Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 8

Haukur - 17.04.1899, Blaðsíða 8
56 HAUKUR. II. 13.-14- inn í fang sjer, kyssti liann og strauk honum, og gaf honum fullan disk af mat, þrátt íyrir það, þótt hún alveg nýskeð hefði barið hann og sparkað í hann, vegna þess að hann hafði verið að stela einhverju frá henni. • Vertu nú ekki reið við mig, kisa min! Jeg skal gefa þjer minn skerf af matnum, því að nú hefi jeg enga matarlyst. Ó, ef þú bara vissir, hver nú er kominn hingað, kisa min! Komdu, þá skal jeg strjúka þjerU Kötturinn setti á sig slikan spekingssvip, að fleirum en Mariu hefði vel getað komið til hugar, að fara að spjalla við hann. En svo kom Garbor allt i einu fram í eldhúsið. »Veiztu nú eiginlega, hvert erindi mitt er hingað, Maria?< spurði Villas Garbor með viðkvæmnislegri röddu, óg rjálaði við hálsbindið sitt. >3nautaðu burtu, ótætis þjófurinn þinn !« æpti Maria hástöfum; og án þess að hafa nokkura ástæðu til þess, vatt hún sjer að kettinum, barði hann, sparkaði honum út úr eldhúsinu, og hljóp á eftir honum út í garðinn, rjett eins og hún rjeði sjer ekki fyrir reiði. Hún fól sig i sýrennu- runninum úti í garðinum, og þegar Garbor fann hana þar og ávarpaði hana, þá breiddi hún hvita silkivasaklútinn sinn fyrir andlitið á sjer, sem nú var affur orðið eldrautt út að eyrum. £*að var enmitt þessi hviti vasaklútur, sem Villas Garbor vildi fá i skiítum fyrir rauða klútinn sinn. Og það var ekki neitt fjarskalega torvelt, að fá þau skifti. Maria vildi það gjarnan, og móðir bennar hafði ekki lengur neitt á móti því, að eignast Garbor fyrir tengda- son, með því að >drengurinn hafði nú sjeð að sjer og bætt ráð sitt«, eins og hún komst að orði. FramtiðarLorfurnar, vonin um áð fá flttningaáhöld Boros Mihalys á leigu, barst einnig i tal. Svo var sezt að borðum, og frú Veres sparaði ekkert af þvi, er til var i húsinu. Henni þótti ekkert ot gott handa tilvonandi tengdasyni sinum, hvorki matur nje drykk- ur, og bar það allt fram í rikum mæli. Litlu síðar lagði Garbor af stað heimleiðis, og þóttist. nú iánsamasti maðurinn á guðs grænni jörð. Hann hafði aem sjehvíta vasaklútinn hennarMaríu Veres í hnappagatinu. Hann var eldrauður i framan at' gleði og ánægju, og ef til vill einnig af hinu Ijúffenga vini, sem frú Veres hafði verið svo óspör á við hann. Hann var hálf glettu- legur á svipinn, og það var sem eldur brinni úr augum hans af tjöri og ánægju. Honum sýndist ótal smápúkar dansa eftir götunni á undan honum, en þá sýn átti hann vist vininu hennar tengdamóður sinnar að þakka. Þegar hann kom að veitingakránni í Hrustin, hlupu smápúkarnir á undan honum inn um dyrnar á kránni. »Því í skollanum skyldi jeg ekki l'ara inn líka?« hugsaði Villas Garbor með sjer. >Jeg lifi vist aldrei aftur annan eins dag og þennan«. Hann fór inn. Vinið hennar tengdamóður hans hafði kveikt hjá honuin löngunina í meira. Nú stóðst bann ekki lengur; freistingin bar hann ofurliði. Hann settist að drykkju þar inni í kránni. Og þegar hann hafði lokið úr fyrstu flöskunni, þóttist hann jafnvel enn þá gæfusam- ari og sælli, en áður. Önnur flaskan gerði hann svo ó- stjórnlega ofsaglaðan, að hann rjeð sjer ekki fyrir fögnuði og ánægju. En þegar hann svo hafði tæmt þriðju flösk- una, var hann orðinn alveg frávita. Hann var svo æstur og trylldur, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. »Leiktu nú uppáhaldssönginn minn, Göbenyi Marczi! Heyrirðu ekki, gamli!