Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 7

Haukur - 06.02.1899, Blaðsíða 7
II. 7.- 8. H AU KUR. 3i drekka, eða er ekki svo ?« mælti krármaðurina. — »Hann er ekki neitt ákailega sterkur®, svaraði Billy. — >Nú nú, Billycj sagði krármaðurinn, og drap titlinga með öðru auganu, »heldurðu, að það væri nú ekki nógu gott, að í'á ofurlítið hjartastyrkjandi í þessum kulda, ofurlítið af einhverju, sem fjörgaði eða hitaði skrokkinn? það skyldi ekki kosta þig neitt«. — Billy þurkaði sjer um munninn Með hinni sömu hendi, sem hatði skrifað undir bindindis heitið, og sagði hægt og seint: >f>jer segið víst ekki neinum frá því?« — >Nei nei, ekki nokkuri liíandi sálu. Vertu öldungis óhræddur«, svaraði krármaðurinu, og neri saman höndunum. >Nú, hvað á það svo að vera, Billy?« —■ »Kalt vatn«, sagði Billy, og hló svo hátt, að það glumdi við í kránni. Fróðleiks-molar. Endurnýjun mannlegs líkama. Það er sagt, að mannlegur líkami endurnýist aigerlega á hverjum sjö ár um. Hvers vegna menn hafa einmitt valið töfratöluna sjö, er þeir ákváðu lengd þessa endurnýjunartímabils, skulum vjer láta ósagt, þar til áreiðanlegar sannanir fást, því að enn þá hafa vísindin ekki slegið neinni áratölu tastri að því er þetta snertir. Mjög sennilegt er, að stað- hæfing þessi sje byggð á allt öðrum grundvelli; það er trúlegt, að hún eigi rót sína að rekja til þjóðsögu einnar, sem lengi hefir gengið manna á milli í Asíu. Sagan er þannig: >Konungur einn í Hindústan var einu sinni á dýraveiðum í víðáttumikla garðinum sinum. Mætti hann þar dervisch einum (múhameðstrúar munki), sem bauð kon. unginum öskju, er var full af einhverju mjög torgætu smyrsli, gegn þvi, að konungurinn ljeti honum aftur í tje helminginn af landi sínu. Konungurinn gekk að þess- um kaupum, og dervischinn sagði honum hina dásamlegu eiginlegleika smyrslisins. Eiginlegleikar þess voru þeir^ að ef eigandi þess bar það á sig, öðlaðist hann að öllu leyti nýjan líkama sjöunda hvert ár, og jafnhliða hverrj endurnýjun varð hann einnig fær um, að sjá lífið frá allt öðru sjónarmiði, heldur en á hinu undanfarna tímabili. * * * Hvað uppgötvanir geta gefið af sjer. Með- a.1 hinna óttalega mörgu uppgötvana, sem sótt er um einkaleyfi fyrir á ári hverju, og meðal hinna mörgu, er einkaleyfi fæst fyrir, er auðvitað mesti fjöldi, sem ekki gefur einu sinni eins mikið í arð, eins og sjált einkaleyfij) kotsa. En svo eru aftur á móti aðrar uppgötvanir, sem Veita hugvitsmanninum eða þeim, sem kaupir hana eða fær hana »ljeða« hjá honum, stór auðæfiíaðra hönd. Og það er eftirtökuvert, að það eru ott og tíðum hinar allra smávægilegustu, og, að því er virðist, ómerkilegustu 'ippgötvanir, sem gefa af sjer mestan arð. Vjer þekkjum t. d. allir lásnælið, og hugsum oss, að það hafi ekki þurft neitt sjerlegt hugvit, til þess að geta fundið það upp; en samt sem áður veitti uppgötvun þessi fátækum erfiðismanni, er af tilviljun fann hana 200,000 krónur i ágóða. Unglingur nokkur fann upp pennategund eina, er hann nefndi »hinn stylografiska penna« ; penni þessi náði þegar í stað mikilli útbreiðslu °g veitti uppgötvaranum 800,0Ö0 kr. ágóða, en fjell svo kráðum aftur úr sögunni sem ótækur. Litlu málmplöturn ar, sem settar eru neðan á stigvjel til þess að verja ®ölana og hælana, gáfu finnandanum laglega upphæð, eða fullar 5 miljónir króna, i ágóða. Presti einum hugkvæmd lst, að festa teygjuband við brúðu, sem dóttir hans átti( °g þegar hann svo hjelt í hinn enda bandsins, gat hann látið brúðuna hoppa og dansa; árangurinn af þessari >uPPgötvun« varð 2000 dollara tekjur á viku í 15 ár, eða bæstum 15 miljónir króna samtals. Sá, sem fann upp dægradvöl þá, sem kunn er undir nafninu: »rekið svínin í stiuna«, seldi