Haukur - 23.04.1898, Síða 1

Haukur - 23.04.1898, Síða 1
Kemur út 2—3 á mán- uði. — Árg., minnst 30 arkir, kostar 2 kr., er borgist fyrir 1. ap íl. — Auglýsingar 15 a. smá leturslínan, annars l kr. hver þumiungur dálks HAUKUR. Góðar, en stuttar, fræði- og skemmti greinar, áð ur óprentaðar, óskast sendar útgetandanum, sem borgar þær vel. — Útgef. og ábyrgðaður: Stefán Runólfsson. M19.—20. Jafndægrastormur. (Eptir Bertel Elmgaard.) —«o>— (Framh.) Fjöruvörðurinn stóð hreiflngarlaus, og horfði á eptir dóttur sinni, þangað til hún hvarf inn í búsið, og dyrnar luktust aptur eptir henni. Embætt- isþóttasvipurinn hvarf algerlega úr andliti hans, og á limaburði hans var ekki heldur lengur hægt að sjá, að hann var konunglegur embættismaður. Þegar hann hafði staðið þannig litla stund, þá labbaði hann af stað, hristi gráhærða höfuðið sitt, og muðlaði lágt fyrir munni sjer: »Nei, þessu skil jeg ekkert í..... Skyldi nokkur óvild vera kviknuð á milli þeirra ........þeirra? Sje Páll ekki góður drengur, þá veit jeg ekki, hver ætti að vera það...........Hm, nei, það hlýtur að vera eitthvað annað.........eitt- hvað annað..........« 0g gamli maðurinn íhugaði og braut heilann, villtist vegar, varö ringlaður í kollinum, og komst ekki að neinni niðurstöðu. Þegar Katrín litlu siðar hafði lokið við að kveikja upp í ofninum, og var sezt með prjóna sína við vögg- una, sem stóð úti við gluggann í litla og viðkunnan- lega íveruherberginu þeirra hjónanna, þá heyrði hún fótatak úti fyrir, sem hún kannaðist þegar við. Páll kom inn, nam staðar fyrir innað dyrnar, og stóð þann- ig nokkra stund þegjandi. Katrín sat einnig þegj- andi, og það fór hrollur um hana af kuldanum, sem borizt hafði inn með Páli. Páli var hár maður vexti, og þreklegur mjög; hann hafði stórar og sólbrenndar hendur, og það var ekki laust við, að hann væri liálf-klunnalegur í hreif- ingum, eins og flestir þeirra vilja verða, sem hafa það að daglegri iðju, að sitja á bátsþóftu úti á hafi. Hann var inneygður, og grábláu augun hans ljómuðu af æskufjöri. Andlitið var veðurtekið, og fremur mag- urt,; hakan þakin þjettu jörpu skeggi. »Faðir minn var hjer á ferðinni«, mælti Katrín eptir nokkra þögn. »Svo — og hvað var hann að fara?« »Hann sagði, að í nótt ætlaði hann að vaka sjálfur, en að það væri gott, ef þú vildir vaka aðra nótt«. »Nú — ekkert annað............Hefirðu nokkurn miðdegismat? jeg er svangur«. Hún stóð upp, og fór fram í búrið. Hann settist í sæti hennar, en i stað þess að vagga vöggunni, greip hann báðum höndum dauðahaldi í vöggubríkurnar, laut fram yflr vögguna, og starði steinþegjandi á litla, rjóða barnið, sem svaf þar vært og fast. Þannig sat hann hreifingarlaus, þar til Katrín kom aptur inn tii hans. Þá stóð hann allt í einu upp, flutti stólinn yfir að borðinu, og tók að gera sjer gott af matnum. »Hafa engir aðrir verið hjer á ferðinni?« spurði hann að lítilli stundu liðinni. y i. ár. '' Hún kipptist við. »Jú.........það er satt...... hann Kláus fingurlausi kom hjer í dag«. »Nú, og hvers vegna segir þú mjer ekki frá því undir eins? Hvað var hann að erinda?« sagði hann hálf-reiðulega. Hún laut niður að prjónunum sínura, og beit á vör- ina. Og þegar svo svarið kom, þá var eins og hún kreisti það upp úr sjer, meira af vilja en mætti. »Hann var eitthvað að tala um það, hvort þú vildir ekki koma í kvöld þangað, sem þú vissir«. Páll svaraði engu; hann hnyklaði að eins ofuriit ið loðnu augabrýrnar sínar, og tuggði matinn í óða önn. Svo lagði hún frá sjer prjónana sína, lagði hönd- urnar í kjöltu sjer, mændi á hann stóru, bláu og trygglyndislegu augunum sínum, og grátbændi hann: »Páll, vertu heima, vertu nú hjerna heima — farðu ekki til þessara manna — það leiðir eitthvað íllt af því«. Hann sneri sjer að nokkru leyti að henni, og svar- aði með kuldalegum og höstum rómi: »Þú heldur víst, að jeg sje einhver óvita krakki, Katrín, fyrst þú heldur, að jeg þurfi á þínum ráð- leggingum að halda«. «En veiztu þá ekki, Páll, hvers konar menn það eru, sem þú umgengst?« mælti hún, og roðnaði við; »veiztu það þá ekki, hver maður þessi Kláus fingur- lausi er, að hann er bófi, dóni og þorpari, sem eng- inn almennilegur maður vill hafa nein mök við. Fað- ir minn hefir hann sterklega grunaðan um, að bjarga at rekunum, og hann hefir vist líka verið i tukthús- inu áður«. »Og þegar einhver hefir verið þar, þá er hann bófi og þjófur, sem enginn vill hafa nein mök við!» Páll var staðinn upp; hann stóð náfölur og skjálf- andi af geðshræringu, studdi annari höndinni svo fast á borðið, eins og hann ætlaöi að setja far I það, en kreisti með hinni höndinni af öllu afli um gráa flóka- hattinn sinn. Hún leit á hann snöggvast, með feimnislegu og hræðslulegu augnaráði, og svo beygði hún sig allt i einu þegjandi ofan að prjónunum sínum. Svona æfan og uppstökkan hafði hún aldrei sjeð hann áður. »Þú og faðir þinn hafið eptir þessu verið að tala um Kláus og mig?« mælti Páll eptir nokkra þögn. »Ekki um þig«- »Sagðir þú honum ekki frá því, að Kláus ætti að fá part i bátnum mínum í sumar?« »Nei«. Það varð löng, óþolandi þögn; það heyrðist ekk- ert hljóð, nema glamrið í prjónunum hennar. »Þú mátt ekki reiðast mjer, Páll«, mælti hún eptir nókkra stund með biðjandi röddu, en hafði þó ekki enn þá áræði til þess, að líta upp; »en þjer hef- ir til skamms tíma allt af geðjazt svo illa að honum Kláusi,—hvers vegna fórstu þá að taka hanni fjelag með þjer, þar sem bæði Jesper og Sören buðu sig þó?« ISAFJÖRÐUR, 23. APRÍL 1898.

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.