Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 2

Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 2
5° IIAUKUR. II. 13-—14- neinn grun um það, að það væri svona auðvelt að koma með gagnsannanir, til þess að hrekja framburð hennar*. Eitt augnablik lá við sjálft, að Nordeck efaðist um sakleysi ungfrú Geirþrúðar v. Berka; en svo mundi hann eftir þvi, hve róleg og örugg hún hafði verið á svipinn, þegar hún gekk fyrir gluggann um morgun- inn, og það var meira en nóg til þess, að feykja öll- um efasemdum á braut. Hann leit upp, hvessti aug- un á rannsóknardómarann, og mælti: »Jeg er alveg sannfærður um, að ungfrú v. Berka hefir ekki borið neitt gegn betri vitund. Jeg verð því að álíta rjettast, að báðar þessar persónur sjeu leiddar saman til samprófunar, til þess að sjá, hvern árangur það gæti haft«. »Jeg á ómögulegt með að skilja í því, hvernig þjer farið að því, að hafa svona óbifanlega trú á sak- ieysi stúlkunnar. Það verð jeg að játa. En þar sem þjer voruð að benda mjer allra bróðurlegast á það, að nauðsynlegt væri, að samprófa þessar persónur, þá skal jeg láta yður vita það, að jeg þurfti alls ekki á þeirri ráðleggingu að halda. Jeg hefl sent til hr. Leós Helbig, og beðið hann að koma hingað nú þeg- ar, án þess að láta hann nokkurn hlut vita umerind- ið. Ef boðberinn hefir fundið hann heima, þá er hann væntanlegur á hverri stundinni«. »0g ungfrú v. Berka?« spurði Nordeck áhyggju- fullur*. »Hún bíður hjerna í vitnaherberginu eftir fram- haldi prófsins«. Kannsóknardómarinn sagði þetta kuldaiega og með hálfgerðum þjósti, og ætlaðist eflaust til, að það yrði til þess, að Nordeck kæmi ekki með fleiri spurn- ingar. En það gerði Nordeck einmitt enn þá hrædd- ari um forlög stúlkunnar, og jók forvitnihans um all- an helming. »Með leyfi að spyrja, hr. jústizráð, hvernig hafið þjer hugsað yður að haga yöur framvegis, að því er stúlkuna snertir? Eða rjettara sagt, hvað hafið þjer ásett yður að gerð við hana?« spurði Nordeck ein- stakiega kurteisislega. En gamli maðurinn var ekki eins þolinmóður í dag eins og í gær. »Mjer þykir það illa farið, að jeg get ekki gefið yður neinar upplýsingar þessu viðvíkjandi. Og sem lögfræðingur, sem um iengri tima hefir tekið þátt í meðferð ýmsra giæpamála, ættuð þjer að öllum iík- indum að geta sagt yður sjáifur, hvers vegna jegget það ekki«. Nordeck ætlaði að segja eitthvað, en i sama bili kom rjettarþjónn inn og mælti: »Hr. Leó Helbig bíður í anddyrinu. Hann segist hafa verið kallaður til þess aö mæta fyrir rjettinum í tilefni af einhverju ákaflega þýðingarmiklu rnáli*. Nordeck ieit til dyranna með eftirvæntingarsvip. En ef hann hefir vonazt eftir því, að fá að vera við samprófun þessa, sem hlaut að verða mjög mikilvæg fyrir gang málsins eftirleiðis, þá hefir það verið reglu- lcg tálvon. »Verið þjer sælir, hr. Nordeck«, sagði rannsókn- ardómarinn, og gaf Nordeck um leið bendingu, sem ekki var hægt að misskilja. »Jeg læt kalla á yður þegar jeg þarf á frekari framburði yðar að halda. En máske þjer vilduð gera svo vel, að fara út um þ'nar dyrna". Það getur cf til vill verið óhagf'ellt, að minna Helbig á yður einmitt á þessari stundu, og er því ekki vert, að þið mætist f anddyrinu*. Nordeck var auðvitað neyddur til þess að hlýða boði rannsóknardómarans; en hann var í þungu skapi, þegar hann fór út úr þingsalnum. Rannsóknardómarinn settist nú aftur við græna borðið, og benti rjettarþjóninum, að leiða Helbig inn. Þessi ungi maður var prúðbúinn, og glaðlegur á svipinn, eins og hans var venja; ef til vill var hann litið eitt fölari í andliti, en hann átti að sjer að vera, en hann var jafn beinvaxinn og tígulegur I fram- göngu, eins og hann var vanur, og augnaráð hans og framkoma bar þess Ijósan vott, að hann var öruggur og ókvíðinn. Að eins mátti sjá það á svip hans, að hann var hálf forviða yfir því, að vera kallaður svona allt í einu fyrir rjett, alveg fyrirvaralaust. Hann hneigði sig skeytingarleysislega fyrir rannsóknardóm- aranum, og kinkaði ljúfmannlega kollinum framan í dómsmálaskrifarann og rjettarvitnin, sem nú voru komin inn. Rannsóknardómarinn hóf nú spurningar sinar, og hafði á þeim einstaklega kurteisislegt viðræðusnið. Hinum fyrstu spurningum um nafn, stöðu og ald- ur, var fljótsvarað. Svo hjelt rannsóknardómarinn áfram: »Þjer voruð nákunnugur baióni v. Waldhausen, herra Helbig, eða var ekki svo?« »Jú, og meira en það. Mjer er óhætt að segja, að við vorum reglulegír alúðar-vinir«. Jeg þarf vist ekki að skýra yður fyrst frá hinum soiglegu afdrifum vinar yðar. Tður er eflaust kunn- ugt um það, að hann fannst örendur á heimili sínu kvöldið þann 17. þessa mánaðar, og að það eru allar líkur til, að einhver launmorðingi hati orðið honum að bana«. »Jeg hefi lesið um það í blöðunum. Því miður auðnaðist mjer ekki, að sjá lík hans«. »Yður var kunnugt um allt háttalag hins látna, og um alla siði hans og venjur, og sömuleiðis hafið þjer þekkt alla þá, er hann helzt hafði samvistir við hversdagslega. Hafið þjer ekki þar af leiðandi ein- hvern grun um, hver morðinginu geti verið?« »Hefði jeg haft nokkurn grun um það, þá hefði jeg sannarlega ekki beðið eftir því, að mjer yrði stefnt til þess að mæta fyrir rjettinnm. Að svo miklu leyti, sem mjer var kunnugt um, átti Waldhausen sálugi ekki einn einasta óvin, og verð jeg því að á- líta, að hann hljóti að hafa verið myrtur til fjár». »Enn þá hefir ekkert komið íram i rannsókn málsins, sem geli, ástæðu til þc-ss að halda það. Mun- ið þjer, hvenær þjer sáuð vin yðar siðast?« (Meira.) Neistar. Þögnin er hinn harðasti aðiinningardómur, en það lítur svo út, sem fiestu kvennfólki sje ókunnugt um það. Að játa yfirsjón sina, er hjer um bil það sama, sem að hafa aldrei framið hana. Maðurinn eldist, en ekki hjartað. Sandkornin mynda tjöll, mínúturnar ár, fljtishugsun hefir of't í för með sjer verknað, sem hefir eiiit'ar af- leiðingar. Farðu þvi gætilega, og álíttu ekkert einskis virði. Að sannfæra kvennmann um eitthvað, er ákaflega erfitt. Það verður ætíð að reyna að haga því svo, að hún fái tækif'æri til þess, aö sannf'æra sig sjáli.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.