Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 4

Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 4
KONUNGUK LhYNILÖGKBGLUMANNAKNA. Konungur íeynilögreglumannanna. Amerísk glæpamálssaga eftir Old Sleuth. 11. kapítuli. íPramh.) Lítilli stundu síðar sátu þau Brandon og frú Katrín hvort við hliðina á öðru í járnbrautar- klefa einum. Þau voru bæði dularbúin, og með öllu óþekkileg. Á járnbrautarstöð einni í New Jersey stigu þau út út vagninum, því að þangað hafði förinni verið heitið. Þá var komið miðnætti. Eimlestin stóð ekk- ert við, en hjelt þegar lengra áleiðis. f’egar Brandon var nýstiginn út úr vagnklefanum, sá hann allt í einu andliti bregða fyrir, er varð til þess, að hann rak ósjálfrátt upp ofur-lágt undrunaróp. Brautarstöðvarljóskerið varpaði björtum geisla yfir þvera gangstjettina, og í þeirri birtu hafði hann sjeð bregða fyrir höfði með ákaflega miklu og fallegu hári, alveg eins og á fundna höfðinu. Það fór þvert yfir ljósrákina, og hvarf þegar aftur út í myrkrið. Brandon var maður laus við alla hjátrú, en samt sem áður fannst honum nú, sem kuldahrollur færi um hann alfan. „Bíðið þjer eitt augnablik", sagði hann við frú Katrínu, og hljóp af stað eftir sjetttinni, í sömu átt- ina, sem stúlkan hafði farið. Hann skimaði í allar áttir, en sá ekkert. Eimlestin var farin af stað. Brandon rak sig á stöðvarstjórann, og spurði hann, hvort hann hefði sjeð nolckurn kvennmann þar á járnbrautarstöðinni. „Nei, hjer hefir enginn kvennmaður komið í kvöld, nema kona sú, sem stendur þarna yfir hjá horninu. Hún kom með eimlestinni ásamt einhverj- um karlmanni". „Þjer hafið þá ekki sjeð neina unga stúlku með ákaflega miklu og björtu hári hangandi niður um herðarnar?" „Nei, hana hefi jeg ekki sjeð“. Brandon sneri nú aftur til frú Katiínar. „Hvers vegna hlupuð þjer svona alt. í einu?“ spurði hún. „Jeg skammast mín fyrir að segja yður það“, svaraði hann. „Annaðhvort hefir ímyndunáraflið leikið kynlega á mig, eða þá að hinir framliðnu eru risnir upp úr gröfum sínum“. „Hvað eigið þjer við?“ „Svo sannarlega sem jeg stend hjerna, sá jeg stúlku þá, sem fundna höfuðið er af“. í þessu bili kom kona ein tii þeirra. „Þarna kemur ráðningin á gátunni“, mælti Bran- don, og fór á mót.i konunni. „Ó, jeg er svo fjarskalega hrædd", mælti konan og stóð á öndinni. „Það er svo. Sama segi jeg“, svaraði leynilög- reglumaðurinn. „Eruð þjer líka hræddur? En hvað í ósköpunum hafið þjer þá sjeð ?“ „Það skal jeg segja yður. Núna fyrir fáum mín- útum sá jeg yöur, eða þó einkum höfuðið á yður, með mikla, hrokkna hárinu, sem er svo aðdáanlega líkt öðru hári, er við höfum sjeð, að jeg hjelt, að þeir framliðnu væru risnir upp“. Konan varð enn þá fölari, heidur en hún var áður, og stamaði út úr sjer: „Ó, þjer hafið þá líka sjeð það“. Eins og lesendurnir munu þegar hafa gizkað á, var þetta sama blæjubúna konan, sem komið hafði inn á lögreglustöðvarnar í New York, þegar eftir að kvennmannshöfuðið hafði fundizt, og fullyrt, að höf- uðið væri af systur sinni, sem hefði vorið myrt. „Yoruð þjer ekki á gangi hjerna fyrir svo sem fimm mínútum?" spurði Brandon. „Nei, jeg var einmitt að koma rjett í þessu“. „Voruð þjer ekki hjerna, þegar eimlestin fór?“ „Nei“. „Ja, þá er gátan óráðin enn þá“, mæiti Brandon. „Já, það er torskilin gáta, þetta; jeg skal segja yður: jeg hefi sjeð svipinn hennar systur minnar". „Svipinn hennar systur yðar?“ „Já, það er svo satt sem jeg stend hjerna. Jeg mætti honum núna hjerna andspænis kirkjunni". Viljið þjer koma með okkur yfir að kirkj- unni?“ „Já, það get jeg gjarnan gert“. Þau lögðu nú öll þrjú af stað í myrkrinu. Þeg- ar þau voru komin nokkuð áleiðis, sáu þau allt í einu dökk-klæddan kvennmann rjett á undan sjer. Konan þreif í handlegginn á leynilögreglumannin- um, og mælti skjálfandi af ótta: „Þarna er hann“. „Hver?“ „Svipurinn“. „Yerið þið kyrrar hjerna. Jeg skai komast fyrir það, hvað þetta er“, mælti Brandon. Konurnar námu staðar undir trje einu við veginn, en leynilögreglumaðurinn hljóp á eftir vofunni, sem nú var kominn á móts við kirkjuna. Hún stóð litla stund kyr, en þegar Brandon kom nær, lijelt hún aftur af stað, og fór inn um sáluhliðið. Brandon hljóp við fót, og kallaði til vofunnar og bað hana að nema staðar, en hún gaf því engan gaum. Brandon hljóp inn í kirkjugarðinn á eftir vofunni; en hún tók þá líka til fótanna, hljóp í kringum kirkjuna og hvarf svo inn á milli trjánna í kirkjugarðinum. Brandon sá ekkert eftir af henni. Brandon stóð sem steini lostinn. Þetta var svo gagnólíkt öllu því, sem hingað til hafði driflð á daga hans. Hann kveikti á skriðbyttu sinni, og tók að leita að vofunni. Að lokum kom hann að minnisvarða einum, hvítum og draugalegum, og í sömu svipan kom hann auga á dökkieita vofu, er reyndi að fela. sig bak við varðann. Hann hljóp beint að vofunni, en í sama bili heyrði hann hana segja með mjúkri og skjálfandi röddu: „í guðs nafni segið mjer, hvers vegna eruð þjer að elta mig?“ „í guðanna bænum, segið mjer fyrst“, mælti Brandon, „hvað eruð þjer að gera hjer úti í kirkju- garði um miðja nótt? „Jeg geri engum mein“. Jjeynilögreglumaðurinn var nú kominn alveg að henni, og lýsti framan í hana. Skein þá ljósið á — 8 — — 7

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.