Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 7

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 7
KONUNGUR Ul.YNILÖGREGUUMANNANNÁ. það, mœlti hann í lágum hljóðum, on með iijóðandi röddu: „Hægan, maður minn. Reynið ekki að bera rýtinginn fyrir yður, því aö þá er yður dauðinn vis '. „Brandon!" mælti maðurinn forviða. „Jú, jeg heiti Brandon. En hver fjandinneruð þjer?“ „Kepler". Brandon stóð þegar upp ofan af manninum, og hló dátt. „Þjer eruð sá versti maður, sem jeg hefi komizt i klærnar á“, mælti Kepler; „og satt að segja held jeg, að þjer sjeuð eini maðurinn í New York, sem nokkuð hefir að gera í hendurnar á mjer“. Kepler var leynilögi,«glumaður og alúðarvinur Bran- dons, og hafði stundum- verið- aðstoðarmaður hans. „Hvað eruð þjer að gera- hjerna?" spurði Kepler. „Jeg er á hnotskóg eftir stúlku, sem hefir horfið. En hvert, er erindi yðar hingað?“ „Jeg er að reyna að grafa upp ræningjaflokk, og jeg held helzt, að hann sitji á ráðstefnu þarna inni“. Leynilögreglumönnunum kom nú saman um, að þeir skyldu laumast inn i húsið, og reyna að vinna tvennt í einu. Begar þeir komu inn í ganginn, drógu þeir skóna af fótum sjer, tóku upp skammbyssur sínar, og laum- uðust svo upp stigann. Og er þeir komu að herbergi því á öðru lofti, er þeir höfðu sjeð ljósið í, námu þeir staðar og hlustuðu. Gegnum skráargatið sáu þeir, að fimm menn voru inni 1 herberginu. Fjórir þeirra voru auðsæilega siðlausir fantar, en fimmti maðurinn var ungur að aldri, og leit út fyrir að vera mesta snyrtimenni. Menn þessir sátu allir við sama borðið, en á borð- inu voru ýmiskonar skriifæri. Ungi maðurinn var fölur i andliti, og hræðslulegur á svipinn. Brandon gægðist gegnum skráargatið, og sá og heyrði allt það, er gerðist í herberginu. En á einu furðaði hann sig stórkostlega: Bayard Knight, eigandi hússins, var ekki við. Leynilögreglumaðnrinn þekkti að eins einn þeirra kumpána. Hina hafði hann aldrei sjeð fyr, og voru það að öllum líkindum þjófar eða bófar úr einhverri annari borg. Nokkra stund mælti enginn þeirra orð frá munni. Jþeir störðu allir á unga manninn, og virtust bíða eftir svari hans. Hann hjelt á penna i hendinni, og á borð- inu fyrir framan hann lá einhver pappírsmiði. Loksins rauf einn þeirra þögnina og mælti: „Skrifið nafnið j'ðar á hann. Þá eruð þjer orðinn 10,000 dollara virði“. „Jeg skrifa aldrei undir hann“, svaraði ungi mað- urinn og fleygði pennastönginni á borðið. „F’að yrði einmitt til þess að fara alveg með mig“. Maðurinn miðaði skammbyssu á enni unga manns- ins, og mælti með ógnandi röddu: „Skrifið þjer undir, segi jeg, eða jeg sendi kúluna gegnum hausinn á yður." Blóðið ólgaði í æðum Brandons, en hann áleit enn þá of snemmt að skerast i leikinn. 19. kapítuli. Ungi maðurinn varð hvítur sem nár. En ekki sást samt neinn vottur þese, að hann myndi ætla að skrifa undir. „Ætlið þjer að skrifa undir víxilinn ?“ spurði bófi sá, er hjolt á skammbyssunni. „Jeg þori það ekki“. „livers vegna voruð þjer þá að lofa því, að þjer skylduð gera það?“ „Jeg vissi þá ekki, hvað jeg gerði, því að jeg var ölvaður. Ef jeg fremdi slíkt afbrot, tortímdi jeg bæði sál minni og líkarna". Bófinn dró úrið upp úr vasa sínum, og mælti: „ Jeg veiti yður þriggja minútna umhugsunartima. Skrifið undir, eða jeg drep yður“. „Drepið mig þá. Jeg frem aldrei slíkan glæp, sem þennan, hvað sem í húfi er“. „Munið eftir því, aá þessar þrjár mínútur eru fljót- ar að líða“. „Þjer þurfið ekki að v«ra- að biða eftir því. Skjót- ið þjer bara. Jeg skrifa aldrei undir víxilinn". í þessu bili gaf einn af hinum mönnunum sig fram og mælti: „Þjer ætlið þó víst ekki að drepa manninn?" „JúKþað veit trúa min, að jeg ætla að drepahann", svaraði bófinn. „ Maðurinn, sem spurt hafði, tók þá upp skamm- byssu sína og mælti: „Ef þjer skjótið, þá skýt jeg líka'. Þeir störðu litla stund hvor á annan. Svo heyrðist allt í einu skammbyssuskot. En kúlan lenti í veggnum, því að maður sá, er síðast tal- aði, hafði slegið undir handlegginn á morðingjanum, og beint skotinu upp á við um leið og það hljóp úr byssunni. Eftir litla þögn sneri hann sjer að unga ma-nn- inum, og mælti: „Charley, jeg vil láta yður skrifa undir víxilinn. En jeg vil samt sem áður ekki láta gera yður neitt mein, þótt þjer skorizt undan því. Jeg veit, að þjer þurfið á peningum að halda“, mælti hann enn fremur, og dró st.óran bankaseðlaböggul upp úr vasa sínum. „Hjer eru fimin þúsundir dollara — nóg upphæð til þess, að losa yður úr öllum kröggum, og gera yður færan um, að kaupa gimsteinahálsbandið handa henni Emmy yðar“. „Og fæ jeg alla þessa peninga, ef jeg skrifa undir víxilinn?" spurði ungi maðurinn, og var sem leiftri brygði fyrir í augum hans. „Hvern einasta dollara, og þjer eigið ekkert á hættu. Enginn sá til yðar, þegar þjer komuð hingað, og eng- inn getur sjeð yður, þegar þjer farið hjeðan. Pjei' verðið vel að gæta þess, að ef þjor hafnið þessum pen- ingum, verðið þjer kominn í hundana áður en vikan er liðin, og þá eigið þjer einskis úrkosti“. „Fimm þúsundir dollara", tautaði ungi maðurinn fyrir munni sjer. „Já, 5000 og frjálsræði og öryggi". „Jeg skal skrifa undir“, mælti ungi maðurinn og greip pennann. Ræningjarnir litu hróðugir hverjir á aðra. þegar þeir sáu, að hann ritaði nafnið sitt þversum á víx- ilinn. „Nú er það búið“, mælti ungi maðurinn skjálf- raddaður. „I’jer eruð bezti drengur, Charley", sagði sá, er tekið hafði peningana úr vasa sínum, og stakk pen- — 37 — 38 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.