Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 1

Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 1
Hver var mo r ð inginn? Frakknesk leynilögreglu-saga, eftir Emile Gaboriau. (Framh.) *?&§* Tabaret gamli var neyddur til að gera sig ánægð- ur. an með þetta svar og þetta loforð í bráðina. Með því að hann sá, að hann myndi ekki fá neitt að vita þetta kvöld, hafði hann orð á því, að bezt væri fyrir sig að fara að sofa, því að hann væri þreyttur eftir erfiði dagsins. Nóel bað hann ekki um að vera lengur. Hann sagðist eiga von á bróður maddömu Gerdy; hann hefði sent boð eftir honum hvað eftir annað, en hann hefð1 ekki verið heima. Hann vissi ekki almennilega, hvern- ig hann ætti að haga sjer við þennan „móðurbróður", bætti hann við; hann var ekki búinn að ráða það við sig enn þá, hvernig hann ætti að snúa sjer. Atti hann að segja honum frá öllu saman? Það yrði ekki til annars, en að auka harm hans. Á hinn bóginn átti hann bágt með að þegja. Það var erfltt og óþægi- legt, að verða að látast vera allt annar, en hann í raun og veru var. Tabaret gamli rjeð honum samt til þess, að segja ekki neitt. Hann gæti skýrt frá öllum málavöxtum síðar, sagði hann. — — — „Hvað hann er ágætur drengur, hann Nóel", tautaði Tabaret gamli fyrir munni sjer, þegar hann var kominn inn til sín. Hann hafði verið að heiman fullan sólarhring, og bjóst við að fá rokna- skammir hjá bústýrurmi. Og sú spá hans rættist. En óðara en illviðrið Vftr um garð gengið, og Manette komin út úr herberginu, lokaði Tabaret dyrunum, og tók að hugsa um málið. Hann braut heilarm, og reyndi að flnna einhverja nýja aðferð, eitthvert nýtt ráð til að komast fyrir sannleikann. Hann hugsaði vandlega uni aístöðu málsins. Hafði honum skjátlazt? Nei, morðið hafði átt sjer stað, og þar af leiðandi hlaut morðinginn að vera til. Það var nú áreiðanlegt. Hann hafði komizt fyrir ýms smá- atriði, er stóðu í sambandi við morðið. og af þeim var auðsjeð, að morðinginn hlaut að vera þannig, eins og hann hafði lýst honum. En þessi Albert, sem hann hafði látið hefta, gat ekki verið valdur að glæpnum. Þegar hann komst að þeirri niðurstöðu, að Albert væri sekur um glæpinn, hafði það verið trú hans á algenga lögfræðislega meginreglu, sem leiddi hann á glapstigu. „Þetta eru afleiðingarnar af því, að fara eftir gömlum venjum og þessum hlægilegu talsháttum og kenningum, sem ætíð eru á takteinum", mælti hann við sjálfan sig. „Hefði jeg bara haft tíma og næði til þess, að fara eftir því, sem andinn bljes mjer í brlóst, þá skyldi jeg sannarlega hafa krufið mál þetta betur til mergjar. Reglan: „finndu þann, sem hefir gagn af glæpnum", er oft engu siður hlægileg en sönn. Erflngjar manns, sem myrtur heflr verið, hafa í raun og veru aflir gagn af morðinu, þar sem morðinginn nær að eins í vasaúr hans og peninga þegar bezt geng- Þrjár persónur gátu haft gagn af láti maddömu Lerouge: Albert, maddama Gerdy og de Commarin greifl. Það getur ekki verið maddama Gerdy, þyí að henni varð svo mjög um morðfregnina, að hún hefir legið fyrir dauðanum síðan. Þá er að eins effir að athuga greifann. Er það hugsanlegt, að hann sje sekur? Sje svo, þá hefir hann þó sannarlega ekki framið morðið sjálfur. Hann hlýtur að hafa keypt eitthvert fúlmenni til þess, eitthvert prúðbúið mann- hrak með gljáskó á fótunum, einhvern, sem reykti á- gæta vindla í „merskúms-munnstykki". En slík prúð- búin fúlmenni eru venjulega huglaus. Pnu svikja og hafa alls konar pretti í frammi, en þau myrða ekki. — Jeg geri samt sem áður ráð fyrir, að greifinn hafi náð í einhvern reglulegan fant. l'á. var hann blátt áfram búinn að fá annan í vitorð með sjer, annan, sem miklu hættara var við, að kæmist upp um. En slikt er í meira lagi heimskulegt, og greifinn er þó skyn- samur maður. Nei, það er auðsjeð, að greifinn hefir engan þátt átt í morðinu. Og svo er eitt enn, sem kemur til athugunar, — maddama Lerouge, sem var svona fús á að skifta um börnin, meðan hún hafði þau undir hendi sem fóstra þeirra, hún hefir að öllum líkindum verið fáanleg til þess, að takast fleiri hættu- leg umboðsstörf á hendur. Hver getur sagt það með vissu, að hún hafi ekki lika gert einhvevjum öðrum einhvern greiða, einhverjum, sem svo hafði gagn af því að losna við hana? — — Hjer er um eitthvert leyndarmá) að ræða, og jeg er á leið að finna það; jeg hefi að eins ekki náð tökum á því enn þá. Eitt er áreiðanlegt og víst: Maddama Lerouge var ekki myrt til þess, að koma í veg fyrir, að Nóel næði rjetti sínum. — En orsökin til þess, að hún var myrt, hlýtur að vera svipuð því, sem jeg hefi hugsað mjer. Einhver áræðinn og þaulvanur bófi, hlýtur að hafa verið knúður til að fremja glæpinn af samskonar hvötum og þeim, er jeg grunaði Albert um. — Það er þetta, sem jeg verð að grafast fyrir. í þessa átt verð jeg að beina allri minni athyggju. Og um fram allt verð jeg að fá vitneskju um fortíð þessarar greið- viknu ekkju; og jeg skal fá vitneskju um hana, þvi að jeg hefi þegar getað grafið upp fæðingarstað ekkj- unnar, og þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða, að jeg fái skýrslu þá, er jeg hefi lagt drög fyrir þaðan". Svo fór Tabaret gamli að hugsa um Albert, hugsa um málið, eins og það lá fyrir, sannanirnar gegn þessum unga manni, og ráð þau, er hugsanleg væru, til þess að bjarga honum. „Eins og málið er nú komið," mælti hann við sjálfan sig, „er ekki eitt einasta atriði, sem afsaki Albert. En sannanirnar gegn honum, atriðin sem ásaka hann, eru óteljandi. Það er gagnslaust, að vera að rifja þær upp fyrir sér. Það var jeg, sem fann þær og safnaði þeim saman, og jeg veit, hvers virði þær HAUKUR HINN UNGI 1901. Nr. 10-----12

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.