Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 3

Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 3
II. 7.- 8- HAUKUR. 27 Yaha-Hajo, höfðingi semínólanna. (Frásaga eftir J. Grundmann.) — «0» — III. (Framh.) Morguninn eftir vaknaði Randólfur við lúðraþyt og bumbuslátt. Og með því að hann þekkti þegar, -að það voru skrúðgöngulög Bandaríkjahersins, sem leikin voru, spratt hann á fætur og klæddi sig í skyndi. Hann sá hersveitirnar út um gluggann, og þær voru nú mun ásjálegri, en kvöldinu áður. Þá höfðu hermennirnir verið í óhreinum görmum, og mjög hirðuleysislega klæddir, en nú voru þeir í bláum lafatreyjum og drifhvítum buxum, og nú blikuðu byssustingir þeirra í sólskininu. Hershöfðinginn og dróttstjórar hans stóðu lítið eitt til hliðar, og hjá honum stóð einnig erindreki stjórnarinnar, klæddur sem yfir-hershöfðingi. En fyrir utan stauragirðinguna mátti líta stóra hópa af alvopnuðum Indíönum. Höfðingjar Indíana höfðu verið boðaðir á þennan fund, en hermenn þeirra mættu allir ótilkvaddir, og höfðu þeir búið sig sem bezt. Þeir báru byssur, hnífa og vígaxir. Tjöld þeirra voru úti í skógarjaðrinum. Hermenn Indíana söfQuðust nú allir í einn hóp, og skipuðu sjer í opinn ferhyrning fyrir framan kastal- ann. Bak við þá þyrptust konur þeirra og börn saman, og horfðu á þá. Þær voru rólegar að sjá. Hátiðlegur alvörublær hvíldi yfir öllum Indíönunum. Það var lika hið helgasta og mikilvægasta áhugamál þeirra, sem hjer var um að ræða. Heriið Bandamanna gekk nú eftir hljóðfalli her- göngulagsins fram í hliðið á stauragirðingunni. Rand- ólfur fyigdist með því, og með því að honum hafði ekki enn verið boðið, að vera á neinum tilteknum stað, tók hann sjer pláss meðal dróttstjóra hershöfðingj- ans. Bak við liðsmennina stóðu nokkrir mikilsmetnir borgarar, er komið höfðu á fundinn fyrir forvitnis sakir, og sá Randólfur meðal þeirra Klinton þann, er áður er getið um, og gamla Klinton, föður hans. Herforingjarnir og höfðingjar Indíana tóku nú vin- gjarnlega höndum saman, og óskuðu hvorir aðra vel komna á fundinn. Að því loknu hófust umræðurnar. Erindreki stjórnarinnar tók fyrstur til máls. Hann skoraði á Indíana, að beygja sig góðmótlega undir hinn nýja samning, og flytja þegar til Arkansas. Hann lofaði landið mjög, sagði, að þar væru sljettur al- þaktar ailskonar villidýrum, ár og lækir með krystalls- tæru vatni I, og heiðblár himin, sem aldrei sæist ský- skaf á. Og svo benti hann þeim á það, hverjar aflciðingarnar yrðr., ef þeir sýndu nokkurn mótþróa. Jafnvel þótt ræða stjórnar-erindrekans væri fremur dauf og fjörlaus, þá hafði hún þó nokkur áhrif á Indíana. Þeir af Indíönum, sem ragastir höfðu verið, Ijetu nú alveg hugfallast. Malsuppskera Semínóla hafði verið mjög litil það sem af varsumrinu. Kvið- inn fyrir yfirvofandi ófriði hafði þegar fyrir löngu gert þá órólega og annars hugar, og nú var uppskeru- tlminn um garð genginn. Það var þegar orðinn tilfinnanlegur bjargræðisskortur hjá þeim, og sáu Þeir þvi fram á hungur og eymd þegar vetraði. Næst á eftir stjórnar-erindrekanum tók Safn-Jones til máls. Hann var einn af öflugustu andvlgismönn- um framsalsins. »Vjer höfum sjeð landið*, sagði hann. »Vjer köfum sjeð það land, sem hinn