Haukur - 23.04.1898, Qupperneq 7

Haukur - 23.04.1898, Qupperneq 7
I. ig.—20. HAUK UR- 79 Gufuafl það, sem ná er notað í heiminum, er talíð að yera jafnt vinnuafli 1,000 milj. manna, og er því meira en helmingi meira, en vinnuafl allra verkmanna heimsins. * * * Til þess að ferðast kringum jörðina myndi gangandi maður þurfa 428 daga, þótt hann gæti allt af haldið áfram viðstöðulaust og hvíldarlaust; hraölest myndi þurfa til þess 40 daga; hljóðið 82 og hálfa klukkustund; ljósið rúmlega einn tíunda hluta úr sekúndu, og rafmagnsstraumur, sem hefði koparþráð að hlaupa eptir, tæplega einn tíunda hluta úr sekúndu. * * * Svertingjarnir eru ekki svartir, þegar þeir koma í heiminn. Þegar Negrabarn fæðist, er það hvítt; að eins slær á það ofurlitlum gulleitum blæ. Svo dökknar það smám saman dag frá degi, þar til það er orðið 10 daga gamalt; þá er það orðið svo svart, sem það getur orðið. * * * Eptir því, sem Warren professor segir, er meðalaldur mannsins 33 ár. Einn fjórði hluti allra barna, sem fæðast, deyja áður en þau hafa náð 7. aldursári, helming- urimi, áður en þau ná 17. ári, og þeir menn, sem komast yflr þann aldur, geta því talizt beppnir. 4f hverju þúsundi manna, verður að eins einn 100 ára að aldri; af hverju hundraði að eins einn fi5 ára, og að eins einn maður at hverjum 500 verður 80 ára að aldri. Af hin- um 1,500 milj. manna, sem jörðina byggja, deyja á ári hverju 50 miljónir; 137,736 deyja þannig á degi hverjum, 5,595 á hverri klukkustund, eða hjer um bil 90 á hverri minútu, eða 3 á hverjum tveim sekúndum. Ævintýri. (Eptir Önnu Petersen.) Það kom einu sinni lágvaxinn, væskilslegur og grá- hærður krypplingur heim á heimili manns eins, er orðið hatði fyrir ýmsum sorgum og mótlæti. Hann laumaðist inn í húsið, svo að litið bar á, þegar maðurinn var ekki heima, og sat í herberginu hans, þegar hann koro heim. Og maðurinn tók alúðlega og vingjarnlega móti hon- um — það var þó að minnsta kosti betra að hafa hann hjá sjer, en engan, á þessum ömurlegu mótlætisdögum — og krypplingurinn var fús á, að dvelja þar svo lengi, sem hver vildi. Og svo dvaldi hann þarna á heimilinu dag eptir dag, viku eptir viku, og mánuð eptir mánuð; og maðurinn gerði líka allt sitt til þess, að honum skyldi líða svo vel, sem auðið var. — Aður en húsbóndinn vissi af þvi, var þaö vilji krypplingsins, sem rjeð öllu, á beimilinu. Hann sat og flatmagaði í bezta hægindastóln- um; hann rikti og drottnaði eins og konungur, og hagaði öllu eptir sínum eigin geðþótta, og hann haíði haft lag á því, að gera sig svo ómissandi í augum húsbóndans, að nú var ekki tekið tillit til neins annars, en að reyna að gera hann sem allra ánægðastan með lífið. Hann varð þess og fljótt áskynja, hvert vald hann bafði fengið, og beitti því nú eins og hver annar harð- stjóii. Hann ljet það ekki viðgangast, að hann væri lát- inn sitja á hakanum með neitt, og þoldi ekki, að maður- inn leitaði sjer neinnar aíþreyingar, nema í samfjelagi við hann. Hann elti hann á röndum, hvert sem hann fór, bjelt sjer dauðabaldi í handlegg hans, þegar hann íór út, °g settist til borðs með honum, þegar hann ætlaði að borða, svo að hann missti algerlega matarlystina. Já, hann settist jafnvel á rúmstokkinn hjá honum á kvöldin, þegar hann ætlaði að fara að sofa, sat þar aptur á morgnana, þegar hann vaknaði, og svo sagði hann sögur — sagði sögur frá morgni til kvölds — langar, langar sögur um ánægju og hamingju, um sólskinið, vorblíðuna og fegurðina sem lífið átti, — um allt það, er gat fengið bjartað til að bærast, og augað til að brosa af ánægju. En hann sagði allar sögur sínar á svo einkennilega undarlegan hátt, og lauk þeim ævinlega