Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 2

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 2
HVEB VAB MOEBINGINN? allir vinir hans snúa við honum bakinu? Hann er þó sonur þinn eftir sem áður, og hann er bróðir minn. í þrjátíu ár heflr hann borið nafnið Commarin. Öll ættin ber ábyrgðina í sameiningu. Hvort sem hann er saklaus eða sekur, Tieflr hann fullan rjett til þess, að vonast eftir fulltingi okkar, og við erum skyldir, að veita honum alla þá aðstoð, er við getum í tje látið “. „En hvað heflr þú þá von um að geta gert?“ spurði greifinn. „Að frelsa har.n, ef hann er saklaus; og það vona jeg, að hann sje. Jeg er málaflutningsmaður, og jeg ætla að taka að mjer að verja hann. Það er sagt, að jeg hafl gáfu í þá átt, og eins og hjer stendur á, hlýt jeg að hafa hana. Já, hversu sterk bönd, sem borizt hafa að honum, þá skal jeg svifta þeim sundur og ónýta þau. Jeg skal feykja burt öllum grun, og taka af öll tvímæli. Sannleikurinn skal koma í Ijós, þegar jeg tek tii máls. Jeg skal flnna nýjar rök- semdir, sem skulu sannfæra dómai'ana. í einu orði: Jeg skal frelsa hann, og þetta skal verða síðasta málið, sem jeg tek að mjer“. „En setjum nú svo, að hann hafl þegar játað á sig giæpinn?" mælti greifinn. „Sje svo“, svaraði Nóel þungur á brún, „þá álýt jeg mjer skylt, að veita honum þann sama síðasta greiða, sem jeg myndi biðja bróður minn um, ef jeg hefði ratað í annað eins ólán. Jeg skal þá sjá svo um, að hann komist hjá því að þola dóm og hegningu". „Fallega mælt“, sagði greiflnn; „mjög fallegá mælt, sonur minn.“ Og hann rjetti Nóel hönd sína ofur-innilega. Nóel hneigði sig lotnir.garfullur, og varð nú auð- sæ'ilega glaðari í geði, en hann hafði verið. Loksins hafði hann haft sig áfram að hjarta þessa stórláta aðalsmanns. Hann hafði sigrað. Hann hafði loksins geðjazt föður sínum. „Yið skulum nú aftur snúa máli okkar að þjer“, mælti greiflnn. „Jeg beygi mig fyrir ástæðum þeim, er þú hefir fært fyrir máli þínu. Jeg skal haga öllu samkvæmt ósk þinni. En þú mátt ekki skoða þetta sem fordæmi, er þú gefir haft að mælikvarða eftir- leiðis. Jeg breyti aldrei áformum mínum, jafnvel þótt mjer sje sýnt og sannað, að þau sjeu heimskuleg, og andstæðileg mínum eigin hagsmunum. En þótt þú komir ekki alkominn hingað nú þegar, til þess að taka við tign þinni, þá er víst ekkert því til fyrirstöðu, að þú borðir hjer eftir með mjer. Fyrst af öiiu þurf- um við að flnna herbergi handa þjer, sem þú getir haldið til.í, unz þú flytur þig á viðeigandi hátt í her- bergi þau, er búin verða út handa þjer“. Nóel leyfði sjer enn þá einu sinni að grípa fram í fyrir gamla aðalsmanninum. „Pegar þú baðst mig áðan um, að lcoma heim með þjer, hiýddi jeg því viðstöðulaust, eins og skyldan bauð mjer“, mælti hann. „Nú er önnur heilög skylda, sem kailar mig hjeðan aftur. Maddama Gerdy liggur fyrir dauðanum. Ætti jeg að yfirgefa banabeð hennar, sem hetir gengið mjer í móðurstað?" „Valerie Gerdy“, tautaði greifinn, og byrgði and- litið í höndum sjer. Hann sá snöggvast ailt iiðna líflð sitt eins og í