Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 4

Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 4
HVJSB VAB MOBBINGINN. Daburon eyddi öllum fyrri hluta sunnudagsins í það, að hlusta á skýrslur leynilögreglumanna þeirra, er hann hafði sent til Bougival. Þeir höfðu gert allt það, er þeir gátu, sögðu þeir, en höíðu ekki frá neinum nýjungum að skýra. Þeir höfðu heyrt marga tala um einhverja konu, er hefði sjeð morðingjann hlaupa brott frá kofa maddömu Lerouge, en enginn hafði getað frætt þá um það, hver þessi kona væri, eða hvar hún ætti heima — ekki einu sinni um það, hvað hún hjeti. Leynjlögreglumennirnir sögðust samt hafa áJitið það skyldu sína, að skýra rannsóknardómaranum frá því, að önnur rannsókn eða eftirgrennslun^hefði átt sjer stað jafnhliða þeirra. Það var Tabaret gamli, sem stóð fyrir þeirri rannsóknarför, og fór hann sjálfur fram og aftur um hjeraðið í smákerru einni. Hann hlaut að hafa verið skjótráður og fljótur í föruin, þvi að hvar sem leynilögreglumennirnir komu, hafði hann komið á undan þeim. Það var svo að sjá, sem hann hefði tólf menn í sinni þjónustu, og hafði hann að minnsta kosti fengið fjóra þeirra í „Rue de Jerúsa- lem". Allir leynilögreglumennirnir höfðu hitt hanm og hann hafði talað við þá alla. Við einn þeirra hafði hann sagt: „Hvers vegna eruð þjer allt af að sýna þessa ljósmynd? Áður en langt um liður haflð þjer fengið heilan hóp af vitnum, er fást tíl þess fyrir þrjá franka, að lýsa einum eða öðrum, sem sje líkari myndinni, heldur en myndin sjálf". Annan haíði hann hitt á leiðinni milii þorpa, og hlegið að honura. „Skelhng getið þjer verið vitlaus", mælti hann, „að halda, að þjer rekist á slíkan mann hier á póstleiðinni. Litizt þjer um öðru hvoru megin við veginn, og þá eru meiri líkindi, til að þjei finnið hann". í kaffihúsi einu í Bougival rakst hann á tvo af leynilögreglumönnunum, og sagði við þá: „Jeg hefl klófest hann. Það er ári röskur maður. Hann kom frá Chatou. Þrír hafa sjeð hann — tveir járn- brautardyraverðir, og þriðji maður, sem er mjög mikilsvert vitni — því að hann talaði við hann-". Þegar Daburon heyrði þessar skýrslur, varð hann svo reiður við Tabaret gamla, að hann lagði þegai' af stað til Bougival, staðráðinn í þvi, að fara með þennan allt of ákafa lögreglumann með sjer til Paris- ar, og skýra hlutaðeigandi yfirvöldum frá háttalagi hans. Ferð hans varð samt sem áður árangurslaus. Tabaret gamli, kerran og aðstoðarmenn hans tólf að tölu voru þegar horfnir, eða að minnsta kosti fund- ust þeir hvergi. Þegar Daburon kom aftur heim til sin um kvöldið, dauðþreyttur og i slæmu skapi, lá símrit eitt á skrifborðinu hans. Það var frá lög- reglustjóranum, og hljóðaði þannig: Rouen, sunnud. 11. rnarz. „Maðurinn er fundinn. Konram í kvöld til Parísar. Mjög mikilvægt vitni. G e v r o 1 " . }íjórði Éapifuli. Klukkan níu á mánudagsmorguninn bjó Daburon rannsóknardómari sig af atað, og ætlaði að aka til ráðhússins. Hann bjóst rið að finna Gevrol þar, á- samt manni þeim, er hann hafði náð í, og ef til Till Tabaret gamla. Hann var hjer um bil ferðbúinn, þegar þjónninn hans kom inn, og skýrði honum frá því, að ung stúlka óskaðj að fá að tala við hann, og væri fullorðin kvennmaður með henni. Hann sagði, að hún vildi ekki segja til nafns síns, en segðist samt myndi gera það, ef það væri öldungis nauðsyn- legt skilyrði fyrir því að fá áheyrn. „Láttu þær koma inn", mælti dómarinn. Þegar Lerouge-málið byrjaði, hafði Doburon haft ýms önnur sakamál til meðferðar, og urðu þeir fang- ar nú að bíða betri tima 1 varðhaldinu. Hann hjelt, að stúlka sú, sem komin var, hlyti að vera ættingi einhvers fangans, og einsetti sjer að losna sem allra fyrst við hana aftur. Hann stóð við arinhilluna, og leitaði að nafnspjaldi einu í postulíns^kál. er Var full af nafnseðlum. Hann heyrði, að dyrunum var lokið upp; hann heyiði skrjáf í siJkikjói frammi við dyrnar; en hann hirti ekkert um að smía sjer við — gat ekki einu sinni fengið af sjer, að líta við. Hann ljet sjei' nægja, að lita ofur kæruleysislega 1 spegilinn. 'til þess að sjá; hver inn hefði komið. En allt i einu varð hann höggdofa af skelfingu. eins og hann hefði sjeð vofu í speglinum. Það kom svo mikið íát a hann, að hann missti postulinsskálina, er fjell á "óifið og mölbrotnaði. „Claire!" stamaði hann. „Olaire!" Og hann sneri sjer hægt og gætilega við, eins og hann væri hræddur um, að þetta hefði verið mis- sýning, glapsýn, eða þá að hann hefði i raun rjettri sjeð þá, er hann nefiidi. Og þannig var það. Ungfiú Claire d'Arlange stóð frapiml iyrir honum. Þessi unga stúlka, sem ætíð var vön að vera bæði þóttafull og óframfærin, hafði haft áræði til þesw, að fara einsömul á fund dómarans —- eða sama sem einsömul, þvi að varia var hægt að teija kennslustiilku hennar, er varð eftir i forsalnum. Það var auðsæi- lega einhver sterk tilfinning, sem knúði hana til þessa, og kom henni til að gleyma sinni venjulegu feimni og óframfærni. Aldrei á æfi sinni — ekki einu sinni þegar það, að sjá hana, var hans mesta yndi, haus mesta sæla — hafði honum virzt hún jafn töfrundi fögur, eins og einmitt nú. Það var auðsjeð að hún var þess vit- andi, að hún var að gegna helgri skyldu sinni, og að hún gengdi henni — þótt ekki væri beinlínis með ánægju, þá samt með þeirri barnslegu einfeldni, sem í raun rjettri er sannarlegt þrekvirki. „Við erum vist vinir enn þá, eða er ekki svo?" spurði hún með íaunalegu brosi. Dómarinn þoi ði ekki að taka í hanzkalausa hönd- ina, er hún rjetti honum. Það var eins og hann væri hræddur iim. að það myndi valda allt of ákafri geðshræringu. „Já", svaraði hann lágt og óskýrt. „Jeg vil ætíð reynast yður vinveittur". Ungfrú d'Arlange settist á sama stólinn, sem Tabaret gamli hafði setið á á föstudagskvöldið, þegar hann var að bollaleggja hefting Alberts, og fá varð- haldsúiskurðiim hjá Daburon dómara. Daburon stóð kyr, og studdi sig við skrifborðið. „Þjer vitið víst, hvert erindi mitt er". mælti stúlkan. Hann kinkaði kolli til merkis um, að sto væri. (Meira.) — 79- 80 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.