Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 8

Haukur - 11.11.1898, Blaðsíða 8
i6 HAUKUR. n. 3.-4. Það var vinnukonan hjá foreldrum Villa, sem komin var. Hún kom inn. «Mikið lifandi ósköp urðum við hrædd um strákinn«, sagði hún við Margrjetu. »Hann hefir aldrei nokkurn tíma stolizt að heiman fyrri, — og svo að ttka upp á því i þessu líka þokkalega veðri. Komdu nú ViJli, nú verðum við strax að fara heim«. »Nei, jeg ekki — jeg ekki fara heim«, svaraði Villi litli. »Jeg er svo hræddur við hann pabba«. Salla reyndi með ýmsu móti, að íá hann til að koma með sjer, en allar tilraunir hennar reyndust árang- urslausar. Villi litli sat fastur við sinn keip. Þegar staðið var upp f'rá borðum, fóru þeir Helgi og Villi að leika sjer inni í daglegu stofunni, en Margrjet tók samt eftir því, að Villi andvarpaði þungt öðru hvoru, og leit óttaslegnum augum í kringum sig. Þegar klukkan var hálfátta um kvöldið, kom Þuríð- nr, móðir Villa. »Komdu nú heim, elskan min«, mælti hún með inni- legri röddu. Hann vafði sig að brjósti hennar, kyssti hana hvern kossinn á fætur öðrum, en hann stóð á því fastara en fótunum, að heim gæti hann ekki farið. »Jeg er svo hræddur við hann pabba«, sagði hann. .Þurlður roðnaði út undir eyru. En Margrjet mælti með vingjarnlegri röddu: »Lofið þjer nú drengnum að vera hjerna í nótt. Hann Helgi okkar litli verður svo innilega glaður yfir því, að nsega hafa hann sem rekkjunaut«. * * * Klukkan var rúmlega tiu, þegar Guðmundur vaknaði morguninn eftir. Hann var svo máttlaus og lerkaður í öllum skrokknum, og honum var lotíllt í hölðinu. Fyrst í stað átti hann mjög íJlt með að átta sig á því, hvað við heíði borið. Honum íannst hann ómögulega geta trúað því, að hann hefði verið fullur. Hann skammaðist sín svo f'yrir það, að hann stokkroðnaði í framan, þegar konan hans kom inn. En hún bauð honum góðan daginn með Binni venjulegu bliðu, og kyssti hann innilega. Hann tók eftir því, að hún var venju f'remur föl í andliti. Hann leit i kringum sig, eins og hann saknaði einhvers. Svo spurði hann. •Hvar er hann Villi litli?« >Hann er yfir í húsinu hjá honum Jóhannni og henni Margrjetu«, svaraði Þuríður. Hann hefir verið þar í alla nótt«. »í alla nótt?« enduitók Guðmundur forviða. »Hvers vegna? Hvers vegna ljeztu hann fara þangað?< Hún horíði beint i augun a honum. »Jeg ljet hann ekki fara þangað. Hann fór þangað sjálíur. Hann stalst í burtu. Jeg sendi hana Söllu þangað á eftir honum, en hann var ófáanlegur til þess, að koma heim með henni. Svo fór jeg þangað sjálf', en það fór á sömu leið«. »Hvers vegna tókstu ekki drenginn, og komst með hann heim, hvað sem hann sagði?« spurði Guðmundur. »Jeg baf'ði ekki brjóst í mjer til þess að taka hann nauðugan, þegar jeg varð þess áskynja, hvers vegna hann hafði stolizt að heiman«. •Hvers vegna hafði hann gert það?« »Hann var svo hræddur við hann pabba sinn«, svar- aði hún. Guðmundi fannst sem hann væri stunginn í hjartað. Litli drengurinn hans, einkabarnið hans, hræddur við hann pabba sinn! Hann þoldi ekki að hugsa til þess. »Hvað gerði jeg?« spurði hann svo með grathljóðið í kverkunum. »Hvað sagði jeg, þegar — jeg — kom — heim — drukkinn?