní), en dregið verður um kvöldið. Reykvísku skátarnir hrópa á hjálp yðar og ennþá er tæki- færi til að hlýða kalli þeirra. Laugarnesskóla, 30. maí ’39. Jón Sigurðsson. / Tímarit iðnaðarmanna. Annað hefti 12. árgangs er ný- komið út. Efni: Ullariðnaður á Islandi, eftír Halldóru Bjarna jótt- ur, Atvinnubætur fyrir iðnaðar- menn, eftir Sigv. J. S., Iðnað- urinn á Norðurlöndum, eftir Art- hur Nordlie o. m. fl. Guðmundur Gíslason læknir er kominn til Málmeyjar >og hef í hyggju að dveljast þar um skeið og leggja stund á hús- dýrasjúkdóma á húsdýralækn- ingastofnun prófessors Hilding Magnussons, en það er mjög þekt stofnun á þessu sviði F.U. ÚtbreiðiS Alþýðublaðið! "MJ ORRÆNA æskulýðsmótið verður haldið að Laugar vatni 27. júní til 4. júlí. Mót þetta er haldið að tilhlut- un hinnar svokölluðu Viggby- holmsnefndar í Svíþjóð. Sams konar mót hafa áður verið hald- in í öllum hinum Norðurlönd- unum og í Eistlandi. Tilgangur- inn með mótum þessum er að æskufólk Norðurlandanna kynn ist og fái af eigin sjón og reynd að kynnast atvinnulífi, félags- málum og menningu Norður- landaþjóðanna allra. Á mótinu verða allmargir fyrirlestrar fluttir, umræðufUndir og skemtisamkoma, auk þess verða farnar ferðir að Gullfossi, Geysi, til Þingvalla og fleiri staða. Fyrirlestra munu flytja Hermann Jónasson forsætisráð- herra, Sigurður Nordal prófess- or, Stefán Jóh. Stefánsson ráð- herra, Jónas Jónsson alþingis- maður, Thor Thors alþingis- maour, dr. Einar Ól. Sveinsson, Árni Eylands ráðunautur, og Ólafur Björnsson hagfræðing- ur. Auk þess munu nokkrir er- lendir fræðimenn og stjórn- málamenn flytja þar fyrirlestra og hefja umræður um ýms merk mál. Um 30 ungra manna frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð hafa þegar sótt um þátttöku í mótinu. Eru það aðallega stúdentar, ungir kenn- arar og lýðskólafólk, karlar og konur. Þeir íslendingar, sem óska að taka þátt í mótinu, sendi umsóknir sínar fyrir 10. júní til ritara móttökunefndar- innar, Guðl. Rosinkranz yfir- kennpra, Ásvallagötu 18, og gef. ur hann nánari upplýsingar um mótið. Bladindismála- fuodir. Stúkan Frón boðar til fnida í Keflavík og á Strðnd á Rangárvðilum. ISUMAR boðar stúkan Frón nr. 227 hér í bænum tii tveggja funda um bindindis- málin. Verða þeir haldnir í Keflavík sunnud. 11. júní og á Strönd á Rangárvöllum sunnud. 2. júlí. Á fundum þessum fara fram umræður um áfengismál- in, og munu verða gerðar álykt- anir um þau. Enn fremur verða flutt erindi: 1) Um skaðsemi á- fengis fyrir manninn, frá lækn- isfræðilegu sjónarmiði séð. 2) Um Regluna og bindindismálin yfirleitt. Allir menn eru boðnir og vel- komnir til þessara funda, en sér staklega eru Suðurnesjamenn boðnir til fundarins í Keflavík, og Rangvellingar til fundarins á Strönd. Fundirnir munu hefjast með guðsþjónustu, og verður mess- að í Keflavíkurkirkju og í Oddastaðakirkju. í Keflavík annast St. Leiðar- stjarnan nr. 240 móttökurnar, og á Strönd og í Odda st. Gró- andi nr. 234. í sambandi við hvorn fund efnir st. Frón til kvöldskemtun- ar, með fjölbreyttri skemtiskrá. Á undanförnum árum hefir st. Frón haldið nokkra slíka fundi. Eru fundir þessir tilraun til að safna saman þeim kröft- um, sem hlyntir eru bindindis- hreyfingunni, til sameiginlegr- ar sóknar gegn áfengisbölinu, og á st. Frón þakkir skyldar fyrir það framtak. Er þess að vænta, að fjölmennt verði á fundum þessum, og árangur af þeim geti orðið sem mestur, til framdráttar bindindismálunum í landinu. Útbreiðið Alþýðublaðið! RIDER HAGGARD: KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvíiramannaland, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein af beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8, Rvík. MAÐURINN SEM HVARF 47. hefðihefði því verið auðvelt að sjá hvort hún passaði í yðar skammbyssu eða ekki, — þér getið því afsannað að skotið hafi verið úr yðar byssu, svo framarlega að unt sé að finna hana og leggja hana fyrir réttinn til athugunar.“ Skelfileg hræðsla greip Ilku allt í einu. Hún greip um kverk- ar sér eins og hún væri að kafna. „Hvað segið þér! — Gæti ég sannað sakleysi mitt, ef ég að- eins hefði ekki gert þá heimsku að henda skammbyssunni,“ stundi hún. — „Ó, ó, — hvaða hræðilegur misgáningur hefir þetta verið!