Alþýðublaðið - 31.05.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAG 31. MAÍ 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ »------------------------ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarvsru hans: JÓNAS GUÐMUNDSSON. AFOREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inifgangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4969: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). “ ".96: Jónas Guðmunds. heima. 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIBJAN ♦------------------------♦ HéðiDD Eaglands KOMMONISTAR hafa upp á síðkastið, í óljósri vitund um skyldleika starfsemi sinnar við hverskonar leikaraskap, skift sögu Moskvasafnaðarins hér á l'andi í þætti, sbr. „páttaskiftin í lífi kommúnistaflokksins“, sem þeir töluðu um í h'aust, þegar olíukongurinn var innbyrtur og ehdurskírnin á flokknum fór fram Aðrir, sem hugsa meira í anda sagnfæðinnar hafí aftur á móti skift sögu hans í tímabil eftir þvf, hver vitleysan hefir mest vaðið uppi í trúboði þeirra á hverjum tíma. Þannig er talað um „Kínatímabilið“ í sögu komm únista hér á landi, þegar þeir hvorki skrifuðu né töluðu um annað en byltinguna í Kína og lifðu á stöðugri von um það, að heimsbyltingin myndi halda inn- reið sína hér þaðan og lyfta þeim :upp í hinn langþráða valdasess. En síðan sú von brást og Kína tímabilið tók enda hafa fyrir- myndirnar verið sóttar í hvert stórveldið héjr í Evrópu eftir ann- að. Pví að altaf hafa kommún- istarnir verið sér þess meðvit- andi undir niðri að fyrir Moskva- kommúnismann væri lítill jarð- vegur hér á landi. Og til þess að bæta úr þeirri vöntun og halda söfnuðinum við líði hefir þeim þessvegna þótt vænlegast að reyna að leiða hugi fólksins burt frá veruleikanum hér heima og fá það til þess að einblína á og apa upp það, sem fram iiefir verið að fara hjá stórþjóð- unum úti um heim, hversu fjar- lægar og óskyldar sem þær hafa verið okkur íslendingum, bæði úvað þjóðareðli og þjóðfélagsá- stæður snertir. En fordæmin hafa stöðugt ver- ið að verða lítilfjörlegri og lítil- fjörlegri, því þrátt fyrir öll her- brögð og línubieýtingar hafa hieystiverk Moskvakommúnísm- ans úti um heim stöðugt verið að verða vesælli og vesælli. Pann ig var það um langt skeið á eftir Kínatímabilinu Pýzkaland og „línudanz" þýzku kommúnist- anna á milli þýzku verkalýðs- hreifingarinnar og þýzka nazism- ans, sem við áttum að taka okk- ur til fyrirmyndar. Það var Thal- manntímábilið. En einnig sú fyrirmynd brást þegar árangur- inn af þeim línudanzi kom í ljós við valdatöku Hitlers og hið í aunalega vamarleysi hins klofna þýzka verkalýðs. Næst var okkur sagt, að fyrir- myndin væri á Frakklandi. Par væru miklu líkari ástæður þeim, sem við ættum við að búa hér á íslandi, heldur en á Norður- löndum. Og á Frakklandi væri „samfylkingin“ orðin að veru- leika. Hún væri ráðið, sem dygði til þess að afstýra fasismanum og leiða verkalýðshreifinguna til sigurs. Petta var samfylkingar- tímabilið, s*8llar minningar. En nú tilheyrir samfylkingin á Frakklandi líka fortíðinni eins og linudanzinn gegn „sósíalfasisman- am" á Þýzkalandi. Og verkalýðs- hreifingin er bönnuð og klofin í dag eins og hún var fyrir sam- fylkinguna- Því sundrungarstarfið hefir allsstaðar haldið áfram, þó herbrögðin og yfirvarpið hafitek- ið á sig nýjar og nýjar myndir. Pað er því farið að minka um ónumið land fyrir kommúnistana hér á leit sinni að erlendum for- dæmum, sem gætu orðið