Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 3

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 3
rv. 1-3. HAUKUR. 3 hann var holdugri í andliti, heldur en gesturinn, og hafði ekki neina dökkva bauga undir augunum. Auk þess var ennið á þessum töluvert lsegra. Jeg tók við símritinu, og var svo rólegur, sem mjer var auðið. Meðan jeg var að telja orðin, kom annar simritari inn. Jeg bað ókunna manninn að af- saka, að jeg þyrfti snöggvast að gegna öðru erindi, og fór svo til fjelaga míns. Jeg sagði honum, að maður þessi væri á einhvern hátt riðinn við morð það, sem framið hefði verið í Whitechapel fyrir sex mánuðum, og bað hann, að ná þegar í einhvern lög- regluþjón. Ókunni maðurinn horfði tortryggnislega á okkur, meðan við vorum að hvíslast á, og flýtti jeg mjer þess vegna aftur yfir að grindunum til hans. Meðan jeg ljet sem jeg væri að lagfæra símritið, og reikna út, hvað það kostaði, laumaðist fjelagi minn út úr stofunni. Jeg reyndi að brjóta upp á ýmsu umræðu- efni við ókunna manninn, til þess að tefja tímann. En hann gaf því lítinn gaum, og svaraði með sem fæstum orðum. Að lokum færði jeg mig svo fram fyrir grindurnar til hans. »Með leyfi að spyrja, heitið þjer ekki Atkins?* spurði jeg, og lagði höndina á öxl honum. Jeg gerði þetta auðvitað einungis til þess, að vita, hvernig honum yrði við. En hann skildi þegar, hvað jeg fór. Hann sneri sjer þegar að mjer, og greip báðum höndum um hálsinn á mjer. »Nú, svo þjer hjelduð, að þjer gætuð tekið mig, — bölvaður þorparinn yðar?« mælti hann. Augu hans leiftruðu eins og í óðum manni. Jeg fann það, að hann herti æ meir og meir að hálsinum á mjer. Mjer sortnaði fyrir augum, og jeg missti meðvitundina. * * * Þegar jeg raknaði við aftur, lá jeg í sjúkrahúsi einu. Mjer var sagt, að ókunni maðurinn hefði hjer um bil verið búinn að kyrkja mig, en til allrar hamingju hefðu lögregluþjónar komið að okkur, og tekið manninn. Hann hafði að lokum játað á sig morðið í Whitechapel, og verið dæmdur til lífláts. Hann hafði skýrt nákvæmlega frá öllum atvikum morðs- ins, og tildrögum til þess. Sá, sem myrtur var, hafði heitið Anthony Usina. Morðinginn hafði átt bróður einn, og höfðu þeir búið saman í Louth. Bróðir morðingjans hafði komizt í kynni við Anthony Usina í Lundúnum, og boðið honum, að koma með sjer til Louth. Þar höfðu þeir Usina og morðinginn orðið ó- samlyndir út af einhverjum peningaviðskiftum, og hafði Usina veitt morðingjanum alvarlega ofanígjöf. Morðinginn hafði þá strengt þess heit, að haun skyldi hefna sín á Usina, og þegar Usina fór aftur til Lun- dúna nokkrum dögum síðar, einsetti morðinginn sjer, að veita honam eftirför. Bróðir morðingjans — sem var mjög heiðvirður maður — hafði gert allt' það, er i hans valdi stóð, til þess að telja um fyrir honum, og fá hann til að hætta við fyrirætlun sína. En allar tilraunir hans höfðu orðið árangurslausar. Morðing- inn lagði af stað til Lundúna, og honum heppnaðist að finna heimili Usinas. Bróður morgingjans grunaði, að illt myndi hljót- ast af förinni. Hann sendi þess vegna símrit til Usina, og bað bann gæta sín. Það var það símrit, sem jeg hafði tekið á móti um nóttina. Tveimur klukkustundum eftir að bróðir morðingj. ans hafði sent símritið af stað, varð hann bráðkvadd- ur. Hann hafði fengið hjartaflog. Morðinginn hafði fundið Usina, og framið morðið. Það var svo að sjá, sem hann hefði komið að Usina óvörum, og að Usina hefði ekki haft tíma til þess, að færa sjer viðvörunina í nyt. En það merkilegasta af öllu er þó það, að morð- inginn og bróðir hans voru tvíburar, og svo líkir, að naumast var hægt að þekkja þá í sundur. Umhugsunin um glæp þann, sem morðinginn ætlaði að drýgja, hafði auðsæilega legið eins og farg á sálu bróður hans fram í andlát hans, og brottsend- ing símritsins hafði verið síðasta starf hans í þessu lífl. Er nú hægt að hugsa sjer það, að sál hans hafi hvergi getað fengið ró, heldur reynt öll hugsanieg ráð til þess, að fá mig til að fara til Eastend og koma í veg fyrir morðið? Hafi svo verið, þá urðu að minnsta kosti allar slík- ar tilraunir árangurslausar. Eins og jeg gat um í byrjun sögu þessarar, trúi jeg engum draugasögum, og engu þess konar. En fyrir atburði þeim, er hjer hefir verið skýrt frá, get jeg þó ekki gert mjer ljósa grein. Hefnd. —:0:— Vellauðugur slátrari einn, er rak mikla verzlun, og yerzlaði einkum með bjúgu, var aldrei ánægður með hagi sína, og sletti sjer fram í annara málefni miklu oftar, heldur en þeir kærðu sig um. Þannig hafði hann meðal annars lagt haturshug á svarta köttinn hans nágranna sins, án þess að nokkur vissi neina á- stæðu til þess. Og eitt kvöld, þegar nágranninn kom heim, fann hann eftirlætisgoðið sitt steindautt fyrir utan dyrnar. Hann vissi þegar, hver myndi hafa oröið kettinum að bana, og sór þess dýran eið, að hann skyldi hefna hans rækilega. Kvöldið eftir var bjúgnabúð slátrarans troðfull af fólki, eins og vant var. Allir ætluðu að fá sjer bjúgu. En allt i einu er dyrunum hrundið upp, og ná- granninn kemur inn í búðina. Hann heldur á dauða kettinum í hendinni, ryðst inn að búðarborðinu, leggur köttinn á borðið, og segir: »Hjerna kem jeg með þann tólfta, slátrari góður. Þessa sjö, sem eftir eru, skal jeg koma með áður en kvöldið er liðið«. Viðskiftamennirnir hlupu þegar á dyr, eins og þeir væru byssubrenndir, og hættu með öllu við bjúgnakaupiu. Og þess verður sjálfsagt langt að biða, að slátraranum takist að sannfæra viðskiftamenn sína um það, að bjúgun, sem hann býr til, sjeu í raun og veru ekki búin til úr — kattaketi. Neistar. Það, sem lærðu mennirnir vita með vissu, kæmist fyrir á hálfri örk af pappir; en það, sem þeir hyggja og ímynda sjer, væru nægar klyfjar á alla úlfalda heimsins. Maðurinn er venjulega fúsari á að fyrirgefa þeim, sem hefir móðgað hann tíu sinnum, heldur en þeim, sem einu sinni hefir gert hann að athlægi. Hversu þröngt sem er um þig, sjer þú þó ætíð meira af himninum, heldur en af jörðinni. Gleðitár eru sem morgundögg, er morgunsólin spegl- ar sig i.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.