Haukur - 01.01.1901, Page 1

Haukur - 01.01.1901, Page 1
Verð árgangsins, sem er að minnsta kosti 30 ark- ir, er hjer á landi 2 kr., erlendis kr. 2,60, og í Ameríku 75 oent. Borg- ist fyrir 80. dag júnímán. HAUKUR Uppsögn skrifleg, ógíld nema komin sje til út- gefandafyrirBO. júní, og uppsegjandi sje skuld- laus fyrir Hauk. Utgef- andi: Stefán Runólfsson. ALÞÝÐLEGT 8KEMMTI- OG FRÆÐI-RIT M 1.—3. ÍSAFJÖRÐUR, 1901. IV. ÁR. Dularfullt símrit. (Eftir W. B. Northrop.) —«0»— Jeg er símritari — jeg hefl verið það I þrettán ár. Jeg er ekki hjátrúarfnllur. Það er öðru nær. Jeg hefl ætíð skopaet að draugasögum, og öllu þess konar. En einu sinni kom þó fyrir atvik, er kom mjer A aðra skoðun, og frá þessu atviki ætla jeg nú að segja yður. Jeg hafði fyrir nokkru fengið atvinnu við aðal- ritsimastöðvarnar í Lundúnum, og gegndi störfum þar á hverju kvöldi, frá því klukkanvar 7>/2 eftir hádegi þar til klukkan var 2*/4 eftir miðnætti. Eina nótt, þegar jeg ætlaði að fara að standa upp og halda heim til mfn, kom simrit eitt, er mjer þótti næsta merkilegt. Það átti að fara til manns eins 1 Eastend*. Símritið var að eins þessi tvö orð: »Gætið yðar!« og undirskriftin var að eins eitt »H«. Þetta var síðasta simritið, sem jeg veitti móttöku, áður en jeg fór heim. Annars fór jeg í fyrra lagi heim þessa nótt, þvf að það voru veikindi heima hjá mjer, og hafði jeg þess vegna fengið leyfi til þess, að fara heim kl. 12. Jeg afritaði símritið í snatri, 0g skipaði ritsimasendli einum, að hlaupa þegar með það til viðtakandans. Þegar jeg ætlaöí að fara að hátta um nóttina, kom jeg af tilviljun fram á ganginn, og sá þá, að ljós var lifandi í baðklefanum, er stóð opinn. Jeg fór inn í baðklefann, 0g sá, að þar hafði verið skilin eftir olfulampi með ljósi á. Jeg þóttist skilja, að ein- hver myndi hafa gleymt lampanum þar um kvöldið, og áleit mjer þess vegna skylt, að slökkva á honum. Þegar jeg ætlaði aftur út úr klefanum, tók jeg allt í einu eftir því, að cinum vatnskrananum var illa lokað, svo að vatnið lak í dropatali ofan í baðkerið. Drop- arnir fjellu svo einkennilega. Stundum láku þeir hver á eftir öðrum í sprettum, stundum var dálítið millibil, og stundum bunaði vatnið litla stund i einu. Mjer þótti þetta hálf kynlegt, 0g jeg sagði við sjálfan mig: Þetta er skrítið, það er alveg eins og droparnir sjeu að segja mjer eitthvað. Svo fór jeg öldungis ósjálf- rátt að iesa úr dropunum, eins og þetta skyldi vera símrit**, og þótt undarlegt megi virðast, gat jeg lesið úr dropunum. Þeir endurtóku hvað eftir annað orð- in: »Gætið yðar!« »Gætið yðar!