Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 6

Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 6
30 HAUKUR. II. 7.-8. úlfa og önnur óargadýr. Menn sáu dreka fljúga í loftinu, salamandur (þ. e. eldvættur) halda til i eldinum, og trúðu þvi, að til væru ákaflega skritnar verur, svo sem t. d. flugskrímsli með ljónsskrokk og arnar- haus. í Hircaníu sáu menn fugla, og voru fjaðrir þeirra svo bjartar, að birti af þeim á nóttunni. Þar voru og kaplar, sem urðu fylfullir af áhrifum vindsins. Margir dýrindis steinar áttu að hafa mjög merki- lega eiginlegleika. Þráðarsteinn (asbest) hafði t. d. þann eiginlegleika, að það sloknaði aldrei áhonum, ef einu sinni var kveikt á honum. Smaragðarnir, sem voru geymdir og varðveittir af gömmunum við Paradísarfljótið, kveiktu elsku til hreinlífls og skírlífis hjá öllum þeim, er báru þá á sjer. Þeim dýrum, er drukku af vatni þvf, þar sem roðasteinn (rubin) hafði fundizt, batnaði þegar sjerhver sjúkdómur. Demantinn gaf karlmanninum afl og hreysti, varð- veitti hann fyrir illum draumum, og kom í veg fyrir það, að hann iyelli af hestbaki. Á naglarsteininum (onyks) mátti sjá það, hvers hinir framliðnu þurftu með. Berillinn (beryll) ól ástina í brjóstum karla og kvenna o. s. frv. í það endaiausa. Þá voru jurtirnar til margra hluta nytsamlegar. Albertus Magnus, nafnfrægur rithöfundur, er uppi var á miðöldunum, segir meðal annars: »Jurt sú, sem Kaldear nefna Interisi og Grikkir Vorax, vekur ástir milli manns og konu, ef hún er mulin smátt og blönd- uð ánamöðkum, og síðan látin í matinn. Sjeu liljur tíndar í hundadögunum, og blandaðar lárberjalegi, og þessi blanda síðan geymd, þar til ormar eru kvikn- aðir í henni, þá eru orrnar þessir, þegar búið er að þurka þá og mylja, óbrigðult meðal til þess að halda manni vakandi, ef þeir eru bornir á bakinu*. Það er varla nokkur sá hlutur til, sem ekki megi fá upplýsingar um í slíkum ritum. Þar eru ráð til þess, að gera sig ósýnilegan, ráð til þess, að sjá fram í ókomna timann, vita fyrir fram forlög sín og ann- ara o. s. frv., o. s. frv. Ef vjer viljum fá að vita, af hvaða orsökum jarð- skjálftar eiga sjer stað, þá hafa þessir rithöfundar upplýsingarnar á reiðum höndum. Jarðskjálftar or- sakast af vindi, sem er inniluktur í holum oghellum, og er að gera tilraunir til þess, að brjótast út úr varð- haldinu. Hann knýr þá varðhaldsveggina með svo miklu afli, að jörðin leikur á reiðiskjálfl Þetta eru að eins örfá dæmi, til þess að sýna þekkingarleysi manna ámiðöldunum. Það mætti fylla margar stórar bækur með samskonar dæmi, en þetta ætti að vera nóg. Þetta þekkingarleysi þeirra er síð- ur en ekki sprottið af því, að þeir hafi ekki fegnir viljað vita hið rjetta, heldur af því, að kringum- stæðurnar meinuðu þeim, að finna sannleikann. Vjer hljótum að vikna, er vjer hugsum um veslings munk- inn, sem situr inniluktur í klefa sínum árið út og ár- íð inn, og þekkir ekkert til heimsins eða lífsins, nema það, sem hann getur getið sjer til eftir ýmsum fjúk- sögum, sem honum berast endur og sinnum. Hveín- ig getum vjer furðað oss á þvi, þótt menn á þeim timum hefðu þá skoðun, að jörðin væri afskaplega stór, eða máske alveg takmarkalaus, og að fjarlæg lönd væru einhver kynjalönd, byggð einkennilegum verum, ófreskjum og vættum, — hvernig getu n vjer furðað oss á þessu, ef vjer tökum tillit til þess, að þá voru samgöngur allar bæði seinar og strjálar, þá voru engar járnbrautir, engir ritsimar, engar póstsam- göngur og engin frjettablöð, svo að allar