Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 8

Haukur - 23.04.1898, Blaðsíða 8
8o HAUKUR. I. 19.—20. íyrir í faðmlögura, og sofnuðu .þannig værum og heilnæm- um svefni. Nú voru dagarnir fljótir að líða — maðurinn vissi naumast, hvernig þeir liðu. — Drengurinn ljek sjer, og hljóp um allt, rjett eins og hann væri heima í herbergi móður sinnar, og fjekk manninn með ýmsum og margvis- legum uppátækjum til þess, að borða, drekka og sofa eptir þörfum. En hvað varð nú um krypplinginn? — Ja — honum var auðvitað sýnd öll möguleg kurteisi, og ailt mögulegt tillit tekið til hans — en hafður að átrún að argoði, eins og áður hatði verið —nei, það var hann ekki. En sje einhver maður einu sinni orðinn að nokkurs konar átrúnaðargoði, og sje orðinn vanur því, að hann sje tignaður og tilbeðinn, þá gerir hann sig ekki ánægðan með það, að honum sje sýnd öll möguleg kurteisi, og að hæfileg hliðsjón sje tekin til vilja hans. i>að, sem hann iður hefði tekið fyrir kuiteisisatlot, álítur hann nú gert í óvirðingarskyni, vegna þess að honum verður ætíð, að bera saman ástandið íyr og nú, og telur þetta, að honum er ekki lengur sýnd hin sama aðdáun og tilbeiðsla, eins og áður, — persónulega áreitni við sig — jafnvel argasta níðingsskap. Þannig var því einnig varið með krypplinginn. Með hverjum degi, sem leið, án þess að hann væri haíður að sama eptirlætis- og átrúnaðar goðinu, eins og áður haíði verið, varð hann æ skapverri og ónotalegri, og nú braut hann heilann um það nótt og dag, hvernig hann ætti að fara að því, að gera drengnum — leikfjelaga mannsins — sem allra mesta bölvun, svo mikla bölvun, sem frekast væri auðið; hann vildi helzt finna eitthvert ráð til þess, að stytta drengnum aldur, svo að hann gæti aptur komizt i hina fyrrir stöðu sína, sem hið tignaða og tilbeðna á- trúnaðargoð. Eann og drengurinn börðust lengi vel um það, hvor þeirra skyldi eiga sæti við hlið mannsins. Krypplingurinn heimtaði það með sjálískyldu, reifst og nöldraði, og hótaði öllu illu, ef hann fengi það ekki. En drengurinn lagði hendurnar um hálsinn á manninum, kyssti hann og bað, auðmjúklega og innilega. Og enda þótt maðurinn hálf- skammaðist sin fyrir, að láta þennan gamla vin sinn og hjáguð sitja á hakanum, þá átti hann samt sem áður ómögulegt með, að neita hinum ismeygilegu og hjartan- legu bænum litla drengsins. Það er líka töluvert örðugra, að segja nei við barn, sem horfir á oss vonarfullum, ljómandi augum, meðan munnvikin dragast ofurlítið upp á við, vegna þess að það heldur hálft um háift, að sjer kunni að verða neitað, heldur en að neita hálfgömlum og grályndum manni um það, sem hann heimtar með sjálfskyldu, og skákar í því hróksvaldi, að af því hann hafi einu sinni verið hafður i hávegum, þá sje sjer allt leyfilegt., jatnvel þótf hann viti það ofurvei, að hann er ekki lengur neitt á- trúnaðargoð. Þannig atvikaðist það, að krypplingnum var þokað meir og meir til hliðar. Hlátur, söngur og fagnaðaróp drengsins hljómuðu nú um allt húsið, og áður en nokkurn varði, var húsið orðið fullt af öllum hinum mörgu leik- systkinum hans. Það var bæði »Von« og »TJnun«, »Kær- leikur« og »Hamingja«, og