Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 11

Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 11
KONGUBINN OG KOSNINGABNAR. neyddur til aö elta hann þorp úr þorpi. I'ess vegna hefi j.eg ekki mátt vera að því, að koma út á St.akk- ey enn þá. Og auk þess veit jeg, að Stakkeyingar eru tryggir hægrimenn. Samt sem áður þótti mjer mjög vænt um það, að þú skyldir koma, Marteinn, svo að við gætum ráðgast um þetta. Ef þú vilt, að jeg haldi fund þarna úti á eyjunni hjá þjer, þá skal jeg gera það, og það þegar í dag; en geti jeg komizt hjá því, þá vil jeg það helzt. Jeg hefi í svo mörg horn að líta. En fyrst af öllu skulum við nú kveikja okkur í vindli". „Já, það er víst óskaráð, Rístótti; við skulum bara kynda; og láta samræður okkar ganga með gufu“, svaraði Marteinn með glettulegu brosi, og settist örugg- ur og ánægjulegur á legubekkinn bak við forskeytta mahóníborðið. „Þakka þjer fyrir, þakka þjer fyrir! '.« ».< Nei, kærðu þig ekkert um hníf. Tennurnar í mjer eru eins og beztu fjárklippur; þeim verður ekki mikið fyrir því, að bíta framan af einum vindli. Já, það voru þessar kosningar, sem við vorum að tala um. Jeg veit svei mjer ekki, hvað jeg á að gera við mína góðu Stakkeyinga; þeir eru orðnir svo djeskoti óstýri- látir nú upp á síðkastið „Hvað segir þú, maður? Hvað ertu að segja?" spurði Ristoft og varð allur á glóðum. „Þú ætlar þó vist ekki að telja mjer trú um, að Stakkeyingar sjeu orðnir vinstrimenn, og ætli að kjósa Pál Madsen?" „f’orskhausinn þann!“ svaraði Marteinn reiður. „Nei, Stakkeyingar bregðast aldrei, bara ef rjett er farið að þeim“. „Já, en hvað áttu þá við, þegar þú segir, að þeir sjeu orðnir óstýrilátir?“ „Það kemur, sjerðu, allt saman til af þessu hjerna ------— en segðu mjer fyrst, Hans Jörgen, er þjer ekki nokkurn veginn sama um það, hvort þú verður kosinn eða þú fellur í gegn?“ „Ertu vitlaus? Hvernig dettur þjer í hug, að mjer geti verið sama um það?“ „Því skyldi mönnum ekki geta dottið það í hug? Þú hefir meira en nóg að hugsa um samt sem áður, og hvað hefir þú gott af því, að vera. að hugsa um þennan þingmálaþvætting? Væri jeg í þínum spotum, þá drægi jeg mig í hlje þegar á kjörfundinn kæmi, og ljeti hinn flennikjaftinn einan um hituna“. „ t'að er hverju orði sannara*, svaraði sjálfseignar- bóndinn einstaklega alvarlegur og íhugunarsamur, „að jeg heíi nóg að hugsa um og annast utan þings; en jeg er búinn að hafa svo mikið fyrir, og leggja svo mikið i sölurnar til þess að vinna í þessari kosninga- baráttu, og mjer er í raun og veru svo vís sigurinn, að jeg vildi ekki fyrir nokkurn mun gera það, sem þú stingur upp á. Auk þess væru það níðingslegustu svik víð kjósendur jnína, sem hafa reitt sig á mig, já, meira að segja, við allan okkaj' flokk. Og svo hefir lika lifið í þingsölunum einhver heillandi áhrif á menn, skal jeg segja. þjer. Maður veit það, að hver einasti maður, alla leið frá Boi'gundarhólmi til Færeyja, hefir vakandi auga á öllu, er fram fer. Hvert orð, sem sagt er, er vegið, rannsakað, íhugað og rætt um a!lt land. Og fyrir alla þá, sem mega sín nokkurs, er þingsætið valdasess, sem engum, er einu sinni’heflr náð í hann, kemur til hugar að afsala sjer, nema knýjandi nauðsyn krefji. En hvað áttirðu við áðan, þegar þú sagðir, að Stakkeyingar væru orðnir óstýri- lát.ir? Þú gerðir mig dauðskelkaðan, maður". „Ja, það stafar, eins og jeg var byrjaður að minnast á áðan, allt saman fi'á þessu hjerna á milli hans Niels og hennar Gústu. Menn hafa á einhvern hátt getað þefað upp orsökina ' til þess, að sonur minn var rekinn burt, og þeir segja, að sú smán og lítilsvirðing, sem þú hafir sýnt Niels, sje snoppungur beint á andlitið á öllum Stakkeyingum. Þeir eru, svei rnjer, alveg eins og þeir sjeu bandóðir orðnir, Hans Jörgen". „Já, en — já, en góði Marteinn minn! Þetta er einber misskilningur hjá þeim. Menn geta verið góðir hver i sínu lagi, og — —“ „Já og jafningjar leika bezt“, bætti Marteinn við og brosti lítið eitt. „Jeg hefl útlistað þettafyrir þeim allt saman; en þeir segja, að ef jeg gefl þjer atkvæði mitt á kjörfundinum, þá hafl jeg enga sómatilfinningu, og að þeir geti þá ekki lengur talið mig fremsta mann eyjarinnar. Sko, það var þetta, sem jeg þurfti að segja þjer, Hans Jörgen, og þess vegna brá jeg mjer hingað, til þess að þú skyldir vita orsökina til þess, að jeg get ekki geflð þjer atkvæði í þetta skifti". Ristoft sjálfseignarbóndi þagði litla stund, og starði hugsandi á tærnar á sjer. Svo leit hann allt í einu upp og mælti: „ Jæja, vinur minn góður, fyrst þú ekki getur það, þá getur þú það ekki. Jeg verð þá að vera án at- kvæðis þíns i þetta skifti, hversu slæmt sem mjer þykir það“. „En það versta af öllu er það — já, þú þekkir Stakkeyingana — það versta af öllu er það, að þegar jeg kýs þig ekki, þá kjósa hinir þig ekki heldur“. — 69 70 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.