til þess að hressa upp trúna á framtíð þeirra á meðal okkar. Algerlega vonlausir hafa þeir þó frarn á þennan dag ekki verið um það, að geta fundið einhverja reiki- stjörnu á hinum erlenda stjórn- málahimni til þess að haldablekk ingunni við líði. Undanfarna mán uði hafa þeir öðru hvoru í Tdaði sínu verið að hampa Sir Stafford Cripps, klofningsmanninum, sem vikið var úr enska Alþýðuflokkn- um fyrir makk hans við komm- únista. Hann hefir átt að vera iálbeita fyrir Alþýðuflokksmenn- ina hér á landi, ef vera kynni, að einhver þeirra tæki rneira mark á honum, en okkar eigin Héðni. Því Sir Stafford Cripps er Héðinn Englands. Þessi milljónamæringur, sem undanfarin ár hefir verið að 'nudda sér upp við verkalýðshreif inguna á Englandi til þess að nota hana sem stökkbretti fyrir fiig upp í valdasessinn, á svipað- an hátt og hinn íslenzki olíu- kongur ætlaði sér hér, hefir nú með yfirgnæíandi meirihluta at- kvæða verið rekinn úr enska Al- þýðuflokknum fyrir fult og alt. Ferill hans í flokknum hefir ekki verið í öðru falinn en stöðugum upphlaupum í því skyni að skapa, •sér þá foringjaaðstöðu, sem hann þóttizt til kjörinn, en aðrir van- treystu honum til að fara með. Hann byrjaði á því að stofna sér- stakan félagsskap, „sósíalistasam- bandið“, innan Alþýðuflokksins, utan um sína dýrm'ætu persónu. En þegar séð var að sá félags- skapur bar ekki tilætlaðan árang- ur tók hann skyndilega upp bar- áttu innan flokksins fyrir „sam- fylkingu“ við kommúnista, ári eða svo á undan Héðni hér. Flokksþing enska Alþýðuflokks- ins feldi tillögur hans þar að lútandi árið 1937. En með sömu íélagslund og sama umburðar- lyndi og Alþýðuflokkurinn hér, sýndi enski Álþýðuflokkurinn hon um þrátt fyrir alt það traust, að kjósa hann í stjórn sína, ef verp kynni, að þessi milljónamær ingur gæti samið sig að mark- miðum og sætt sig við að vera trúnaðarmaður ensku verkalýðs- , hreifingarinnar. Sir Stafford Cripps brást þessu txausti. Hann bvrjaði eftir nokkra má' uði á ný að rnakka við komm únista og um léið nú einnig við annað frjálslynda flokksbrotið á Englandi um „samfylkingu" og „þjóðfylkingu" við næstu kosning ar þar í landi. Honum þótti ráð- Jegra að hafa í þetta sinn frjáls- lynda flokksbrotið að fíkjublaði fyrir hinar sameiginlegu fyrirætl- anir sínar og kommúnista. En Alþýðuflokkurinn lét ekki blekkj- ast. Hann varaÖi Sir Stafford við þeirri braut, sem hann var aftur farinn út á í blóra viÖ flokk sinn. Og þegar það nægði ekki, var honum vikið úr flokknum. Enskir verkamenn láta ekki bjóða sér til lengdar það valdabrölt og þau vinnubrögð, sem Sir Stafford Cripps hafði þar og Héðinn hér. Reynslan af þætti þessa mill- jónamærings í ensku verkalýðs- hreifingunni hefir sýnt, að hann hefir aldrei átt þar heima. Það hefir komið fram á honum eins og Héðni hér, að það er erfitt fyrir auðmanninn aö samlagast verkalýðshreifingunni, eins . og vlk olíufélaganna mæl- ast Illa fyrir um allt land ---»--— Kommúnlstablaðlð hér S Reykjavík pað elna, sem ver okur peirra. OLÍUFÉLÖGIN hafa alveg einstaka aSstöðu gagnvart útgerðarmönnum og sjómönn- um. Þau hafa samtök um alla söluskilmála og olíuverð. Þau heimta peningana á borðið, áð- ur en olían er látin út í bátana, og þau ákveða sjálf verðið á olíunni. Útgerðarmennirnir leggja fé sitt í hættu til þess að hafa at- vinnu, sem oft gefur lítið í aðra hönd. Útgerðin tapar, og sjó- mennirnir láta lífið, en olíufé- lögin taka sinn hlut á þurru landi. Þó fiskurinn