Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 6

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 6
6 H AUKITR. IV. 1-3. voru ómerkt, og mjög lík fötum þeim, sem flestar stúlkur ganga í. Daginn eftir var þaö á hvers manns vitorði, að líkið, sem tilheyrt hefði hinu dularfulla höfði, vteri nú íundið. Það vakti auðvitað mjög mikiö umtal og margs konar ágizkanir. Brandon brá sjer aftur inn í lokræsi það, er hann hafði fundið líkið í. Hann hafði lögregluþjón með sjer, og var erindi þeirra það, að gæta að þvi, hvort þeir sæu þess nokkur merki, að stúlkan hefði verið drepin þar inni i ræsinu. En þeir urðu einskis vísari, og komust þess vegna að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að hafa verið flutt þangað eftir að hún var lát- in. Hvergi sáu þeir þess nein verksummerki, að lík- inu hefði verið komið ofan í ræsiö, og hlaut það því að hafa verið flutt inn í það frá fljótinu. 7. kapítuli. Nú liðu svo nokkrir dagar, að ekkert bar til tíðinda. Líkið hafði verið krufið, til þess að komast fyrir það, hvort stúlkan hefði verið drepin með eitri. Almenningi og blöðunum var talin trú um, að það væri fyllilega sannað, að líkið og höfuðið væri hvorttveggja af sömu stúlkunni, og að lögreglunni væri kunnugt um það, hver stúlkan hefði verið. 7 Nú var því ekki annað eftir, en að grafast fyrir það, hver [morðinginn væri. Hefting manna þeirra, er Brandon tók í ræsinu, var sem sje haldið leyndrifyr- ir öllum óviðkomandi. Brandon talaði oft við blæjubúnu konuna, er nú hafði krafizt þess, að sjer yrði afhent likið. Hann var oröinn sannfærður um það, að bún vissi ekki betur, en að þetta væri lík systur hennar, og að kröfur hennar væru sprottnar af hjartans sannfæringu um, að hún hefði rjett fyrir sjer, jafnvel þótt hann þættist fyrir sitt leyti vita, að þessar jarðnesku leifar væru ekki af systur hennar. Að tveimur vikum liðnum staðfestu efnafræðing- ar þeir, er rannsakað höfðu innýfli stúlkunnar, grun læknanna um það, að stúlkan hefði verið myrt með eitri, og að höfuðið hefði verið tekið af líkinu liðnu. Almenningur var nú hættur að hugsa um þetta mái, og farinn að snúa athygli sínu að ýmsu öðru. Brandon, sem einmitt hafði verið að bíða eftir því, að áhugi almennings dofnaði, tók nú fyrir alvöru að starfa að því, að gratast fyrir þennan óttalega glæp. Hann var fyrir sitt leyti sannfærður um það, að Bayard Knight væri valdur að giæpnum, en hann hafði engar sannanir fyrir því. Hann varð þess vegna um fram allt að reyna að grafa upp eitthvað, sem gæti orðið til þess að sanna grun hans. Hann hafði ávallt vakandi auga á Bayard Knight, og fylgdi honum um allt eins og skugginn hans. En hann bjó sig ætíð í nýtt og nýtt dulargervi, svo að Bayard Knight þekkti hann aldrei, og grunaði aldrei neitt. Kvöld eitt sat Bayard Knight í daglegu stofunni heima hjá sjer. Þá kom þjónn einn inn til hans, og skýrði honum frá þvi, að gamall maður væri úti, og vildi fá að tala við hann. Knight skipaði þjóninum, að láta manninn koma inn, og að vörmu spori kom gamall sveitamaður, fremur fátæklega til fara, inn í stofuna. Knight virti gestinn mjög vandlega fyrir sjer, og spurði hann með alvarlegri röddu, hvert erindi hans væri. »Jeg er með brjef til yðar«, svaraði gamli mað- urinn. »Frá hverjum?* Gamli maðurinn ieit tortryggnislega kringum sig, og mælti hálfhikandi, að hann þyrði ekkí að segja það, ef nokkur líkindi væru til þess, að nokkur annar heyrði nafnið. »Verið þjer öldungis óhræddur; hjer stendur eng- inn á hleri«, svaraði Knight, og það lá við sjálft, að þetta dularfulla háttalg gamla mannsins, gerði hann hálf-smeykan. Gamli maðurinn tók brjef upp úr vasa sínum, og rjetti Knight það með skjálfandi hendi. Knight fór yfir að borði þvl, er lampinn stóð á, til þess að lesa brjeflð. Á vegnum andspænis honum var stór spegill. Bayard Knight varð af tilviljun litið í spegilinn, og sá hann þá, að gamli maðurinn sat á- lútur, og starði á hann með hvössu augnaráði. Bayard Knight var taugahraustur maður, og hafði gott vald yfir tilfinningum sínum. Það var með ðllu ómögulegt, að sjá þaö á svip hans eða hreyflngum, að hann hefði orðið neins áskynja. En mynd gamla mannsins i speglinum hafði samt sem áður vakið grun- semd hans, og hann ásetti sjer að fara varlega og gæta sin vel. Hann opnaði brjeflð I hægðum sínum, og las það i hljóði, og var ekki auðið að sjá neina breytingu á svip hans. Þegar hann hafði lesið brjeflð, sneri hann sjer að gamla manninum, og mælti rólega: »Jeg get ekki á neinn hátt orið ungfrú Ruthen- dale að liði. Hún var fósturdóttir mín, og strauk i brott frá mjer. Þar að auk heflr hún stolið svo miklu frá mjer, að ef jeg vissi, hvar hún hjeldi til, þá skyldi hún fá maklega hegningu*. »Þjer getið þá ekki hjálpað henni?« »Vitið þjer, gamli maður, hvert brjefsefnið er?« »Já, mjer er ekki ókunnugt um það«. »Það er svo. En jeg get samt sem áður lofað yður að heyra brjeflð«, mælti Bayard Knight; og svo las hann það upp ofur stillilega og rólega. Það var á þessa leið: »Kæri fósturtaðir! Jeg iðrast þess sárt, að jeg skyldi strjúka burt undan yðar ástúðlegu vernd og varðveizlu. Gremja og hugarangur hafa si og n kvalið mig siðan. Þrautir og hörmungar hafa mitt hlutskifti verið, og nú grát- bæni jeg yður um, að senda mjer ofurlitið af pening- um með brjeíberanum, eða — og þess vildi jeg helzt af öllu óska — leyfl yðar til þess, að mega hverta aftur undir yðar föðurlegu umhyggju og ástúðlegu varð- veizlu. Renie Ruthendale«. Þegar Knight hafði lesið brjefið, þagði hann litla stund, og spurði svo: »Hvar heldur stúlkan til? Hvert á jeg að senda brjef, ef mjer skyldi detta í hug að skrifa henni?« »Jeg hefl ekki rjett til þess, að segja yður heim- ili hennar«. »Hver eruð þjer, og hvað heitið þjer?« »Jeg heiti Brown, Jabez Brown. Brjef, sem sent er til aðal-póststofunnar í dag eða á morgun, nær í mig«. Bayard Knight færði sig nær gestinum með brjeflð í hendinni, og mælti: »Þjer heitið Brown, ha? Jabez Brown?« Hann stóð litla stund kyr, og staröi á ókunna

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.