Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 9

Haukur - 01.01.1901, Blaðsíða 9
IV. 1-3. HAUKUR. 9 annaðhvort myrt hana sjálfur, eða fengið annan til að gera það; en hann er svo sjeður og var um sig, að ómögulegt er að finna nokkurn höggstað á honum*. »En getur þá ekki hugsazt, að einhver annar sje valdur að morðinu?* »Ekki get jeg hugsað mjer það, því að enginn annar gat haft neina ástæðu til að myrða hana«. »En hverja ástæðu hafði hann til þess, að fremja slíkt níðingsverk?* »Jeg skal segja yður það, frú Katrin. Munið þjer eftir Ruthendales morðmálunum, sem byrjuðu fyr- ir hjer um bil fjórtán árum?« »Nei, jeg man ekki eftir þeim«. »Jeg skal segja yður, hvernig á þeim stóð. í bæ einum hjerna í ríkinu bjó gamall maður, Ruthen- dale að nafni, með konu sinni, er var mjög ung að aldri, og áttu þau eina dóttur, sem var að eins fárra ára. Gamli maðurinn var auðugur mjðg, bæði að löndum og lausu Qe. Hann hafði tekið að sjer ungl- ingsmann einn, er hann sagði að væri kjörsónur sinn. Barn þeirra hjóna dó voveiflega, og skömmu eftir að búið var að jarðsyngja það, andaðist gamli maður- inn einnig mjög sviplega*. »Nú fer mig að reka minni til þess, að jeg hefi heyrt eitthvað um þetta«, mælti frú Katrín. »Það er sennilegt, því að málið var mjög undar- iegt og einkennilegt. Menn hjeldu, að barnið hefði dottið í tjörnina í trjágarðinum við húsið, og drukkn- að«. »Já, jeg man eftir þvf; og andlitið á barninu var svo skaddað, að það var með öllu óþekkilegt, og urðu menn þess vegna hálfhræddir um, að telpan hefði verið myrt«. »Öldungis rjett. En þetta er að eins lítill hluti leyndardómsins. Eins og þjer munið sjálfsagt, og jeg drap á áðan, andaðist faðir barnsins einnig mjög sviplega, skömmu eftir greftrun barnsins. Kjörsonur gamla mannsins var sakaður um það, að hafa byrlað honum eitur, og voru margir hræddir um, að hann væri sekur, þótt ekkert sannaðist á hann. Þegar erfðaskrá Ruthendales var opnuð, kom það í ljós, að hann hafði að eins ánafnað konu sinni örlítinn hluta af eignum sínum, en þar á móti arfleitt kjörson sinn, — sem hann nú i erfðaskránni játaði allt í einu, að væri skilgetinn sonur sinn frá fyrra hjónabandi — að mestum hluta allra sinna miklu auðæfa. Margir höfðu grun um, að erfðaskráin væri fölsuð, þótt slíkt hafi ekki enn þá orðið fyllilega sannað*. »Já, jeg man það núna, að jeg hefi heyrt þetta einhvern tíma áður«. »Já, því trúi jeg vel. En nú hefi jeg gert tvær merkilegar uppgötvanir. Thomas Kronburgh, kjör- sonur Ruthendales gamla, er hjerna i borginni, og kallar sig hjer Bayard Knight. Jeg hefi alveg ný- skeð komizt að þvi, hverja orsök hann hefir haft til þess, að skifta um nafn í annað skifti, og skal jeg síð- ar segja yður frá því, en jeg er fyrir löngu orðinn sannfærður ura það, að Bayard Knight og Tbomas Kronburgh eru einn og sami maður. Áður hafði hann, samkvæmt erfðaskrá gamla mannsins, tekið sjer nafnið Ruthendale, og á æskustöðvum sínum nefnir hann sig enn þá því nafni. Hann stendur á þvífast- ara en fótunum, að hann sje sonur Ruthendales gamla, og á enn