Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 12

Haukur - 01.04.1901, Blaðsíða 12
c KÓKGURINN OG K08NINGABNXB. „Eruð þið þá allir saman bandvitlausir! “ mælti Ristoft gramur mjög, og stökk upp úr sæti sínu. „Hefi jeg máske ekki leyfi til þess, að gifta hana dóttur mína hverjum sem jeg vil?“ „Jú, auðvitað; en þeir hafa nú einu sinni tekið það í sig, að þetta sje bara einhvers konar stórbokka- skapur frá þinni hálfu. Þú sjert orðinn annarar stjettar maður, segja þeir; þú viljir verða jústitsráð og riddari af dannebrogsorðunni, segja þeir; og þín áhuga- efni sjeu ekki lengur þau sömu, eins og okkar, og þú lítir orðið með fyrirlitningu á bændastjettina, eins og bændurnir sjeu langt fyrir neðan þig, segja þeir, og það er ómögulegt að fá þá af þessari skoðun. Hefi jeg svo ekki ástæðu til að segja, að þeir sjeu orðnir óstýrilátir? Jú, það eru þeir svei mjer“. Ristoft sjálfseignarbóndi hugsaði sig enn um nokkra stund. Svo gekk hann að Marteini, hvessti á hann augun og mælti: „Eigum við nú ekki að hætta þessum leik? Allt þatta, sem þú nú hefir verið að segja að Stakkeyingar segðu, er ekkert annað en það, sem þú sjálfur hugsar og vilt. Jeg hefi þekkt þig fyr en í dag, Marteinn". (Meira.) Það er heimskuleg't að verða reiður, þótt maður tapi í spili; að spyrja vínsalann, hvort vínið hans sé gott; að drekka sig fullan að kvöldi, og kvarta um höfuð- verk að morgni; að álíta konu guðhræddari fyrir það, þótt hún fari hvern sunnudag í kirkju; að segja öðrum leyndarmál sín, og ætlast til þess, að hann þegi yfir þeim; að gera einhverjum greiða, og ætlast til þess, að hann verði þakklátur; að tala um það við kærustuna, að vinkonan sje falleg eða góð; að fela drykkjurútinum, að gæta fullrar brennivínsflösku; að trúa fullyrðing kramarans um það, að hann selji undir innkaupsverði; að trúa öllu, sem stendur í blöðunum; að álíta alla frelsispostula frjálslynda. £ fír ítlur. ** Sterkur hiti. í Kóngó ei hitinn svo mikill, að menn verða ætíð að gefa hænunum ísmola við og við, því að annars verpa þær eintómum harðsoðnum eggjum. • Nú hafa menn komizt að því, að bezta ráð til þess, að verja epli skemmdum, er það, að láta for- eldra með 10—20 börn hafa aðgang að kjallaranum á hverjum degi. • Fyrir rjetti: Dómarinn: Þjer hafið fengið tarínu að láni hjá honum Jóhannesi, og jafnvel þótt brestur væri í henni, þegar þjer skiluðuð henni, hafið þjer samt neitað, að borga honum skaðabætur. Hvað hafið þjer yður til afsökunar ? Stefndi: í fyrsta lagi hefi jeg aldrei fengið tarín- una að láni hjá Jóhannesi; í öðru lagi var brestur í henni, þegar jeg fjekk hana frá honum, og i þriðja lagi var hún heil, þegar jeg skilaði henni aftur. • Auglýsing. Loðkragi hefir glatazt hjá stúlku með kattarhaus og grænum augum á öðrum endanum, en þrem höl- um á hinum endanum. Mótlæti. Hvers vegna ertu að gráta barnið mitt? Hann Kristján — — Hefir hann barið þig? Nei, en hann kastaði mold í mig, og nú heflr hann burstað hana af aftur, svo að jeg get ekki sýnt henni mömmu það. Siátur. Reikningsþraut. ' í búðarglugga einum sá jeg nýskeð 3 hitamæla, er hjengu hver hjá öðrum. Eitt var Reaumurs hitamælir, annað Cel- sius’i hitamælir og þriðja Eahrenheits hitamælir. Jeg lagði saman hitastig þau, er allir mælarnir sýndu, og voru það samtals 104 stig. Hversu mörg hitastig sýndi Úiver mælir? Niðurjöfnunargáta. I þrjátiu ára striðinu brauzt hershöfðingi einn inn í bæ nokk* urn og tók hann herskildi. I bænum var höll ein með níu herbergjum á neðsta gólfi. Hershöfðinginn bjó um sig i miðherberginu, og setti nokkra varðmenn í hin herbergin og skifti þeim þannig, að sjö varðmenn urðu á hvern veg við herbergi það, er hann bjó í, eins og sýnt er á myndinni. En með því að hermenn þeir, er gistu til og frá um bæinn, voru óánægðir með vistina, tóku varðmennirnir fjóra af þeim til sin í höllina, og skiftu þeim þannig í herbergin hjá sjer, að hers- ■ höfðinginn taldi enn þá sjö á hvern veg við sig. Að nokkr- um dögum liðnum struku svo átta hermenn á brott, en þeir sem eftir voru, skiftu sjer svo, að hershöfðinginn taldi enn sjö á hvern veg við sitt herbergi, og tók þess vegna ekki eftir því, að neinn vantaði. Hvernig skiftu hermennimir sjer i hvort skiti? Myndagáta. '' 0 .....í ’ * R K 0 1000 A “ r K 500 Ráðning gátnanna í 4.-—6. tölubl. A Talnafræðisgátan: Bóndinn 69 ára, konan 46 ára og sonurinn 23 ára. Heilabrotsgátan: Tvö pund eru eitt kíló, og rúm hálf önnur alin er einn metri; tvö pund og hálf önnur alin er því == einn kílómetri. L anda fr æ ði sgá tan: Hayti — Augsburg — Unter- walden — Korfu — Ungarn — Rouen — Hawai = Hauk- ur hinn ungi. Útgefandi: STEFÁN RVNÓLFSSON, Pósthússtrœti 17. Reykjavik, 1901 — Altlarprentsmiðja. -71 - — 72 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.