Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 11

Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 11
„Kóng’urinn" og kosningarnar. DÖDBk frásaga eftir Ingvor Bondesen, með myndum eftir Poul Steffensen. SUNDINU, spölkorn frá landi, er eyja ein, sem Stakkey nefnist. Með s]ó fram eru flæðiengi mikil, en fyrir ofan þau eru frjó- samir kornakrar, er hækka smámsaman eftir því sem nær dregur miðju eyjarinn- ar. Þar er aðal-byggðin, búgarðar og ibúðarhús, í þjettri hvirflng kringum kirkjuna. Hagskýrslurnar segja, að á eyjunni sjeu alls 26 búgarðar og 43 í- búðarhús, að eyjarskeggj- ar sjeu alls 332, og að aðal-atvinna þeirra sje:_ akur- yi'kja, siglingar og flskveiðar. Helzti maður eyjarinnar heitir Marteinn Rasmus- sen. Bújörð hans er nærri því 50 vallardagsláttur að stærð, eða með öðrum orðum, helmingi stærri, heldur en bújörð nokkurs annars eyjarskeggja. Auk þess á hann peninga í sparisjóðnum og bankanum, og tölu verða peninga hefir hann einnig iánað gegn veði í á- býlisjörðum ýmsra stórbænda á landi. Þegar Stakk- eyjarbúar koma saman, hvort sem það er til þess að ræða sameiginleg málefni þeirra eyjarskeggja á „þing- inu“, eða til þess að stytta sjer st.undir, skipar Mar- teinn æfinlega forsætið. Hann hugsar fyrir hönd allra eyarbúa, og talar fyrir hönd þeirra allra, og þeir hafa aldrei enn þá haft óhag af því. Ekki dregur Marteinn sig lieldur í hlje, þegar berjast þarf fyrir því, að sameiginleg málefni þeirra Stakkeyinga fái framgang, hvort heldur það er hjá amts- ráðinu, eða öðrum slikum yfirvöldum. Hann borgar málaflutningsmanninum úr sínum eigin vasa, og ferð- ast á sinn kostnað til i'áðgjafans eða stiftamtmanns- ins, eða til hverra annara, sem úrslit málanna eru undir komin. Og hann fer ekki heim til þeirra til þess að rifast við þá, eða bjóða þeim byrginn, heldur reynir hann að fá þá á sitt mál með kænlegri röksemda- færslu, glettulegu viðmóti og viðfangsþægð. Kemur slíkt yflrvöldunum venjulega í gott skap, og fær þau til þess, að líta með góðvilja á málavexti Stakkeyinga. Að eins einu sinni vita menn til þess, að Marteinn hafl beitt illu, og þó er það miklu fremur ágizkun, heldur en að menn viti það með vissu. Einn af sjó- mönnum eyjarinnar hafði farið á land til þess að sækja lækni til konunnar sinnar, er lá hættulega sjúk. Yeðr- ið var slæmt, rokstormur, hörkukuldi og jeljagangur. Hjeraðslæknirinn, gamall málskrafsmaður og illhryss- ingur, afsagði með öllu að fara út í illviðrið, og vísaði sjómanninum á lausalækni einn, er ætti heima uppi á torginu. En sá læknir var þá einhverstaðar úti að vitja sjúklinga sinna. í örvæntingu sinni varð sjó- manninum þá reikað inn til kaupmanns þess, er hann var vanur að skifta við, og þar rakst hann af tilvilj- un á Martoin Rasmussen, er farið hafði á land saraa daginn. „Pú heflr ekki haft þá rjettu aðferð við hann“, sagði Marteinn, þegar sjómaðurinn hafði skýrt honum frá vandræðum sínum. ,.Far þú bara ofan að bátnum þínum, og hafðu hann til taks, svo skal jeg svei mjer koma lækninum af stað“. Og það stóð heima. Tuttugu minútum síðar sást hjeraðslæknirinn staulast af stað í stóreflis loðkápu ofan að bátnum, ásamt Marteini, ,er bar fótapokann hans. Báðir voru þeir sótrauðir í framan, svo að sjó- maðurinn skildi þegar, að þeir myndu hafa komizt í hár saman. En aldrei minntist Marteinn einu orði á það. Hann fór sjálfur ofan í bátinn, studdi lækninn til sætis, og vafði fótapokanum mjög rækilega um fæturna á honum. Svo settist hann sjálfur aftur í skut, og sagði við sjómanninn: „Nú skal jeg sjá um stýrið, Jakob, þá getur þú litið eftir seglunum". Svona er Marteinn Rasmussen. Hann hugsar og ályktar fyrir hönd allra eyjarbúa, og þurfi Stakkeying- ar að fá einhverju framgengt, þá er Marteinn sjálf- kjörinn til þess að framkvæma það. Og enginn er sá meðal Stakkeyinga, er hafl neina aðra skoðun en hann, hvaða mál sem um er að ræða. Þess vegna kalla nágrannarnir á landi hann aldrei annað en „kónginn", kónginn í Stakkey. Vormorgun einn, árla mjög, situr hann við borð- ið í daglegu stofunni sinni. Hann er á sextugsaldri, fullkomlega meðalmaður á hæð, og samanrekinn. Hárið er snoðklippt; það heflr verið svart, en er nú töluvert farið að hærast. Höku- og vanga-skeggið er orðið silfurgrátt, og er það snoðklippt eins og hárið. Andlitið er breitt, neflð beint og vel lagað, augun stór og grámórauð á litinn, og, augabrúnirnar loðnar og öllu dekkri heldur en skeggið. Svipurinn er glettuleg- ur og góðmannlegur. Marteinn er snöggklæddur; hann 21 - 22 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.