voldugi faðir I Washington vill láta oss fá I staðinn fyrir vort eigið land. Getur vel verið, að landið sje gott, en nábúar þess eru slæmir, og myndum vjer aldrei geta lifað I friði við þá. Vjer getum ekki lofað meiru, en því, að láta þjóð vora skera úr þessu máli, þeger vjer erum aftur heim komnir. Vjer höfum fyrir vort leyti skorið úr því — vjer erum hamingjusamir 0g ánægðir I voru eigin föðurlandi, og tengdir átthögum vorum með lífi og sál. Vjer getum þess vegna ekki farið — viljum alls ekki fara«. Margir fleiri tóku til máls. Nokkrir þeirra höll- uðust að ræðu stjórnar-erindrekans, en fiestir ljetu það með skýrum orðum I ljósi, að þeir hefðu einsett sjer, að halda kyrru fyrir I föðurlandi sínu. Onopa, æðsti höfðingi Seminóla, eða konungur þeirra, hafði hingað til hlustað á ræður manna, en ekki tekið sjálfur til máls. Hann var höfðingi hinnar voldugustu ættar meðal Semínóla, og fyrir því hlaut vilji hans og ættmanna hans að ráða mestu I þessu máli. Þegar hann stóð upp, varð dauðaþögn, og öllum varð litið þangað, sem hann var. Allt I einu varð hreifing nokkur í hermannahópn- um bak við konunginn. Maður einn ruddi sjer braut gegnum hópinn; það var ungur hermaður, laglegur I sjón og framgöngu. Hann bar merki konungs, þrjár svartar arnarfjaðrir. Meðal hinna ýmsu skrautgripa, er hann bar á sjer, var einkum einn, sem var sjer- staklega einkennilegur. Það var kringlótt gullplata, er hjekk I silkibandi um háls hans, og var sólin með geislum sínum grafin á hana. Allur þingheimur varð sem þrumu lostinn, er hann sá þennan unga höfðingja; hvísl og hljóðskraf heyrðist hjer og þar I mannþyrpingunni, og mátti þar greinilega heyra nafnið »Yaha-Hajo«, sem er tungumál Samínóla, og þýðir »Ljómandi sól«. »Það er illa farið, að þessi þorpari skyldi rekast hingað*, mælti fulltrúi stjórnarinnar, og sneri sjer að hershöfðingjanum. »Hann er viss með að spilla öllu. Sko, nú er hann að leggja konungi ráðin«. Yaha-Hajo stóð við hlið konungsins, og hvlslaði einhverju I eyra honum. Alvörusvipurinn á andliti hans, og hið hörkulega augnaráð hans, sýndi það ljóslega, að hann var að eggja konunginn til einbeittr- ar mótstöðu. Þegar þessi ungi höfðingi hafði lokið máli sínu, vjek hann til hliðar. Svo tók konungurinn til máls. »Mitt svar er að eins eitt«, mælti hann, »og það er stutt. Jeg er ánægður með það land, sem jeg nú á heima i, og vil ekki yfirgefa það«. Þegar konungurinn hafði þannig mælt, gullu við fagnaðaróp frá vörum allra föðuriandsvina, en Omatla og fiokksmenn hans urðu súrir á svipinr. Þolinmæði stjórnar-fulltrúans var nú að þrotum komin. Hann gleymdi sóma sínum, og gerði svo lítið úr sjer að draga dár að höfðingjum Indiana. »Þett er allt saman yður að kenna, Powell«, mælti hann, og sneri sjer að Yaha-Hajo. »Þjer hafið graut- að I konunginum, og fengið hann til þess, uð snúast gegn óskum vorum«. Þegar Randólfur heyrði nafnið Powell, hnykkti honum við. Ósjálfrátt gaf hann gætur að hreifingum fulltrúans, og sá, að hann hlaut að eiga við Indiana- höfðingjann Yaha-Hajo. Og nú var eins og þykkri skýlu væri brugðið frá augum hans: Þrátt fyrir hörundsfiúr og annan Indiana-útbúnað þessarar ungn

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.