Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 4

Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 4
HAÚKÍJfL II. 3.-4. 11 heim undir húsið. Og svo heyrði jeg angistaróp syst- ur yðar. Það, sem svo gerðist vitið þjer eins vel og jeg«. »Þjer komuð einmitt á rjettum tíma. Hefðuð þjer ekki komið, þá hefði »guii Jack« óefað náð tilgangi sínum. »Hann verðskuldar þunga hegningu«, mælti Indí- aninn, um leið og hann sneri sjer við, og ætlaði af stað. »Verið þjer sælir. Jeg vona, að við hittumst oftar«. Þeir tóku vingjarnlega höndum saman, og svo hjelt Indíaninn af stað. Randólfur hjelt áleiðis heim að húsinu. Þegar hann hugsaði um mannvonzku Múlattans, rjeð hann sjer varla fyrir reiði. Hann óskaði þess að eins, að sökudólgurinn fengi sína hegningu, og það þegar. Svipan hafði reynst gagnslaus, til þess að temja hann. Ef til vill gat hann haít gott af því, að dæmast til þrælkunar í járnum — en það, sem mest reið á, var, að reka hann þegar á brott af heimilinu, og sjá svo um, að hann ætti þangað aldrei framar afturkvæmt. Þegar Randólfur var kominn nokkur skref þaðan, er iiann hafði skilið við Indíanann, heyrði hann eitt- hvert skrjáf inni í runnanum við hliðina á sjer. Það var þvi líkast, sem einhver væri að læðast þar milli trjánna. Hann kallaði, en með að enginn svaraði honum, hjelt hann áfram, án þess að gefa því frek- ari gaum. Hann hitti föður sinn úti fyrir húsdyrunum, og var hann þar á tali við þrælastjórann og Hickmann gamla. Auk þeirra vor þar og aðrir tveir eða þrír hvítir menn. Randólfur skýrði nú frá athæfi Múlatt- ans, samkvæmt því, er hann haíði sjálíur sjeð. Á- heyrendurnir urðu aliir sem steini lostnir. Hickmann gamli ljet þá skoðun sína í ljósi, að annað eins og þetta, að láta krókódílinn elta hundinn, gæti vel átt sjer stað, og kvaðst hann byggja þá skoðun sína á eigin reynslu. Það gátu að eins verið skiftar skoð- anir um það, hver tiJgangur Múlattans hefði verið. Yar það mögulegt, að tilgangur hans gæti verið sá, að láta krókódíiinn verða Virginíu að bana? En nú kom »svarti Jack« að, og hann dió allan efa úr hugum manna með frásögn sinni. Fyrir hjer um bil hálfri klukkustundu hafði hann sjeð »gula Jack« klifra upp í trje eitt, sem hægt var að hafa útsýni úr yfir tjörnina. Það var einmitt um sama leyti, sem Virginía var vön að lauga sig. Múl- attinn hlaut að hafa sjeð hana. Þegar Svertinginn spurði hann, hvað hann ætlaði að fara að gera uppi í trjenu, hafði »guli Jack« svarað, að hann ætlaði að fara að tína hnetur. En það hafði ekki verið annað en fyrirsláttur, því að þegar liann kom aftur ofan úr trjenu, þá hafði Negrinn ekki sjeð hann haía neinar hnetur meðíerðis. Hann haföi auðsæilega farið upp í trjeð í þeim tiJgangi einum, að horfa þaðan á af- leiðingarnar af hinu íúlmannlega athæfi sínu. Nú var farið að kalla og leita um ailt að »gula Jack«. Svertingjar og hvítir menn voru jafn ákafir, því að allir óskuðu þess af heilum huga, að mannhrak þetta fengi sem fyrst sína verðskuiduðu hegningu. En hversu hátt sem kallað var, þá gengdi »guli Jack« hvergi. Randólfur mundi nú eftir þruskinu inni milli trjánna í garöinum. Ef til vill liafði það veriö »guli Jack«, staðið þar á hleri, heyrt samtalið, og lagt síð- an á llótta. Randólfur fór nú yfir á klett þann, er áður er nefndur, og lifaðist um þaðan. Hann kom þegar auga á