Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 1

Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 1
Kemur íit 1—2 í mánuði, að minnsta kosti 8 blað- síðurí hvert skitti. Árg. minnst 30 arkir, kostar 2 kr. (erlendis kr. 2,50), er borgist fyrlr 1. april. HAUKUR Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sje til út gefanda fyrir 1. júní, og uppsegjandi sje skuld- laus fyrir Hauk. Útgef- andi: StefánRunólfsson. ^€#(§> ALÞYÐLEGT SKEMMTI- OG FRÆÐI-RIT ®B^» M 7.-8. ÍSAFJÖRÐUR, o7fEBRÚAR 1899. II. AR. Á fimm mínútum. (Þýsk glæpamálssaga.) —:o:— in. (Pramh.) Þegar sama kvöldið, er Nerdeek kom til Hallstadt, fjekk hann allar hinar nauðsynlegustu upplýsingar hjá gestgjafanum þar. í þorpinu var að eins ein manneskja, sem átti fangamarkið G. v. B., og það var ungfru Geirþrúður v. Berka, dóttir hershöfð- ingja v. Berka, sem var dáinn fyrir mörgum árum. »Ungfrú Geirþrúður er hjá móður sinni, hershöfð- ingjaekkjunni, og hafa þær leigt sjer herbergi á öðru lofti í húsinu, sem stendur í skemmtigarðinum hjá vindmylnuhæðinni«, sagði hinn skrafhreifni gestgjafi. »Þær láta ósköp lítið á s.jer bera. Móðirin er hálf heilsulitil. Hún á aðra dóttur til, sem er yngri en Geirþrúður. Hún er á matreiðsluskóla í Sviss, en var hjer nokkrar vikur í sumar í kynnisför*. Nordeck lagði ekki fleiri spurningar fyrir gest- gjafann, þvl að hann vildi helzt fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi. Hann fór snemma á fætur morgun- inn eftir, og lagði þegar af stað, jafnvel þótt hann vissi, að ekkert vit var í að ætla sjer, að heimsækja stúlkuna svo árla morguns. Hann kom innan skamms að skemmtigarðinum hjá vindmylnuhæðinni, og er vel lík- legt, að garður sá sje skemmtilegur á sumrum, en nú var hann bezt fallinn til þess, aðgera menn dapra og þunglynda. Inni í garðinum var lítið og snoturt hús. Það var svo að sjá, sem íbúar þess væru enn þá sof- andi, því að það var breitt fyrir næstum því alla- glugga. Nordeck hjelt því áfram göngusinni. Hann gekk Jangt út ur bænum, og reyndi að eyðatímanum með þvi, að virða landslagið fyrir sjer. Tveim klukku stundum síðar var hann aftur kominn heim undir bú stað hershöfðingjaekkjunnar, og nú herti hann loks Upp hugann, fór inn í garðinn, og hringdi að dyrum. Öldruð kona, er leit út sem matselja, kom til dyra, og spurði hann um erindi. Hann fjekk henni nafnseðil sinn, og bað hana, að segja ungfrú. v. Berka frá komu sinni. Gamla konan leit á hann forviða og hálf-tortryggnislega, en skoraðist þó ekki undan, að verða við ósk hans; hún bað hann að koma inn á meðan. Hann íylgdi henni upp stiga með ábreiðu á, og inn í herbergi eitt með laglegum en látlausum húsbúnaði. Þar beið hann svo eftir svari ungfrúar- innar. Þótt undarlegt megi virðast, kom honuni aldr- ei til hugar að óttast það, að þessi Geirþrúður v. Berka kynni að vera allt önnur stúlka, en sú, er hann leitaði að. Hið eina, sem hann bar kvíðboga í'yrir, var það, að hún kynni máske að synja honum viðtals. Nú heyrði hann allt 1 einu ljett fótatak í næsta herbergi. Dyrunum var lokið upp, og hin ókunna stulka kom inn. Honum virtist hun í þetta skifti vera enn þá fallegri, heldur en honum hafði sýnzt hún um kvöldið í regninu og storminum. Hún varídökkbíá- um morgunkjól með litlum slóða, Um hálsmálið voru margfaldar hvítar kniplaleggingar, og gægðist mjall- hvíti hálsinn með yndislega höfðinu upp úr þeim, eins og upp úr snjóhvítu skýi. Nú sá Nordeck það, sem hann hafði ekki sjeð um kvöldið, að hún hafði ákaf- lega mikið glóbjart hár, er var bundið upp i hnút aftan á hnakkanum. Og nú flaug honum i hug lýs- ing sú, sem þjónn barónsins sáluga hafði gefið & myndinni horfnu. Jafnvel þótt þessi óvænta heimsókn hans kæmi nokkuð flatt upp á hina ókunnu stúlku, þá var hún samt svo elskuleg, að láta ekkert á því bera. Hún tók kveðju hans með vingjarnlegu brosi og aðölluó- feimin. Hefði hann ekki þegar verið sannfærður um það af brjefi hennar, hversu einfeldnislegur grunur hans hafði verið, þá hlaut hann nú, er hann sá hana sjálfa, að sannfærast um það. »Þjer eruð víst hissa á djarfræði mínu — eða er ekki svo?« spurði hann, og reyudi að sýnast glaðleg- ur og áhyggjulaus á svipinn. »En til allrar hamingju get jeg rjettlætt þessa dirfsku mína, þvi að jeg hefl að eins tekið mjer leyfi til að heimsækja yður sem skilvís og ráðvandur finnandi*. Hann tók vasaklútinn úr veski sínu, fjekk henni hann og hneigði sig lítið eitt um leið. Hún varð auðsæilega mjög forviða, tók við klútnum, og skoð- aði hann vandlega. 8vo þakkaði hún Nordeck ein- staklega kurteislega fyrir skilsemina, og mælti: »Þjer bætið mjer þarna skaða, herra minn, sem jeg hafði alls enga hugmynd um, að jeg hefði orðið fyrir. En með leyfi að spyrja, hvar hafið þjer fundið þennan klút?«. »Þar sem jeg skildi við yðnr síðast. Nokkrum mínútum eftir að jeg skiidi við yður, átti jeg aftur leið fram hjá því sama húsi, og þá sá jeg hann liggja þar í portinu*. »Og hvernig fóruð þjer að vita, aö hann var mín eign? Jeg meina, hvernig fenguð þjer vitneskju um nafn mitt og heimili?* Nordeck skýrði henni nú frá því, hvernig hann hefði komizt að rjettri niðurstöðu í því efni. »Og þjer hafið tekizt þessa ferð á hendur, að eins til þess að skila mjer þessum vasaklút?« spurði hún, og var á báðum áttum um það, hverju hún ætti að trúa. »Nei, ungfrú v. Berka«, svaraði hann, og þvertá móti vilja hans varð röddin alvarlegri enáður. »Jeg átti einnig annað erindi. Þjer hafið víst þegar heyrt hin raunalegu afdrif v. Valdhausens baróns«. Broshýri svipurinn á andliti hennar hvarf allt í ainu, og var auðsjeð, að henni varð mjög hverft við þessi orð. »Jeg hefi ekki heyrt neitt«, svaraði hún. »Og jeg veit ekki, hvernig jeg á að taka orðyðar. Vald- hausen er þó víst ekki dáinn?«

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.