Haukur - 11.11.1898, Qupperneq 1

Haukur - 11.11.1898, Qupperneq 1
Kemur út 1—2 í mánuði, að minnsta kosti 8 blað- síðurí hyert skitti. Árg. minnsi 80 arkir, kostar 2 kr. (erlendis kr. 2,50), er borgist fyrir 1. apríl. HAUKUR Uppsögn skrifleg, ógitd nema komin sje til út gefanda fyrir 1. júní, og uppsegjandi sje skuld- laus fyrir Hauk. Utgef- andi: StefánB.unólfsson. ■•#^8® ALÞÝÐLEGT SKEMMTI- OG FRÆÐI-RIT M 3.-4. Á fimm mfnútum. (Þýsk glæpamálssaga.) (Framh.) Það var hvítur kvenn-vasaklutur, úr mjög smágerðu silki. Fallegi, ókunni kvennmaður- inn hlaut að hafa týnt honum þarna, og með því að hann, vegna hinnar fyrirhuguðu brottferðar sinnar úr bænum, hafði ekki tíma til, að bíða hennar þarna við dyrnar, en þótti hinsvegar ókurteisi, að fara að ónáða hana með slíku lítilræði, meðan hún að öllum líkind- um sat á mikils varðandi samtali við prúðbúna, svart- skeggjaða manninn, þá braut Nordeck vasaklútinn vandlega saman, og lagði hann í veskið sitt. Þegar hann kom heim, varð hann að íiýta sjer, sem mest hann mátti, að safna saman dóti því, er hann þurfti að hafa með sjer á ferðalaginu, og koma því fyrir í ferðaskrínu sinni. Það var nokkuð lang- ur vegur á járnbrautarstöðina, og hafði hann því fengið vinnukonu húsmóðurinnar til þess, að útvega sjer vagn og ökumann. Þegar hann svo hafði komið dóti sínu fyrir, var vagninn ókominn og meðan hann beið þannig, datt honum í hug, að taka upp veski sitt, og skoða betur vasaklút þann, sem hann hafði fundið. í einu horninu á klútnum varkóróna, snilld- arlega saumuð, og fyrir neðan hana fangamarkið G. v. B., sömuleiðis einstaklega vel saumað. Nú var það auðsjeð, að ágizkun hans um, að kvennmaður inn væri »ein af heldra taginu«, var alveg rjett. En hver hún var, um það vissi hann jafn lítið, og áður. Og þegar hann lagði af stað, fannst honum, sem hann hefði gert sjálfan sig hálf hlægilegan, er hann varð þess áskynja, að hann hafði eytt íullum 15 mínútum í það, að reyna að íá öll möguleg og ómöguleg nöfn út úr þessum þrem stöfum. Þegar hann kom á járnbrautarstöðina, vantaði klukkuna fimm mínútur í átta, og lestin var altilbú- in, og átti að leggja af stað klukkan átta. Það var svo að sjá, sem fáir ætluðu að ferðast með lestinni, og Nordeck gat þvi valið sjer eitthvert bezta horn- sætið í klefa einum, og leit út fyrir, að enginn annar setlaði að verða i klefanum. Það var búið að gefa annað burtfararmerkið, og Nordeck var innilega glað- úr yfir því, að enginn kom til þess að ónáða hann. Hann hafði aí'tur sökkt sjer niður í það, að hugsa úm fallegu, ókunnu stúlkuna, en svo var klefahurðinni allt í einu hrundið upp, og maður kom inn, rjett i söniu svifum, sem iestin var að leggja af stað. »Gott kvöld, Nordeck! Það var ágætt, að þjer akylduð vera hjerna. Það er ekkert til, sem mjer þykir eins leiðinlegt, eins og að vera einn á ferð, og geta ekki kjaftað nokkurt orð við nokkurn mann. Hað var svei mjer gott, að við gátum báðir komizt hjá slíkum vandræða-leiðindum*. Nordeck var á allt annari skoðun í þessu efni, þeldur en förunautur hans, en hann vildi auðvitað II. ÁR. ekki vera svo ókurteis, að láta á því bera. Hann þekkti mjög lítið þennan unga og ljóshærða mann, með grábláu augun og upp3núna yfirskeggið, en vissi þó, að hann var sonur auðugs kaupmanns þar í bæn- um, og viðurkenndur að vera forkólfur hins »fína æskuiýðs® bæjarins. Nordeck hafði þegar heyrt alls konar sögur af gjálífi hans og ljettúð, en hafði af á- settu ráði varast öll mök eða náinn kunningsskap við hann, með því að hann hafði ætið hafc hálfgerða ó- beit á þessari ungu landeyðu. En Leó Helbig talaði samt þegar við hann eins og gamlan og góðan vin. Það leit svo út, sem hann heföi orðið að flýta sjer mjög, til þess að ná i lestina, þvi að hann var rjóður út undir eyru og sprengmóður. »Bölvaður ekillinn! Að eins til þess að hafa á- stæðu til að setja upp hærri aksturslaun, fór þessi ó- lukkans þrjótur með mig langan krók, sem tafði okk- ur um einar fimm minútur. Það mátti svei mjer ekki miklu muna — lestin var nærri því þotin af stað, rjett við nefið á mjer. En jeg kæri hann nátt- úrlega, hrappinn þann arna. Meðbræður manns eiga heimtingu á, að slíkum körlum sje ekki látin haldast önnur eins ósvífni uppi. Er það ekki satt, sem jeg segi? Þjer eruð lögfræðingur, og getið dæmt um það«. Nordeck svaraði að eins eins atkvæðisorði, og ljet sem hann væri þreyttur og syfjaður. En hinn ljet samt sem áður dæluna ganga um hríð, og hló oft sjálfur dátt að fyndni sinni og gamanyrðum, rjett eins og hann vildi fyrir hvern mun sýma Nordeck það, í hve einstaklega góðu skapi hann væri. En með því að Nordeck ijet ekki á sjer sjá, að hann hefði neina löngun ti), að taka þátt í þessari kæti, þá þagnaði Leó Helbig að lokum, lagði fæturnar upp á bekkinn, og hallaði höfðinu á svæfiiinn. Áður en þeir voru komnir á næstu viðkomustöð. var hann þegar tekinn að hrjóta, en Hans Nordeck dreymdi með opin aug- un um æfintýri sitt, og þegar honum að lokum auðn- aðist að sofna, þá dreymdi hann um þessa þrjá dul- arfullu stafi: G. v. B., er tóku 1 draumnum ásigalls konar lögun og liti, hvern öðrum fegri. II. Þótt Hans Nordeck hefði ekki beinlínis »timbur- menn«, þegar hann að morgni hins þriðja dags mætti aftur á ráðhúsinu, þá var hann samt sem áður mjög dapur í bragði, og það var öðru nær, en að honum batnaði í skapi, þegar hann heyrði, hvern starfa hinn elskulegi húsbóndi hans ætlaði honum einmitt í dag. Þegar er Nordeck kom inn, komu boð frá Berg- mann jústizráði, að hann vildi tala við Nordeck. Jústizráðið hafði um mörg undanfarin ár gegnt. rann- sóknardómarastörfum í öllum stærri glæpamálum, sem komu fyrir þar í bænum. Hann skýrði nú Nordeck frá því, að hann hefði fengið leyfi húsbónda ÍSAFJÖRÐUR, n. NOVEMBER 1898.

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.