Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 5

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 5
KÖNÐNGUR LEYNILÖGREGLUMANNANNA. „Þjer eruö ágætui'. Yið skulum f;i okkur eitt.- hvað í staupinu, og skcggnoða um þetta sem vinir". Leonardi var fús til þess. Knight hringdi þá, og bað þjóninn um eina flösku af konjakki og tvö staup. Knight hellti fyrst í staup handa sjer og drakk Ur því. Leonardi fór að dæmi hans, en drakk þó tæp- lega helminginn úr staupinu. Þeir voru nú teknir að spjalla saman í mesta bróðerni. En svo vakti Knight allt í einu athygli Leonardis á mynd einni, er hjekk á vegnum, og kvaðst aldrei hafa sjeð jafn einkennilega mynd. Og þegar Leonardi sneri sjer við, til þess að skoða myndina, tók Knight ofurlítið glas úr vasa sín- um, og hellti nokkrum dropum úr því í staupið hjá Leonardi. Svo tóku þeir aftur að tala saman. Leonardi tók staup sitt og ætlaði að bera það að vörum sjer, en þá heyrðist allt í einu hvellur af skammbyssuskoti, og í sömu svipan fjeil staupið á gólflð. Bayard Knight brá svo við, að hann öskraði upp yflr sig, og hljóp eins og örskot út úr herberginu. Að lítilli stundu liðinni kom Brandon inn. Leon- ardi sat þá kyr á stólnum, og starði á staupbrotin á gólfinu. „Jeg sje, að þjer eruð forviða," mælti Brandon; og er Leonardi spurði hann, hvernig staðið hefði á skotinu, kvaðst Brandon hafa verið valdur að því; sagðist hann hafa skotið staupið úr höndum Leonardis, til þess að bjarga lífi hans, með því að Bayard Knight hefði verið búinn að hella eitri í staupið. „Bölvaður þorparinn“, mælti Leonardi. Morguninn eftir ásetti Brandon sjer, að nú skyldi hann ekki hætta, fyr en hann hefði fundið Brúnó, hverjar hætt.ur sem sú leit kynni að hafa í för með sjer. Hann hafði farið vandlega yfir allar auglýsingarn- ar í „Herald". Hann hafði fundið þar margar aug- lýsingar frá kvennmönnum, er buðust til þess, að taka einhleypa karlmenn í þjónustu. En hann fann lítið að athuga við þær. Bó var þar cin slík auglýsing, sem honum virtist eitthvað kynleg. Hann las hana aftur og aftur, brosti ánægjulega og mælti við sjálf- an sig: „Jeg held, að jeg verði að heimsækja yður, mad- dama góð, og sjá, hvernig þjer lítið út“. Svo bjó hann sig um og lagði af stað. Hann gekk langar leiðir, unz hann kom í einn af útjöðrum borgarinnar. Sá hluti borgarinnar var sjer- staklega illa ræmdur sem aðsetursstaður alls konar bófa og varmenna. Brandon kom þar að húsi einu allstóru en hrörlegu mjög. Hann fór inn um götu- dyrnar, er voru svo lágar, að hann varð að beygja sig til þess að komast inn um þær. Svo fór hann upp stiga einn, ef stiga skyldi kalla, og upp í her- bergi eitt á öðru lofti. Hann var þokkalega til fara, en töluvei t ellilegri, heldur en hann átti að sjer, hann hafði gleraugu, og hárið var tekið að grána að mun. í herberginu var kona ein prúðbúin, er að sumu leyti leit út sem þvottakona. En leynilögreglumaður- inn tók fljótt eftir þvi, að liendurnar á henni voru mikils til of hvítar til þess, að hún gæti verið vön að fást við þvotta. „Eruð það þjer, sem haflð auglýst, að þjer tækuð menn í þjónustu?" spurði leynilögreglumaðurinti. „Já, það er jeg“, svaraði konan með hálf-þýzkri áherzlu á orðunum. „Fáið yður sæti herra minn“. Brandon settist á stól, og konan virti hann for- vit.nislega fyrir sjer. Svo Ijet hún í ijósi gleði sína yfir þvi, að henui skyldi bjóðast vinna svona íljótt. Sagðist hafa haft þörf fyrir það, með því að hún hefði orðið að láta sína síðustu peninga fyrir auglýsinguna í „Herald". Leynilögreglumaðurinn hafði átt í brösum við marga slæga og slóttuga kvennmenn um dagana, en hann þóttist þó sjá það á ásjónu þéssarar konu, að hún myndi taka öllum öðrum fram i vjelum og svikræði. Það var auðsæilega ætlun hennar, að tefja Bran- don með ýmis konar viðræðum, þar til einhver af fje- lögum hennar kæmi. Og það leið ekki heldur á löngu, unz maður einn, þreklega vaxinn og þorparalegur útlits, kom æðandi inn í herbergið. „Hvern fjandann sjálfan eruð þjer að gera hing- að inn í íbúðarhús mitt?“ grenjaði hann með reiðu- legri röddu. Og svo þreif hann gamla manninn, og sveiflaði honum kringum sig. „Dreptu hann ekki, John, í öllu bænum, dreptu hann ekki“, rnælti konan með bænarrómi. „Jú, víst skal jeg drepa hann. Ekki nema það þó, að brjótast inn í íbúðarherbergin manns, þegar konan er einsömul heima. Jú, víst skal jeg drepa hann“. Konan vjek sjer að leynilögreglumanninum, og hvíslaði að honum: „Maðurinn minn er óttalega fátækur. Bjóðið þjer honum penginga, þá er jeg viss um að hann sleppir yður“. „Jeg hefi enga peninga", svaraði gamli maðurinn. „Jú, jeg veit að þjer eigið mikla peninga". Bófinn hafði dregið sig Jítið eitt til hliðar, meðan konan talaði við Brancton, en nú færði hann sig aftur nær honum, og mælti: „Heyrið þjer, gamli skröggur; þjer hafið víst verið að villast, þegar þjer fóruð hingað inn. Hingað getið þjer ekki átt. annað erindi, en að borga okkur eina 200 dollara. Afhendið okkur þetta lítilræði nú þegar, og þá eruð þjer frjáls eins og fuglinn — já, eins og fuglinn fljúgandi". Gamli maðurinn breytti svip sínum allt í einu, og mælti rólegur, eins og ekkert væri um að vera: „Ætlið þjor að drepa mig, ef jeg læt yður enga peninga fá?“ Bófinn tók þegar eftir breytingunni á málrómi gamla mannsins, og var auðsjeð á svip hans, að hann varð býsna forviða. Svo öskraði hann upp úr sjer einhverjum óttalegum formælingum, vatt sjer að gamla manninum og ætlaði að þrífa í handlegginn á hon- um, og um leið dró hann með hægri hendinni rýting- inn frá belti sjer. En í sömu svipan dró leynilögreglumaðurinn skammbyssu upp úr vasa sínum, og miðaði henni á enni þrælmennisins, er nú æpti upp yfir sig af skelf- ingu, og hörfaði undan. Konan varð og auðsæilega skelkuð, bölvaði gamla manninum í sand og ösku, og gleymdi nú alveg að hafa þýzka áherzlu á orðunum. — 33 — -34-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.