bregðist, fisk- verðið lækki, útgerðin tapi. hlutur sjómanna fari niður úr öllu, situr eigandi olíuverzlun- arinnar öruggur heima á skrif- stofunni eða í bílnum sínum og hirðir arðinn af hlutafénu. Á þessum síðustu tapsárum út- gerðarmanna og sjómanna greiða olíufélögin hluthöfum 30% arð af hlutafénu. Menn kVarta með réttu yfir háum vöktum bankanna, sem þó leggja fé í þá hættu að lána það og taka fyrir 6V2—8% á ári, en hvað er það á móti skatt- lagningu olíufélaganna? í Reykjavík eru til menn, fyrir úlfaldann að komast í :gegn um nálaraugað. ög svo mikið er víst, að Sir Stafford Cripps verður kommún- istum að litlu liði hér á landi éftir þetta. Þeir verða að leggja land undir fót á ný til að leita sér að sínum erlendu tálbeitum og fyrirmyndum. Það fer að vísu að verða vonlítið ferðalag, enda sennilegast, aoð „þáttum“ eða „tímabilum“ Moskvasafnaðar- ins hér á landi fari nú mjög að fækka. ----------»—....■—.. sem lána fé til húsabygginga og taka skuldabréf með stórum afföllum og reikna hærri vexti af fé sínu en bankarnir. Starf- semi þessara manna fer mjög fram í myrkri, og manna á með- al eru þeir með réttu kallaðir ökrarar og blóðsugur. Starfsemi olíufélaganna fer fram fyrir opnum tjöldum. Þau taka hærri vexti af fé sínu en húslánaokrararnir, og báðir taka féð á sama stað, úr vösum almennings og af striti hans. Starfsemi olíufélaganna er ekki betur séð en starfsemi húslána- okraranna. . Útgerðarmenn víða um land vilja ekki lengur horfa upp á það aðgerðalausir, að óþarfir milliliðir græði stórfé á því, að selja útgerðinni nauðsynjavor- ur, á sama tíma og útgerðin tap - ar. Enda er það svo, að væri slíkum hagnaði haldið til út- gerðarinnar og hlutar-sjómanna gæti hann oft snúið tapi í á- góða og á þann hátt trygt rekst- ur útgerðarinnar og þar með at- vinnu sjómanna og verka- manna. í Vestmannaeyjum og Kefla- vík hafa útgerðarmenn reist sér olíugeyma. Þeir flytja sjálfir inn olíu handa sér og fá hana mun lægra verði en olíufélögin selja hana. Hráolíuverð olíufé- laganna er nú víðast hvar 17 aurar fyrir kg. af geymi. Með því að borga olíugeymana upp á fáum árum þurfa útgerðar- menn eftir gengisbreytinguna ekki að reikna sér nema 15 aura fyrir kg. af olíunni. Kaupa þeir þó olíuna í miklu smærri kaup- um en olíufélögin. Áður en gengisbreytingin varð, seldu olíufélögin hráolíu fyrir 15 aura kg. Enn er hægt að selja olíu með hagnaði á 15 aura kg., og sýnir þetta, að álagning olíufé- laganna umfram hæfilega verzl- unarálagningu var svo mikil, að olían þurfti ekkert að hækka við gengisbreytinguna. Auk þess, er útgerðarmenn hafa gert til að rétta hluta sinn, hafði stjórn síldarverksmiðja ríkisins ákveðið að hnekkja veldi olíufélaganna með því að flytja inn olíu til Siglufjarðar í sumar og selja viðskiftamönn- um sínum. Leitaði hún tilboða í hráolíu, og átti hún að kosta tæpa 12 aura kg„ komin á höfn í Siglufirði, Verksmiðjustjórnin gat selt olíu þessa með góðum hagnaði fyrir IAV2 eyri kg. Þegar uppvíst varð um þessa ráðagerð, ætluðu olíufélögin al- veg að ærast, einkum formaður Kommúnistaflokksins út á við, Héðinn Valdimarsson. Kom hann á fund ríkisstjórnar og hótaði henni öllu illu, eins og hans er vandi, þegar hann tel- ur eiginhagsmunum sínum teflt í voða. M. a. sagði hann, að ef ríkisverksmiðjurnar keyptu olíu, myndu olíufélögin engar ráðstafanir gera til þess að birgja landið upp með olíu, ef ófrið bæri að höndum. Stjórn síldarverksmiðjanna ætlaði samt