Haukur - 01.02.1901, Side 1

Haukur - 01.02.1901, Side 1
Hver var morðing’inn? Frakknesk leynilögregln-saga, eftir Emile (iaboriau*. }íyrafi Éapíiuli. IIR, sem hafa lesið skýrslur blaðanna um tildrög morðmáls þess, er hjer verður gert að umræðuefni, hafa þegar fengið nokkur kynni af byrjun máls þessa og mönnum þeim, er við það voru riðnir. En vegna þeirra, er ekki hafa lesið frásögn blað- anna, skulum vjer setja hjer stutt ágrip af sögu málsins, og byrjunaratriðum þess. Hinn 6. marz 1862 var framið morð eitt í sveita- þorpinu La Jonchere, sem er skammt frá París. Það var gömul ekkja, Claudine ],erouge, sem myrt hafði verið. Hún hafði búið einsömul í kofa einum, og jafnvel þótt hún gerði aldrei neitt, leit þó út fyrir, að hún væri ávallt vel efnum búin. Lögreglan var sótt. Lögreglustjórinn hjet Gevrol. Hann var sjergóður maður, duglegur að ýmsu leyti, en ákaflega þrályndur. Á baki líksins var sár, er auðsæilega var eftir sverðsodd. Ekkjan hafði staðið í herberginu sínu, og morðinginn hafði komið aftan að henni, Og lagt hana með sverði. Hún hafði verið búin að breiða á borð til kvöldverðar, og á borðinu stóð vínflaska og brenni- vínsflaska, er báðar voru tappalausar. í herberginu var allt á ringulreið; silfurborðbún- aður ekkjunnar var horfinn, og sömuleiðis töluvert af skartgripum, er menn vissu, að hún hafði átt. Gevrol komst þegar að þeirri niðurstöðu, að morðið hefði verið framið til þess, að ná í þessar eignir ekkjunnar; og með því að það sannaðist, að ekkjan hafði átt tal við sjómann einn, er hafði verið þrútinn af reiði, áleit Gevrol sjálfsagt, að sjómaður þessi hlyti að vera valdur að giæpnum. Rannsóknardómarinn, Daburon, er samt sem áð- ur ekki samdóma honum, og gamli Tabaret, leynilög- reglumaður, var fenginn til þess, að grafast fyrir morðið. Tabaret tók þegar að rífa niður allt það, er Gevrol hafði byggt. Hann fann ýms verksummerki eftir morðingjann, för eftir skóna hans í sandinum, hálfreyktan vindil á arinhillunni, far eftir silkihatt í rykinu á skrifborðinu, ösku af pappír, er morðinginn hafði brennt á arninum, og för eftir stígvjelahæla, er sýndu, hvar hann hafði hoppað yflr blómreit einn — og var auðsjeð á því, að þetta hlaut að vera ungur og fjörugur maður. Þegar Tabaret hafði lokið rannsóknum sínum, lýsti hann yflr því, að morðinginn væri ungur og prúðbú- inn, og að hann hefði ekki myrt okkjuna til fjár, held- *) Prakkneskur skáldsagnahöfundur og blaðamaður, fæddur 1835, dáinn 1878. Það voru einkum hinar svo nefndu leynilögreglusögur hans, er gerðu hann heimsfrægan, og varð sagan L’affaire Lerauge (sem hjer hirtist í ísl. þýðingu) fyrst til þess, að gera haun svo nafnkunnan. ur til þess, að ná í einhver skjöl, er hún hefði haft undir hendi. Þetta sannaðist og nokkru síðar, er silfurborð- búnaður ekkjunnar og skartgripir hennar fundust í læk einum, sem var rjett hjá kofanum. Yitni nokk- ur mundu og eftir því, að þau höfðu sjeð ungan og gamlan mann, auðsæilega úr flokki stórmennanna, fara heim til ekkjunnar nokkru aður en morðið átti sjer stað. Á þessum sönnunargögnum byggðí Tabaret áætlun, sem seinna rættist á undursamlegan hátt. í húsi Tabarets gamia bjuggju mæðgin ein, maddama Yalerie Gerdy og sonur hennar, Noel, ung- ur iögfræðingur. Þegar Tabaret var kominn að þeirri niðurstöðu, að Claudine Lerouge hlyti að hafa verið myrt fyrir þá sök, að eitthvert sifjaliðs-leyndarmál hefði veri á vitorði hennar, — leyndarmál, sem að likindum snerti fæðingu einhvers barnsins, — fór hann inn til leiguliða sinna, mæðginanna, til þess hvíla hug- ann litla stund á því að spjalla við þau. Þegar hann kom inn, skýrði Noel honum frá því, að maddama Gerdy væri hættulega sjúk; hún hefði veikzt allt í einu, þegar hún hefði lesið fregnina um morðið. Og jaínframt bætti hann því við, að ekkjan, Claudine Lerouge, hefði verið fóstra sín Enn fremur sagði Noel honum, að hann hefði komizt að því, að maddama Gerdy væri í raun rjettri ekki móðir sín. Faðir hans, Rheteon de Commarin, er var vellauðugur greifl, hafði átt tvo sonu, er fædd- ust hjer um bil samtímis. Annan þeirra hafði hann átt með konu sinni, en hinn með hjákonu sinni, maddömu Gerdy. Gamli greifinn hafði hatað konuna sína, en elsk- að hjákonuna, og hafði hann þess vegna látið skifta um börnin skömmu eftir að þau fæddust, og ala óskil- getna soninn upp sem hinn lögmæta erfingja sinn. Noel Gerdy komst að þessu leyndarmáli, með því að hann fann ýms sendibrjef frá greifanum til konu þeirrar, er ljezt vera móðir hans. Noel kvaðst einnig hafa komizt að því, að ýms skjöl, er að þessu lutu, hefðu verið i fórum ekkjunnar, Claudine Lerauge, og sagðist hann hafa farið heim til Alberts, hálfbróð- ur síns, sýnt honum brjefln, og beðið hann að koma með sjer heim til ekkjunnar, til þess að leita að fleiri sönnunargögnum í máli þessu. Albert de Commarin aftók þetta með öllu, og bar það fyrir, að faðir hans væri fjarverandi úr bænum. Kvaðst hann vilja láta þetta bíða afskiftalaust, þar til faðir sinn væri kominn heim, með því að hans væri von að fáum dögum liðnum. En ef það, sem Noel hefði skýrt frá, reyndist satt að vera, þá kvaðst Al- bert vera reiðubúinn, að víkja sonarsætið fyrir Noel. Tabaret. gamli hlustaði með athygli á sögu Noels, og þótti mikið í hana varið. Hann skildi það þegar, HAUKUR HINN UNOI 1901. Np. I.—3.

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.