Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 3
HVJ8B VAB MOBBINGINN?
En Daburon neitaði honum uni þessa bón. Hann
sagði, að eins og nú stæði á, væri það mjög áríðandi,
að fanginn væri látinn vera einn og út af fyrir sig.
En til þess að hugnast Tabaret, sagði hann þó, að
hann skyldi sjá, hvað hann gæti gert í þessu efni að
þrem til fjórum dögum liðnum, því að þá yrði sú
ástæða, er hann nú hefði fyrir synjun sinni, að líkindum
horfln.
„Það er hart, að þjer skuluð synja mjer um þetta,"
mælti Tabaret. „En jeg skil ástæður yðar, og beygi
mig fyrir þeim".
Þetta var allt og sumt, sem hann sagði; en hann
flýtti sjer út, með því að hann var hræddur um, að
hann gæti ekki lengur stjórnað geði sínu. Hann ósk-
aði þess heitar og innilegar, en nokkru sinni fyr, að
sjer mætti auðnast að frelsa hinn ólánsama, saklausa
mann; hann fann það, að auk þess sem það hlyti að
verða honum óumræðilegt ánægiuefni, að geta bjargað
manni þeim, sem fyrir handvömm hans og fljótiærni
hafði verið steypt í vísa glötun, hlyti það einnig að
verða óumræðileg gleði, að geta hefnt sín á þessum
einþykka og þrálynda embættismanni.
„Eftir þrjá eða fjóra daga", tautaði hann fyrir
munni sjer; „það er sama sem þrjú eða fjögur ár fyr-
fr veslings .fangann. Hann er svei mjer rólegur, þessi
blessaður dómari. En jeg verð að vera búinn að graf-
ast fyrir sannleikann, áður en þessir þrír eða fjórir
dagar eru liðnir?"
Og Tabaret hafði rjett fyrir sjer í þessu. Daburon
dómari hefði eflaust ekki þurft nema þrjá til fjóra
daga til þess, að neyða Albert til að játa á sig glæp-
inn, eða að minnsta kosti til þess, að fá hann til að
gefa upp alla vörn.
Að því er ákæruna snerti, var aðal-torveldið fólg-
ið í því, að ekki hafði enn þá tekizt, að ná í neitt
vitni, er hefði sjeð ákærða á þriðjudagskvöldið. Eitt
vitni, er borið gæti um það, hvar Albert var þetta
kvöld, var svo mikilsvarðandi, að Daburon sneri öllu
sínu athygli að því, þegar Tabaret var farinn. Hann
var enn þá vongóður um það, að einhver hlyti að
hafa sjeð Albert um kvöldið eða síðara hluta dagsins,
þótt ekki hefði enn þá náðst í neinn slikan mann.
fað var ekki nema laugardagur enn þá, cg þess vegna
auðvelt að muna, hvað gerzt hafði dag þann, er morð-
ið var framið. Ekkert að marka, þótt ekkert slíkt
vitni væri fengið, með því að ekki hafði til þessa ver-
ið neinn tími til þess, að hefja neina reglulega rann-
sókn.
Hann sendi fimm ötula og reynda leynilögreglu-
menn af stað til Bougival, og fjekk þeim í hendur
ljósmyndir af ákærða. Þeir áttu að hafa tal af hverj-
um manni á svæðinu milli Rueil og La Jonchere og
spyrja þá spjörunum úr. Ljósmyndirnar hlutu að
gera starf þeirra töluvert auðveldara. Þeir áttu að
sýna þær hverjum manni, hvar sem þeir kæmu, og
skilja þær eftir hjer og hvar, til þess að menn gætu
áttað sig á þeim. Það var óhugsandi, að enginn
hefði tekið eftir manni þeim, sem myndin var af, ann-
að hvort á brautarstöðvunum í Rueil, eða einhvers
staðar á leiðinni til La Jonchere.
