Haukur - 24.02.1898, Blaðsíða 4

Haukur - 24.02.1898, Blaðsíða 4
52 II AUKUR. I. 13.-14- að velja. Þeir urðu armað hvort að gefast upp, eða þá, að reyna að brjótast gegnum óvinahópinn. »Við skulum reyna að ryðja okkur braut gegn- um Indíanana!« mælti landshöíðinginn, og iagði af stað ofan í stigann. Menn hans fylgdu honum þegar. En það leið ekki á löngu, áður en landshöfðmginn íjekk að komast að raun um, að hann hafði haldið sig þrekmeiri, en hann var; gamla máttleysið kom alit í einu yflr hann aptur, og hann fjell þrep af þrepi ofan stigann, alla leið niður til Indíananna. Og íður en menn hans gætu komið honum til að- stoðar, hafði Chuquisala tekið landshöfðingjann í fang sjer, og borið hann fyrir sig eins og skjöld gegn skot- um hinna hvítu. Menn fangans fleygðu frá sjer byssum sínum, og fóru niður til Indíananna, sem lustu upp hverja sig- urópinu á fætur öðru. »Dagurinn í dag er mikill merkisdagur fyrir rauðu mennina«, mæiii Hákarlinn, og batt hendur hinna hvítu. »í dag hefna þeir margra, margra ára smánar og kúgunar«. »Af stað til skógarins!« skipaði Chuquisala, tók landshöfðingjann, sem enn var meðvitundarlaus, apt- ur í fang sjer, og bjelt af fctað frá húsinu, sem nú stóð allt í björtu báii. Að nokkrum mínútum liðnum var enginn Indíani sýnilegur við bálið. Húsbruninn sást langar leiðir að, og tilkynnti Negrum og hvít- um mönnum, sem í nágrenninu bjuggu, hvað á seiði myndi vera. Þeir gripu þegar til vopna, og hjeldu heim að landshöfðingjasetrinu, en komu um seinan; þar var ekkert annað að sjá, en bál og brand. Indíanarnir voru þegar komnir inn í skóginn með herfang sitt. Þegar þeir komu í rjóður það, er þeir höfðu verið í daginn áður, lögðu þeir iandshöfð- ingjann varlega frá sjer á ábreiður, er þeir höfðu breitt á jörðina, kveiktu síðan eld, og buðu læknin- um, að annast sjúklingin*, sem ekki var enn þá rakn- aður við úr öngvitinu. »Það er um seinan«, mælti læknirinn, sorgbitinn. »Heilbrigður maður hefði tæplega þolað þessa með- ferð, hvað þá heldur maður í slíku ásigkomulagi, sem landshöfðinginn var í«. Hann laut niður að andliti landshöfðingjans, tók á slagæðinni, og hristi höfuðið. »Hann raknar við!« sögðu aðrir, sem viðstaddir voru, og það var satt. Landshöfðinginn opnaði augun. »Hvar er jeg?« sagði hann lágt, og horfði for- viða kringum sig. Svo rifjaðist það smám saman upp fyrir honum, sem við hafði borið heima á heimili hans, 0g hann stundi þungan. »Hvar er konan mín og sonur minn?« spurði hann. »Þeim er óhætt«, svaraði læknirinn. Gleðiblær flaug snögvast yflr andlit landshöfð- ingjans, en svo kom allt í einu sár angistarsvipur yfir hann. Læknirinn gaf nákvæmar gætur að þessari breyt- ingu. Hann vissi, hvers viti hún var, og gaf mönn- nm þeim er við voru, bendingu um, að vera hljóðir og kyrrir. Einnig Indíanarnir urðti þess nú ákynja, að þeir stóðu frammi fyrir deyjandi manni. Þeir hörfuðu lotningarfullir á bak aptur. »Hvar er höfðinginn?« spurði sjúklingurinn, eptir litla stund. Chuquisala gaf sig fram. »Hvað vill hinn hvlti höfðÍDgi mjer?« spurði hann. »Hvers vegna gei ðir þú árás á heimili mitt, þeg- ar friður var yflr allt?