Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 4

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 4
4 HAUKUR. IV. 1-3 . Konungur leynilögreglumannanna. Amerísk glæpamálssaga eftir Old Sleuth. 5. kapítuli. (Framh.) Brandon talaði sig saman við konuna um það, að þau skyldu hittast síðar á ákveðnum tíma, og er hún því næst hafði virt höfuðið fyrir sjer litla stund, hjelt hún á brott. >Jeg hygg, að þessi gátan sje ráðin«, mælti lög- regludómarinn. En leynilögreglumaðurínn brosti í kampinn, og svaraði: »Hún er að eins hálfu torskildari, heldur en áður Konu þessari skjátlast«. »En hún þekkti þó höfuðið«. »Jú, svo sagði hún. En þjer haflð nú þegar verið vitni að svo mörgum viðkennslum«. »Haldið þjer þá, að hún segi vísvitandi ósatt?« »Jeg hefi ekki gert mjer neina ákveðna grein fyrir því enn þá. Jeg þarf að reyna hana«. »Hvaða tilgang getur nokkur maður haft til þess, að koma með slíka staðhæfingu gegn betri vitund?* »Það eru margir undarlegir menn til í þessum heimi. Saklausir menn hafa játað sig seka um verstú glæpi, og jeg hefi þekkt reglulega góða menn, sem hafa sótzt eftir fjelagsskap örgustu bófa. Getur hugsazt, að kona þessi sje ein af þeim, sem láta ekk- ert tækifæri ónotað, til þess að reyna að vekja at- hygli á sjer; getur líka hugsazt, að hún þykist þurfa að vekja meðaumkunarhug einhverra náunga«. »En hárið á henni, sem var alveg eins og á höfðinu?* »í því er einmitt gátan fólgin. En jeg þekki ann- an mann, sem hefir ekki einungis þekkt hárið, held- ur og höfuðlagið og andlitsdrætti þá, sem enn þá vottar fyrir. Jeg hefi hjer lýsingu. Yiljið þjer gfera svo vel, að lesa hana, og bera hana saman við höfuðið?* Leynilögreglumaðurinn hafði að gamni sínu skrif- að nákvæma lýsingu á Eenie Ruthendale í vasabók sína, tæpum tjórðungi stundar eftir að hún fór út frá honum. Þegar lögregludómarinn hafði lesið lýsinguna, og borið hana seman við höfuðið, mælti hann: »Sá, sem hefir skrifað þessa lýsingu, hlýtur að hafa verið búinn að sjá höfuðið«. »Sem jeg stend hjerna, eru liðnar nokkrar vikur síðan lýsing þessi var skrifuð. Það er lýsing á lif- andi stúlku*. »Já, þá fer gátan að verða töluvert torskildari. Sagan um þessa stúlku, sem á að hafa haft alveg eins hár, hlýtur þá að hafa átt að vera einhvers kon- ar tálsnara*. »Við skulum smám saman reyna að komast fyrir það. En fyrst af öllu verðum við að réyna, að finna lík það, sem þetta höfuð er af«. »Jeg efast um, að það takist*. »Jeg vona, að okkur heppnist það. Hafið þjer gát á þessum kvennmanni, en látið hana ekki verða áskynja um grun okkar, og segið engum frá því, er við höfum talað um. Hver veit nema jeg hafi frá einhverjum nýjungum að skýra í fyrramálið«. Þegar komið var lágnætti, lagði maður einn af stað ofan að fljótinu, og var hann klæddur eins og ferjumenn voru vanir að vera klæddir á þeim árun- um. Hann reikaði í hægðum sínum eftir fljótsbakk- anum áleiðis þangað, er höfuðið hafði fundizt. Hann —r—----------——-------------------------------------- leit í kringum sig öðru hvoru, en sá hvergi neina hreyfingu. Hann fór því að tala við sjálfan eig, eins og sumum hættir við, þegar þeir eru einsamlir og hafa mikið að hugsa. »Jeg hygg helzt, að konan hafi sagt hjartans sannfæringu sína. Jafnvel þótt höfuðið sje ekki af systur hennar, þá er þó systir hennar sjálfsagt látin. Jeg trúi þvi ekki, að hún háfl talað svona gegn betri vitund. Það er ekki auðvelt verk, að gera sjer svo vel upp sorg, að jeg sjái ekki nokkurn veginn, að það er uppgerð. Jeg verð um fram allt að reyna að finna líkið; heppnist mjer það, vona jeg, að eitthvað fari að greiðast úr flækjunni*. Eins og lesendurnir munu þegar hafa gizkað á, var maður þessi enginn annar en Brandon leynilög- reglumaður. Hann var nú kominn að lokræsi einu, er hafði útrennsli 1 fljótið. Fram undan mynni þessa ræsis hafði höfuðið fundizt. Ræsið var svo vítt og vatnsmikið, að hægt var að komast á báti inn í það. Leyniiögreglumaðurinn settist í lítinn bát, er hann hafði látið flytja þangað um daginn. Hann tók tvær skammbyssur upp úr vösum sínum, athugaði þær vendilega, og stakk þeim svo aftur í vasa sína. Því næst dró hann rýting frá belti sjer, leit á hann, og mælti: »Það er allt eins og það á að vera«. Svo tók hann ár, og stjakaði bátnum inn 1 ræsið. Þegar hann kom inn í ræsismynnið, kveikti hann skrið- ljós, setti það í bátinn, og hjelt svo áleiðis inn eftir ræsinu. Honum gekk ferðin greiðlega, unz hann var kom- inn á að gizka 80—100 faðma inn í ræsið; en þá varð vatnið svo grunnt, að báturinn flaut ekki lengra. Hann steig þá út úr bátnum, tók skriðbyttuna með sjer, og bjó sig til að ganga eða öllu heldur skríða lengra áleiðis. Þegar hann var kominn fáa faðma frá bátnum, sá hann allt í einu eitthvað ljósleitt standa upp úr forarleðjunni. Hann bar skriðljósið að því, og dró það upp úr leðjunni. Þaö var kvennmanns- hattur. »A rjettri leið er jeg, eins og jeg hugsaði*, taut- aði hann fyrir munni sjer, og ætlaði að halda lengra áleiðis; en þá heyrði hann eitthvert gutl, líkast ára- skvampi, utar i ræsinu. »Hvað er þetta? Eru einhverjir á hælunum á mjer?« mælti hann í lágum hljóðum við sjálfan sig, og tók að hlusta. Honum heyrðist hann heyra óm af mannamáli í fjarska. Hann lokaði skriðbyttu sinni, og sneri aftur til bátsins. Svo hlustaði hann aftur, og heyrði nú greini- lega, að bátur kom innar eftir ræsinu. Að lítilli stundu liðinni sá hann ofurlitla rauða ljóstýru, er sett hafði verið i framstafn bátsins. Menn þessir voru að öllum líkindum í sömu er- indagerðum, sem leynilögreglumaðurinn. Þeir blótuðu og rögnuðu í sífellu, og var því auðheyrt, að það voru einhverjir ósiðlátir dónar. Þeir voru nú komnir svo nærri, að þeir áttu ekki eftir nema 15—20 faðma til leynilögreglumannsins. En þá heyrðist allt í einu hvellur af skammbyssuskoti, og um leið brá fyrir glampa, sem lýsti snöggvast i hinu ægilega myrkri, er var þarna niðri f jörðinni. Leynilögreglumaðurinn hafði skocið úr skammbyssu sinni, til þess að reyna að hræða mennina á flótta. En þeir ljetu sjer ekki bilt við verða. Þeir hjeldu áfram för sinni, eins og ekkert væri um að vera, og

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.