Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 2

Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 2
26 HAUKUR. II. 7.-8. »Jú, hann er dáinn! Sama kvöldið, sem jeg var svo lánsamar, að geta gert yður ofurlítinn greiða, heíir einhver launmorðingi skotið hann á heimili sínu«. »Skelfing er að heyra þetta!« sagði hún lágt, og það var auðvelt að sjá, að fregnin fjekk mjög á hana. »Svo hann hefir blátt áfram verið myrtur?« »Mjer kom ekki til hugar, að yður væri ókunn- ugt um þetta«, mælti Nordeck enn fremur, »því að öll blöðin hafa þessa síðustu daga verið full af skýrsl- um um þennan dularfulla atburð«. »Hún móðir min hefir verið svo veik þessa dag- ana, að jeg hefi ekki getað gefið mjer neinn tíma til að lesa blöðin. Og þjer segið, að þetta hafi átt sjer stað sama kvöldið, sem við hittumst?« »Já, og meira að segja á sömu klukkustundinni, ungfrú v. Berka. Klukkan átta um kvöldið kom þjónn barónsins að honum örendum á gólfinu fyrir framan skritborðið«. »Klukkan átta? Það er þó næstum því ómögu- legt, því að þegar jeg fór þaðan út, þá vantaði klukk- una á kamínunni að eins sextán mínútur í átta«. »Þá hlýtur glæpurinn að hafa verið framinn á þeim fjórðungi stundar, því að það er enginn efi á því, að framburður þjónsins sje rjettur«. »Og menn hafa enga hugmynd um, hver þetta hefir gert?«. »Nei. Enginn hefir sjeð morðingjann fara inn i húsið eða út úr því. Að svo miklu leyti sem hjer getur, yfir höfuð að tala, verið að ræða um nokkra grunsemd í vissa átt, þá er henni að eins og eingöngu beint að einhverri óþekktri persónu, sem á að hafa tekið kvennmannsmynd af skrifborði barónsins«. Geirþrúður v. Berka lagði við eyrun. »Kveun- mannsmynd? Það er þó víst ekki átt við ijósmynd af ungri stúlku, sem var í brons-umgerð, og stóð hjá hinum myndunum? »Jú, það stendur heima. Eftir sögusögn þjónsins var það brjóstmynd af hjer um bil átján ára gamalli stúlku, með mikið, ljóst hár«. »Nú, þá get jeg sagt yður það, að mönnum skjátl- ast mjög, ef þeir setja hvarf myndarinnar í nokkurt samband við morðið«, mælti hún fjörlega. »Ljósmynd þessi var ekki tekin af neinum í heimildarleysi, því að hr. v. Waldhausen tók hana sjálfur úr umgerðinni, og afhenti mjer hana«. Nordeck fannst sem hann væri stunginn í hjart- að. »Fyrirgefið, ungfrú, að jeg legg fyrir yður eina spurningu, sem yður þykir ef til vill nokkuð kynleg. En jeg legg þar við drengskap minn, að það er ekki í neinum illum tilgangi, að jeg kem með þessa spurn- ingu. Mynd sú, sem hjer er um að ræða, er af yður sjálfri — eða er ekki svo?« Það leyndi sjer ekki, að spurning þessi snerti hana eitthvað óþægilega. Hún hnyklaði brúnirnar, og augnaráð hennar varð allt í einu kaldara og harð- ara en áður. »Nei«, svaraði hún, »það var ekki mynd af mjer. Jeg heimsótti baróninn í nafni og umboði annarar stúlku, tii þess að heimta af honum þessa mynd og nokkur sendibrjef. Fyrst ætlaði hann að þrjózkast við það, en svo áttaði hann sig, og afhenti mjer hvort* tveggja, og með því að erindi minu var þá lokið, skildi jeg við hann og hjelt af stað. Alítið þjer þess- ar upplýsingar nægilegar?