« Fyrir utan dyrnar sá hann stúlkuandliti bregða fyrir. »Komdu hjerna, Eozgonyi Maris, gamla kærastan mín! Við skulum skemmta okkur saman enn þá einu sinni! Þjer, og engri annari, skal jeg gefa þennan hvíta silki vasaklút*. Vöruflutningamennirnir frá Jaszenova óku nú afturfram hjá. Þeirvoruáheimleið með fulla vagnana af steinkolum »Garbor, Garbor! Hvað er aðsjáþetta!« kallaði Bor- Qb Mihaly Með aðlinningarröddu inn um gluggann. »Nú hefir þú farið fallega að ráði þlnu i Jaszenova, eða hitt þó heldur«. »Hvern þremilinn varðar mig um Jaszenova! Meira vín! Heyrið þið það ! Meira vin! Hvernig er uppáhalds- lagið mitt? Leiktu það undir eins! Heyrirðu ekki! Jeg borga. Hjerna eru peningarnir, nógir peniugar!« Hann tók budduna úr vasa sínum, og hvolfdi úr henni á gólfið, svo að peningarnir ultu út um allt. Göbenyi, hljóðfæramaðuriun, tíndi þá upp. Fjögra laufa smárinn hafði einnig fallið á gólfið, og Rozgonyi Maris tróð hann allan i sundur, þegar þau fóru að dansa. Boros Mihaly hristi höfuðið, og sló í klárana. »Nú er jeg hræddur um, að það geti dregist nokkuð lengi, Garbor minn góður, að jeg geri leigusamning við þig. Þú varst á góðum vegi til þess að verða gæfusam- ur og dugandi maður, en svo gleymdir þú sóma þinum og öllum góðum áformum, og ljezt undan augnabliksfýsn, sem leiðir þig aftur út á braut gjálifis og alls konar ó- mennsku; og slíkir menn eiga sjaldan endurreisnar von«. Þannig mælti hinn alvörugefni, reyndi og riki vöru- flutnicgamaður, um leið og hann ók af stað. Andsvalur morgunolær Ijek um ásjónu Garbors, sem var blárauð og þrútin eftir nætursvallið, þegar hann rakn* aði úr rotinu i garðinum heima hjá sjer. Augu hans voru döpur og dauðýflisleg. Hannl hafði enga hugmynd um það, hvernig hann hefði komizt heim, eða hver hefði hjálpað honum. Honum var rotíllt í höfðinu. Hann svim- aði svo, að honum i'sýndist allt snúast með flugterð í kringum hann. Með stökustu hörkumunum komst hann inn í húsið, og upp á loft-herbergið sitt. Bara að hann hofði aldrei tarið þangað inn. Rauði silkivasaklúturinn, sem hann í gær hafði skilið eftir hjá Mariu Veres sem festarmerki, lá nú útbreiddur á rúm- inu hans. Hún hafði sent honum hann afiur. Hann fór að hugsasig um. Hvernig i dauðanum stóð á þvi, að klúturinn var kominn þangað ? Hafði hún máske þegar sent honum hann aftur? Slitið trúlofuninni ? Það var ómögulegt! Óhugsandi!........... Og hvað var orðið af hvita silkivasakiútnum, sem hann hafði íengið hjá henni? Og hvar var fjögra laufa smáriun? Ó, bara, að hann hefði ekki glatað honum! Ekkert átti haun eftir, ekkert, ekkert!........ Hann grúfði andlitið ofan í maðksmoginn stólgarm. Ef til vill hafði hann alls ekki komið til Jaszenova, og bara dreymt þetta allt saman. S k r í 11 u r. —0:0— Ekkjumaður einn kvongaðist I annað skifti, og gekk að eiga ríka ekkju, er var um flmmtugt. Þeg- ar hjónavígslunni var lokið, og hjónin komin heim, fór maðurinn að sýna börnunum sínum konuna sína, og mælti: »Nú nú, börn, kyssið þið nú konuna. Það er einmitt þessi nýja mamma, sem jeg lof'aði að út- vega og koma með handa ykkur*. Anna litla horílr lengi þegjandi á hina nýju mömmu, og segir síðan: »Pabbi, nú hefirðu látið svíkja þig fallega. Hún er alls ekki ný!« * * * Læknirinn: Það ætlar að taka nokkuð langan tíma fyrir yður, að borga mjer þetta, sem jeg á hjá yður, góðurinn minn. Maðurinn: Það ætlaði líka að taka nokkuð langan tíma fyrir yður, að lækna mig, læknir góður. * * * A. : Jeg er nú þeirrar skoðunar, að bezt sje að sjóða allt vatn að minnsta kosti hálfa klukkustund, áður en þess er neytt. B. : Er það i raun og veru sannfæring yðar? Nú, þjer eruð maske læknir? A.: Nei — jeg er kolakaupmaður. Prentsmiðja Stefáns Runólfssonar,

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.