“ Markham horfði á hana hvast og rannskandi. — Hún er ágætis leikkona, hugsaði hann. Hann gat ekki grunað, að þetta var ef til vill í fyrsta skifti á æfinni, sem Ilka kom til dyr- anna eins og hún var ltlædd — uppgerðarlaust. Hann stóð á fætur og sagði hörkulega: „Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segj anokkur alvöruorð við yður, frú mín. En það er óumflýjanlegt. Það er sannan- legt að þér elskuðuð ekki eiginmann yðar og voruð og eruð ástfangnar í öðrum. Maður yðar vissi um þetta. — Fyrir nokkrum mánuðum síðan'kom hann öllum sínum eignum í peninga, svo hvarf hann burt úr borginni og skömmu síðar hurfuð þér einnig á burt. Þótt þér neitið því get ég sagt yður og sannað, að þér bjugguð á veitingakrá einni í námunda við Painted Post, og biðuð þess að hann kæmi þangað til að sækja bifreið sína, sem hann hafði fengið geymda á vagnastöðinni þar. Þér voruð á hælum hns kvöldið sem hann kom og sótti bifreiðina og ókuð á eftir honum u ppveginn í áttina til Al- pinabrúarinnar. Það eru allar líkur til að álíti að hann hafi haft öll auðæfi sín meðferðis þetta kvöld. Og í gær fékk ég vitneskju um, eins og ég hefi áður sgt, að slysið varð honum ekki að bana, heldur skammbyssukúla. Ályktunin, sem maður hlýtur að draga af þessum forsendum, liggur í ugum uppi. Þér höfðuð ástæður til þess að myrða mann yðar og höfðuð ávinning af því. Og þér höfðuð óvenjulega gott tækifæri til þess. Auk þess vitum við um fjölda mörg smáatriði. sem benda í sömu átt. Og svo má ekki gleyma því, að þér hafið viðurkent að hafa átt sams konar vopn og það, sem Blake var myrtur með. Ef þér hafið ekki skilið mig til fulls —“ Ilka hristi höfuðið. Hún sat sem magnþrota og mállaus. „Ég verð því að álíta það óumflýjanlega skyldu mína að láta taka yður fasta — ákærða fyrir morð.“ Konan virtist vera orðin að steingervingi, lömuð af skelf- ingu. — Markham gaf lögregluþjóninum, sem stóð fyrir aftan hana og verið hafði vottur að yfirheyrslunni, bendingu. „Gerið svo vel að setja frú Blake í varðhald,11 skipaði hann. „En segið fangavörðunum að hún verði að mæta fullri kurt- eisi og þeir verði að ábyrgjast að henni sé sýnd öll nærgætni.“ T^TÆSTA dag fluttu öll blöð borgarinnar stórar og feitar fyrirsagnir á fyrstu síðu, er skýrðu frá því að Ilka hefði verið handtekin. Jim Blake, sem var önnum kafinn norður í Toronto við að byggja upp hina nýju tilveru sína, las hvert orð. — Honum varð afar bilt við er hann sá hvörnig málin höfðu snúist. Þetta ætlaði þá að verða afleiðingin af allri hinni miklu fyr- irhöfn hans. Þetta var hræðilegt áfall, sem hann hafði aldrei búist við. Fortíð hans hfði risið upp eins og afturganga og ásótti hann nú að því er virtist í því augnamiði að gereyði- leggja þaulhugsuð og vandlega framkvæmd áíorm hans. Frá því að hann kom heim til Toronto eftir jarðarförina, hafði hann yfirstjórn hlutafélagsins í öllum greinum og með snilli sinni og viðskiftaþekkingu aflaði hann jafnóðum nýrra og ágætra viðskiftavina og kunningja. Deginum áður en hon- um barst fregnin um handtöku og fangelsun Ilku hafði hann þegar að fullu keypt alla hluti tveggja félga sinna í firmanu og var nú einkaeigandi þess. Með því hafði hann trygt sér að framvegis gat hann ráðstafað fé sínu og notað fyrirtæki sitt á hvern hátt, sem honum sýndist, án þess að eiga von á að þurfa að svara nokkrum spurningum. Og innan skamms gæti hann því byrjað á því að framkvæma hin miklu fram- tíðaráform sín. En þrátt fyrir alt. sem á undan var gengið, fann hann til meðaumkunar með Ilku, og honum var það ljóst, að hann myndi fara aftur til New York og gefa sig fram, ef það yrði nauðsynlegt til að bjarga lífi heennar. En hann gat ekki trú- að því að hún yrði dæmd. Honum virtist alt málið bygt á svo lausum grundvelli. Og auk þess var hún óvenjulega fög- ur kona. Hvaða kviðdómur myndi geta staðist töfrafegurð hennar? — Nei, innan lítils tíma myndi hún verða látin laus aftur. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir að gæta þess ekki, að láta iwknanömnn í Chieago útvöga sér lík einhvörs, sem dáið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.