með orðunum: >En þetta er nú allt á enda, og kemur aldrei apturc. Og hann sagði það með svo sannfærandi röddu, að hjaitað í þeim, er á hann hlustaði, engdist sundur og saman af sársauka, og broshýra augnaráðið breyttist i þunglyndis- og rauna-svip. — Þannig fór einnig fyrir manni þessum. Með tímanum hafði hann smátt og smátt alveg gleymt að brosa, og hann gat ekki munað eptir því, að aðrar tilfinningar væru til, en stingandi, nagandi, óþolandi sársauki innst inni í brjóstinu. — En hann haiði einnig með tímanum fengið meiri og meiri mætur á krypplingnum, og elskaði hann nú orðið, eins og hann skyldi vera bróðir hans, eða bezti vinur. Hann gat ekki hugsað sjer, aö auðið væri að lifa þessu lífi án hans.---- Svo einn góðan veðurdag stóð ofurlítill ljóshærður drengur, fjörlegur og rjóður í kinnum, við dyrnar, og togaði í frakkalöfin húsbóndans, þegar hann ætlaði inn. Reyndar var það ekki í fyrsta skipti, sem þeir höfðu sjezt — þegar hann hugsaði sig um, maðurinn, mundi hann það, að þessi iitli drengsnáði hafði hvað eptir annað verið á vegi hans, togað í frakkalöfin hans, og tekið í handlegginn á honum. Og þegar maðurinn hatði gengið fram hjá honum með krypplingnum sinum, þá hafði drengurinn horft á hann stórum og barnslegum vonaraug- um. — En nú hljóp drengurinn í veg iyrir hann, og ætlaði að verja honum inngöngu. En maðurinn þreif harðneskjulega í handlegginn á honum, og sagði: »Farðu frá, drengur! Hver ert þú? Hvaða erindiátt þú hingað?c »Jeg heiti Fögnuðurc, svaraði drengurinn einarðlega, »og jeg vil fara inn með þjer, og leika við þig. Jeg vil elska þig og þú átt að elska mig!c »Jeg hefi engan tíma til slíkra skrípaláta. Jeg hefl alvarlegri efni að hugsa um. Far þú, og leiktu þjer við einhverja aðra; það eru nógir aðrir, sem ekki hugsa um annað, en glens og gaman, þó jeg gangi undanc, svaraði maðurinn hrottalega, stjakaði drengnum til hliðar, fór inn, og skellti hurðinni eptir sjer. Hrengurinn settist á þrepið við dyrnar, og huldi and- litið í höndum sjer. En daginn eptir var hann kominn þangað aptur með bros á vörunum, og augu, sem Ijómuðu af gleði og ánægju. Hvað eptir annað sat bann á þrepinu, þegar hurðinni haf'ði verið skellt i lás, og hvað eptir annað kom hann aptur. Loksins komst maðurinn við af því, hve drengurinn gat verið þoigóður, og leytði honum að koma með sjer inn í stofuna. Og þegar hann loksins var kominn inn, þá var ekki að hugsa, að Iosna við hann aptur. Hann hoppaði upp á hnje húsbóndans, vafði handleggjunum um háls hans, og þrýsti litlu mjúku vörunum sínum á þreyttu augnalokin hans. Hann hló og masaði, og sagði svo margar fallegar sögur um sólskinið úti — um blómin og fuglana — að manninn fór að lokum að langa til þess, að sjá það með eigin augum, hvort allt þetta væri nvr í raun og veru eins yndislegt, eins og drengurinn sagði, og svo fór hann út, ^g leiddi drenginn við blið sjer. Þeir gengu fram og aptur um þessa sömu staði, sem hann hafði áður daglega farið um með krypplinginn við hlið sjer. En lionum fannst þeir líta allt öðru vísi út nú en áður. Hvaðan hötðu öll þessi blóm og allt þetta sólskin komið? Hvers vegna hatði hann ekki um svo langan tíma heyrt fuglana sýng;a? — Honum fannst því likast, sem hanu væri aptur orðin barn. Hann varð svo ljettur á sjer, og fjörugur; hann hljóp og hoppaði um allt, eins og barn, og þegar þeir að lokum hjeldu heim aptur, þá hatði hann fangið íullt at blómum, eyrun full af fugla- söng, og hjartað fullt af sólskini, unaði og gleði. Þetta kvöld sat krypplingurinn ekki á rúmstokknum og sagði sögur, því að maðurinn og drengurinn lögðust

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.