Þegar Daburon var búinn að gera þessar ráðstaf-
anir, lagði hann af stað til ráðhússins, og ljet kalla
Albert fyrir sig. Hann hafði þegar um morguninn
fengið skýrslu um það, hvernig ákærði hefði hagað
sjer; hreyfingum hans og öllu háttalagi var nákvæm-
lega lýst í skýrslunni, því að á öllu slíku höfðu verið
haíður vandlegar gætur. Ekkert var það í framkomu
hans, er bæri vott um, að hann væri sekur, stóð í
skýrslunni. Hann virtist vera mjög hnugginn, en
ekki örvílnaður. Nokkru eftir að farið var út frá
honum, hafði hann borðað lítið eitt, og siðan hafði
hann farið yfir að klefaglugganum, og staðið þar
hreyfingarlaus í rúma klukkustund. Því næst hafði
hann lagt sig fyrir, sofnað von bráðar, og sofið ró-
lega alla nóttina.
„En sú járnsál, og sá skrokkur!" hugsaði Daburon
með sjer, þegar komið var með ákærða inn í skrif-
stofuna.
Kvöldið áður hafði Albert litið út fyrir að vera
mjög örvílnaður. Ákæran, með öllum hennar sönn-
unargögnum, hafði dunið yfir hann allt í einu, eins
og regn úr heiðskíru lofti, svo að hann hafði ekki
haft neinn tíma til þess, að átta sig, og ieit því helzt
út fyrir, að hann ætlaði að kikna fyrir augnaráði
rannsóknardómarans. En nú var öðru máli að gegna.
Nú hafði hann náð sjer aftur. Hvort sem hann var
saklaus eða sekur, þá var það auðsjeð, að hann var
nú staðráðinn í því, hvernig hann skyldi koma fram.
Augnaráð hans var einarðlegt, og svipurinn djarf-
mannlegur, en ekki laus við að vera dálítið þótta-
legur. Hann var auðsæilega einn af þessum kjark-
mönnum, sem ólánið getur að vísu fengið töluvert á,
en aldrei bugað.
Þegar dómaranum varð iitið á hann, sá hann
þegar, að hann myndi verða að breyta um aðferð, ef
honum ætti að verða nokkuð ágengt. Hann sá, að
Albert myndi vera einn þeirra manna, er harðna við
hverja þrautina, og verða því hugaðri, sem hættan
verður ægilegri. Hann hætti þess vegna algerlega
hinni fyrri framkomu sinni, og reyndi að fá á Albert
með því, að tala vingjarnlega og alúðlega við hann.
En allar tilraunir Daburons í þá átt urðu árang-
urslausar, ekki síður en tilraunir Tabarets gamla
kvöldið áður. Það var langt frá því, að Albert væri
klökkur. Svör hans voru stutt og gagnorð. Hann
byrjaði og lauk máli sínu nú, eins og kvöldið áður,
með þeirri staðhæfingu, að hann væri saklaus.
En nú var enn þá eftir tilraun sú, sem oft heflr
gefizt vel. Þennan sama dag, laugardaginn 10. marz,
var Albert leiddur að líkbörum ekkjunnar Claudine
Lerouge. Þessi ömurlega sjón fjekk auðvitað töluvert
á hann, en ekki frekar en á hvern annan, er neyddur
var til þess að horfa á likið, fáum dögum eftir að
það var myrt. Þegar einn þeirra, er viðstaddir voru,
mælti við hann: „Hugsið yður, ef hún gæti talað!"
hafði hann svarað: „ Það væri sannarlegt happ fyrir mig'1.
Daburon hafði ekkert orðið ágengt síðan hann
byrjaði um morguninn. Hann varð að játa það með
sjálfum sjer, að öll herbrögð hans höfðu orðið árang-
urslaus; og nú hafði þessi siðasta tilraun hans lika
misheppnazt með öllu. Hann var sannfærður um, að
Albert væri sekur, og þess vegna gramdist honum
það svo mjög, að öjá, hversu stilltur og rólegur hann
var. Það var auðsjeð, að hann rjeð sjer naumast
fyrir reiði, þegar hann skipaði að flytja Albert aftur
í varðhaldið.
— 77-
— 78-