sem áðúr að halda fast á málstað útgerðarmanna, en fyrir milligöngu atvinnu- málaráðherra varð að sam- komulagi, að hún hætti að þessu sinni við innflutninginn, gegn því að olíufélögin seldu hráolíu á Siglufirði í sumar á 15V2 eyri kg. frá geymi. Þar með eru olíufélögin sjálf búin að viðurkerina, að olíuverðið sé að minsta kosti 1% eyri of hátt hvert kg., þar eð þau selja hana nú á 17 aura kg. alls staðar annars staðar. Formaður Kommúnistaflokks ins „út á við“, Héðinn Valdi- marsson, gerði samkomulag þetta með mestu ólund, en að óreyndu hefði mátt búast við, að hann héldi það, þegar ríkis- stjórnin var annars vegar. Þetta hefir þó brugðist. Eftir að saran- ingar voru gerðir um þetta og hætt við innflutninginn, sér hann sér leik á borði til þess að ná upp hinni samningsbundnu Iækkun á annan hátt. Hann aug- lýsir í útvarpinu þessa dagana, að ársafsláttur sá, sem olíufé- lögin hafa gefið viðskiftamönn- um sínum um mörg undanfarin ár af 15 smálestum eða meiru, og numið hefir 0,4 aurum af kg., sé nú afnuminn. Á þennan hátt ætla ohufélögin sér að ná upp, ríflega því, sem verðlækkunin á Siglufirði nemur. „Útgerðar- menn og sjómenn skulu samt greiða mér skattinn, þó seinna sé,“ segir olíukóngurinn, sem stjórnar Kommúnistaflokknum. Hann fær atvinnumálaráðherra til þess að gera samkomulag um, að 1 ríkisverksmiðjumar hætti við að flytja inn olíu, gegn því, að olíufélögin lækki verðið á Siglufirði, en hækkar svo olíuverðið annars staðar um meiri upphæð en lækkun- inni nemur. Ef til vill getur þetta staðist fyrir dómstólum, en refjar eru það engu að síður, því samningur er gerður um þetta með alt öðrum forsendum, og hefði aldrei verið gerður, ef slíkt hefði verið látið í ljós. Enda mælist þetta alls staðar illa fyrir, og fáir munu taka sér fyrir hendur að verja það. Ekk- ert blað á landinu tekur málstað mannanna, sem taka 30% af hlutafénu í arð, þegar útgerðin tapar — nema Þjóðviljinn einn. Þetta blað Kommúnistaflokks- ins, sem einu sinni taldi sig málsvara öreiganna, heldur nú uppi málstað olíufélaganna —- eitt allra blaða á Iandinu. Það hefir tekið sér það hlutverk að verja pyngju brezka auðvalds- ins, sem stendur að baki olíu- félaganna — og hagsmuni þjóna þeirra hér á landi. Skerf- ur sá, er hinir fátæku sjómenn Frh. á 4. síðu. Mú er Englandi alvara. Frh. Þessi afstaða brezku þjóðar- innar til Chamberlains veröur að- eins ákýrð með því að pólitík þessa manns var í fullkomnu samræmi við skoðanir og tilfinn- ingar hennar sjálfrar, — svo að segja vaxin upp úr almennings- álitinu með öllurn sínuin veik- leika og öllum sínum styrk. Fyrir einu ári voru það að eins skýja- glópar ,sem hefðu látið sér koma til hugar, ajð Bretland gripi til vopna til að hindra innrásina í Austurríki. Og s .1. sumar voru það aðeins draumlyndir hug- sjónamenn, sem óskuöu að berj- ast með vopnum fyrir sjálfstæði Tékkóslóvakíu. / Flestum mundi hafa þótt eðli- legast, að brezkt almenningsálit léti sig litlu skifta innrás ítala í Albaníu. Þetta litla land var öllum ókunnugt að því undan- skildu, að menn gengu alment út frá því, að það væri að meira eða minna leyti undir Italíu gef- ið. Og það kom öllum algerlega á óvart, að óvinátta hefði nokkru sinni ríkt milli þessara tveggja ríkja. En þetta fór alt á aðra leið. Það var eins og það sem skeði á föstudaginn langa opnaði augu almennings fyrir þeirri staðr«ynd, að það þyrfti ekki að vera gamall íjandskapur til stað- ar, eða landfræðileg