« og svo kom ofurlítil þögn, og því næst stafurinn »H«. Mjer fór ekki að verða um sel; það var eins og jeg hefði látið hug- sjónaraflið hlaupa með mig i gönur. Jeg kveikti aftur á lampanum. Svo settist jeg á baðkersbarminn, og hlustaði með athygli á dropana, er endurtóku í sffellu orðin: »Gætið yðar! H«. »Gætið yðar! H«. *) Austurendi. JCin borgardeildin í Lundúnum. **) Ritsíma-stafrófið eru eintómir deplar og strik (sbr. III. Arg. >Hauks«, 31. bls.), og hafa droparnir hjer táknað depla, en bunurnar strik. Fyrst í stað gat jeg ekki almennilega áttað mig á því, hvar jeg hefði heyrt þessi orð Aður. Yjer sim- ritarar tökum á móti og sendum svo mörg og marg- vísleg símrit, að það kemur mjög sjaldan fyrir, að vjer veitum neinu þeirra sjerstakt athygli. En allt i einu varð mjer það ljóst, að droparnir endurtóku síðasta símritið, sem jeg hafði tekið á móti, áður en jeg fór heim um kvöldið. Jeg hló að sjálfum mjer, og komst að þeirri niðurstöðu, að þetta hlyti að vera einber ímyndun, sprottin af því, að jeg hafði síðast tekið á móti þessu símriti — það hlyti að vera ein- tómur heilaspuni, er mjer heyrðust droparnir endur- taka í sífellu orð símritsins. En samt sem áður gat jeg ekki látið vera, að hugsa um það, að þetta væri þó að minnsta kosti merkilegur heilaspuni. Einn af starfsbræðrum mínum bjó í sama húsi og jeg, á næsta lofti fyrir ofan. Mjer fannst jeg vera knúður til þess, að sækja hann, til þess að hann gæti einnig hlustað á þessa merkilegu vatnsdropa. Það var reyndar komið langt fram á nótt, og hann hlaut að vera háttaður og sofnaður fyrir iöngu, en jeg á- setti mjer samt sem áður, að fara upp til hans. Hann varð fyrst hálf-úrillur og gramur í geði, og skammaði mig fyrir það, að jeg skyldi vera að ónáða hann með þessum heimskulega heilaspuna. En að lokum auðn- aðist mjer þó, að fá hann til þess að koma ofan með mjer. Jeg minntist ekkert á það við hann, hvaða orð jeg hefði lesið úr dropunum, en samt sem áður komst hann að sömu niðurstöðu sem jeg. Við stóðum báðir nokkra stund, og hlustuðum. Hann braut heilann um það, hvaðan þessi tilkynning, eða rjettara sagt viðvörun, gæti komið, og hverjum hún væri eiginlega ætluð. Jeg mundi ekki nafn manns þess, er hafði fengið sfmritið, og jeg minntist ekki einu orði á það við fjelaga minn, að jeg hefði tekið við neinu slíku símriti, áður en jeg tór heim um kvöldið. Þegar við höfðum hlustað stundarkorn, og hlegið að þessu öllu saman, fór vinur minn aftur upp til sín. Jeg fór inn i herbergi mitt, en mjer var svo ó- rótt innanbrjósts, að jeg gat ekki fengið aí' mjer að fara að hátta. Jeg settist á stól við skrifborið, og fór að brjóta heilann um það, hvernig i ósköpunum gæti staðið á þessu, hvort þetta væri einber tilviljun eða eintómur heilaspuni. Heilaspuni gat það ekki verið, þar sem starfsbróðir minn hafði undir eins lesið drop- ana á sama hátt, eins og jeg. En hvernig í dauðan- Um gat þá staðið á þessu? Jeg gat ekki kömizt að neinni niðurstöðu, og stóð þess vegna upp, og ætlaði að fara að hátta. Jeg fór yflr að speglinum, sem hjekk á vegnum, til þess að leysa hálsknýtið mitt. Meðan jeg stóð frammi fyrir speglinum, og hjelt áfram að hugsa um þetta, tók jeg allt í einu eftir því í speglinum, að jeg var ekki einn i herberginu. Karl- maður, sem jeg hafði aldrei áður sjeð, var kominn inn í herbergið, og seztur á stólinn við skrifborðið —

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.