Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 5

Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 5
KONUNGUB LKTNILÖGRKGLUMANNANNA. Konungur leynilögreglumannanna. Amerísk glæpamálssaga eftir Old Sleuth. (Framh.) Brandon leitaði vandlega í herberginu, og þótt hann fyndi ekki stúlkuna, varð hann samt nokkru vísari. Með „þjófalyklum“ sýnum lauk hann upp skápum og skúfFum, og fann þar ýms skjöl, er hann sá, að gátu orðið honum að miklu liði. En ekki fann hann neitt, er gæti bent honum á það, hvar hann ætti að leita stúlkunnar. Loksins rak hann sig á fataböggul i skáp ein- um, og þegar hann fletti bögglinum sundir, sá hann, að þetta var gamall alfatnaður, ásamt hatti, hálsknýti og skóm. „Dulargerfi“, tautaði leynilögreglumaður- inn við sjálfan sig, og tók að leita í vösunum. í brjóstvasanum á vestinu fann hann ofurlítinn prentað- an miða, er honum þótti eitthvað athugaverður. Það var helmingur af farbrjefi með eimlestinni til þorps eins í Jerseyfjöllunum. Aauðvitað var slíkt farbrjef í sjálfu sjer ekkert athugavert eða merkilegt, en leynilögreglumanninum þótti samt kynlegt, að hann skyldi finna það þarna í dulargerfinu. Honum datt í hug, að ekki væri óhugsandi, að Knight hefði komið Renie þangað, til þess að hún fyndist siður. Hann stakk miðanum aftur í vasann, vafði fata- böggulinn saman, og ljet hann á sinn stað. Síðan lokaði hann skriðbyttu sinni, stakk henni i barm sjer, og ætlaði að laumast út. En nú heyrði hann, að einhver kom inn í húsið. Hann læddist hljóðlega fram i ganginn, og var svo heppinn, að maður sá, sem inn kom, fór fram hjá honum í myrkrinu, án þess að verða var við hann. Svo komst Brandon út á götuna, og hjelt heim til sin. 21. kapítuil. Daginn eftir ætlaði Brandon að bregða sjer til Jersey, til þess að vita, hvort hann yrði þar nokkurs visari. En þegar hann var að búa sig af stað, kom frú Katrín inn í skrifstofuna til hans. Hún kvaðst vera í bersýnilegum háska stödd, og taldi víst, að hún myndi verða myrt áður en langt um liði. Bay- ard Knight hefði komizt að því, hver hún væri í raun og veru, og hefði hann nú gert út menn til þess, að sitja um líf hennar. „Ef hann hefir komizt að því, hver þjer eruð i raun og veru“, mælti Brandon, „þá er hann mjer snjallari, þá hefir hann uppgötvað það, sem mjer hefir ekki heppnazt að grafast fyrir“. „Hafið þjer þá engan grun um það, hver jeger?“ „Jú, jeg hefi haft grun um það, að þjer væruð ekkja Rutliendales gamla, og móðir stúlku þeirrar, sem jeg er að leita að“. „Þjer hafið gizkað rjett á — jeg er hún“. „En hvers vegna hafið þjer álitið nauðsynlegt, að skifta um nafn og fara huldu höfði, frú Ruthen- dale?“ „Jeg gerðist leynilögreglukona i þeirri von, að jeg fyndi þá máske barnið mitt aftur. En jeg hafði líka aðra ástæðu til þess, að fara huldu höfði: Jeg var sökuð um morð". „Hvernig stóð á því?“ „Það var verk Bayard Knights". „Níðingsverk Bayard Knights fara nú bráðum að taka enda“. „Jeg er hrædd um, að það sje því miður ekki sjeð fyrir endann á þeim enn þá, því að jafnvel þótt svo skyldi takast til, að mjer auðnaðist að finna dótt- ur mína, þá get jeg ekki sannað að hún sje Renie". „Gerir ekkert til. Ef mjer auðnast nokkurn tíma að sjá Renie, þá get eg fullvissað yður um það, að jeg skal sanna, að það sje hún og engin önnur". „Málaflutningsmaðurinn minn hefir sagt mjer, að Knight mundi að öllum líkindum vinna málið, sem hann er í út af jarðeignum mannsins míns sáluga“. En þá getið þjer kastað dular gerfinu aftur, og ónytt málið fyrir honum“. „Rjer hafið enga hugmynd um það, hversu ein- staklega slunginfl og slægur hann er, þessi bannsetti bragðarefur". „Getur verið. En þjer hafið ekki heldur neina hug- mynd um það, hversu slunginn og slægur jeg get verið“. „Jeg veit, að þjer eruð skarpvitur maður. En þjer hafið haft svo miklu skeminri tíma til starfa. Þjer hafið ekki haft eins margar vikur eins og hann hefir haft mörg ár til starfa. Nú er hann kominn vel á veg með að sanna, að jeg hafi aldrei verið gift Ruthen- dale, og að Renie hafi ekki verið dóttir hans“. „Látum hann bara reyna það“, svaraði Brandon rólegur. „Og nú hefir hann úti allar klær til þess að reyna að myrða mig. Síðast í nótt sem leið eltu tveir mjög iskyggilegir þorparar mig, og jeg komst með naumindum undan þeim heim til min. En þeir hafa gert það fyr. Jeg hefi ætlað að reyna að kom- ast burt úr borginni, en þeir hafa elt mig á röndum, og verið svo nærgöngulir, að jeg hefi orðið að flýja heim til mín, til þess að komast undan þeim“. „Fyrst svona er, þá er öðru máli að gegna. Yið verðum þegar að taka þessa þorpara til meðferðar". „Ef jeg væri ekki hrædd við launmorð, þá myndi jeg ekki óttast þessa bófa, jafnvel þótt jeg sje kona; en að hugsa til þess, að verða máske myrt í rúminu mínu — —“. „Jeg skal vernda yður, maddama góð. Þjer þurf- ið ekkert að óttast. Við skulum leggja ofurlitla gildru fyrir fantana, og komist þeir þá ekki í hann krappan, vil jeg ekki heita Brandon lengur, og jeg á þá ekki skilið traust það, sem borið er til mín sem leynilög- reglumanns". Brandon og frú Katrín komu sjer nú saman um það, að hún skyldi fara út á strætið, og ef mennirnir sætu um hana og tækju enn að elta hana, þá skyldi hún láta þá elfa sig út úr borginni á afvikinn stað, sem þau tiltóku, því að þar gætu þeir fyrst sýnt sig í sinni rjettu mynd. Frú Katrín lagði þvi næst af stað. Konungur leynilögreglumannanna sá þegar, hvert áform Knights hlaut að vera. Hann sá þegar, að þrælmennið myndi ætla að myrða ekkjufrú Ruthen- dale, til þess að vera viss um að ná í jarðeignir þær, er hann hafði lengi verið að berjast við að ná í. Brandon bjó sig nú í dulargerfi, sem var ólíkt dulargerfum þeim, er hann hafði áður notað, en sem átti vel við þetta tækifæri. Síðan lagði hann af stað, — 57 — — 58

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.