verksmiðjueiganda einum einkaleyfið fyrir uppgvötuninni íyrir 400,000 krónur. Maður einn fann það, festa teygjuband við trjekúlu, og mátti þá nota hana sem leikfang, þannig, að þegar kúlunni var kastað eitt hvað út í loftið, en haldið í teygjubandið, þá kom kúlan aftur í lófa þess, er kastaði; finnandinn hefir 200,000 króna árs tekjur af »uppgötvun« þessari í 45 ár, eða þar til einkaleyfið er á enda. Fátækur ræflaskóari í New York, sem fyrir nokkrum árum fann það, að setja látúnsplötur á tærnar á barnaskóm, fjekk fyrír þá frumhugsun sína hátt á áttundu milj. króna. Sá sem tann hinn svo nefnda »Printe Telagraf«, — sem er mjög útbreiddur í Ameriku, og ljettir að mun fyrir öllum þeim, er mikil viðskilti hafa, með því að allir geta lesið tölur hans og letur, — seldi uppgötvunina þegar fyrir 7 milj. kr.; en verksmiðju- eigendatjelag það, sem keypti haua, hefir þegar grætt meira en helmingi meiri upphæð á henni. Hjer er ekki rúm íyrir fleiri dæmi af þessu tagi, en margar eru þær uppgötvanir, smáar og stórar, sem veitt hafa bæði finn- endunum sjálíum og fjölda iðnrekenda of fjár. * * * Stærsti manns munnur í heimi ef eflaust munn- urinn á Svertingja einum i Boston. Hann var þegar frá fæðingu mjög munnstór, en svo hefir hann nú um mörg ár reynt að stækka munninn enn meira, með því að troða ávallt stærri og stærri strokleðurskulum upp í hann Nú getur hann auðveldlega rekið krepptan hnefann ofan í kok, og eru sjálfsagt fáir sem geta leikið það eftir honum * * * D j öfla dýrkendur í orðsins rjetta skilningi eru Yezidarnir í Litluasíu, sem sagt er að sjeu af gömlum Gyðingaættum, og trúa á einn góðan og einn illan anda. Hinn góði andi verndar þá og varðveitir, jafnvel þóttþeir biðji ekki, og þvi álíta þeir meiningarlaust, að ákalla hann. Þeir tilbiðja því að eins hinn illa anda, og göfga hann og vegsama á allan hátt, til þess að reyna að mýkja skap hans, og ákalla hann í brennandi bænum, til þess aö hann skuli láta þá í friði. Djöfladýrkendur þessir eru alls um 20,000 hræður, og eru þeir hataðir og fyrir- litnir af öllum nágrannakynflokkum. Skólar og upp- fræðsla vita þeir ekki hvað er; þeir eru burðamenn mikl- ir, og all-álitlegir í sjón, en standa á mjög lágu stigi í öllum andlegum efnum, og lifa næstum því eingöngu á ránum og þjófnaði. Hinn mannelski kaupmaöur. (Serknesk smásaga.) Einu sinni komu margir menn á tund kaupmanns eins, og sögðu: »Með þvi að oss er kunnugt um mannelsku þína og hjálpsemi, höfum vjer, fátækir vesalingar, snúið oss til þín með öruggri von um bænheyrslu. Vjer höfum sem sje tvær bænir, að bera upp fyrir þjer, og vjer viljum ógjarnan hverfa heim aftur við svo búið«. »Allt, sem jeg á, er yður heimilt«, svaraði kanpmaður- inn. »Segið mjer að eins, hvað það er, þetta tvennt sem þjer óskið yður«. »Hin fyrri bæn vor er þessi: gerðu svo vel, að lána þessutn manni þarna þúsund denara (1 denar nál. 60 aur.), með því að hann er í mjög miklum vandræðum, en þúsund denarar nægja tii þess, að bjarga honum við. Vjer ábyrgjumst allir í sameiningu, að upphæð þessi verði endurborguð á rjettum gjalddaga * »Og hin önnur bæn yðar, hvers efnis er hún ?« »Vjer biðjum þig, að veita manni þessum eins árs gjaldfrest, þannig, að hann þurfi eigi að greiða þjer þessa þúsund denara fyr en þennan sama dag að ári liðnu«. »Elskulegu vinir og bræður«, mælti kaupmaðurinn. »Ef einhver yrði við annari hvorri þessari bæn yðar, mynduð þjer þá telja hann mannelskan og hjálpsaman mann?« »Já«, svöruðu þeir. »Þá ætla jeg að bænheyra yður, að því er hina síðari bæn yðar snertir, þó þannig, að jeg, vegna fátæktar hans, veiti honum tveggja ára umlíðun. Þetta geri jeg fyrir

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.