Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 5

Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 5
II. i3-— 14- HAUKUR. hann í hálfum hljóðum, og stundi þungan. »Skelflng gaztu verið grimmúðug, Óhíó, að lofa mjer ekki að deyja. Þú hefir spúið mjer aftur á land, til þess að jeg yrði að tæma kvalabikarinn algerlega!* Svo varpaði maðurinn aftur mæðilega öndinni, hallaði sjer aftur á bak á hálmfletið, og Ijet aftur augun. Þannig lá hann alveg hreifingarlaus fulla háifa klukkustund. Það var ómögulegt að sjá neitt lifs- mark með honum. Þá heyrðist allt í einu skrjáfa í hálminum, og ung blökkustúlka laut ofan að manni þeim, er virtist vera látinn. »Enn þá sefur veslings Ellís«, sagði hún í lágum hljóðum, og strauk hárið upp frá enninu á honum. Allt í einu opnaði Ellís augun. »Er það þú, Bella?« spurði hann lágt. Stúlkan hrökk við. Ef ekki hefði verið dimmt í herberginu, þá hefði sjúklingurinn getað sjeð ein- hverjum óhugðarskugga bregða fyrir á ásjónu blökku- stúlkunnar. En það var. ekki nema að eins í svip. Svo blikuðu tárin í augum hennar, og hrutu ofan eftir kinnunum. (Meira.) Vorrar aldar djöfladýrkun. (Ágrip af ritgerð eftir Paul Ernst.) --— Ef vjer lesum trúbragðasögu miðaldanna, þá rek- um vjer oss á trúbragðahreifingu nokkra, er átti sjcr stað á hinu myrkasta tímabili þeirra, og sem nefnd er »djöfladýrkun«. Hreifing þessi gaus upp, þegar villumyrkrið var svo svart, að mennirnir sökktu sjer ofan í algert vonleysi og örvílnun. Þeim virtist eymdin svo mikil, að þeir hugðu hana ekki geti verið sprottna af öðru, en þvi, að vald guðs væri á enda, og yfirstjórn heimsins væri komin í hendur djöfulsins. Hjá honum einum álitu þeir þvi, að hægt væri að finna athvarf og huggun, og þess vegna göfguðu þeir hann í einveru og á næturþeli, og sömu- leiðis á ýmsum hátíðlegum samkomum, með ógurlegu guðlasti og ógeðslegum gauragangi. Þegar nútiðar rithöfundar segja frá þessum dökku blettum á sögu manns andans, eru þeir oftast nær vanir að bæta við sögu sína nokkrum huggunaríkum orðum, um »hina vaxandi menningu, og hinn bjartari hag mannkync- ius, sem upp frá þessu hafi gert djöfladýrkunina ó- mögulega«. En það er likast því, sem manni sje gefið kjaftshögg, svo algerðu skipbroti verður trú hans á afli »hinnar vaxandi menningar« fyrir, þegar hann les um hreifingar þær, sem á þessum síðustu tímum hafa átt sjer stað í hinu andlega lífi manna á Frakk- landi, einkum I París, því þar er svo að sjá, sem þær hugmyndir hafi fengið nýtt afl, sem eru fullt eins heimskulegar, og fullt eins ógeðslegar, eins og þær er ráku miðaldar mennina út á eyðistaði, til þess að ®yngja djöflinum lofgjörðar og þakklætissöngva. Þessi öskiljanlega »framför aftur á bak« — eða máske í hring — virðist kunngera þá kenningu, sem svo oft hefir verið hafnað: »Hið andlega lif vort (vitsmuna iíöö), sem virðist vera frjálst og óháð að öllu, er á- kveðið af einhverju óskiljanlegu, óþekktu valdi, sem °ss óafvitandi lifir í hugskoti voru«. Nútíðar nafn þessarar andlegu hreifiogar, er »satanisme«, og vakti hún fyrir skömmu síðan athygli manna á Frakklandi og enda víðar í Evrópu. Tveir forvígismönnum hennar höfðu sem sje verið ákærð* ^ fyrir það, að þeir hefðu gert fjölda af hinum »trú- 53 uðu« djöfulóða, fyllt þá djöflum, og látið þá verða fyrir líkamlegum þjáningum. Þegar