ílóttamanninn, sem skreið á fjórumfót- um eftir indigóakrinum. Hann var ekki lengi að hugsa sig um, en hljóp þegar ofan af klettinum, og veitti sökudólginum eftirför. Faðir Randólfs, fíick- mann og aðrir heimilismenn, komu nú einnig hlaup- andi. Múlattinn varð þess skjótt vísari, að það var hann, sem allir eltu. Hann stóð því upp, og hljóp sem fætur toguðu áleiðis til grátviðaiflóans, til þess að reyna, að komast í hvarf inni á milli trjánna. Randólfur náði honum í skógarjaðrinum, en »guli Jack« var fastráðinn í því, að láta ekki taka sig fyr- irhafnarlaust. Hann sleit sig þegar af Randólfi, og snerist gegn honum, tók upp hníf sinn, og ætlaði að reka Randólf í gegn. En áður en hann gæti komið því við, að leggja hann í gegn, fann þrælmennið, að tekið var hraustlega í herðar honum. »Svarti Jack« var þá kominn þar að, og hjelt hann glæpamanninum dauðahaldi, þar til fleiri komu, og lögðu böcd á hann. II. Fregnin um þennan framanritaða atburð var fijót að berast út um nágrennið, og áður en full klukku- stund var iiðin, höfðu rúmlega 50 manns safnazt sam- an á heimili Ringwoods. Þeir skipuðu sjer í dóm- nefnd, til þess að dæma þrælinn. Ringwood gamli vildi ekki vera sjalfur í dómnefndinni, og var því Klinton plantekrueigandi kosinn í hans stað. Þræll- inn hafði leitazt við, að verða hvítum manni að bana, og voru því allir samdóma um, að ekki gæti verið um annan dóm að tala, en dauðadóm. Einn geröi það að tillögu sinni, að þrællinn yrði hengdur, en þeirri tillögu voru flestir mótfallnir; þeim þótti það allt of vægur dauðdagi íyrir slíkan glæpamann. Svo lagði annar það til, að þrællinn yrði brenndur á báli, og var það samþykkt með meiri hluta atkvæða. Af- takan átti að fara fram á íljótsbakkanum, og var sökudólgurinn því íiuttur þangað. Skammt frá af- tökustaðnum var trje eitt, og við það var fanginn bundinn til bráðbyrgða, meðan verið var að safna saman við og öðru eldsneyti. Klinton gekk mjög rösklega fram í því, að saf'na eldsneytinu. Honum hafði lengi litist vel á Virginíu, og leikið hugur á að fá hana fyrir konu. 0g nú hjelt hann, að henni myndi geðjast sjerstaklega vel að því, ef hann hjálp- aði til að framkvæma dauðadóm manns þess, er hafði hatað hana og sýnt henni banatilræði. Meðal áhorfenda þeirra, sem ekki tóku neinn þátt í, að undiibúa aftökuna, var Powell. Klinton var að sönnu kunnugt um öll atriði þessa máls, en liann bar samt stm áður ekki neinn þakklætishug til lífgjafa Virginíu. Önnur tilfinning, sem ekkert átti skiJt við þakklátssemi, hafði hreift sjer í brjósti hans, og rcálti Ijóslega sjá þess merki áhinu háðslega brosi, er ljek um varir hans. »Hæ, þú þarna, rauðskinni!« kallaðihanntilIndí- anans, »hefir þú einnig átt þátt í þessum viðburði?« »Rauðskinni?« endurtók kynblenclingurinn, og virti Klinton fyrir sjer með þóttafullu augnaráði. »Þú kallar mig rauðskinna? Hörund mitt er miklu litf'egurra, heldur en þitt, bleiki dóninn þinn!« Klinton varð svo æstur og reiður, að hann þreif þegar byssuna af herðum sjer, og hleypti úr henni skotinu. Kúlan hitti þó ekki, og í sama vetfangi rjeðust þeir hvor á annan, eins og grimmir hundar. Indíaniun var miklu fimari, heldur en Klinton, og hafði því brátt yfirhöndina, og allt í einu sást hnífur- inn leiftra í hendi hans. En þeir, sem hjá stóðu, rjeð-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.