Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 8

Haukur - 01.03.1901, Blaðsíða 8
KONÚNÖtTR LEYNILÖGRKGIiúMANNANNA. ingunura aftur í vasa sinn. Og í sama bili greip ann- ar víxilinn og stakk honum á sig. „Fáið rajer nú peningana", mælti ungi maðurinn, „og svo ætla jeg að fara'1. „Þjer fáið þá á morgun", svaraði ræninginn kuldalega. • „Á morgun? Hvers vegua viljið þjer ekki afhenda mjer þá núna?“ „Þjer fáið yðar hluta af víxlinum, þegar við höf- um fengið hann borgaðan?" „Fjer lofuðuð að borga mjer fimm þúsundir doll- ara, ef jeg skrifaði undir víxilinn", mælti ungi maður- inn. Svo tók hann hattinn sinn, og sagði rólega og stillilega eins og ekkert hefði i skorizt: „Góðar nætur, herrar mínir". „Efþjerætlið að koma upp um okkur, Charley", mælti einn bófinn, „þá skal það bytna á yður sjálfum. Við berum þá allir vitni gegn yður“. „Ef þið verðið ekki innan sólarhrings búnir að greiða mjer peninga þá, er þið hafið lofað mjer, þá kem jeg öllu upp um ykkur. Góðar nætur“. Leynilögreglumennirnir höfðu sjeð allt það, er gerðist inni i herberginu, og heyrt hvert orð, er talað var þar inni. Ungi maðurinn opnaði dyrnar og skundaði út. Kepler leynilögregiumaður laumaðist út á eftir honum, náði i hann úti á götunni, og lagði höndina á öxlina á honum. Ungi maðurinn sneri sjer við og spurði: „Hvað viljið þjer?“ „Ná í yður“. • „Og hvað viljið þjer rnjer?" „Hefta yður“. „Fyrir hvað?“ „Svik“. „Svona fljótt?“ spurði ungi maðurinn örvílnaður. „Já, vinur minn. Refsingin fylgir glæpnum, eins og skugginn manninum". „Gott og vel. Pá er allt á enda“. Ungi maðurinn dró skammbyssu upp úr vasa sín- um, beindi henni að enni sjer, og hleypti skotinu úr henni. En áður en skotið reið af, hafði Kepler náð í handlegginn á honum, svo að skotið fór eitthvað út. i lofti. „Verið þjer hughraustur, ungi vinur“, mælti hann. „Mjer eru kunnugir ailir málavextir; jeg veit hverra atvika vegna þjer samþykktuð víxilinn, og jeg hefi ein- mitt tekið yður í því skyni að hjálpa yður?“ „Undarlega mælt af leynilögroglumanni“. „Hvernig vitið þjer, að jeg er leyniiögreglumaður?" „Það er lítill vandi, að gizka á það. Jeg er kunn- ugur að fornu fari hjer í New York“. Leynilögreglumaðurinn skýrði honum nú frá því, að hann væri að eltast við bófa þá, er hann hefði verið með, og kvaðst ætla að leysa hann frá allri ábyrgð með því að lát.a það heita svo, sem hann hefði skrifað undir víxilinn eftir samráði við sig, til þess að hjálpa sér til að ná í bófana. í þessu bili sáust tveir menn koma eftir götunni, og vjek Kepler þá til hliðar með unga manninn, til þess að verða ekki á vegi fyrir þeim. 20. kapítuli. Meðan þessu fór fram, var Brandon um kyrrt í húsi Bayard Knights. Hann var ekki á hnotskóg eftir ræningjunum, heldur Renie Ruthendale, sem hann hafði ástæðu til að ætla, að væri geymd á laun í þessu húsi. Að hálfri stundu liðinni lögðu ræningjarnir af stað, og hafði Bayard Knight ekki látið sjá sig meðan þeir voru þar inni. Brandon tók nú að leita um allt húsið. Her- bergin á öðru lofti voru öll ólæst. En hvergi sást Knight. Húsið var þrílyft. Á efsta lofti voru þau tvö herbergin, er Brandon kom fyrst að, opin, en þriðja herbergið var læst. Brandon fór að verða vongóður. Hann hafði „þjófalykla" sína á sjer, og tókst honum fljótlega að opna herbergið. í herbergi þessu var niðamyrkur, eins og alstaðar annarstaðar í húsinu. En Brandon brá upp skriðbyttu sinni, og litaðist um. Á gólfinu lá kvennmannskjóll, og þekkti leynilögreglu- maðurinn þegar, að þa.ð var sami kjóllinn, sem Renie hafði verið i, þegar þau sáust síðast. Við nánari at- hugun fann hann þar einnig hatt þann, er Renie hafði haft á höfðinu. En nú var eftir að vita, hvar stúlkan var. Leynilögreglumaðurinn furðaði sig á því, að hann hafði hvergi orðið var við nokkurn mann í húsinu, að undanskildum ræningjunum. Hann fór aftur ofan á miðloftið og athugaði þar hvert herbergið á fæt.ur öðru, unz hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri staddur i herbergi húsráð- andans. (Meira.) 4» Hallærið á Indlandi og orsakir þess. Eftir frú N. Bcing, kand. mag. _____ Á Indlandi (einkum Indlandi „hinu vestra") hafa um mörg undanfarin ár gengið sífelldir þurkar. En árið sem leið voru þar aftur á móti svo stórfelldar rigningar, að árnar flóðu yfir láglendið, og stór hjeruð urðu aiþakin vatni. Fá lönd í heiminum eru svo rikulega útbúin af náttúrunnar hendi sem Indland. Þar eru nægtir af gulli og alls konar málmum; þar eru demantar og alls konar gimsteinar, dýrindis trjátegundir og kryddjurtir, alls konar ávextir, viðaruil og silki og margt og margt fleira. En um leið og náttúran í upphafi vega sinna veitti Indlandi þessi gæði sín í svona ríkum mæli, þá slæddust einnig tveir ókostir meðinn í landið: Þurk- ur og vatnagangur, og hafa þeir jafnan gert vart við sig þar síðan. Ókostir þessir hafa lengi leitazt við að tengjast hjúskaparböndum á Indlandi, og gera afkvæmi sitt, hallærið, heimilisfast þar á landi. Aðal-verkefni Indverja hefir þess vegna frá alda öðli verið það, að gera þessa tvo ókosti landsins, þessa verstu óvini sína, svo meinlitla, sem nokkur föng voru á. í slíkum bardaga, sem áríðandi er að sje með ráði gerður, þurfa allir meðlimir þjóðfjelagsins að leggjast á eitt. Samtök eru alstaðar nauðsynleg til þess að gera monn „stóra og sterka", en hvergi í víðri veröld heflj' náttúran sjálf svo áþreifanlega knúð menn til samtaka, sem á Indlandi. Bóndinn getur grafið — 3» — -40-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.