vandamál, til þess að gefa fasistiskri land- vinningastefnu átyllu til árása. Og nú var eins og menn sæju >alt í einu atburðina, sem skeðu í Mið-Evrópu s. 1. sumar, í nýju Ijósi. Það var eins og brezka þjóðin kiptist við. Almenningi var ekki lengur óviðkomandi hvað gerðist fyrir handan Ermar- sund. Bretland var aftur orðið, ef svo má að orði komast, áfast við meginlandið. Almenningsálit- ið, sem ekkert brezkt þing 0g enginn brezkur forsætisráðherra getur gengið fram hjá, var nú loks reiðubúið til að taka afstöðu gegn þeirri hættu, sem vofði yfir Evrópu. * Ef maður ætlar sér að reyna að skilja pólitík Chamberlains, verður maður að gera sér ljóst, hverjir hafa verið og eru hinir raunverulegu möguleikar Breta til að taka á sig ábyrgðir er gætu haft ófrið í för með sér fyrir þá. Á meðan Baldwin sat að vöidum, gat hann bygt stjórn- málastarf sitt á þeim draum, að nafn Bretlands eitt væri svo voldugt að það gæti skakkað hvaða leik sem væri. En fyrir Chamberiain var slíkt ekki lengur mögulegt. Óttinn, sem gripið hafði um sig síðustu árin, stafaði þó ef til vill ekki af því, að menn efuðust um hinn raunveru- lega styrkleika og getu brezka heimsveldisins, heldur átti hann miklu fremur rót sína að rekja til þess, að menn yfirvirtu styrk- leika annara þjóða. Og með þetta fyrir augum getur maður séð fyr- ir sér myndina af. forsætisráð- herranum í Downing Street þar sem hann situr og hlustar viku eftir viku, mánuð eftir mánuð á skýrslurnar frá hermálaráðgjöf- um og herráði, sem jafnt og þétt segja honum hvað hervæðingum miðar áfram. Og þá sjáum við að yfirlýsingar hans þróast jafn- hliða, verða ákveðnari og ein- beittari með hverjum mánuði sem líður. Fyrst í stað er yfirlýs- ingarnar um fransk-brezkt banda- fag í raun og vera ekki annað en vináttuyfirlýsingar um velvilja Breta í garð Frakklands, svo verða þær smátt og smátt á- kveðnari í loforðum um alla að- stoð, ef gengið sé á hluta þess, — þangað til einn dag s. 1. haust að Chamberlain lýsir því yfir, að nú loks sé komið á fullkomið hernaðarbandalag milli þeirra. Á- rás á Frakkland sé frá þeim degi sama og árás á Bretland. Menn, sem þekkja Chamberlain persónulega, fullyrða, að þann dag hljóti herráðið að hafa til- % kynt honum, að nú væri orðið mögulegt að senda nokkur full- búin herfylki til meginlandsins hvaða dag sem væri. Brezka, vígbúnaðinum hefír miðað langt um meira áfram þessa mánuði síðan I sept. s. 1. heldur en hægt er að áætla sam- kvæmt opinberum tölum fram- leiðslunnar eða í samanburði við vígbúnaðarafköstin mánuðina þar á undan. Nú mun láta nærri t. d. að bygð sé ein flugvél á hverjum tíma sóiarhringsins og eitt skip til herskipaflotans á hverri viku. — Það er þetta, sem orsakar og skapar möguleikana fyrir hinni breyttu afstöðu Breta gegn hinii vopnaða ofbeldi álfunnar. Án þessa hefði það ekki verið mögu- Iegt, að þeir hefðu gefið Póllandi, Rúmeníu og Grikklandi svo á- kveðin loforð um vemd og vopn- aða aðstoð, sem þeir gáfu í vor. Með því að taka á sig þessar skilyrðislausu ábyrgðir braut Chamberlain þá grundvallarreglu, sem hann fram að þessu hafði fylgt, þ. e., að ganga ekki feti iengra en það, að Bretar ættu ekki á hættu að þuria að dragast |inn Wöfrið. Hann tók á sig skuld- bindingar, sem eins og Anthony Eden sagði eru enn þá ákveðnari og víðtækari en skuldbindingar Þjóðabandalagsins voru á sinni tið, og án þess þó að hafa nálaagt Wrk. á á. shu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.