fór að bera svona mikið á djöfladýrkun þessari, þá fóru menn auðvitað að athuga eðli hennar og útbreiðslu ogmeð raunalegu brosi og töluverðri óhugð voru þeir þar með neyddir til þess, að færa sönnur á það, að hiun verulegi söfnuður djöfulsins í París átti stóran hóp af trúuðum sálum, og að þessi »svörtu trúarbrögð* höfðu þegar komið sjer upp all-álitlegum bókmenntum og fullkomnum kirkjusiðum. Forvígismaður stefnu þessarar, guðspjallari henn- ar og æðsti prestur, er maður einn, Huysmans að nafni, og eru skáldsögur hans »La bas« og »En route« reglulegar handbækur, er fræða um allt það, er menn girnast að vita í þessu efni. Annar maður, Jules Bois, fetar trúlega í hans fótspor, og í hinni umfanga- miklu bók hans, »Le satanisme*, er sá sannleikur fyrst afhjúpaður, að trúarflokkur þessi hefir á þesaum síðustu árum stolið ávallt fleiri og fleiri — oflátum frá kirkjunum! Frá einni kirkjunni I París var hinu vígða brauði stolið svo oft í sifellu hvað eftir annað, að það varð að fara að geyma hinar helgu oflátur í þjófheldum hirzlum! Og slíkar oflátur eru auðvitað einskis virði íyrir alla aðra, en þá, sem ætla sjer að nota þær til þess, er á fyrri öldum var kallað »galdur«. Meðal trúaðra kristinna manna hafa þær ekkert gildi, nema þegar þeirra er neytt í sakrament- inu, og hinn vantrúaði álítur sakramentisoflátuna ekk- ert annað en oflátu, sem ekki getur freistað til þjófn- aðar. Bois skýrir enn fremur frá því, að það sjeu til margir söfnuðir, þar sem fráviilings prestar — eins og t. d. Docré kanúki — syngi »hina svörtu messu«, — og ef menn óska að sjá. myndir af samkomum eða »guðsþjónustu« þessara guðleysingja, þá geta þeir fengið þeírri ósk sinni fullnægt hjá Ijósmyndasmið einum, sem djöfladýrkunin hefir gert frægan. Sýn- ingarskápur hans hefir sem sjo verið fullur af augna- bliksmyndum af ýmsum atriðum djöflaþjónustunnar — og stundum hefir verið svo mikill fjöldi áhorfenda frammi fyrir myndaskáp hans, að þeir hafa stöðvað alla umferð um götuna. í mánaðarritinu »Mercure de France*, sem ýms- ir af hinum beztu mönnum Frakka starfa að, hefir Jules Bois birt einstaklega alvarlega lýsingu á »hinni svörtu messu* og kirkjusiðabók þeirra djöfladýrkenda. Að eins höfuð atriði kirkjusiðanua er mögulegt að hafa eftir — og þó ekki nema með hinni rnestu varfærni — smáatvikin koma beint í bága við allan sæmileg- an rithátt. Samkomusalurinn er allur tjaldaður innan með svörtu. Hann er venjulega troðfullur af fólki, og er meiri hluti þess kvennfólk. Svo er gefið merki, og koma. þá tveir rauðklæddir söngpiltar inn, ogkveikja á fjöldamörgum kertum innst í satnum. Má þá sjá þar altari, svipað útlits, eins og í kirk,jum hinna kristnu. Á altarinu stendur helgidómaskríni, sem of- láturnar eru geymdar í, en yfir þvi er kross, og hang- ir mynd af skógarpúka á krossinum — sem uokkurs konar skopmynd eða skrípamynd af Kristi. Óðara en búið er að kveikja á kertunum, sem bera ekki netna ofurlitla rökkurskímu í hínum stóra sal, breið- ist út um salinn ávallt sterkari og sterkari angan — af deyfandi ilmefnum, og inn í reykelsismekkina er svo þyrlað kæfandi reyk af tjöru og harpeis — og á næsta augnabliki yfirgnæfir svo aftur ilmur af náttfjól- um og ástareplum (tómateplum). Einkennilegt er það,

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.