Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 5

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 5
IV. 1—3. HAUKUR. 5 1 hafa að Hkindum ekki tekið eftir skotinu, vegna þess að þeir höfðu sjálfir svo hátt. Leynilögreglumaðurinn sá, að þeir nálguðust óð- um, og þóttist nú í töluverðum vanda staddur. En svo mundi hann eftir því, að verðlaunum hafði verið heitið fyrir að finna líkið, og áleit þess vegna ekki óhugsandi, að mennirnir i bátnum væru í samskonar erindagerðum, sem hann sjálfur. Samtal það, sem hann nú heyröi til þeirra, gerði hann þó efablandinn. Hann dró rýtinginn frá belti sjer, og bjóst við öllu hinu versta. 6. kapítuli. Leynilögreglumaðurinn hafði dregið síg i hlje út að ræsisveggnum. Bátur þeirra, er á eftir honum komu, hafði ekki flotið svo langt, sem hans bátur, og hafði þess vegna orðið að nema staðar. Leynilögreglu- maðurinn heyrði, að komið var nær og nær, og við skímuna frá ljóstýrunni í bátnum, sá hann nú, að maður einn kom skriðandi eftir forarleðjunni, og íærðist óðum nær. Leynilögreglumaðurinn vildi helzt komast hjá því, að drepa manninn, eí hann ætti annars úrkosti. En ef í hart þyrfti að fara, áleit hann þó sitt Jif meira virði, heldur en líf þessara ókunnu fjandmanna sinna. Maðurinn var nú kominn svo nálægt, að leyni- lögreglumaðurinn hefði vel getað lagt höndina á höf- uð honum. Brandon notaði tækifærið, og greip með báðum höndum dauðahaldi um hálsinn á ókunna manninum. Þetta kom svo óvænt, að maðurinn varð sem steini lostinn af ótta, og gat engu orði upp komið. Brandon laut að eyranu á honum, og hvíslaði að honum: »Ef þú lætur heyrast til þín, eða ef þú hreyfir þig nokkura vitund, þá rek jeg óðara hnífinn íbrjóst- ið á þjer«. Ókunni maðurinn hefði auðvitað gjarnan viljað snúast til varnar, en hann fann það fljótlega, að hjer var við ofureflismann að eiga, og þess vegna hjelt hann sjer í skefjum. Brandon hafði ætíð handjárn hjá sjer, og áður en ókunna manninn varði, hafði bann komið þeim um ölnliðina á honum. Svo kallaði hann til þeirra, er í bátnum voru, og breytti málrómi sínum þannig, að hann yrði sem lík- astur því, er hann hjelt að málrómur fangans myndi vera: »Hæ, þið þarna! Annar hvor ykkar verður undir eins að koma hingað til mín. Jeg er á rjettri leið«. »Já«, svaraði einhver f bátnum, og rjett á eftir sá Brandon annan mann koma skriðandi til sin. Brandon hafði að öllu leyti hina sömu aðferð við hann, eins og við þann, er fyrstur kom. Hann hafði nú náð tveimur af þessum dularfullu körlum á sitt vaJd, og var því að eins einn þeirra eftir. Brandon breytti nú til um aðferð, og hugsaði sjer, að nú skyldi hann sækja á. Hann tók skriðbyttu Bína, og skreið að bátnum. Þegar hann kom að bátn- Um, stóð hann upp, opnaði skriðbyttuna, hjelt henni Upp með vinstri hendinni, og Ijet ljósið skina framan í þann, er enn þá var I bátnum. En með hægri hend- inni miðaði hann skammbyssu sinni á manninn, og hapð honum að gefast upp. Maðurinn æpti upp yflr sig af fáti og skelfingu, en stakk þó um leið hendinni í vasann, eins og hann ætlaði þegar að þrifa til skammbyssu sinnar. En í sama bili rak Brandon honum roknalöðrung, svo að hann valt um koll ofan í bátinn. Og að fáia sekúndum liðnum var hann jafn traust buudinn, eins og fjelagar hans. Burt Brandon hafði unnið reglulegt þrekvirki, og hann hló í huga sjer, meðan hann treysti fjötrana á föngunum, til þess að vera viss um, að þeir kæmusc ekki undan. Nú gat hann haldið áfram leit sinni. Hann var í góðu skapi, því að hann var ekki einungis sann- færður um það, að hann væri á rjettri leið, að því er snerti líkið, heldur og um það, að hann hefði hjer náð í menn þá, er að öllum iíkindum væru sekir um glæpinn. Hann skreið á fjórum fótum inn eftir ræsinu, og þreifaði fyrir sjer. Þegar hann var kominn á að gizka 10 faðma inn fyrir bátinn sinn, rak hann höndina í eitthvað kalt og stinnt, sem kom honum til að kippa henni þegar að sjer aftur, eins og hann hefði snert við eitruðum höggormi. En hann áttaði sig fljótlega; hann bar ljósið að þessu, sem hann hafði kornið við, og það fór hrollur um hann allan. Höfuðlaust lík, alþakið slími og forarleðju, lá fyrir framan hann. Hann dró það fram að bátnurn, og lagði það upp í hann. Fangarnir lágu eins og hann hafði skilið við þá. Hann tók þá hvern á fætur öðrum, og lagði þá upp í bátinn þeirra. Svo ýtti hann bátunum á flot, batt þá saman og stjakaði þeim út úr lokræsinu. Himininn var heiður og alstirndur, og Brandon varð feginn að anda að sjer hreinu lofti. Hann fann það nú fyrst, að loftið inni í lokræsinu hafði verið allt annað en gott. Þegar hann var lentur, batt hann fangana saman, en leysti böndin af fótum þeirra, og skipaði þeim að halda af stað með sjer. »Bíðið þjer við, hvað hafið þjer í hyggju, að gera við okkur?« spurði einn þeirra. »Þegið þið, og haldið þið áfram«, skipaði leyni- lögreglumaðurinn. »Ef þjer haldið, að við sjeum eitthvað riðnir við morð stúlku þeirrar, sem þjer hafið í bátnum, þá skjátl- ast yður stórlega«. »Áfram, segi jeg«. »Við vorum einungis að leita að líkinu, til þess að reyna að ná i verðlaun þau, sem heitin hafa verið flnnandanum*. »Hvernig stendur á því, að þið vissuð, hvar þið áttuð að leita að því?« »Það var ekki nema eðlilegt, að iíkið hlyti að finnast einhverstaðar í grennd við þann stað, þar sem höfuðið fannst*. Það leit 'út fyrir að maðurinn segði satt, og Brandon komst þegar að þeirri niðurstöðu, að það væri að minnsta kosti mjög óvíst, að fangarnir væru sekir um morðið. Þeir voru samt sem áður hnepptir í varðhald. Likið var flutt á lögreglustöðvarnar. Brandon sendi þegar efti.r lækni, og er þeir höfðu þvegið lik- ið, skoðuðu þeir það vandlega, en urðu einskis vis- ari. Læknirinn varð að játa það hreinskilnislega, að hann gæti ekkert um það sagt, hvað orðið hefði stúlk- unni að bana. Ekkert sár var á likinu, og læknirinn taldi líklegt, að höfuðið hefði verið tekið af þvi liðnu. Á fötum stúlkunnar var ekkert hægt að græða; þan

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.