Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 4

Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 4
HAUKUR. II. 13.-14. 52 jeg svo bað hann ijm samþykki hans til þess, að mega gifta3t henni Bellu, sem jeg hafði verið trálof- aður um tima, þá Ijet hann taka mig og húðstrýkja mig. Svo notuðum við okkur það, að fáir voru úti í dag vegna illveðursins, og erum nú á flótta. Jeg spyr yður nú I siðasta skifti, viljið þjer láta mig fá bátinn, eða ekki?« »Nei«, svaraði Nóel, hálf þrákelknislega. »Þá tek jeg hann með valdiU mælti Etlís. »Það mun yður veitast torvelt, því að honum er fest með lokuðum lás«, svaraði ferjumaðurinn. »Láttu hann nú fá bátinn«, bað Sara, og leit bæn- araugum til manns síns. »Þau verða kvalin og bar- in til bana, veslingarnir þeir arna, ef óargadýrið hann Brewer n*sr aftur að krækja í þau klónum. Þú get- ur lika svo auðveldlega fengiö þjer annan nýjan bát fyrir peningana*. »Hvað ertu að þvaðra, kona!« tautaði Nóel. »Jeg veit vel, bæði hvað jeg geri, og hvað jeg á að gera. Eða heldurðu að jeg geri það að gamni mínu, að egna Brewer upp á móti mjer, svona að ástæðulausu?« »Fáið mjer lykilinn að bátnum, eða þjer dettið dauður niður!« öskraði Ellis, og skammbyssa blikaði i hendi hans. Nóel hrökk aftur á bak. Hann litaðist um eftir einhverju vopni til þess að verja sig með. En hann fann ekkert. »Komið með lykilinn! Jeg heimta hann í fyrsta skifti, í annað skifti, í---« grenjaði Ellís. >Hjerna er hann«, mælti ferjumaðurinn, nötrandi af ótta. »Og hjerna eru peningarnir*, sagði þrællinn, og benti á peningana og úrið á borðinu. í sama bili heyrðist hundgá í fjarska. Ellís tók 1 hönd unnustu sinnar, og dróg hana út með sjer. Veðrinu hafði slotað lítiö eitt, en öldugangurinn & Ohió var enn hinn sami. Hundgá og mannamál heyrðist skammt frá húsinu. Bella skalf og nötraði af hræðslu, en Ellis dróg hana með sjer ofan að fljótinu. Báturinn var á floti, og var hann bundinn með járnfesti. Ellís var lag- hentur vel, og auðnaðist honum því að losa bátinn í snatri. Hann setti unnustu sina upp i bátinn, og sett- ist sjálfur við árarnar. »Bölvun og smán komi yflr þá, sem hafa farið illa með okkur!« mælti hann um leið og hann ýtti bátn- um frá landi. Báran var svo mikil að það gaf á bát- inn á báða bóga. Þegar báturinn var kominn nokkra faðraa undan landi, komu leitarmennirnir og sporhundar þeirra að fljótinu. Leitarmennirnir höíðu heyrt raddir flóttamann- anna, og sáu nú bátnum bregða fyrir öðru hvoru, þegar honum skaut upp úr öldulágunum. »Við komum of seint«, sagði einn af eltingar- mönnunum. »Nóel verður að standa mjer skil á þrælunum, að öðrum kosti skal hann fá fyrir ferðina*, mælti Brewer. »Þessir tveir þrælar voru að minnsta kosti 4000 dollara virði*. Ferjumaðurinn kom að í þessum svifum, og bauð leitarmönnunum gott kvöld. »Nú, þjer eruð þarna, NóeJ«, mæltj Brewer með hárri röddu, og sneri sjer að ferjumanninum. »Komið þjer, og standið fyrir máli yðar. Fyrir hvað borga jcg yður 20 dollara á ári hverju? Jeg geri það þó sjálfsagt ekki í þeim tilgangi, að þjer skuluð taka það sem ómakslaun fyrir að hjálpa þrælum mínum til þess, aö strjúka yflr Óhíó!« »Get ekkert ráðið við þaö, herra minn«, svaraði Nóel, »þegar þjer fáið þrælum yðar skotvopn í hendur, sem þeir hóta að steindrepa saklausa og heiðvirða menn með, ef ekki er farið að vilja þeirra í öllu. En að þvi er strokuþræla þessa snertir, getið þjer verið öldungis óhræddur. Þeir komast aldrei yfir til Illinóis. Stormurinn og straumurinn munu hrekja þessi grey að landi aftur, áður en fjórðungur stund- ar er liðinn. Strákurinn ber sig reyndar að rjett eins og æfður ræðari. En verið þjer bara rólegur, þau koma bráðum aftur«. Júnó. Hinn gamli og reyndi ferjumaður, Nóel, hafði getið rjett til, er hann spáði því, að flóttamennina bæri aftur að landi. Þegar Ellís kom út í strenginn, hafði hann ekki lengur við storminum og straumnum. Bátinn rak undan, jafnvel þótt Eilís neytti allrar orku. Hátt fagnaðaróp glumdi við úr hópi eltingar- mannanna, er þeir sáu, að bátinn rak fyrir stormi og straumi. Ellís hamaðist, eins og hann ætti lifið að leysa, en nú varð veðrið allt í einu enn afskaplegra, en áður, og báturinn færðist ávallt nær og nær landi, jáfnframt þvi, sem straumurinn bar hann ofan eftir. Plantekrueigandinn og menn hans hjeldu ofan með fljótinu, samhliða bátnum, til þess að vera við- búnir, þegar bátinn bæri að landi. Þeir ljetu hrak- yrðin og skammirnar dynja yflr veslings þrælana, svo að Ellís var ekki í neinum vafa um það, hverjar viðtökur hann ætti f vændum. Fullur angistar og ör- vílnunar lagði hann loksins árar í kjöl, og sneri sjer með tárin í augunum að píslarnaut sínum. »Bella«, mælti hann lágt, »vilt þú deyja með mjer?« »Hamingjan hjálpimjer! Hvað heflrþúí hyggju?* æpti stúlkan upp yfir sig. »Jeg vil deyja, Bella, og þú skalt verða mjer 8amferða!« svaraði Ellís, og reisti hana á fætur. »Æ, vægð, vægð!« bað stúlkan með tárin í augunum. »Reyndu, að tala í þessum tón við böðlana þarna yflr á bakkanumU mælti Ellis. »Jeg er viss um, að Brewer fyrirgefur okkur, ef við biðjum hann vægðarU svaraði hún. »Jeg vildi ekki þiggja fyrirgefningu hans, þótt jeg ætti kost á henni«, mælti unglÍDgurinr, og gnisti tönnum. »Ef þú fylgir mjer ekki í dauðann, stúlka, þá heflr þú blekkt mig illilega. Farðu frá! Varaðu þig, skræfa!« Þegar Ellís hafði þannig mælt, fór hann út að borðstokknum, krosslagði hendurnar á brjóstinr, leit með þóttasvip yflr til eltingarmannanna, er nú voru að eins fáar álnir frá honum, og steypti sjer svo út- byrðis. Hann greip þegar til sunds, og synti svo hraustlega sem honum var auðið, en eftir nokkrar mir- útur var hann orðinn svo magnþrota, að hann gat ekki veitt neitt viðnám lengur. Öldurnar fleygðu hon- um sitt á hvort, með ógurlegu afli, og svo missti hann meðvitundine. Tveim dögum síðar settist sjúklingur einn á heirn- ilí Brewers upp til hálfs i hálmbæli sínu, og staröi forviða í kringum sig. »Ekki dauður — heldpr höndum tekinn!« nælti

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.