« »Þú gerðir það sama, sem allir drukknir menn gera, þú reikaðir. f>ú sagðir það sama, sem aðrir drukknir menn segja — þvætting og alls konar illyrði. Þú kallaðir Villa »svin« og ýmislegt enn þá verra, sem ekki er haf- andi eftir, og þegar hann hljóp til þín með útbreiddan faðminn, og ætlaði að kyssa þig, þá barðir þú hann. Og ef jeg hefði ekki hlaupið til, og tekið hann af þjer, þá væri hann nú — — —« »Var jog slíkt bölvað illdýri?« mælti hann, og hneig niður á stól. Hann studdi olnbogunum á borðið, byrgði andlitið í höndum sjer og — grjet. Að lítilli stundulið- inni stóð hann upp, tók hatt sinn og yfirhöfn, og lagði af stað yfir að Jóhannshúsi. »Jeg vildi gjarnan fá drenginn minn aftur«, mælti hann með grátinn i hálsinum. »Jeg skal aldrei framar gera hann hræddan við mig, svo sannarlega sem guð er yíir mjer«. Og það heitorð hefir hann haldið. Skrítlur. —0:0— Sennilegt. Dómarinn (strangur): Svo vil jeg spyrja vitnið, hvort ákærði er vanur að gera mikið að því, að blístra, þegar hann er einsamall. Vitnið: Það veit jeg svei mjer ekki, herra dómari. Jeg hefi sem sje aldrei verið með honum, þegar hann hefir verið einsamall. * * * Móðirin: Hvar hefir þúverið í allan dag, sonur srell? Sonurinn: Jeg hefi verið á silungsveiðum úti á vatni. Móðirin: Einsamall? Sonurinn: Nei, hún María var með mjer. Móðirin: Og fenguð þið nokkuð? Sonurinn: Já — við fengum hvort annað — en hvoit það var jeg, sem veiddi Maríu, eða það var María, vem veiddi mig, í því er jeg enn alls ekki á þvf hreina. * * Hann vantaði æfingu. »Þu ert sú fyrsta, og sú eina stúlka, sem jeg hefi nokkurn tima elskað«, sagði hann. »Það er auðfundið«, svaraði hún, og það í'ór hrollur um hana; þau sátu næstum því hálfa alin hvort frá öðru. * • Páfagaukurinn minn er merkilegur fugl«, mælti ráðsmaðurinn; »hann segir svo nátúrlega: »Stattu kyr, þjófur!« að mjer verður ætíð á, að standa við, þegar jeg heyri hann segja það —-------En að hverju ertu annars an hlæja?« * * * Hann greip um hennar smáu, hvitu hönd; hann lofaði, að vernda hana fyrir bruna sólarinnar, og hinum trylldu stormum heimsins. — Hún leit á hann, opnaði sinar íögru, rósrauðu varir, og mælti: »Veðurhlif kem- ur að sömu notum«. * * * Skrafi'innur einn vildi læra malsnilld af spekingnum Sókrates. Spekingurinn krafðist tvöfalds gjalds fyrir kennsluna. En er málskrjóðurinn vildi vita ástæðuna fyrir því, svarað Sókrates: »J<?g þari bæði að kenna þjer að tala og þegja«. * * * »Þjer sjáið það sjálfur, ungi maður«, mælti dómarinn i ströngum tón, »að þjer eruð nú orðinn sannur að sök. Þjer hafið reynt, að kyssa þessa ungu stúlku, þvert á móti vilja bennar. Haíið þjer nokkuð, sem þjer getið færtyðurtil afsökunar, áður en dómuriun verður f'elldur?« »Ekkert annað en það, herra dómari«, svaraði hinn ákærði, sem var ungur og einstaklega laglegur maður, »ekkert annað en það, að jeg er mjög hryggur yfir því, að mjer skyldi ekki lánazt að kyssa hana. Þegar mjer verður litið a þessar inndælu, Ijómandi fallegu varir, þá vildi jeg gjarnan borga hversu háa sekt sem væri, til þess að mega kyssa hana«. »Fyrirgefið, herra dómari«, sagði stúlkan með biðjandi röddu, »en ef þjer hafið ekkert á móti þvi, þá vildi jeg helzt taka kæruna aftur, og láta málið falla niður«. Prentsmiðja Stefáns tíunólfespnar.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.