Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 12

Haukur - 01.02.1901, Blaðsíða 12
KÓNOUKINn" 00 KOSNINGABNAB hefir opinn reyktób&kspung fyrir framan sig, og er að láta í pípuna sína. Glugginn, sem snýr út að garð- inum, st.endur opinn, og á milli útihúsanna sjest yfir kornakrana og flæðiengin niðri við sjóinn. Hins vegar við sundið sjest ströndin á Fjóni í tæplega mílufjórð- ungs fjarlægð. Þar sjást grænir skógar, hvítir bygg- - akrar, og íbúðarhús með hvítum múrum og svörtum trjegreypingum. Á einum st.að niðri við ströndina sjest búgarður einn mikill með langri húsaröð. íbúðar- húsið er með rauðu tiglþaki og fjórum hvítum reyk- háfum; það sýnist umkringt dökkgrænum skógi, og er þess vegna mjög álitlegt tilsýndar. En nú er hurðinni allt í einu hrundið upp, og unglingsmaður, hár vexti, kemur inn í stofuna. Hann er i ljósgráum sumarfatnaði, og hefir stráhatt á höfði. Marteinn bindur í snatri fyrir tóbakspunginn sinn, og lítur forviða á komumanninn. „Sæll vertu, faðir minn!“ „Komdu sæll, Niels! Hvernig stendur á þvi, að þú ert á ferðinni núna á þessum tíma?“ „Það kemur nú ekki til af góðu. Jeg er búinn að vera þarna yfir frá hjá honum Ristoft", svaraði Niels, og benti á hvíta húsið með rauða þakinu og hvítu reykháfunum, er sást hins vegar við sundið. (Meira.) Sfirítlur. Jóhann: Regnið fellur jafnt yfir rjettláta sem rangláta. Pjetur: Satt að vísu, en sá rangláti nær venju- lega í regnhlíf þess rjettláta, og hlífir sjer með henni. Dómarinn: Eruð þjer sekur? Fanginn: Það er víst yðar en ekki mitt, að grafast fyrir það. • Anna : Ertu nú alveg viss um það, að hann elski þig í raun og veru ? Hanna: Já, það er jeg sannfærð um. Anna: Hvað hefir þú fyrir þjer í því? Hanna: Hann segist vilja láta lífið mín vegna, ef þörf gerðist. Anna: Slíkt geta allir sagt. Og jeg vil ráða þjer til þess, að trúa honum ekki, fyr en hann hefir sýnt það í verkinu. Hún: fú sveikst mig illilega, þegar þú ginntir mig til að eiga þig. Hann: Jeg gerði meira en það; jeg sveik sjálfan mig líka. • „Skelfing er að sjá yður, maður“, sagði írlending- ur einn við mann, er var orðinn hvítur og horaður af ofmikilli tóbaksnautn. „Þjer lítið út alveg eins og þjer hefðuð risið npp úr gröfinni tii þess að kveikja yður í vindli, og sjeuð nú í vandræðum með að finna gröfina yðar aftur. Faðirinn (alvarlegur): Hefirðu spurt hana mömmu þína að því, hvort þtí mættir eiga þessa næpu? Hans litli (þriggja ára): Já,' pabbi minn. Faðirinn : Er það nú alvegvíst? Jeg skal spyrja hana um það, og segi hún, að þú hafir ekki spurt hana, verður þú barinn fyrir að segja ósatt. Nú-nú, spurðir þú hana svo að því? Hans litli: Já, faðir minn, jeg gerði það. (Eftir nokkra þögn) En hún sagði nei. iSdíur. 1. Jeg þekki nafnorð með fimm stöfum. Taki jeg fjóra þeirra, verða fimm eftir. En taki jeg fimm, verður heilt nafn- orð eftir. — Hvaða orð er það? 2. Jeg sá einu sinni nafnorð með átta stöfum. Jeg strikaði fjóra stafi út, en samt urðu átta eftir. Jeg strikaði átta út, en þá varð heilt nafnorð eftir. — Hvaða orð var það? Stafagáta. £ 12. 5. 8. 4. 16. Það ber öllum um það saman Engin mær sje hýrri’ í framan Þegar blundi brugðið hefur 14. 7. 5. Býsna mörgum saðning gefur 14. 4. 13. 17. Slæma árás ýmsum veitir Eltir menn um fjöll og sveitir Er þó harla hrumur fjandi 14. 7. 13. 10. 7. 1. 10. 7. 5. 18. Heimili á Suðurlandi 10. 7. 6. 16. 14. 7. 18. 8. A þessum átta Adams dætur Einkum hafa fengið mætur 10. 16. 15. 14. En þessa’ er öllum illur vani Að iðka 7. 9. 6. 7. 10. 3. 15. 16. 10. 17. Þúsund manna bani 16. 17. 14. 7. 2. 3. 4. 6. Verður oft á voru landi 1. 10. 12. 16. 10. 7. 9. 10. 3. 4. 16. Valdsmönnunum leiður fjandi Þó að ýmsum öðrum veiti Öflga liðsemd 11. 4. 9. 17. 6. 10. 7. 8. Karlmannsheiti 14. 7. 2. 8. Margir eiga’ af skornum skammti Skatnar 9. 2. 4. 13. 7. 12. 6. 14. 4. 2. Jörð í Suðuramti 1. 10. 13. 16. Erfiðleika ýmsum veldur Er ei laúst sem skrattinn heldur Þótt geymi margra marka virði 3. 4. 17. 1. 10. 4. 9. 14. 17. 18. 11. Meistari á ísafirði 13. 7. 9. 1. 9. 12. 8. Pá menn oft á aumri bikkju 1.—18. Orsök verstu sundurþykkju RAðnlng gátu þeirrar, er var í síðasta tölublaði „Hauks“. 7 kettir geta á 7 mínútum jetið 7 rottur; það er með öðrum orðum: 7 kettir geta á 1 mínútu jetið 1 rottu. Sje kattafjöldi sá, sem leitað er að, nefndur X, verður dæmið þannig: X kettir eiga á 50 mínútum að jeta 100 rottur; með öðr- um orðum: X kettir eiga á 1 mínútu að jeta 2rottur. Svar- ið verður þá: 7 nettir . = V2 Eða X kettir = 14 kettir. X kettir Útgefandi: STFFÁN BUNÓLFSSON, Pósthússtrœti 17. lleyltjavík, 1901. — Aldar-prentBmiðja. — 23 — 24 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.