þá í málaferlum út af auðnum. Það er haldið, að ekkjan sje dáin, eða hún er að minnsta kosti horfin fyrir löngu. Mjög sennilegt, að þræl- mennið Bayard Knight hafi myrt hana. En jeg er að eltast við hann, og hann skal aldrei ná í einn dollar af auðæfum Ruthendales, því að — nú hefi jeg komizt fyrir annað leyndarmál: Barn það, sem fannst dantt í tjörninni, var ekki barn Ruthendales gamla«. Frú Katrin varð allt í einu eitthvað undarleg á svipinn, og spurði áköf, en þó með skjálfandi röddu: »Hafið þjer alveg áreiðanlega sönnun fyrir þess- ari staðhæfingu yður, Burt Brandon?« »Já, fulla sönnun«, svaraði leynilögreglumaður- inn. Og nú tók hann eftir breytingu þeirri, er orðið hafði á andliti frúarinnar. Hann var skarpskygn maður, og var þess vegna torvelt að leyna hann nokkuru. »Þjer vitið eitthvað meira um þetta mál, frú Katrín*, mælti hann. »Það er auðsjeð, að málið er yður áhugamál, og yður er kunnugt um atvik þess«. »Þjer segið satt. — Það hafa flestir einhver á- hugaefni, og einhver'leyndarmál*. »En, bezta vinkona, þjer vitið, að yður er óhætt að treysta þagmælsku minni. Segið mjer nú leyndar- mál yðar«. »Nú, jæja. Þjer munið það víst, að þegar Thomas Kronburgh var sýknaður, þá fjell grunurinn á kvenn- mann einn«. »Já, jeg man það, og kvennmaðurinn hvarf á óskiljanlegan hátt. Og þjer, frú Katrín---«. »Jeg er sá hinn sami kvennmaður*. 10. kapituli. Brandon var ekki vanur því, að látasjer bregða, þótt eitthvað kæmi flatt upp á hann, og hann breytti ekki heldur frá þeirri venju í þetta skifti. »Þjer voruð fóstra barns þess, er menn hjeldu að hefði drukknað?* spurði hann rólega. »Kona sú, sem hvarf, var kölluð kennslustúlka barnsins; en í raun og veru var jeg fóstra þess> og hafði það á brjósti«. »Og þjer búið yfir leyndarmáli?* »Já«. »Þjer hjelduð, að barn það, sem drukknaði, væri ekki barn Ruthendales gamla?« »Jeg vissi, að það var ekki dóttir hans. En jeg minntist ekki á það við neinn, því að hefði það orð- ið uppvíst, að líkið var ekki Renie Ruthendales, þá hefðu launmorðingjar þeir, sem höfðu barnið undir höndum, sjálfsagt framið eitt morðið enn, og þá hefði það orðið Renie Ruthendale sjálf, sem fallið hefði«. Einhver óljós grunur vaknaði alt í eínu í huga Brandons. En hann bugsaði sjer, að hann skyldi ekki láta neitt á honum bera fyrst um sinn, og mælti: »Eruð þjer alveg viss um, að þjer hefðuð þekkt lik Renie Ruthendales?« »Já, jeg er alveg viss um það. Hún hafði sem sje fæðingarblett á líkamanum, sem enginn vissi um, nema jeg og læknirinn. — En þjer sögðuð, að þjer vissuð, að það hefði verið annað lík, sem fyrir fjórtán árum var borið til grafar frá heimili Ruthendales. Segið mjer nú, hvernig þjer hafið fengið vitneskju um það«. »Ekki núna, ekki núna. Jeg skal einhvefn tíma seinna segja yður frá þeirri kynjasögu. En jeg skal segja yður það, frú Katrín, að við eigum mikið verk fyrir höndum, sem við verðum bæði að vinna að af alhug, og við verðum þegar að taka til starfa. En einu megum við ekki gleyma: við verðum að læðast

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.