« »Það er ekki jeg, sem óska neinra upplýsinga. Þjer megið trúa því, ungfrú v. Berka, að hjer er um allt annað að ræða, en það, að svala forvitni minni«. »En, hamingjan hjálpi mjer, það liggur við, að þjer gerið mig hrædda. Hvað í dauðanum getur það þá verið, sem hjer er um að ræða?« »Leyfið mjer að geyma það litla stund enn þá, að svara þessari spurningu yðar, og reynið að gleyma því, þótt ekki sje nema ofurlitla stund, að jeg er yð- ur enn þá hjer um bil alveg ókunnugur. Jeg veit það mikið vel, að jeg á ekkert tiikall til þess, að þjer sýnið mjer traust eða vingjarnleik, en atvikin neyða mig samt sem áður til þess, að tala við yður eins og gamlan og einlægan vin. Þjer megið ekki reiðast mjer fyrir það, og verðið að leyfa mjer, að leggja fyrir yður eina spurningu enn þá«. »Spyrjið þjer bara! Ef jeg á mögulegt með að svara, þá skal jeg ekki skorast undan því«. »Voruð þjer nákunnug Valdhausen baróni, og höfðuð þjer lengi verið kunnug honum?« Geirþrúður hristi höfuðið, og það mátti sjá það á svip hennar, að hún var ekki i neinum vandræðum með svarið. »Áður en jeg heimsótti hann þetta síð- asta kvöld hans, hafði jeg að eins einu sinni sjeð hann«. »Og þó var svo að sjá, sem honum yrði mjög hverft við, þegar hann sá yður. Það hefir sjálfsagt — ja> jeg bið yður enn þá einu sinni, að reiðast mjer ekki — sjáltsagt verið einhver óvinátta á milli ykkar ?« »Hann hlaut að vita það, að jeg myndi vera kom- in til þess, að koma fram ábyrgð á hendur honum, og heimta skil fyrir æruleysisbreytni, sem hann hafði gert sig sekan í. Undir slíkum kringumstæðum gat jeg alls ekki búizt við þvi, að hann yrði glaður við komu mína, eða byði mig velkomna«. »Og þjer eigið enn þá þessa umtöluðu ljósmynd?* »Já. En jeg vil hvorki sýna yðar nje öðrum hana, og jeg vil ekki heldur gefa neina nákvæmari skýrslu, en jeg þegar heíi gert, um tilgang þann, er jeg hafði til þess að heimsækja baróninn. Með því að þetta snertir heiður stúlku einnar, sem er mjer ná- komin, verða þessar upplýsingar að vera yður nógar?« »Mjer væru þær sannarlega meira en nógar. En rannsóknardómarinn, sem, ef til vill þegar á morgun, mun leggja þe3sar sömu spurningar fyrir yður, gerir sig tæplega ánægðan með slikar upplýsingar«. »Kannsóknardómarinn!« endurtók hún forviða. »Er það meining yðar, að það sje áformað, að kalla mig fyrir til reglulegrar yfirheyrslu?« »Þjer sjáið það sjálfar, ungfrú, að ýms óheilla- atvik hafa bendlað yður við þetta ógeðfellda og raunalega mál. Það hlýtur því að vera yður mjög mikið áhugaefni, að einhverjar upplýsingar fáist sem fyrst í þessu dularfulla glæpamáli. Og erindi mitt er, að bjóða yður mína aðstoð í því efni«. Hann hafði talað innilega og alúðlega, en mjög alvarlega, og nú skildi hún allt í einu, hvernig í öllu lá. Hún stóð upp úr sæti sínu, einblíndi íraman í Nordeck, og mælti: »Það er eftir því álitið, að jeg hafi myrt baróninn — jeg?« (Meira.) Neistar. Vertu aldrei hinn þriðji, þegar tveir deila. Það eru hinir lánsömu, sem eru ríkir, en ekki hinir ríku, sem eru lánsamir. Hvert það hreysi, sem vonin hefir aðsetur sitt 1, er höll.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.