Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 3

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 3
UVEB VÁB MOREINOINN? Herve læknir hafði setið við rúmstokkinn, en stóð upp, þegar Nóei kom inn. „Loksins komuð þjer þá“, mælti hann, og tók fast og innilega í hönd vinar síns. „Jeg var tafinn svo lengi í ráðhúsinu", svaraði málaflutningsmaðurinn, eins og hann áliti nauðsynlegt, að' afsaka þessa löngu fjarveru sína. „Eins og þjer getið skilið, hefi jeg ætíð verið með öndina í hálsin- um af hræðslu". Hann laut að eyra læknisins og hvíslaði að hon- um með skjálfandi röddu: „Nú-nú, or hún nokkuð skárri?" Læknirinn hristi höfuðið. „Hún er miklu verri", svaraði hann. „Síðan í morgun hefir hvert sjúkdómseinkennið öðru verra komið í ljós“. Hann þagnaði allt í einu. Málaflutningsmaðurinn hafði þrifið af öllu afli í handlegginn. á honum. Maddama Gerdy starði á þá, og veik stuna heyrðist. til hennar. „Hún hefir heyrt til yðar“, mælti Nóel lágt. „Guð gæfi að svo hefði verið“, svaraði læknirinn. „Það gæfi manni þó ofurlitla von. En því miður er jeg hræddur um að yður skjátlist. Yið skulum samt athuga það betur*. Hann fór að rúminu, sem maddama Gerdy lá í, þreifaði á slagæðinni, og athugaðj sjúklinginn vand- lega. Svo opnaði hann varlega annað augnalokið. Augað var dapurt og fjörlaust, rjett eins og í liðnu líki. „Komið þjer og sjáið sjálfur. Takið í hönd henn- ar og talið við hana“. Nóel titraði allur, en gerði þó sem honum var sagt. Hann færði sig að rúminu, laut ofan að kon- unni, svo að varir hans snertu næstum þvi eyrað á henni, og mælti í lágum hljóðum: „Móðir mín, það er jeg, það er Nóel — þinn eig- in Nóel. Talaðu við mig — hreyfðu þig eitthvað of- urlítið. Heyrir þú ekki, móðir mín —- heyrir þú ekki til mín?“ En tilraun hans var árangurslaus. Sjúka konan hrærði hvorki legg nje lið, og á ásjónu hennar sást ekkert merki þess að hún hefði neina meðvitund. „Þarna getið þjer sjeð“, mælti læknirinn. „Jeg hafði rjett fyrir mjer“. „Yesalings konan", sagði Nóel og stundi við; „skyldi hún þjást mikið“. „Ekki núna sem stendur*. Nunna ein, sem sat við að útbúa eitthvað fyrir sjúklinginn, stóð nú upp og kom yflr að rúminu. „Nú er þetta tilbúið, iæknir", mælti hún. „Biðjið þá þjónustustúlkuna að koma og hjálpa okkur. Við ætlum að reýna að viðhafa senneps- plástur". Þjónustustúlkan kom. Þegar þær lyftu sjúku kon- unni upp, til þess að leggja plásturinn á hana, var hún köld og stirð, næstum því eins og nár. Þessi hryggðarsjón var svo átakanleg, að jafnvel nunnunni þótti nóg um, og var hún þó orðin vön því, að horfa á alls konar þrautir og þjáningar. Meðan á þessu stóð, hafði Nóel hörfað út að glugganum, og þar stóð hann nú, og studdi brenn- heitu enninu að rúðunni. Hvað skyldi hann liafa verið að hugsa um núna, þegar hún, sem hafði sýnt — 29 — honum svo mikla móðurlega elsku og viðkvæmni, var að gefa upp öndina og yfirgefa hann að fullu ogöllu? Skyldi hann hafa verið að harma brottför hennar? Skyldi hann ekki öllu fremur hafa verið að hugsa um hina stórkostlegu og glæsilegu framtíð, sem hann átti i vændum í „Fauburg St. Germain?" Hann sneri sjer skyndilega við, þegar hann heyrði rödd vinar síns. „Nú er þessu lokið“, mælti læknirinn. „Nú verð- um við að bíða, og sjá, hver áhrif plásturinn heflr. Finni hún sársaukann, er það góðs viti. En hafi plást- urinn engin áhrif, verðum við að reyna blóðtöku". „Og ef hún kemur ekki að liði?“ Læknirinn svaraði að eins með því að yppta öxl- um, og gaf þar með í skyn, að öll hans úrræði væru þrotin. „Jeg skil yður, Herve,“ mælti Nóel lágt. „Því er nú miður. Þjer sögðuð mjer þetta í gær, að þjer væruð vonlaus orðinn". „Já, frá læknisfræðilegu sjónarmiði er öll von þrotin. En jeg er aldrei með öllu vonlaus". „Pað er sárt, að þurfa að horfa á hana í þessu ásigkomulagi", mælti Nóel. „Á hún áreiðanlega að deyja, án þess að fá ráð og rænu aftur,- þótt ekki væri nema eitt augnablik? Á hún aldrei að þekkja mig framar — aldrei að tala eitt orð við migframar?" „Hver veit það? Það er aldrei hægt að sjá það fyrir, hverjum breytingum þessi veiki muni taka. Hún getur breytzt þegar minnst varir, eftir því hvort bólg- an ræðst á þennan eða hinn hluta heilans. Nú er hún með öllu meðvitundarlaus, en á morgun fær hún ef til vili krampa og óttalegt óráð“. „Og skyldi hún þá tala?“ „Það gerir hún eflaust, en slíkt er enginn bati, og engin breyting á sjálfri veikinni". „En ætli hún geti þá ekki fengið ráð og rænu aftur?“ „Jú, ef til vill“, svaraði læknirinn. „En hvers vegna spyrjið þjer að því?“ „Jeg skal segja yður, Herve minn góður: eitt einasta orð af vörum hennar gæti orðið mjer að ómet- anlegu liði“. „Að því er hagsmuni yðar snertir, eða hvað? Nú, já, jeg get ekki loíað yður neinu — vil ekki full- yrða neitt. En þjer megið alls ekki yfirgefa hana — ekki víkja fet frá hvílu hennar. Fái hún ráð og rænu, verður það að eins í svip. En nú verð jeg að fara“, mælti læknirinn enn fremur. „Jeg hefl fleiri sjúkl- inga að vitja“. Nóel fylgdi vini sínum út. Þogar þeir komu fram i ganginn spurði hann: „F’jor komið víst aftur?" [Meira.] oyieisiar. Sönn mælska er í því fólgin, að segja allt það, sem á að segja, en elckert annað. * Þegiðu ætíð yfir áformum þínum, til þess að þú verðir ekki til athlægis, ef þau mislánast. # Engum peningum er betur varið, en þeim, sem vjer höf- um látið liafa af oss með vjelum, því að fj’rir þá höfum vjer blátt áfram koypt oss hyggindi. — 30 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.