Haukur - 01.07.1901, Qupperneq 5

Haukur - 01.07.1901, Qupperneq 5
KONUNGUB LEYNILÖGREGLUMANNANNA. Konungur leynilögreglumannanna. Amerísk glæpamálssaga eftir 01 d Sleuth. (Pramhald.) Á næstu strætamótum rakst Brandon á tvo menn, er stóðu þar og stungu saman nefjum. Hann þekkti þegar, að það voru tveir af ræningjum þeim, er neytt höfðu Charley Brighton til að skrifa nafn sitt á fals- aða víxilinn. Hann gekk fram hjá þeim, og Ijet sem hann sæi þá ekki. En þegar hann skömmu síðar leit um öxl sjer, sá hann, að þeir veittu honum eftir- för; og nú sá hann ekki lengur til Bayard Knights. Hann hjelt enn lengi áfram eftir strætinu, og bófam- ir voru ætíð í hámót á eftir honum. Brandon þótti þetta í meira lagi kynlegt, en hann skildi samt fljótlega, hvernig í því lá. Bayard Knight vissi ekki, að Brandon hafði sjeð þessa menn áður. Þeir voru auðvitað kunningjar Knights; og þegar hann varð áskynja um það, að Brandon hafði ætíð auga á honum, og veitti honum eftirför, hvert sem hann fór, hafði hann fengið menn þessa til þess, að hafa gætur á Brandon, og flytja sjer vitneskiu um það, hvar hann væri og hvað hann hefðist að í það og það skiftið. Þannig hjelt Brandon að þessu væri háttað, og hann hafði gizkað nokkurn veginn rjett á. Bayard Knight hafði þekkt Brandon, þótt, í dulargervi væri, og hafði nú fengið bófana til þess að veita honum eftirför, gæta hans nákvæmlega, og fyrirkoma honum ef færi gæfist. Bófarnir voru fúsir til þessa starfa, einkum er hann taldi þeim trú um það, að Brandon væri eini maðurinn, er nokkurn grun hefði um víxil- fölsun þeirra, og væri hann nú fyrir þá sök á hnot- skóg eftir þeim. Þannig stóð á þvi, að þessir tveir bófar eltu Brandon. Þeir hugðust gera sjálfum sjer gagn með því, en voru þó í raun og veru að eins fiugumenn og spæjarar Knights. 24. kapítuli.' Leynilögreglumaðurinn var svo óhræddur við bófa þá, er veittu bonum eftirför, að hann ásetti sjer að láta þá elta sig á einhvern þann stað, er þeir gæt.u ófeilnir sýnt, hver tilgangur þeirra væri. Hann Var vel vopnaður og við öllu búinn. Hann hjelt áfram ofan eftir borginni, og hugsaði sjer að heimsækja veitingamann einn, er hann þekkti. Yeitingahús þetta var samkomustaður alls konar þjófa og bófa. Veitingamaðurinn hafði gert sjer það að að- alatvinnu, að varðveita stolna muni fyrir borgun; og oft fjekk hann líka slika muni með góðu verði fyrir vínföng sín. En það kom einnig oft fyrir, að hann sagði til þjófanna., af ótta við leynilögi egluna, þegar hann sá engin ráð til þess, að koma þýfinu undan, eða ef leynilögreglumennirnir buðu honum hærri borgun, heldur en þjófarnir. Með þessari tvöfeldni sinni, þessu; að hann kom sjer vel bæði við þjófana og leynilögreglumennina, hafði hann búið sjer mjög arðsama atvinnu. Brandon hafði mann þennan alveg í vasa sínum, og enginn var sá maður í New Yoi-k, er Tom Curley óttaðist meira, en konung leynilögreglumannanna. Burt Brandon gekk fram og aftur i ýmsa króka eftir strætunum, til þess að sjá með vissu, hvort fantarnir væru í raun og veru að sitja um hann. En þeir höguðu ferð sinni þannig, að þeir misstu aldrei sjónar á honum. Þegar Brandon kom fyrir götuhorn eitt, rak hann sig á mann, er leit út fyrir að vera blindfullur þýzkur bófi. Leynilögreglumaðurinn sló hann utanundir, svo að hann valt um koll. Maður- inn brölti þegar á fætur aftur, og ætiaði að rjúka í leynilögreglu manninn; en allt í einu nam hann staðar, og starði á hann. „Brandon!" mælti hann forviða. „Kepler!" svaraði Brandon. Þeir höfðu báðir jafn snemma þekkt hvor annan. Brandon sagði honum nú frá þvi, að hann ætl- aði að heimsækja Tom Curley, og rjeð Kepler af, að fara með honum þangað. Meðan þeir, leynilögreglumennirnir, töluðu saman, höfðu þeir baðað höndunum í ákafa og haft önnur málsemdarlátbrigði í frammi, eins og þeir væru að rífast í óðaönn. Það hjeldu líka bófarnir, er numið höfðu staðar, og haft nákvæmar gætur á þeim. Þeir þekktu ekki Kepler, og hjeldu, að hann væri drukkinn Þjóðverji. Leynilögteglumennirnir hjeldu nú áfram til Tom Curleys, og sáu sjer til mikillar gleði, að bófarnir ætluðu að elta þá þangað. Þegar Brandon kom inn í veitingastofuna, stóð Tom Cuiley fyrir innan borðið. Brandon laumaði að honum nokkrum seðlum, og talaði nokkur orð við hann í hljóði. Tom Curley hleypti hortum þá orðalaust inn í hliðarherbergi eitt, er Brandon var vanur að hafa bækistöð sína í, þegar hann var þar á ferð. Því næst ljet hann Kepler fara inn í annað herbergi. Fáum sekúndum síðar kom Brandon aftur fram í veitingastofuna, og var nú gagnólíkur þvi, er hann hafði áður verið. Þegar bófarnir komu inn í veitingastofuna, sáu þeir sjómann einn, svallaralegan í meira lagi, standa við borðið og tala við tom Curley. Þeir vjeku sjer að Curley, og hvísluðu ýmsum spurningum að honum. Þeir spurðu hann um það, hvað orðið hefði af manni þeim, er komið hefði inn rjett á undan þeim. Curley svaraði þeim og sagði, að þar hefðu ný- skeð komið tveir menn; þeir hefðu farið upp á loft, en kæmu bráðum ofan aftur. Hann bauð þeim að fá sjer sæti, ef þeir vildu hinkra við eftir þeim. Því næst benti hann á sjómanninn, og sagði bófunum, að það væri fornkunningi sinn, ágætisdrengur, er nú væri að litast um í New York. Svo benti hann á bófana, og sagði sjómanninum, að það væru tveir vildarvinir sínir. Sjómaðurinn spurði þá, hvort þeir vildu ekki þiggja eitt eða tvö staup með sjer. Og litlu siðar sátu þeir allir að drykkju, og spjölluðu um alla heima og geima, eins og þeir væru beztu kunningjar. Þá var allt í einu lokið upp hliðardyrum einum, og inn um þær kom annar sjómaður, er leit út fyr- ir að vera af skárra tagi. Hann virtist vera töluvert ölvaður, og heimtaði vínföng handa öllum, er við- staddir væru. Hann var hávær mjög, og hrópaði hvað eftir annað, að hann væri skipstjóri á barkskipi, og væri þvi sjálfsagt, að hann veitti öllum þeim, er þiggja vildu. - 81 — — 82 —

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.