frjettirurðu að berast mann frá manni, og voru vegna samgöngu- leysisins æði lengi á leiðinni. Fregnir, sem þannig berast, breytast fljótt og vaxa svo mjög i meðfðrun- um, að þær að iokum verða öldungis óþekkjanlegar. Tæpum 100 árum eftir lát Karls mikla var saga þessa keisara orðin svo mjög blönduð æfintýrum og alþýðu- skáldskap, að lítið sem ekkert var eftir af hinum upp- haflega sögulega kjarna. Hann var þá orðinn konung- urinn með hvíta skeggið, sem allt varð aðhopafyrir, — konungurinn, sem, ásamt hinum 12 vígnautum sín- um, lagði undir sig allan heiminn. Á þeim tímum voru engin tök til þess, að prófa frásagnir um sögu- lega viðburði. Þá voru engir ritsímar, sem á fáum mínútum gætu flutt nýungarnar heimsendanna á milli. Hægt og seint bárust fregnirnar út um heiminn, og sífcllt voru þær undirorpnar breytingum og viðauk- um. Það er einmitt þetta, sem vjer verðum að hafa hugfast, til þess að geta skilið kenningar miðaldanna, og dæmt þær rjett. Alfræðisorðabækur og önnur fræði- rit þeirra tíma eru að mestu eða öllu byggð á munn- mælum, er gengu mann frá manni. Höfundarnir urðu að trúa öllu, hversu ótrúlegt sem það var, með því að engin tök voru til þess, að prófa gildi þess, eng- in úrræði til þess, að velja hið sanna og hafna hinu. Af dæmum þeim, er tilfærð hafa verið hjer að framan, má sjá það, að mennirnir hafa á öllum tím- um haft löngun til, að þekkja heim þann, sem þeir lifðu í. Jafnvel þótt þeir þekktu ekki hinar rjettu orsakir til þess, er þeir sáu, heyrðu og urðu varir við í kringum sig, þá var þó mannsandinn ávallt reiðubúinn til þess, að gefa þær skýringar, sem hann gat sætt sig við í svipinn. Og jafnvel þótt vjer, sem lifum á tíma þekkingarinnar og fræðslunnar, getum hlegið að hinum kynlegu úrslitum, sem fróðleikslöng- un þeirra varð opt og tfðum að sætta sig við, þá hlýtur það samt sem áður að styrkja oss í þeirri trú, að löngun mannsins til þess, að öðlast þekkingargáf- una, heflr verið og er vakandi, og reynir sí og æ að ryðja sjer braut i allar áttir og til allra hluta, jafn- vel í gegnum þær gátur lífsins, er oss virðist ómögu- legt að ráða. Það er sannarlegt fagnaðarefni fyrir oss, að geta ályktað það af reynslu liðinna alda, að alveg eins og vjer skiljum nú og þekkjum rjett deili á mörgu þvi, sem forfeðrum vorum var með öilu ó- ráðin gáta, eins muni eftirkomendum vorum auðnast, að skilja og þekkja margt það, er oss virðist »einber skuggi og ráðgáta*. Billy Meheggin. —:o:— Hann Billy gamli Meheggin var írlendingur, og það var ekki honum að kenna. En hann var drykkjurútur, og það var honum sjálfum að kenna. Hann hafði það að atvinnu, að saga brenni, og fyrir peninga þá, er hann vann sjer inn, keypti hann brennivín, og það drakk hann. Og konan hans, hún Bridget Meheggin, drakk það líka. Og þessi drykkjuskapur þeirra var orsöktil margra furðu- legra og ógeðslegra atburða i litla kofanum þeirra niður við sjóinn. En svo gekk Billy inn í bindindisíjelagið, og skrifaði nafDÍð sitt með ómjúku, krækióttu hendinni sinni, einmitt þar, sem hann átti að skrifa það: — undir bindindisheitið. — Svo var það einn kaldan vetrardag nokkru siðar, að Billy fór út, til þess að saga brenni hjá krármanninum þar í þorpinu — því að það var, því miður, enn þá bæði krá og krármaður þar í þorpinu. — »Biily«, sagði krármaðurinn, »er þjer ekki kalt?« — »Jú, það veit hamingjan«, svaraði Billy. — »Það er víst fremur daufur drykkur, sem bindindismennirnir gefa þjer að

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.