Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 1

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 1
Hver var morðinginn? PrakkneBk leynilögreglu-saga, eftir Emile Gaboriau. (Framh.) „Má jeg segja nokkur orð?“ mælti Nóel ein- staklega kurteisislega. „Góðsemi þín hefir fengið meira á mig en svo, að jeg geti lýst því með orðum; og þó leyfl jeg mjer að sárbæna þig um það, að fresta þessari fyrirætlun þinni. Uppástunga sú, sem jeg hefl í hyggju að koma með, er þess eðlis, að jeg vona að þú álítir hana þess verða að íhuga hana. Mjer flnnst ástandið svo vaxið, að það sje hrein og bein skylda mín að taka tillit til þess. — Það getur stundum verið rjett og sjálfsagt, að meta almenningsálitið að engu, en það getur aldrei verið rjett, að bjóða því út, eða eins og þú komst að orði, að skora það á hólm. Jeg fæ vafalaust þungan áfeilisdóm. Hvað skyldu menn segja, ef jeg flytti mig nú þegar hingað til þín, og hrifsaði allt í einu til mín tign þá og rjettindi þau, er jeg á tilkall til? Jeg liti þá út sem sigurvegari, er holdur innreið sína í hertekna borg, og álítur það litlu skifta, þótt hann troði ofan á lík hinna föllnu ogsigr- uðu, bara ef lánið leikur við hann sjálfan. Jeg myndi verða fyiir nöpru háði, og ekki að orsakalausu, efjeg sýndi slíkt bráðlæti í því, að ná í rjettindi mín. Menn myndu eflaust bera mig saman við Albert, ogsásam- anburður myndi ekki verða mjer til málsbótá, ef svo liti út, sem jeg hældist um af sigri mínum, einmitt á sama tíma, sem ólánið dundi yflr bróður minn“. Greiflnn hlustaði á þessa tölu, án þess að láta neina óánægju í Ijós. Ef til vill höfðu þessar rjett- látu röksemdir Nóels sannfært hann. Nóel hugði, að harðýðgi gamla mannsins væri öllu fremur uppgerð, heldur en óvægni í raun og veru, og sú ímyndun hans hvatti hann til að halda áfram. „Jeg grátbæni þig“, mælti hann, „að lofa mjer að halda mínum gömlu lífernisháttum núna fyrst um sinn. Með því að sýna mig sem minnst á manna- mótum, kem jeg því til leiðar, að allar illgirnislegar athugasemdir þagna sjálfkrafa. Og þá veiti jeg líka almenningsálitinu tima til þess, að venjast breytingu þeirri, sem í vændum er. — Það er mikið hæft í því, sem sagt er, að maður eigi aldrei að koma flatt upp á heiminn. Ef menn vonast eftir mjer, lít jeg ekki út sem óviðkomandi maður, þegar jeg birtist þeim. Sem fjarverandi nýt jeg einnig hagsmuna þeirra, er ætíð fylgja því, að vera ókunnur. Þeir, sem hafa öfundað Albert, munu hugsa hlýlega til mín. Og jeg mun fá að vinum alla þá, er á morgun myndu ráða á mig, ef jeg hækkaði svona allt í einu í tigninni að þeim óvörum. Auk þessa yrði þessi frestur til þess, að jeg hefði sjálfur tíma til þess að átta mig á þess- ari skyndilegu breyt.ingu á högum mínum, og búa mig undir hana. Það ætti iila við, að jeg flytti með mjer ýmis konar uppskafnings látæði inn í samvista- heim þinn, sem nú á að verða minn samvistaheimur. Tignin og nafnið má ekki fara mjer illa, eins og klaufa- tega sniðin föt“. „Þetta væri nú ef til vill það skynsamlegasta, sem hægt er að gera*, tautaði gamli greifinn. Nóel furðaði sig stórlega á því, að greifinn skyldi slaka svona fljótt til. Hann hafði ekki vonazt eftir því. Honum datt í hug, að greifinn hefði að eins ver- ið að reyna hann — að eins verið að freista hans. En hvernig sem í þessu lá — hvort sem hann hafði sigrað gamla manninn með mælsku sinni, eða hann hafði blátt áfram komizt hjá gildru, er fyrir hann hafði verið lögð — þá hafði hann þó borið sigurinn úr býtum. Sjálfstraust hans fór vaxandi. Hann varð nú aftur jafn öruggur og hann hafði áður verið. „Jeg verð að bæta því við,“ mælti hann enn frem- ur, „að það er ýmislegt sjálfum mjer viðvíkjandi, sem jeg verð að athuga. Áður en jeg byrja á þessu nýja lífi, verð jeg að hugsa um þá, sem verið hafa sam- vistamenn mínir. Jeg á vini, og jeg hefi skjólstæð- inga. Þessi atburður kom allt í einu, og að mjer óvörum, einmitt þegar jeg var nýbyvjaður að skera upp ávöxt tíu ára þrældóms og þolgæðis. Jeg hafði lokið við sáninguna, og það var komið að uppskeru- tímanum. Jeg er þegar orðinn nokkuð nafnkunnur sem málaflutningsmaður. Jeg er farinn að mega mín töluvert. Jeg játa það án kinnroða, að jeg hefl að- hyllzt hugmyndir og skoðanir, sem ekki eiga við innan þessara veggja, og á einum degi er óhugs- andi — —“. „Nú, já-já“, mælti greifinn kýminn; „þú ert þá Ííklega þjóðmálaskúmur. Já, stjórnmálamennskan, hún er ein af tízku-sóttum þessarar aldar. Albert var líka heilmikill stjórnmálamaður". „Hugsjónir þær, er jeg hefl gert að mínum hug- sjónum", svaraði Noel einarðJega, „hafa verið sams- konar, eins og allir menntaðir og framgjarnir menn hafa borið í brjósti sjer. Og er ekki auk þess sama, hver stjórnmálaflokkurinn er? Hafa ekki allir siíkir flokkai sama takmarkið — meira vald? Jú, þeir vilja hver um sig ráða; það er ráðríki og valdafikn, sem knýr þá alla til starfa. Þeir nota bara hver sína að- ferð, til þess að krækja í völdin. En jeg vil ekki fara lengra út í þá sálma. Þú mátt veiða þig á það, að jeg skal ekki gera ættarnafni okkar skömm. Jeg skal hugsa og breyta eins og bezt samir manni í minni tign". „Jeg vona, að þú gerir það“, mælti greifinn. „Og jeg vona, að þú fáir mig aldrei til að sakna Alberts". „Ef svo fer, skal það ekki verða mjer að kenna. En úr því að þú fórst að minnast á þetta ógæfusama ungmenni, þá skulum við tala dálítið meira um hann“. Greifinn leit tortrygginn á Nóel. „Hvað getum við gert til þess að hjálpa Albert, úr því svona er komið?“ „Hvað er þetta!“ mælti Nóel ákafur; „ætlar þú að bregðast horium nú, þegar hann á engan að, og HAUKUB HINN UNGI 1901. Nr.4.—6.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.