« spurði landshöfðinginn. »Rauði maðurinn vildi hefoa sín, og flæma hvítu og svörtu mennina burtu úr landi sinu«, svaraði Chuquisala. »Gaf jeg ykkur ekki peninga og útsæði á ári hverju?« spurði Chambre. Indíanarnir beygðu höfuöin; þeir gátu engu svarað. »Hefi jeg ekki geflð út þá skipun að enginn Negri eða hvítur maður mætti áreita ykkur á neinn hátt?« spurði landshöfðinginn enn fremur. »Hinn hvíti höfðingi er góður, en menn hans eru slæmir«, svaraði Chuquisala, fálátlega. »Getur verið«, mælti landshöfðinginn, »en það veitir ykkur engan rjett til þess, að ráðast að mjer! Gátuð þið ekki kært þá menn fyrir mjer, sem sýndu ykkur einhverja áreitni? Yeitti jeg ykkur ekki ævin- jega áheyrn, þegar þið þóttust þurf'a að kvarta?« »Hvað á allur þessi orðafjöldi að þýða?» spurði Indíanahöfðinginn. »Rauði maðurinn hefir hvorki hagað sjer betur nje ver, en hvíti raaðurinn. Hann hefir að eins gert tilraun til þess, að ná rjetti sínum«. »Jeg er hræddur um, að þið komist að þessu full keyptu, veslings Indíanar!« sagði landshöfðinginn með lágri og veikri röddu. »Hershöfðingi minn og vinur, hr. von Chandelle, er maður, sem ekki þolir nein gammanlæti, og innan þriggja daga munu kofar ykk- ar standa í Ijósum loga«. Hæðnisglott ljek um hin eirrauðu Indíanaandlit. »í þetta skipti sjer rauði maðurinn lengra fram í tímann, heldur en sá hvíti«, svaraði Chuquisala, sigri- hrósandi. »Hershöfðingi von Chandelle er vinur okk- ar. Hann mun blessa þann dag, þegar Indíanarnir hafa gert hann að höfðingja yflr eyjunni«. Enginn hinna hvítu manna ski'di þessi orð, nema landshöfðinginn, sem var að gefa upp öndina. Hann hafði lengi haft giun um, að Chandelle væri ekki sem tryggastur, og þvi gert alit til þess, að hæna hann að sjer, og hafa hann góðan. Nú sá hann, að sá grunur hafði verið á rökum byggður. Augnaráð hans bar vott um óttalega angist; hann reyndi að tala, en gat það ékki; það drafaði svo í honum tungan, að ómögulegt var að skilja, hvað hann átti við. Svo stundi hann enn þá einu sinni þuDgan, og gaf upp öndina. Bæði Indianarnir og hinir hvítu menn, stóðu nokkra stund mjög alvörugefnir kringum líkið, sem læknirinn var enn þá eitthvað að eiga við. En svo skipaði Chuquisala mönnum sínum, að bera likið eitt- hvað til hliðar, og fara svo að sofa, »því að við mun- um þurfa á öllu okkar þreki að halda á morgun, ef við eigum að komast yfir fjallið«, bætti hann við. (Meira.) Um brennivín og aðra áfenga drykki, [Grein þessi er tekin orðrjett úr hinni ágætu »Heilbrigðis- fræði fyrir heimahús og skóla«, eptir E. Fibiger, sem kirkju- og kennslu-mála ráðaneytið í Kaupmannahöfn, heilbrigðisgæzlufjelagið danska, ásamt mörgum fieirum, hefir mælt svo sterklega með, að kennd yrði og lesin sem allra almennast.j »Margir hinna beztu og gáfuðustu manna hoims- ins, konur og karlar, hafa þessa síðustu áratugi með óm ótstæðilegri orðsnilld, bæði í ræðum og ritum, barizt fyrir varðveizlu mannrjettindanna og siðgæðisins, með því að sýna fram á það, hverjar afleiðingar mannfjelagið á í vændum, ef ekki er komið í veg íyrir hina stöðugu

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.