Haukur - 01.04.1901, Síða 1

Haukur - 01.04.1901, Síða 1
 WM Hver var morðinginn? Frakknesk leynilögreglu-saga, eftir Emile Gaboriau. (Framh.) „Já, klukkan níu í kvöld*, svaraði læknirinn. „Fyr þarf jeg ekki að koraa. Allt er undir hjúkrunar- konunni komið. Kona sú, sem jeg útvegaði, er vel að sjer í hjúkrunarstörfum. Jeg þekki hana vel“. „Nú, það hafið þá verið þjer, sem komuð með þessa nunnu hingað?" spurði Nóel. „Já, eruð þjer máske óánægður með hana?“ „Nei, það er öðru nær“. Læknirinn skundaði ofan stigann; en Nóel stóð litla stund hugsandi, og sneri síðan aftur inn til mad- dömu Gerdy. Lítilli stundu síðar kom þjónninn inn og sagði, að maður væri komirln, er ekki vildi segja til nafns síns. „Jeg kefn undir eins“, svaraði Noel. Gestur sá, sem málaflutningsmaðurinn hafði von- azt eftir, var mörgum kunnur í París. Hann hjet Clergeot. Hann var ekki beinlínis okrari, en með því að hann átti ógrynni af poningum, og var greiðvikinn að eðlisfari, lánaði hann vinum sinum oft meira eða minna af peningum, og til þess að bæta upp góðsemi sína, gerði hánn það fyrir þá, að þiggja rentur, sem þó voru mismunandi, frá fimmt- án til fimm hundruð af hundraði. Þessi ágætismaður elskaði skjólstæðinga sína, og Ijet sjer mjög annt um þá, enda höfðu flestir vit á að meta ráðvendni hans og mannkosti. Aldrei hafði neinn heyrt þess getið, að hann hefði tekið eignir skuldunauts síns. Hann kaus heldur, að elta hann á röndum í tíu ár eða lengur, og krefja hann í sífellu um skilding og skild- ing, unz hann hafði fengið álla skuldina borgaða. Hann bjó lengst yfir í „Rue de 'la Victorie". Hann hafði enga búð, en samt sem áður seldi hann hjer um bil allt, sem seljanlegt var, stundum jafnvel muni, sem lögin skoðuðu ekki beinlínis sem verslunar- vöru. Hann fullvissaði menn oft um það, að hann væri ekki ríkur. Ef til vill sagði hann það satt. Hann var einkennilega sjervitur og dutlungasamur maður. Og hann var dæmalaust áræðinn. Hann lánaði stúlkum peninga, þótt þær hefðu enga aðra tryggingu að bjóða, en fegurð þá, er þær höfðu í svip- inn. Og hann lánaði ungum karlmönnum peninga gegn veði í væntanlegri listagáfu þeirra. Slæm trygging þetta og annað eins. En skyn- bragð hans á slíkt var í miklum metunr haft. Hon- um skjátlaðist sjaldan. Það voru öflugri og betri meðmæli með ungum listamanni, að vera skuldugur Clergeot, helduð en að fá langar lofgeiðargreinarí blöðum eða tímaritum. Julietta hafði komið elskhuga sínum í kynni við þennan góða og gagnlega sómamann. Nóel vissi það vel, að Clergeot þótti vænt um alls konar smá-hugulsemi og kurteisismérki. Hann byrjaði þess vegna á því, að bjóða honum til sætis, og spyrja hann um það, hvernig honum liði. Clergeot svaraði því út í hörgul. Tennurnar væru góðar enn þá, en augun væru farin að bila; fæturna mætti hann ekki reiða sig á lengur, og heyrnin væri ekki nærri eins góð og hann vildi. En pistillinn end- aði á þessa leið: „þjer vitið víst, hvers vegna jeg er hingað kom- inn. Yíxlarnir yðar falla í gjalddaga í dag, og jeg þarf á peningum að halda. Jeg hefi einn víxil upp á tíu, einn upp á sjö, og einn upp á fimm þúsundir franka; það eru samtals tuttuguogtværþúsundirfranka". „Nei, nei, Clergeot", svaraði Nóel; „hættið þjer nú alveg að gera að gamni yðar“. „Fyrirgefið", mælti okrarinn, „jeg er alls ekki að gera að gamni mínu“. „Það held jeg þó. IJað er full vika síðan jeg skrifaði yður, og sagði yður, að jeg gæti ekki borgað víxlana, og bað yður að framlengja lánið“. „Jeg man mjög vel eftir því, að jeg fjekk frá yður brjef þess efnis“. „Og hverju svarið þjer þá“. „Það, að jeg svaraði engu, hjelt jeg að þjer mynduð skilja svo, að jeg gæti ekki orðið við bón yðar. Jeg vonaði, að þjer mynduð gera allt, er þjer gætuð til þess, að útvega peningana". „En það hefi jeg ekki gert“, svaraði Noel; „þjer eruð sjálfráðui', hvað þjer gerið. Jeg á ekki einskilding til“. „Vitið þjer, að jeg hefi þegar framlengt víxillán þessi fjórum sinnum?" Jeg veit, að vextirnir hafa verið borgaðir skil- víslega og upp í topp, og það meira að segja í svo ríkum mæli, að þjer hafið ekki haft óhag af því“. Clergeot var aldrei vel við það, að minnzt væri á vexti þá, er hann tók af útlánum sínum. „Jeg kvarta ekki. Jeg segi bara það, að þjer eruð of kærulaus, þegar jeg á í hlut. Hefði jegfram- selt víxlana yðar, svo að aðrir hefðu orðið eigendur þeirra, þá er jeg viss um, að þeir væru fyrir löngu borgaðir". „Nei, alls ekki“. „Jú, þjer mynduð hafa haft einhver ráð með að komast hjá málsókn. En þjer segið sem svo við sjálfan yður: „Clergeot gamli er bezti drengur". Og það er satt. En jeg er að eins góður rneðan það skaðar mig ekki. Og nú sem stendur er jeg í stök- ustu peningavandræðum “. Málaflutningsmaðurinn fór að verða hræddur um að Clergeot gamla væri alvara. „Má jeg segja yður það enn þá einu sinni?“ mælti hann, „jeg er öldungis peningalaus, — öld— ung—is“. „Svo?“ svaraði okrarinn. „Nú, jæja, mjer þykir það slæmt, en jeg er neyddur til að lögsækja yður“. „Og hvað græðið þjer á þvi? Þótt þjer aukið mjer HAUKUR HINN UNGI 1901. Nr. 7.-9.

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.