hvað þau nú heit öll saman. — En yzt úti í króknum sat krypplingurinn á hleri — bólginn og blár af öfund — nöldraði og reifst í sifellu, og kastaði hnútum, sem þó aldrei hittu. Hann var ekki enn með öllu vonlaus um það, að hann gæti drepið alla þessa »ótætis ærslabelgi«, sezt i hægindastólinn, og látið hafa sig að átrúnaðargoði. Skrítlur. —0:0— Að eins eitt orð. A.: Jeg segi það gullsatt, að þessi kona, sem þarna situr var fyrinennari konu þeirrar, sem jeg nú bý með. ......Hugsið yður bara — að eins eitt smáorð skildi okkur svo að um aldur og ævi. B.: Eitt smáorð? Hvernig getur það átt sjer stað? A.: Þegar jeg spurði hana, hvort hún vildi verða konan mín, þá svaraði hun: »Nei!« * * t * Góð verzlun. A. : Jeg er alveg heylaus orðinn. Hvað á jeg að gera við hestinn minn? B. : Þú verður að selja hann. A. : Ja, mjer hafði einmitt dottið það í hug. Það er bezt, að jeg selji þjer hann. Hvað viltu gefa íyrirhann? B. : Jeg skal láta þig fá nokkra hesta af heyi fyrir hann. A. : Já, en hvað á jeg að gera við hey, þegar jeg er búinn að selja þennan eina hest, sem jeg á? B. : Blessaður vertu ekki að setja það fyrir þig. Jeg skal gjarnan lána þjer hestinn, meðan hann er að jeta heyið. * * * Það eru til menn, sem hafa lag á þvi, að breyta hækjunum sínum í stigstengur. * # , * I BARNASKÓLANUM. Kennarinn (við Jón litla): Geturðu sagt mjer, hvað hinn mikli meistari muni hafa meint með orðunum: »eitt er nauðsynlegt?« J ón (þegir). Kennarinn: En þú, Inga litla, getur þú sagt mjer það? Inga (þegir). Elín iritstjóradóttir, stendur upp): Má jeg svara spurningunni? Kennarinn: Það var rjett, Elín mín, allt af ert þú bezt að þjer af öllum börnunum, þó þú sjert yngst af þeim. Segðu mjer nú, hvað átti bann við, þegar hann talaði um það »eina nauðsynlega?« Elín: Stjórnarskrárrifrildið. * * * A. : Er hún tengdamóðir þín ekki dóttir brennivíns- brennarans, sem hjerna var einu sinni? B. : Jú! Með brennivíninu hefir allt það illa komið í heiminn. * * * — — — — »gleyma þjer«, skrifaði unglingsmaður einn kærustunni sinni, »gleyma þjer ? Nei, ryr skal jörðin gleyma að snúast, fyr skuiu stjörnurnar gleyma að blika, lyr skal regnið gleyma að drjúpa úr loptinu, og fyr skulu blómin gleyma að anga — heldur en að mjer geti orðið það á, að gleyma þjer........« Tveim mánuðum síðar kvongaðist hann gamalli pipar- mey með vörtu á nefinu og 400,000 krónur í bankanum. Auglýsing frá Sparisjóöi á ísafirði. Eptir 21. apríl 1898 fram fer afgreiðsla sjóðsins í hinu nýja húsi hans, í Spítalagötunni, og fýrst um sinn tvisvar i viku, á miðvikudögum frá kl. 12 til 1, og á laugardögum frá kl. 4 til 5. Sparisjóðurinn tekur hjer eptir að sjer, að geyma verðbrjef og aðra fjemæta muni, sem lítið fer fyrir, fyrir litia þóknun. Stjórn sjóðsins. Þakkarorð. Þar að heiðursmaðurinn herra Jón Jónsson, snikk- ari á ísafirði, hefir alveg ótilkvaddur gefið okkur undirrituðum 20 krónur, vottum við honum hjer með okkar innilegt þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Hóll, 4. apríl 1898 Stefán Stefánsson, Kristín Árnadóttir. Prentsmiðja Stefáns Runólfssonar.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.