skuggsjá fyrir hugskotssjónum sínum. , „Hún heflr orðið mjer til mikillar ógæfu“, tautaði — 27 — hann með sjálfum sjer, eins og hann væri að svara hugsunum sínum. Hún hefir farið með hamingju mína — líf mitt. En á jeg ekki að vera sáttfús? Nú deyr hún — vegna sakargiftar þeirrar, er dunið hefir yflr Albert — son okkar. Það var jeg, sem var valdur að öllu saman. Sjálfsagt yrði það henni til mikillar huggunar í andlátinu, ef jeg talaði við hana. Jeg ætla að fara með þjer“. Nóel kipptist við. Hann hafði sízt búizt við þessu. „Nei“, svaraði hann. „í ölium bænum hiífðu sjálfum þjer við svo átakanlegri sjón. Heimkókn þín myndi ekki koma að neinu liði. Maddama Gerdy er reyndar ef til vill lifandi enn þá, en hún er rænulaus og meðvitundariaus. Fregnin um hefting Alberts fjekk svo mjög á hana, að hún fjell þegar í ómegin, og hún heflr ætíð verið meðvitundarlaus siðan. Vesa- lings konan myndi hvorki þekkja þig nje skilja þig“. „Jæja, farðu þá einsamall11, mælti greifinn og stundi við. „Farðu þá sonur minn“. Orðin „sonur minn“ hljómuðu sem sigurrödd í eyrum Nóels. Hann hneigði sig, og ætlaði að fara. En greifinn bað hann hlusta enn á nokkur orð. „Hvernig sem fer“, mælti hann, „mun jeg ætíð láta bera á borð fyrir þig hjer, og ætla þjer sæti. Jeg borða miðdegisverð klukkan hálf sjö, og mjer þætti mjög vænt um að fá að sjá þig hjerna áþeimtíma". Hann hringdi borðbjöllunni. Herbergisþjónninn kom inn. „Denis", mæiti hann, „skipanir þær, er jeg kann að leggja fyrir þig viðvíkjandi gestum, snerta ekki þennan herra. f’etta verður þú að tilkynna öllum þjónunum. Þessi herra á heimiii hjer f húsinu". Málaflutningsmaðurinn fór, og greifanum þótti ósegjaniega vænt um, að geta nú verið einn út af fyrir sig dálitla stund. Það hafði gerzt svo margt þennan dag; atburðirnir höfðu rekið hver annan svo ört frá því um morguninn, að hugur hans gat naumast fyigt þeim. En nú gat hann loksins farið að hugsa um það, er gerzt hafði. Þegar Nóel var kominn út á strætið, steig hann upp í vagn oinn og ók heim til sín i „Rue St. Lazare". Og er hann kom að dyrunum, flevgði hann fimm frönkum í ökumanninn, og hljóp eins og örskot upp riðið. „Hverjir hafa komið, og spurt eftir mjer?“ sagði hann við þjóninn. „Enginn, herra minn“. Nóei varð auðsæilega hughægra, er hann heyrði það. „Og læknirinn?“ spurði hann rólegur. „Hann kom í morgun, rjett eftir að þjer fóruð“, svaraði þjónninn. „En það leit svo út, sem hann væri með öllu voniaus. Hann kom svo aftur fyrir lítilli stundu, og er hjerna enn þá.“ „Það er gottt. Jeg fer þá upp, og tala við hann. Ef einhverjir skyldu koma, þá lætur þú þá fara inn í skrifstofuna mína, og segir mjer frá því“. Þegar Nóel kom inn til maddömu Gerdy, sá hann þegar, að ekkert hafði breytzt til batnaðar, meðan hann var fjarverandi. Sjúka konan lá í rúminu, með starandi augna- ráði og vöðvateygjum í öilu andlitinu. Hún leit út rjett eins og hún væri liðin; að eins kipptist hún snögglega við öðru hvoru, svo að allur líkaminn tifraði. — 28 — /

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.